Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1373 documents in progress, 2093 done, 40 left)
Stefán Snorrason selur Eiríki Árnasyni jörðina Hrærekslæk í Tungu í Fljótsdalshéraði. Landamerkjum lýst. Enn fremur skilur Stefán svo á að Eiríkur veiti sér og konu sinni Salgerði Magnadóttur framfærslu svo lengi sem þau lifi og einnig syni þeirra Ólafi þar til hann er af ómagaaldri.
Stefán Snorrason selur Eiríki Árnasyni jörðina Hrærekslæk í Tungu í Fljótsdalshéraði. Landamerkjum lýst. Enn fremur skilur Stefán svo á að Eiríkur veiti sér og konu sinni Salgerði Magnadóttur framfærslu svo lengi sem þau lifi og einnig syni þeirra Ólafi þar til hann er af ómagaaldri.
Jón Egilsson kvittar Jón Björnsson um gjald fyrir Illugastaði á Laxárdal. Gert og skrifað á Holtastöðum í Langadal 30. maí 1581.
Vitnisburður um að Stefán Snorrason hafi lofað Eiríki Árnasyni að vinna eið um orð Sigurðar Jónssonar sýslumanns. Skrifað á Eyvindará 10. ágúst 1583.
Jón Skúlason, með samþykki konu sinnar Ingibjargar Sigurðardóttur, selur Þorvarði Björnssyni Hvannstóð í Borgarfirði og lausafé gegn því að Þorvarður borgi skuld Margrétar Þorvarðsdóttur heitinnar til Njarðvíkurkirkju. Gjörningurinn fór fram í Gagnstóð 18. janúar 1581 en bréfið skrifað í Njarðvík degi síðar.
Eyjólfur Magnússon selur Magnúsi Jónssyni Hól í Bíldudal en fær í staðinn Reykjarfjörð og hálfan Foss í Otrardalskirkjusókn.
Vitnisburður um að Jón Gíslason hafi afgreitt Halldóri Þórðarsyni tíu hundruð í Meðalheimi í Hjaltabakkakirkjusókn til heimanfylgju dóttur sinnar Guðrúnar. Gjörningurinn átti sér stað í Þykkvaskógi í Miðdölum 9. september (líklega 1581) en vitnisburðurinn er dagsettur í Hjarðarholti í Laxárdal 17. desember 1581.
Finnur Hálfdanarson selur Hannes Björnssyni Eyri í Bitru og kvittar hann um andvirðið. Gert og skrifað á Eyri í Bitru 10. ágúst 1581.
Ólafur Þorsteinsson fær sonum sínum Þorsteini og Bjarna tíu hundruð hvorum í jörðinni Tindum í Svínavatnskirkjusókn upp í sinn móðurarf. Móbergi í Langadal, 1. febrúar 1581.
Dómur um ákæru Guðmundar Eyvindssonar til Þorvalds Guðmundssonar, kveðinn upp í Berufirði 13. september 1582. Útdráttur.
Jón Sigurðsson selur Jóni Björnssyni hálfan Orrahól í Staðarfellskirkjusókn fyrir lausafé.
Kaupmálabréf Bjarna Jónssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Skrifað í Hjarðardal í Dýrafirði 15. ágúst 1582.
Sæmundur Magnússon selur Þormóði Ásmundssyni tíu hundruð í jörðinni Grafarbakka í Hrunakirkjusókn. Bræðratungu, 6. janúar 1582, bréfið skrifað degi síðar.
Vitnisburður séra Jóns Jónssonar um skipti og peningaafgreiðslur eftir Eirík heitinn Torfason. Torfastöðum í Biskupstungum, 4. júlí 1582.
Sáttargerð milli Benedikts Halldórssonar og bræðra hans Jóns eldri og yngri Halldórssona um tilkall til jarðanna Höskuldsstaða og Eyrarlands, með samþykki föður þeirra, séra Halldórs [Benediktssonar]. Gert á Helgastöðum í Reykjadal 30. apríl 1582 en bréfið skrifað degi síðar á Múla í Aðalreykjadal.
Sæmundi Magnússyni er dæmd jörðin Grafarbakki á Öxarárþingi 1582.
Sjá AM Dipl. Isl. Fasc. LVIII, 3.
Dómur um arf eftir Jón Guðmundsson. Skrifað í Hjarðardal í Dýrafirði 17. febrúar 1582.
Séra Teitur Helgason veitir vitnisburð um erfðaskrá Jóns heitins Ólafssonar. Reynivöllum í Kjós, 13. október 1582.
Dómur um hver skyld hafa svar og umboð séra Halldórs Benediktssonar að hans sjálfs beiðni. Helgastöðum í Reykjadal, 30. apríl 1582.
Jón Björnsson selur Magnúsi Jónssyni jörðina Auðshaug á Hjarðarnesi og fær í staðinn Hlíð í Þorskafirði. Bæ á Rauðsandi, 24. apríl 1582. Útdráttur.
Vitnisburður, staðfesting og kvittun um sölu Guðmundar Nikulássonar á hálfri jörðinni Víðilæk til Jóns Loftssonar. Á Bröttubrekku 22. maí 1582.
Bréf Gísla Jónssonar þar sem hann segir að Daði Guðmundsson hafi oft lýst því fyrir sér að hann hafi ekki haft líkamlegt samræði við Ingveldi Árnadóttur áður en honum fæddist Þórunn Daðadóttir með sinni dándikvinnu Guðrúnu Einarsdóttur. Hvammi í Hvammssveit 24. ágúst 1583.
Tumi Sveinsson lofar herra Guðbrandi Þorlákssyni að selja honum fyrstum jörðina Bakka í Barðskirkjusókn.
Hrólfur Bjarnason og sonur hans Bessi Hrólfsson selja herra Guðbrandi Þorlákssyni samtals 30 hundruð í jörðinni Skálá í Fellskirkjusókn. Gert að Hólum í Hjaltadal 3. apríl 1583, bréfið skrifað á sama stað fjórum dögum síðar.
Dómur Jóns lögmanns Jónssonar á Sveinsstöðum í Vatnsdal um rekstra á Dalsheiði og Kúluheiði en sr. Eiríkur Magnússon á Auðkúlu og Ólafur Ljótsson á Forsæludal töldu sig hlunnfarna um lambatoll.
Þrjú bréf um jörðina Jörfa í Haukadal.
Séra Jón Halldórsson staðfestir að nýju það tilkall sem Benedikt Halldórsson, bróðir hans, á til Höskuldsstaða, þeirra föðurarfs. Á Möðruvöllum í Hörgárdal 7. febrúar 1583.
Brandur Oddsson seldur séra Bjarna Högnasyni jörðina alla Svínabakka í Refstaðarkirkjusókn, 28. maí 1583.
Sjá AM Dipl. Isl. Fasc. LVIII, 5.
Margrét Jónsdóttir selur Þormóði Ásmundssyni jörðina Grafarbakka í Ytrahrepp í Hrunakirkjusókn.
Kaupmáli Jóns Jónssonar og Solveigar Pétursdóttur.
Dómur á Mosvöllum í Önundarfirði vegna klögunarmáls vegna jarðarinnar Kirkjubóls í Önundarfirði; jörðin dæmd fullkomin eign Magnúsar Jónssonar.
Dómur á Spjaldhaga í Eyjafirði vegna kæru vegna jarðarinnar Ness í Eyjafirði. Halli Magnússyni er dæmd jörðin.
Sjá AM Dipl. Isl. Fasc. LVIII, 5.
Þorleifur Björnsson lýsir Þormóð Ásmundsson kvittan vegna kaupa þess síðarnefnda á jörðinni Kjóastöðum.
Dómur á Öxarárþingi um ákæru Jóns Björnssonar fyrir hönd móður sinnar Steinunnar Jónsdóttur um jörðina Hrakstaði á Barðaströnd. Jörðin dæmd eign Steinunnar.
Vitnisburður um kaupskap á milli Jóns Jónssonar lögmanns og Benedikts Halldórssonar að Jón fékk Benedikt jörðina Gillastaði í Laxárdal. Á Þingeyrum 29. desember 1583, bréfið skrifað á sama stað 2. maí 1584.
Vitnisburður um kaupskap á milli Jóns Jónssonar lögmanns og Benedikts Halldórssonar að Jón fékk Benedikt jörðina Gillastaði í Laxárdal. Á Þingeyrum 29. desember 1583, bréfið skrifað á sama stað 2. maí 1584.
Alþingisdómur um peninga Odds Ólafssonar. (Óheilt.)
Séra Gottskálk Jónsson selur Magnúsi Þorvarðssyni jörðina Brún í Svartárdal og fær í staðinn hálfa jörðina Blöndubakka. Í Glaumbæ 5. júlí 1584. Útdráttur.
Þórunn Gísladóttir selur herra Guðbrandi Þorlákssyni Draflastaði í Fnjóskadal.
Dómur á Sandatorfu í Borgarfirði um klögun og ákæru Vigfúsar Jónssonar vegna nautareksturs á jörðunum Vatnshorni og Kalastöðum.
Nikulás Þorsteinsson selur Guðbrandi Þorlákssyni jörðina Gröf á Höfðaströnd. Útdráttur.
Nikulás Þorsteinsson selur Guðbrandi Þorlákssyni jörðina Gröf á Höfðaströnd.
Egill Ólafsson, með samþykki eiginkonu sinnar Höllu Torfadóttur, selur Þormóði Ásmundssyni tíu hundruð í jörðinni Skarfanesi á Landi en fær í staðinn hálft fjórða hundrað í jörðinni Sumarliðabæ í Holtum, lausafé og ítök í skógi
Kaupmáli Ísleifs Þorbergssonar og Ingibjargar Gunnarsdóttur.
Oddur Tómasson og Sesselja Ormsdóttir gera skilmála við Bjarna Oddson son sinn um ævinlega framfærslu.
Grannalýsingarbréf þar sem því er lýst að Jón Loftsson hafi lesið upp bréf fyrir sex grönnum sínum um loforð séra Jóns Loftssonar um sölu á jörðinni Sælingsdalstungu í Hvammsveit til Jóns Loftssonar.
Marteinn Erasmusson kaupir af Þorleifi Bjarnarsyni og Elínu Brandsdóttur konu hans jörðina Laxárholt í Hraunhrepp fyrir lausafé. Útdráttur.
Page 102 of 149