Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1376 documents in progress, 2146 done, 40 left)
Guðmundur Árnason selur Gísla Þórðarsyni lögmanni jörðina alla Litlu-Þúfu í Miklholtshrepp. Að Setbergi í Eyrarsveit, 7. febrúar 1612; bréfið skrifað á Ingjaldshvoli tveimur dögum síðar. Útdráttur.
Kaupmálabréf og gifting séra Jóns Einarssonar og Guðrúnar Árnadóttur. Kaupmálinn staðfestur á Grund í Eyjafirði 21. júní 1612, hjónavígsla gerð í Skálholti 5. júlí sama ár; bréfið skrifað í Eydölum 1. ágúst sama ár.
Um jarðaskipti herra Odds Einarssonar við Jón Björnsson.
Séra Einar Sigurðsson og séra Hjörleifur Erlendsson handsala opinberlega að leggja ágreining sinn um land fyrir sunnan og vestan Breiðdalsá til næsta alþingis. Að Eydölum á löglegu héraðsþingi, 1. maí 1612.
Alþingisdómur um jörðina Brúnastaði í Skagafirði, 1. júlí 1613.
Illugi Illugason selur Páli Guðbrandssyni fimm hundruð í jörðinni Neðri-Mýrum á Skagaströnd. Á Þingeyrum, 7. janúar 1613.
Tveir útdrættir um gjörninga sem Þorleifur Bjarnason gerði við Torfa Ólafsson og konu hans (og barnsmóður sína) Ingiríði Jónsdóttur. Á Hallsstöðum á Meðalfellsströnd, 26. janúar 1613.
Torfi Ólafsson meðkennir að hafa lofað að selja Þorleifi Bjarnasyni átta hundruð í Hallsstöðum löngu áður en hann hefði honum selt þennan jarðarpart. Að Skógum á Fellsströnd, 15. mars 1616; bréfið skrifað í Búðardal 26. mars sama ár. Útdráttur.
Um kaup Björn Benediktssonar á Hálsi í Kinn.
Um próventugjörning Önnu Lénarðsdóttur við Sæmund Árnason.
Sæmundur Árnason selur Bjarna Jónssyni sex hundruð í Tannanesi í Önundarnesi en fær í staðinn sex hundruð í Hrauni á Ingjaldssandi. Á Hóli í Bolungarvík, 7. nóvember 1614; bréfið skrifað á sama stað, 24. desember sama ár. Útdráttur.
Jón Finnbogason og kona hans Arnbjörg Kolbeinsdóttir lýsa skuldum í garð erfingja Jóns Vigfússonar vegna jarðarinnar Baldursheims í Skútustaðakirkjusókn. Komist er að samkomulagi og gefa Jón og Arnbjörg erfingja Jóns Vigfússonar kvitta og ákærulausa. Þá er landamerkjum Baldursheims lýst. Á Garði við Mývatn, 2. ágúst 1614; bréfið skrifað í Skálholti 7. desember sama ár.
Dómur á Mýrum í Dýrafirði 22. september 1614 um stefnu Magnúsar og Jóns Gissurarsona til Jóns Þorlákssonar um það félag sem gert skyldi hafa verið milli Þorláks heitins Einarssonar og konu hans Guðrúnar heitinnar Hannesdóttur. Málinu er skotið til alþingis. Bréfið er skrifað að Ögri í Ísafirði 17. nóvember 1614.
Dómur á Mýrum í Dýrafirði um Stærri-Garð í Dýrafirði.
Dómur um réttmæti gjörnings sem fram hafði farið að Meðaldal í Dýrafirði árið 1612 á milli Þóru Ólafsdóttur og umboðsmanna barna hennar um átta hundruð í Kjaransstöðum. Gjöringurinn metinn nátturulegur og kristilegur í allan máta. Á Mýrum í Dýrafirði, 22. september 1614; bréfið skrifað á sama stað 8. maí 1615.
Vitnisburður Bessa Hrólfssonar og Benedikts Ísleifssonar að þeir hafi verið viðstaddir þá Þórður heitinn Halldórsson seldi séra Jóni Gottskálkssyni Brúnastaði í kirkjunni í Hvammi í Laxárdal „um árið“. Vitnisburðurinn var skrifaður með eigin hendi séra Jóns 16. apríl 1614.
Jón Jónsson selur Eggerti Hannessyni jarðarpartinn Ormsbæ á Hellisvöllum sex hundruð upp í jörðina Smyrlahól í Haukadal og fær í staðinn Lækjarskóg í Laxárdal en Eggert lýsir um leið lögmála í Lækjarskóg. Á Vætuökrum á Hellisvöllum, 12. október 1614; bréfið skrifað í Snóksdal í Breiðafjarðardölum 25. mars 1615.
Handsal og gjörningur á Þingvöllum um að Steindór Gíslason selji Ara Magnússyni þau fimmtíu hundruð í fastaeign sem undir honum stóðu af Óslands andvirði.
Gísli Þórðarson selur Þórði Böðvarssyni hálfa jörðina Hurðarbak í Reykjaholtsreykjadal og fær í staðinn tíu hundruð í Geirshlíð í sömu sveit og tíu hundruð í Purkey á Breiðafirði. Á Varmalæk, 26. apríl 1615.
Jón Þorsteinsson selur Birni Benediktssyni jörðina Tunguhaga í Fljótsdal. Á Munkaþverá í Eyjafirði, 24. ágúst 1615; bréfið skrifað á Hrafnagil 28. nóvember sama ár. Útdráttur.
Þóroddur Björnsson selur Bjarna Sigurðssyni Sauðholt í Holtum en fær í staðinn Skálmholtshraun í Ólafsvallakirkjusókn. Á Stokkseyri á Eyrarbakka, 19. nóvember 1615. Útdráttur.
Dómur um stefnu séra Páls Jónssonar að kona hans, Þorgerður Þormóðsdóttir, sé löglegur erfingi foreldra sinna og að séra Gísli Þormóðsson hafi ranglega tekið og haldið jörðinni Litlu-Gröf, réttmætri eign Þorgerðar.
Kaupmáli Hallgríms Guðmundssonar og Halldóru Pétursdóttur, gerður í Sigluvík á Svalbarðsströnd 1. september 1616. Útdráttur.
Vitnisburður tveggja manna um að Þorleifur bóndi Bjarnarson hafi sýnt og lesið fyrir þeim Guðmundi Árnasyni og Jón Snorrasyni bréf um kaup Þorleifs á átta hundruðum í jörðinni Hallsstöðum af Torfa Ólafssyni, og annað bréf um próventu sem Torfi hafði gefið Þorleifi.
Árni Jónsson selur Jóni Vigfússyni þrjú hundruð og 40 álnir í Ölvaldsstöðum í Borgarkirkjusókn. Í Borgarhrepp, 24. september 1616; bréfið skrifað á Kalastöðum fáum dögum síðar. Útdráttur.
Hjónin Sigurður Oddsson og Þórunn Jónsdóttir gefa hvoru öðru allar sínar löggjafir. Á Hróarsholti í Flóa, 7. nóvember 1616; bréfið skrifað á Laugardælum í Flóa, 31. mars 1617.
Kaupmálabréf og gifting Sigurðar Oddsonar yngri og Þórunnar Jónsdóttur. Í Skálholti 7. júlí 1616; bréfið skrifað á sama stað 18. janúar 1617.
Sigurður Oddsson yngri og kona hans Þórunn Jónsdóttir afgreiða og handsala Árna Oddsyni jarðirnar Máná og Valadal á Tjörnesi og allt andvirði Galtalækjar í þá löggjöf sem sáluga Helga Jónsdóttir, kona Árna og systir Þórunnar, hafði Árna gefið úr sinni fastaeign. Sigurður og Þórunn tilskilja að Árni gjaldi þá peninga sem honum ber að svara af þeim arfi er Þórunn átti eftir sínar sálugu systur Helgu og Hólmfríði. Á Hróarsholti í Flóa, 24. desember 1616; bréfið skrifað í Skálholti 16. janúar 1617.
Vitnisburðir um að Jóhanna Einarsdóttir hafi lofað að selja Árna Oddsyni fyrstum þá fastaeign er Einar heitinn Þormóðsson hafði henni gefið í sína löggjöf.
Vitnisburður um að Pétur Pálsson hafi spurt Ólöfu Eiríksdóttur um kvittun til Rauðanessbræðra vegna hennar tilgjafar. Ólöf segist láta sér líka alla gjörninga sem Gísli Þórðarson hefði þar um gjört og hefur handsöl við Pétur. Á Ásgarði í Hvammssveit, 8. október 1616.
Kaupmálabréf Jóns Árnasonar og Þuríðar Finnsdóttur. Í Flatey á Breiðafirði, júlí 1616. Útdráttur.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LXI, 7.
Einar Halldórsson lofar stjúpföður sínum, séra Högna Jónssyni, að greiða honum skuldir þær sem taldar eru upp í bréfinu. Eigi hann ekki til lausafé skal Högni eignast eitt hundrað af fasteignum Einars. Á Seljalandi undir Eyjafjöllum 7. nóvember 1616.
Vitnisburður Sveins Símonarsonar um góða hegðun Sæmundar Árnasonar. Í Holti í Önundarfirði, 3. júní 1617.
Torfi Einarsson selur Gísla Hákonarsyni lögmanni jörðina Meðalfell í Kjós og fær í staðinn Kirkjuból í Stöðvarfirði, Hreimsstaði í Útmannasveit og ótilgreinda þriðju jörð í Austfjörðum sem Gísli mun útvega síðar. Á Klofa í Landi, 23. júní 1617.
Samantekt Árna Magnússonar upp úr þremur skinnbréfum um kaup Sæmundar Árnasonar á jörðunum Botni í Mjóafirði, Hólum í Dýrafirði og Haukabergi á Barðaströnd af hjónunum Sigfúsi Torfasyni og Jófríði Ormsdóttur.
Séra Sigurður Einarsson selur herra Oddi Einarssyni hálfa Dísastaði í Breiðdal. Útdráttur.
Arnbjörn Þorgrímsson og kona hans Halla Eiríksdóttir selja Bjarna Sigurðssyni jörðina Brekkur í Árverjahrepp og Efstabakkaengi og fá í staðinn jörðina Húsa í Holtamannahrepp. Á Brekkum, 16. nóvember 1617.
Þorleifur Bjarnason og kona hans Elín Benediktsdóttir selja Pétri Pálssyni jarðirnar Gillastaði, Hornstaði og Leiðólfsstaði í Laxárdalssveit og fá í staðinn Víðidalsá, Vatnshorn og Þyrilsvelli í Steingrímsfirði. Í Búðardal, 26. júlí 1617.
Pétur Pálsson lýsir fyrir grönnum sínum landsmála (lögmála) á Garpsdal í Gilsfirði, er Jón Halldórsson og kona hans Guðný Eyjólfsdóttir hafa honum lofað að selja fyrstum manna.
Húsaskiptabréf á milli séra Teits Halldórssonar og Bjarna Björnssonar um kirkjujörðina Hlíð.
Bjarni Guðmundsson endurnýjar við Sæmund Árnason kvittun fyrir part í Látrum í Aðalvík sem Sæmundur hafði keypt af Bjarna og konu hans Kristínu Gvöndardóttur.
Guðrún Einarsdóttir samþykkir og staðfestir jarðarsölu sem eiginmaður hennar, Steinþór Gíslason, hafði gert við Ara Magnússon á Alþingi nokkrum árum fyrr. Á Knerri í Breiðuvík, 9. febrúar 1617.
Vitnisburður séra Jóns Þórðarsonar um að Guðmundur Illugason heitinn hefði lýst fyrir sér árið 1617 að hann hefði gefið syni sínum Illuga jörðina Sveinungsvík á Sléttu í Svalbarðskirkjusókn. Í Miklagarði í Eyjafirði, 26. september 1628.
Vitnisburður séra Þorsteins Illugasonar og Sigríðar Árnadóttur um að Guðmundur Illugason heitinn, bróðir Þorsteins, hefði lýst því skriflega fyrir þeim að hann hefði gefið syni sínum Illuga jörðina Sveinungsvík á Sléttu í Svalbarðskirkjusókn. Á Múla í Aðalreykjadal, 30. apríl 1628.
Sáttargerð á milli Bjarna Björnssonar og séra Teits Halldórssonar. Bjarni staðfestir að séra Teitur skuli halda þriðjungi í Brjánslæk. Á Vaðli á Barðaströnd, 28. apríl 1617.
Kaupmáli og gifting séra Jóns Runólfssonar og Sigríðar Einarsdóttur. Á Hafrafellstungu í Öxarfirði, 31. júlí og 6. september 1618. Útdráttur.
Eiríkur Magnússon selur séra Ólafi Einarssyni, vegna herra Odds Einarssonar, jörðina Skála í Berufjarðarkirkjusókn. Á Kirkjubæ í Tungu, 26. desember 1618. Útdráttur.
Magnús Guðmundsson selur Bjarna Sigurðssyni Þorgrímsstaði í Hjallakirkjusókn, er Bjarni hafði áður goldið Magnúsi upp í jörðina Traðarholt. Á Stokkseyri á Eyrarbakk, 27. janúar 1618. Útdráttur.
Þorgautur Ólafsson og hans kona Marsibil Jónsdóttir selja Sæmundi Árnasyni jörðina Hraun á Ingjaldssandi og sex hundruð í Stærri-Hattardal í Álftafirði. Þorgautur og Marsibil gefa síðan Sæmundi allt andvirðið sér til ævinlegs framfæris. Í kirkjunni á Sæbóli á Ingjaldssandi, 6. júní 1618. Í lok bréfsins hefur Ari Magnússon ritað með eigin hendi að Sæmundur Árnason hafi lesið bréfið upp á Eyrarþingi 1619.