Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1376 documents in progress, 2146 done, 40 left)
Um lögmála Gísla Árnasonar fyrir Vestasta-Reyðarvatni á Rangárvöllum.
Magnús Vigfússon og sonur hans Árni Magnússon staðfesta þann gjörning sem gerður hafði verið á Hofi í Vopnafirði árið 1592 um að jörðin Eiðar skyldi vera ævinleg eign Árna og skyldi hann hafa hana fyrir 60 hundruð í rétt erfðaskipti móts við önnur sín systkin. Að Eiðum, 12. september 1606.
Um að Pétur Pálsson hafi stefnt Jóni Björnssyni fyrir Grundararf til Spjaldhaga í Eyjafirði mánudaginn næstan eftir krossmessu næstkomandi haust árið 1606.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LX, 17 og 18.
Guðrún Einarsdóttir greiðir Ara Magnússyni 60 hundruð í jörðinni Óslandi í Miklabæjarkirkjusókn í sín þjónustulaun. Á Laugarbrekku, 15. september 1607; bréfið skrifað á sama stað nokkrum dögum síðar.
Jón Oddsson meðkennist að hafa fengið fulla greiðslu vegna jarðarinnar Fells í Kollafirði eftir séra Snæbjörn heitinn Torfason að frátekinni tíu hundraða jörð. Jón lofar að sú jörð megi inni standa hjá húsfreyjunni Þóru Jónsdóttur (ekkju Snæbjörns) „þar til forkláraður væri portionis reikningur kirkjunnar undir Felli.“ Á Kirkjubóli í Langadal í maí 1607. Útdráttur.
Þormóður Ásmundsson og synir hans, séra Ásmundur, séra Jón, Gísli og Einar, selja Bjarna Sigurðssyni jörðina alla Kjóastaði í Biskupstungu eystri; landamerkjum lýst. Í Bræðratungu, 29. apríl 1607.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LX, 23.
Símon Oddsson og kona hans Guðrún Þórðardóttir selja Bjarna Sigurðssyni hálfa jörðina Hlíðarenda í Ölfusi. Á Stokkseyrargerðum á Eyrarbakka, 4. janúar 1607.
Guðbrandur Oddson selur herra Oddi Einarssyni sex hundruð í Böðvarsdal í Refsstaðakirkjusókn. Á Refsstöðum, 1. ágúst 1607.
Tveir útdrættir um kaup herra Odds Einarssonar á jörðinni Bót í Austfjörðum.
Útdrættir úr þremur bréfum um kaup herra Odds Einarssonar á pörtum í jörðinni Krossavík í Vopnafirði.
Guðbrandur Oddson gefur herra Odd Einarsson kvittun og ákærulausan fyrir andvirði Böðvarsdals. Á Refsstöðum í Vopnafirði, 1. ágúst 1607.
Helgi Torfason selur Heinrik Gíslasyni sex hundruð í jörðinni Efstabæ í Skorradal. Í Reykjaholti, 2. maí 1607. Útdráttur.
Alþingisdómur vegna Hrauns í Unadal, 1. júlí 1607. Bréfið skrifað 17. apríl 1610.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LXX, 7.
Þóra Jónsdóttir selur Finni Jónssyni tíu hundruð í Skógum í Þorskafirði en fær í staðinn sex hundruð í Brekku í Gunnarsholtskirkjusókn og lausafé. Einnig gefa þau hvort annað kvitt um þau skipti og peningareikning sem Finnur og fráfallinn eiginmaður Þóru, séra Snæbjörn Torfason, höfðu gert sín á milli. Í Flatey á Breiðafirði, 29. ágúst 1607; bréfið skrifað á sama stað 29. apríl 1608.
Kaupmálabréf Kristínar Oddsdóttur og Lofts Skaftasonar. Í Skálholti, 14. júní 1607, bréfið skrifað á sama stað 28. mars 1613.
Útdráttur úr kaupbréfi þar sem Jón Vigfússon selur Hákoni Árnasyni jörðina Stóra-Dal undir Eyjafjöllum og fær í staðinn Dyrhóla í Mýrdal, Galtalæk á Landi og hálfa Miðey í Eystri-Landeyjum. Landamerkjum lýst.
Jón Jónsson og Oddný Bjarnadóttir selja Ara Magnússyni jörðina Æðey og fá í staðinn jörðina Tungu og lausafé. Í Vigur, 7. apríl 1608; bréfið skrifað í sama stað degi síðar.
Kaupmálabréf og hjónavígsla Þorbergs Jónssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur á Stóra-Hamri í Eyjafirði, 23. september og 30. október [1607]; bréfið skrifað á sama stað 4. febrúar 1608.
Jón Magnússon selur Pétri Pálssyni tólf hundruð í Gróustöðum í Króksfirði fyrir átta hundruð í Drápuhlíð í Helgafellssveit. Á Alþingi 1608. Útdráttur.
Þorkell Gamlason og Sæunn Jónsdóttir endurnýja hjónabandsgjörning sinn á Hólum í Hjaltadal, 2. janúar 1608. Bréfið skrifað á Ökrum í Blönduhlíð 22. janúar sama ár.
Loforð og skilmáli á milli hjónanna Þorleifs Bjarnasonar og Elínar Benediktsdóttur um jörðina Ánabrekku í Borgarfirði, er Þorleifur hafði Elínu gefið í tilgjöf á þeirra giftingardegi. Á Munkaþverá 15. febrúar 1608; bréfið skrifað á Hrafnagili 23. maí 1609.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LX, 24.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LX, 24.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LX, 24.
Kaupmálabréf Björns Magnússonar og Sigríðar Daðadóttur. Án upphafs.
Dómur á Vallnalaug í Skagafirði 18. september 1609 um stefnu vegna jarðarinnar Brúnastaða. Bréfið skrifað á Stað í Reyninesi 24. október sama ár.
Alþingisdómur um Fagrabæ á Eyjafjarðarströnd, 1. júlí 1609.
Björn Eiríksson selur Páli Guðbrandssyni þá tíu hundraða jörð er hann átti hjá herra Guðbrandi Þorlákssyni og Guðbrandur var Birni skyldugur fyrir tíu hundruð í Neðri-Mýrum í Höskuldsstaðakirkjusókn. Á Vindhæli á Skagaströnd, 21. maí 1609; bréfið skrifað á Þingeyrum 30. maí sama ár.
Séra Jón Vigfússon og kona hans Anika Björnsdóttir lofa að selja Hannesi Björnssyni fyrstum manna jarðir sínar Höfn í Hvammssveit og Neðri- og Fremri-Brekku í Hvolskirkjusókn árið 1610. Grannar Hannesar votta að hann hafi auglýst fyrir þeim þennan lögmála við kirkjuna á Sauðafelli 1610. Bréfið var skrifað í Snóksdal, 4. maí 1617. Útdráttur.
Einar Sigurðsson gefur syni sínum Sigurði Einarssyni jarðarveð sem hann á í Skála á Strönd í Berufjarðarkirkjusókn. Í Eydölum, 17. ágúst 1610.
Bjarni Jónsson lýsir landamerkjum og beit meðal jarðanna Kirkjubóls, Kroppstaða og Efstabóls. Í Hjarðardal við Dýrafjörð, 9. apríl 1610.
Guðbrandur Oddsson gefur herra Odd Einarsson kvittan og ákærulausan um andvirði jarðarinnar Böðvarsdals. Á Refsstöðum í Vopnafirði, 3. apríl 1610.
Kolbeinn Oddsson gefur herra Odd Einarsson kvittan um það andvirði sem Oddur hafði greitt Kolbeini fyrir part í Böðvarsdal. Á Hofi í Vopnafirði, 3. ágúst 1610; bréfið skrifað í Skálholti 9. október sama ár.
Dómur á Miðgörðum í Staðarsveit um arf eftir Orm Þorleifsson, 7. maí 1610.
Eiríkur Björnsson gefur syni sínum Torfa Eiríkssyni fimmtán hundruð í Þykkvabæ og fimm hundruð í Fossi (Urriðafossi). Á Stokkseyri á Eyrabakka, 26. desember 1610.
Tumi Jónsson selur Jóni Sigurðssyni lögmanni þau fimmtán hundruð í jörðu er dæmd höfðu verið Tuma af erfingjum Markúsar heitins Ólafssonar.
Þorleifur Bjarnason geldur Evfemíu dóttur sinni átta hundruð í Neðri-Brekku í Saurbæjarhrepp í löggjöf, auk fjögurra hundraða til arfaskiptareiknings og í heimanmund sinn. Á Fellsenda í Miðdalahrepp í maí 1610. Útdráttur.
Herra Guðbrandur Þorláksson geldur Halldóru dóttur sinni jörðina Ytra-Hól í Flókadal í sín þjónustulaun og greinir frá öðrum peningum sem hún á hjá sér. Óstaðsett, 10. desember 1610; bréfið skrifað 12. febrúar 1611.
Hjálmur Jónsson og Sigríður Jónsdóttir kona hans gefa Elínu Pétursdóttur fimm hundruð í góðum peningum í löggjöf. Á Torfufelli í Eyjafirði, 11. maí 1611; bréfið skrifað á Hólum í Eyjafirði sama dag.
Guðrún Ólafsdóttir gefur manni sínum Helga Brynjólfssyni umboð til að selja Háafell í Hvítársíðu. Á Býjaskerjum, 7. júní 1611.
Kaupmálabréf og vitnisburður um giftingu Margrétar Sigurðardóttur og séra Gísla Árnasonar. Á Breiðabólstað í Fljótshlíð, 22. september 1611. Útdráttur.
Vitnisburðir um landamerki á milli Syðra- og Ytra-Vatns í Tungusveit.
Vitnisburðir manna á manntalsþingi á Fáskrúðarbakka 20. maí 1611 um ætterni og skilgetning þeirra bræðra Jóns og Guðmundar Jónssona vegna arfs eftir Orm Þorleifsson.
Kaupamálabréf séra Guðmundar Skúlasonar og Dísar Bjarnadóttur. Í Selárdal, 22. september 1611.
Eggert Hannesson og kona hans Halldóra Hákonardóttir selja Ólafi Jónssyni jörðina Seljanes í Trékyllisvík. Að Snóksdal í Miðdölum, 19. desember 1611. Útdráttur.
Ólafur Jónsson selur Gísla Jónssyni bróður sínum jörðina alla Seljanes í Trékyllisvík. Að Snóksdal í Miðdölum, 19. desember 1611. Útdráttur.
Helga Aradóttir meðkennist að hafa fengið fulla peninga af Birni Benediktssyni fyrir jörðina Fljótsbakka. Í skólabaðstofunni á Munkaþverá, 6. desember 1611; bréfið skrifað á Munkaþverá 27. desember sama ár.
Séra Gunnlaugur Bjarnason selur Þorleifi Bjarnasyni jörðina Gníp í Saurbæjarhrepp og fær í staðinn Þyrilsvelli í Steingrímsfirði. Á Búðardal á Skarðsströnd, 16. desember 1611; bréfið skrifað á Skarði á Skarðsströnd 7. apríl 1612. Útdráttur.
Page 108 of 149