Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1375 documents in progress, 2105 done, 40 left)
Dómur á Spjaldhaga um arf eftir Eyjólf Finnbogason, 22. maí 1598. Bréfið er skrifað á Stóra-Hamri í Eyjafirði 22. febrúar 1600.
Pétur Magnússon selur séra Birni Gíslasyni Jarlsstaði í Bárðardal fyrir Skóga í Fnjóskadal.
Þorgrímur Þorleifsson gefur dóttur sinni Solveigu í arfaskipti og þjónustulaun jörðina Landamót í Kinn og ánafnar henni eftir sinn dag Halldórsstaði í Kinn. Í Lögmannshlíð 9. desember 1598; bréfið skrifað í Djúpadal í Skagafirði 13. desember sama ár.
Jón Björnsson selur herra Oddi Einarssyni hálfa jörðina Kaldrana á Skaga. Í Skálholti 3. júlí 1598.
Ónýting á kaupskap á milli bræðranna Örnólfs og Jóns Ólafssona á jörðinni Hvilft í Önundarfirði. Á Hvilft 10. maí 1598; bréfið skrifað í Holti í Önundarfirði 31. maí sama ár.
Sjá AM Dipl. Isl. Fasc. LIX, 23.
Gísli Björnsson og kona hans Þórunn Hannesdóttir leggja Hannesi Björnssyni aftur garðinn Snóksdal sem Hannes hafði gefið Þórunni dóttur sinni til réttra arfaskipta; einnig fengu þau honum Hamraenda og Skörð í Sauðafellskirkjusókn. Á móti fékk Hannes þeim Hrafnabjörg, Hamar, Fremri-Vífilsdal og Gunnarsstaði í Snóksdalskirkjusókn, auk Krossness á Ströndum.
Vigdís Halldórsdóttir selur dóttur sinni Agnesi Torfadóttur jörðina Brekku í Dýrafirði. Í kirkjunni í Hrauni í Dýrafirði 8. janúar 1598; bréfið skrifað á Kirkjubóli í Önundarfirði 25. febrúar 1600.
Vitnisburður Jóns Björnssonar um peninga Helgu konu Ólafs heitins Þorsteinssonar. Skrifað á Grund í Eyjafirði 14. júlí 1598.
Virðing á peningum sem séra Þorsteinn Ólafsson galt sínum bróður Skúla Ólafssyni. Einnig lofar Skúli að selja Þorsteini fyrstum jörðina Tinda í Ásum. Gert í Vesturhópshólum 24. maí 1599; skrifað á sama stað þremur dögum síðar.
Vitnisburður Þorbjargar Arngrímsdóttur um kaupmála sem gerður var í brúðkaupi Ólafs heitins Þorsteinssonar og Guðrúnar heitinnar Gunnlaugsdóttur í Grímstungum í Vatnsdal. Ingjaldur Illugason meðtók vitnisburð Þorbjargar í Hlíð í Miðfirði í viðurvist tveggja votta en bréfið var skrifað á Bjargi í Miðfirði 28. maí 1599.
Vitnisburður Jóns Jónssonar um kaupmála og fleira sem gert var í brúðkaupi Ólafs heitins Þorsteinssonar og Guðrúnar heitinnar Gunnlaugsdóttur í Grímstungu í Vatnsdal. Séra Þorsteinn Ólafsson meðtekur vitnisburð Jóns í viðurvist tveggja votta á Tindum á Ásum 28. maí 1599.
Transskriftarbréf með tveimur vitnisburðum um landamerki Stóra-Dals. Skrifað í Skálholti 15. febrúar 1614.
Sveinn Bjarnarson gefur Ara Magnússyni lögmála á kotum sínum hálfri Skálavík og Keldu í Vatnsfjarðarþingum. Útdráttur.
Sjá AM Dipl. Isl. Fasc. LIX, 31.
Dómur um ágreining á landamerkjum á milli Eyrar og Arnarnúps. Gerður í Meðaldal 3. febrúar 1599; skrifaður í Holti í Önundarfirði 31. janúar 1600.
Þorsteinn Ormsson selur Ragnheiði Eggertsdóttur hálfa jörðina Miðhlíð á Barðaströnd og fær í staðinn Botn í Tálknafirði, með þeim skilmála að Ragnheiður fái fyrst að kaupa Botn skuli Þorsteinn vilja eða þurfa að selja jörðina. Í Bæ á Rauðasandi, 21. febrúar 1599.
Sátt á milli Daða Arnórssonar og Þorleifs Bjarnarsonar um arfstilkall eftir Ólaf Helgason. Í Snóksdal 1. maí 1599. Útdráttur.
Vitnisburður ellefu búenda í Fljótsdal um skikkan og athæfi Jakobs Hildibrandssonar. Gert á Skriðuklaustri 18. ágúst 1599.
Sæmundur Árnason og Vigdís Hallsdóttir endurnýja kaupgjörning sín á milli og gefa hvort annað kvitt og ákærulaust. Á Hrauni í Keldudal, 13. febrúar 1599; bréfið skrifað á Hóli í Bolungarvík 6. mars sama ár.
Ari Jónsson gefur Sæmund Árnason kvittan og ákærlausan um þá peninga er Sæmundur átti Ara að gjalda fyrir part í Eyri. Á Hóli í Bolungarvík, 23. maí 1599.
Ákæra Einars Nikulássonar til Sigurðar Jónssonar og Katrínar Nikulásdóttur vegna sölu á jörðunum Hóli og Garðshorni í Kinn tekin fyrir dóm á Ljósavatni í Bárðardal 9. maí 1599. Málinu er vísað áfram og skal Jón Illugason taka það fyrir á Helgastöðum í Reykjadal 30. maí sama ár (sjá apógr. 5154).
Ákæra Einars Nikulássonar til Sigurðar Jónssonar og Katrínar Nikulásdóttur vegna sölu á jörðunum Hóli og Garðshorni í Kinn tekin fyrir dóm á Helgastöðum í Reykjadal 30. maí 1599. Málinu er vísað aftur til dóms á Ljósavatni þann 7. júní næstkomandi.
Andrés Einarsson, með samþykki konu sinnar Ingibjargar Sigurðardóttur, selur Jón Magnússyni eldri alla jörðina Dynjandi í Arnarfirði.
Jón Magnússon leigir Þorsteini Ormssyni Haga á Barðaströnd með öllum húsum og ítökum og þjónustufólkinu Bjarna og Margréti, með ýmsum skilmálum. Í Haga á Barðaströnd, 19. og 20. nóvember 1600. Bréfið skrifað að Brjánslæk 3. desember sama ár.
Páll Bjarnarson selur Ara Magnússyni jörðina alla Arnardal hinn neðra.
Kolbeinn Jónsson lofar Jóni Þorlákssyni að hann skyldi aldrei áklaga né ásókn gefa Jóni um það sem hann þóttist eiga að honum, og gefur hann Jón kvittan. Á Akureyri í Eyjafirði, 10. ágúst 1600.
Guðlaug Árnadóttir gefur dóttursyni sínum, Jóni Björnssyni, jörðina Teigargerði í Reyðarfirði. Að Eyvindará, 16. júlí 1600.
Dómur á Spjaldhaga í Eyjafirði 2. maí 1600 um peninga Solveigar Þorsteinsdóttur er hún hafði gefið í próventu til Hallgríms heitins Nikulássonar. Á viðfestu blaði var upptalning Einar Ólafssonar á peningum þeim sem Hallgrímur hafði fengið afhent vegna Solveigar og eiður Einars.
Teitur Eiríksson og kona hans Katrín Pétursdóttir selja Ólafi Jónssyni jarðirnar Hornstaði í Laxárdal og Steinadal í Kollafirði.
Dómur á Gaulverjabæ í Flóa um ákæru vegna Grímslækjar í Hjallakirkjusókn.
Ari Magnússon fær hjónunum Guðrúnu Jónsdóttur og Bjarna Jónssyni jörðina Efstaból í Holtskirkjusókn en fær í staðinn hálfa jörðina Kamb í Króksfirði. Að Ögri í Ísafirði, 2. desember 1600.
Örnólfur Ólafsson og kona hans Margrét Torfadóttir selja Ara Magnússyni sex hundraða part í jörðinni Kirkjubóli í Dýrafirði.
Gunnlaugur Ormsson lofar Daða Árnasyni að selja honum jörðina Ytra-Villingadal svo fremi sem Pétur Gunnarsson leysi ekki kotið til sín fyrir sama verð næstkomandi vor. Með fylgir vitnisburður sex granna Daða um að Daði hafi lýst fyrir þeim kaupgjörningi þeirra Gunnlaugs, sem átt hafi sér stað 6. mars 1600, og lesið upp bréf Gunnlaugs fyrir þá að Æsustöðum í Eyjafirði, 25. maí 1600.
Jón Magnússon eldri lýsir lögmála á jörðunum Haukabergi og Litlu-Hlíð á Barðaströnd.
Ari Jónsson gefur Björn bónda Benediktsson kvittan um fulla peningagreiðslu fyrir jörðina Ytra-Samtún í Kræklingahlíð. Á Espihóli í Eyjafirði 17. september 1600; bréfið skrifað á Stóra-Hamri 16. júní 1601.
Jón Björnsson gefur syni sínum Finni Jónssyni jarðirnar Berufjörð og Skáldstaði. Í Flatey á Breiðafirði í júní 1600.
Þóra Jónsdóttir selur föður sínum, Jóni Björnssyni, jörðina Hrafnagil í Laxárdal. Á Felli í Kollafirði, 23. júlí 1601; bréfið skrifað degi síðar.
Séra Snæbjörn Torfason selur Sæmundi Árnasyni jörðina Dvergastein í Álftafirði en fær í staðinn hálft Laugaból í Ísafirði, 17. júní 1601. Bréfið skrifað á Eyri í Skutulsfirði 10. júlí sama ár.
Þorsteinn Bjarnason selur Birni Benediktssyni hálfa jörðina Svínárnes í Höfðahverfi en fær í staðinn jörðina Steindyr í Höfðahverfi. Á Munkþverá, 7. maí 1601; bréfið skrifað á Stóra-Hamri degi síðar.
Guðmundur Bjarnason gefur og greiðir Ara Magnússyni selhúsastöðu í Tungudal í Króksfirði.
Einar Nikulásson selur Birni Benediktssyni jörðina Brekku í Núpasveit. Andvirðið skal Björn greiða Solveigu Þorsteinsdóttur í próventuskuld sem Einar og bróðir hans Þorsteinn voru skyldugir vegna bróður þeirra Hallgríms heitins. Á Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði 6. ágúst 1601; bréfið skrifað á Munkaþverá 20. desember sama ár.
Þorgautur Ólafsson selur Sæmundi Árnasyni 33 hundruð í jörðinni Álftadal í Sæbólskirkjusókn og fær í staðinn Tungu í Valþjófsdal, aðra jörð sem Sæmundur útvegar síðar og lausafé. Marsibil Jónsdóttir, kona Þorgauts, samþykkti þennan kaupskap. Á Sæbóli á Ingjaldssandi, 27. apríl 1601; bréfið skrifað 12. maí sama ár.
Einar Ólafsson ber vitnisburð um að Þorgerður Torfadóttur hafi verið heimilisfastur ómagi hjá Nikulási Þorsteinssyni á Munkaþverá. Skrifað á Stóra-Hamri í Eyjafirði, 30. janúar 1601.
Samningur á milli Ara Magnússonar og Þorvalds Torfasonar um að Sæmundur Árnason megi taka próventu Halldórs Torfasonar, bróður Þorvalds, með þeim hluta sem Halldór á til móts við sín systkin í garðinum Hrauni. Á Hóli í Bolungarvík, 22. apríl 1601; bréfið skrifað á Eyri í Skutulsfirði 12. maí sama ár.
Þorgautur Ólafsson lofar að Sæmundur Árnason skyldi fyrstur eiga kost á að kaupa þær tvær jarðir sem Sæmundur hafði lofað Þorgauti fyrir 24 hundruð í Álfadal. Á Sæbóli á Ingjaldssandi, 27. maí 1601; skrifað á Eyri í Skutulsfirði 12. maí sama ár.
Pétur Þorsteinsson gefur dóttur sína Sigríði kvitta og sátta við sig upp á það misferli sem henni hafði á orðið og gerir hana aftur arftæka eftir sig til jafns við önnur börn sín, sem samþykkja gjörninginn. Á Skálá í Sléttuhlíð, 21. febrúar 1601.
Dómur í Viðvík í Viðvíkursveit um ákæru Guðmundar Einarssonar skólameistara, í umboði herra Guðbrands Þorlákssonar, til séra Jón Gottskálkssonar vegna Brúnastaða í Mælifellskirkjusókn. Kveðinn 14. janúar 1601; bréfið skrifað 10. febrúar sama ár.
Séra Gamli (Gamalíel) Hallgrímsson gefur vitnisburð og útskýringu vegna hórdómsbrots er sonur hans Þorkell var getinn utan hjónabands, en með vitnisburði sínum vill Gamli þagga niður vondar tungur sem leggja hneykingu til Þorkels vegna framferðis foreldra hans. Á Grenjaðarstöðum 20. febrúar 1601.
Jón Jónsson lögmaður greiðir Jón Jónssyni skuld fyrir málajarðir konu sinnar, Helgu heitinnar Gísladóttur, sem hún hafði selt Jóni Jónssyni, en það eru þrjár jarðir í Norðurárdal. Á Þingeyrum, 17. apríl 1601.
Page 106 of 149