Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1376 documents in progress, 2146 done, 40 left)
Elín Pálsdóttir fær séra Gísla [Oddssyni] og dóttur sinni Guðrúnu Björnsdóttur, konu Gísla, Hjalla í Höfðahverfi, tíu hundruð í annarri jörð og tíu hundruð í Svínárnesi fyrir aðrar jarðir og lausafé. Í Holti undir Eyjafjöllum, 24. janúar 1626. Útdráttur.
Hallgrímur Magnússon og kona hans Þórunn Pálsdóttir selja séra Gísla Oddsyni hálfa Skjaldarvík í Kræklingahlíð og fá í staðinn hálfa Strönd í Vestari-Landeyjum og lausafé. Í Teigi í Fljótshlíð, 21. nóvember 1626. Útdráttur.
Ari Magnússon selur Sæmundi Árnasyni jörðina Meiri-Hnífsdal og hálft fjórtánda hundrað í jörðinni Gljúfurá og fær í staðinn Látur í Aðalvíkursveit, Dvergastein í Álftafirði og hlut í Eyri í Önundarfirði, með skilmálum á báða bóga. Að Hóli í Bolungarvík, 17. apríl 1626; bréfið skrifað á sama stað 6. maí sama ár.
Kaupmálabréf séra Jóns Jónssonar og Margrétar Daðadóttur. Á Munkaþverá, 18. ágúst 1626.
Kaupmálabréf Árna Daðasonar og Elínar Pétursdóttur. Í Sigluvík á Svalbarðsströnd, 3. september 1626.
Sigríður Árnadóttir gerir arfaskipti við mág sinn ÓIaf Jónsson um jarðirnar Grenivík og Hvamm í Höfðahverfi. Á Múla í Aðalreykjadal, 16. apríl 1626.
[Ekkert apógraf nr. 5384.]
Þorvaldur Ólafsson sver þess eið að hafa aldrei á sinni ævi svívirðilega synd með karlmanni framið. Á Einarsstöðum í Kræklingahlíð, 1. maí 1627.
Kaupmáli Daða Daðasonar og Sigríðar Sigurðardóttur. Á Saurbæ í Eyjafirði, 11. nóvember 1627.
Kaupmáli og hjónavígsla Magnúsar Einarssonar og Guðrúnar Björnsdóttur. Á Þykkvaskógi, 7. október 1627; bréfið skrifað á Staðarfelli 17. október sama ár. Útdráttur.
Séra Gísli Oddsson og Jón Þorsteinsson endurnýja þann kaupgjörning að Gísli seldi Aldísi dóttir Jóns fimmtán hundruð í Hlíð í Grafningi. Gísli setur þann skilmála að verði jörðin föl aftur eigi hann eða erfingjar hans fyrstu kaup þar á, á sama verði og hann seldi hana. Á Holti undir Eyjafjöllum, 30. mars 1627. Útdráttur.
Útdráttur úr transskriftarbréfi um sölu séra Gísla Oddssonar á jörðinni Hlíð í Grafningi til Jóns Þorsteinssonar og dóttur hans Aldísar, sem fram fór í Holti undir Eyjafjöllum 8. júlí 1625. Þar á eftir fylgja greiðslur Jóns: sú fyrsta var gerð á kaupdegi, önnur 16. september 1625, þriðja 30. janúar 1626 og fjórða 3. júlí 1626. Taldist jörðin þá fullkeypt.
Séra Hallur Snorrason selur Oddi Steingrímssyni hálfa Stærri-Breiðavík. Að Desjarmýri í Borgarfirði, 29. maí 1627. Útdráttur.
Magnús Ólafsson selur herra Oddi Einarssyni fimm hundraða part í Laugarvatni í Árnessýslu er Magnús átti með bróður sínum, Alexíusi Ólafssyni. Í Skálholti, 24. maí 1627.
Vitnisburður um að Guðmundur Hallgrímsson hefði sagt Halldóru Guðbrandsdóttur að hann léti sér vel líka þau skipti sem hann hafði gert við herra Guðbrand Þorláksson (föður Halldóru) á jörðunum Bárðartjörn, Hóli í Flókadal og Hugljótsstöðum. Á Hólum í Hjaltadal, 19. október 1627.
Hjónin Bergur Bjarnason og Gunnhildur Magnúsdóttir kvitta upp á að hafa fengið fulla greiðslu frá herra Guðbrandi Þorlákssyni fyrir jörðina Miðmó í Fljótum. Á Hólum í Hjaltadal, 7. apríl 1627.
Kristín Jónsdóttir selur syni sínum Árna Daðasyni tuttugu hundruð í Stóra-Eyrarlandi í Hrafnagilskirkjusókn og fær í staðinn hálfa Gunnlaugsá í Ólafsfirði og hálft Nes í Fnjóskadal. Á Saurbæ í Eyjafirði, 10. febrúar 1628.
Kristín Jónsdóttir selur syni sínum Árna Daðasyni tilkall Daða Daðasonar (annars sonar Kristínar sem gefur sitt samþykki) í jörðina Vík í Eyrarsveit. Á Akureyri, 4. mars 1628.
Ásmundur Sturluson handsalar Magnúsi Jónssyni hálfa jörðina Skóga í Reykjahverfi til fullrar eignar og gefur hann kvittan. Á Ærlæk í Öxarfirði, 13. ágúst 1628. Útdráttur.
Ingibjörg Vigfúsdóttir gefur dótturdóttur sinni Guðrúnu Jónsdóttur Geitavík í Borgarfirði og neitar því að jörðin tilheyri börnum Péturs Pálssonar og Þorbjargar Bjarnadóttur. Á Fossi í Vopnafirði, 2. október 1628.
Brynjólfur Þórðarson leggur í vald Ara Magnússonar tólf hundruð í jörðinni Meðaldal. Á Þingeyri, 12. ágúst 1629.
Jón Þorsteinsson gefur Magnús Björnsson kvittan um útgjöld fyrir jarðirnar Þyrnisdal í Reykjadal og Hóla í Fljótum. Á Munkaþverá, 13. apríl 1629.
Jón Bjarnason gefur Halldór Ólafsson kvittan um peninga vegna jarðarinnar Neðstalands í Öxnadal. Á Möðruvöllum í Hörgárdal, 20. apríl 1629.
Kaupmáli og trúlofun séra Gunnlaugs Sigurðssonar og Helgu Þorbergsdóttur, gerð á Hólum í Hjaltadal 16. ágúst 1629, og hjónavígsla þeirra sem fram fór í Saurbæ í Eyjafirði 9. maí 1630. Útdráttur.
Elín Pálsdóttir endurnýjar gjöf sína til tveggja dóttursona sinna, Björn og Páls Pálssona, um tíu hundraða jörð til handa hvorum þeirra og eykur við skilmála um hvað verði um gjöfina ef annar þeirra eða báðir falla frá. Á Hlíðarenda í Fljótshlíð, 17. maí 1629.
Séra Þorleifur Bjarnason og kona hans Herdís Bjarnadóttir selja Magnúsi Arasyni Fossá á Hjarðarnesi og fá í staðinn Brekku í Dýrafirði. Herdís og Þorleifur lofa einnig að selja Magnúsi fyrstum jörðina Hamar á Hjarðarnesi. Að Kirkjubotni í Önundarfirði, 16. september 1630.
Einar Þórðarson selur Erlendi Þorvarðssyni tíu hundruð í Ási í Melasveit. Á Belgsholti í Melasveit, 22. september 1630.
Bjarni Oddsson fær Magnúsi Björnssyni til fullkominnar eignar jörðina Tannstaðabakka í Hrútafirði. Á Bustarfelli í Vopnafirði, 18. október 1630.
Eggert Sæmundsson kaupir part í Móðarhvoli (Móeiðarhvoli) í Hvolhrepp af Sigríði Pálsdóttur, er hún hafði erft eftir systur sína Hallbjörgu Pálsdóttur. Á Eyri í Kollafirði, 15. apríl 1631. Útdráttur.
NIkulás Oddsson og kona hans Guðrún Arnórsdóttir selja Bjarna Sigurðssyni jarðirnar Neistastaði í Hróarsholtskirkjusókn og Hraunkot í Grímsnesi og fá í staðinn Holt í Flóa og tíu hundruð í Brekkum í Árverjahrepp. Að Gaulverjabæ í Flóa, 21. febrúar 1631.
Afrit af jarðakaupabréfi dags. 10. nóvember 1631 þar sem Nikulás Einarsson selur Magnúsi bónda Björnssyni jörðina Reykjahlíð við Mývatn en fær í staðinn Héðinshöfða á Tjörnesi og Finnsstaði í Eiðakirkjusókn. Afritið er dagsett 7. mars 1708.
Gísli Björnsson fær Daða syni sínum tíu hundruð í jörðinni Hrafnabjörgum í Hörðudal og selur honum að auki Gunnarsstaði og fær í staðinn Hlíð í Miðfirði. Í Snóksdal, 17. nóvember 1631; skrifað á Geitastekkum degi síðar.
Séra Þorsteinn Ásmundsson selur bróður sínum séra Þorbergi Fjósatungu í Fnjóskadal og fær í staðin Hraun í Unudal. Á Hólum í Hjaltadal, 13. október 1633.
Tómas Brandsson selur Magnúsi Björnssyni átta hundruð og fjörutíu álnir í Þorkelsgerði í Selvogi og fær í staðinn tíu hundruð í Hafgrímsstöðum í Tungusveit. Á Reykjum í Tungusveit, 28. júlí 1633. Útdráttur.
Gjörningur og kaupskapur á milli hjónanna Magnúsar Guðnasonar og Helgu Guðmundsdóttur um jarðirnar Kópsvatn í Hrunamannahrepp, Hólshús í Flóa, Fjall í Ölfusi og Skálmholtshraun í Villingaholtshrepp. Í Stúfholti í Holtum, 9. apríl 1633.
Séra Jósef Loftsson selur Árna Oddsyni lögmanni þrjátíu hundruð í jörðinni Leirá í Leirársveit og fær í staðinn tuttugu hundruð í Skáney í Reykholtskirkjusókn og tíu hundruð í annarri jörð. Einnig selur Jósef Árna Vatnshorn í Skorradal fyrir Arnarbæli í Grímsnesi. Í Haukadal í Biskupstungum, 7. nóvember 1633.
Gunnar Þorláksson og Þorlákur Skúlason biskup endurnýja próventugjörning sinn en Gunnar færir biskupinum Valadal sér til ævarandi framfærslu. Á Hólum í Hjaltadal, 28. janúar 1634.
Þorvaldur Ólafsson lofar konu sinni, Halldóru Jónsdóttur, að gefa engum manni sínar löggjafir nema með hennar samþykki. Auðbrekku í Hörgárdal, 9. apríl 1635.
Ólafur Pétursson selur Magnúsi Björnssyni Skutilsey í Hraunhrepp, hálfan Svarfhól í Leirárkirkjusókn, 20 hundruð í Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðarströnd og hálft Arnarholt á Kjalarnesi og fær í staðinn tvö hundruð í góðum peningum fyrir hvert jarðarhundrað. Á Stærra-Eyrarlandi í Eyjafirði, 7. september 1635. Útdráttur.
Árni Oddsson lögmaður selur Árna Teitssyni tíu hundruð í Harastöðum á Skagaströnd. Á Öxarárþingi, 1. júlí 1635. Útdráttur.
Um sölu á Hellum á Landi, Gunnarsholti og Litla-Hofi.
Pétur Einarsson selur Magnúsi Jónssyni tíu hundruð í jörðinni Melum í Hrútafirði. Á Ballará, 26. mars 1636.
Þorsteinn Torfason selur séra Jóni Böðvarssyni part í Skálpastöðum í Lundarreykjadal og fær í staðinn part í Hlíðarfæti og lausafé. Í Reykholti, 20. maí 1637.
Árni Teitsson selur Magnúsi Björnssyni jörðina Garðsvík á Eyjafjarðarströnd, 60 hundruð að dýrleika, og fær í staðinn þrjátíu hundruð í Harastöðum á Skagaströnd og jörðina Tungu í Svínavatnskirkjusókn, 20 hundraða virði, auk þess sem Magnús lofar að borga tíu hundraða skuld Árna til Björns Magnússonar. Að Skarði í Langadal, 6. október 1637. Útdráttur.
Ragnhildur Einarsdóttir selur séra Bjarna Jónssyni, dótturmanni sínum, jörðina Skálanes í Dvergasteinskirkjusókn. Á Hallormsstöðum í Skógum, 11. maí 1637. Útdráttur.
Bjarni Sigurðsson selur syni sínum Magnúsi fimm hundruð í Hömrum og tvö hundruð og fjögur ærgildi í Húsum í Holtamannahrepp og fær í staðinn sjö hundruð og 40 álnir í Fjalli í Arnarbæliskirkjusókn. Á Skarði á Landi, 23. september 1638. Útdráttur.
Þórður Ólafsson, í umboði bróður síns séra Jóns Ólafssonar, selur séra Jóni Ormssyni jörðina Sólheima í Laxárdal. Á Stóra-Vatnshorni, 27. maí 1638.
Neðan við meðkennist séra Jón Ólafsson að hafa fengið fulla greiðslu af hendi séra Jóns Ormssonar. Á Kvennabrekku, 1. júní 1641.
Magnús Björnsson lögmaður og bræðurnir Árni lögmaður, séra Sigurður og Eiríkur Oddssynir gera sátt um tilkall til arfs eftir Guðrúnu heitna Björnsdóttur. Gegn því að Magnús láti málið niður falla gefa bræðurnir honum 40 hundruð í jörðinni Krossavík í Vopnafirði er þeim hafði til erfða fallið eftir bróður sinn Gísla Oddsson biskup. Gert „í tjaldstað við fljótið hjá Höfðavík í Biskupstungum“ nokkrum dögum eftir Alþingi 1639 en endurnýjað og staðfest í Skálholti 26. júlí 1640.
Árni Oddsson lögmaður og Bjarni Sigurðsson endurnýja kaupgjörning sem þeir höfðu gert 22. maí 1639 þess efnis að Árni seldi Bjarna jörðina Núpa í Reykjadal. Við Öxará, 2. júlí 1639; bréfið gert að Leirá 24. febrúar 1640.
Torfi Erlendsson kaupir Dalgeirsstaði í Miðfirði af móður sinni og stjúpföður svo að þau geti greitt skuldir sínar.
Page 111 of 149