Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1376 documents in progress, 2146 done, 40 left)
Björn Sæbjörnsson vitnar um að hafa fengið greiðslu frá Brynjólfi Sveinssyni biskupi vegna Fremri-Hlíðar í Vopnafirði og gefur hann biskup kvittan. Í Leiðarhöfn í Vopnafirði, 6. september 1656. Transskriftarbréfið gert í Skálholti 16. október sama ár.
Um arfaskipti á milli bræðranna Árna lögmanns, séra Sigurðar og Eiríks Oddsona vegna þeirra systur Margrétar heitinnar Oddsdóttur. Í Öndverðarnesi, 4. júní 1656.
Brynjólfur Sveinsson biskup kaupir sex og hálft hundrað í Rauðabergi í Hornafirði fyrir lausafé 1656. Útdráttur.
Bjarni Oddsson fær syni sínum Pétri Bjarnasyni eldri jarðirnar Torfastaði og Teig, báðar í Vopnafirði, til réttra arfaskipta. Móðir Péturs og systkini samþykkja gjörninginn. Að Bustarfelli, 18. ágúst 1657.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur Ólöfu Sigurðardóttur jörðina alla Fossgerði í Eiðamannaþinghá og fær í staðinn fimm hundruð í Búastöðum í Vopnafirði. Að Vindfelli í Vopnafirði, 11. ágúst 1657. Útdráttur.
Hallur Björnsson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi sjö hundruð í Búastöðum í Vopnafirði og fær í staðinn hálfa Saurstaði í Jökulsárhlíð og þrjú hundruð í lausafé. Að Hofi í Vopnafirði, 16. ágúst 1657. Útdráttur.
Brynjólfur Sveinsson fær Brandi og Birni Árnasonum Birnufell í Fellum og Skálanes í Seyðisfirði en fær í staðinn Strandhöfn í Vopnafirði. Að Valþjófstöðum í Fljótsdal, 28. ágúst 1657. Útdráttur.
Eiríkur og Hallur Einarssyni samþykkja gjörning sem Brynjólfur Sveinsson biskup og Bergur Einarsson, bróðir þeirra, gerðu um Eyrarteig og Strandhöfn í Vopnafirði. Í Valþjófsstað, 29. maí 1658. Transskriftarbréfið skrifað í Skálholti 11. apríl 1659. Útdráttur.
Gísli Þórðarson selur Jóni Brynjólfssyni tólf hundruð í Hvammi í Kjós og fær í staðinn hálfan Bjargshól í Miðfirði. Í Neðri-Vífilsdal, 18. janúar 1658. Útdráttur.
Pétur Þórðarson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi hálfa jörðina Norðurfjörð í Trékyllisvík.
Séra Pétur Rafnsson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi tvö og hálft hundrað í Þorvaldsstöðum í Skriðdal. Að Stöðvarstað í Stöðvarfirði, 23. maí 1659.
Gísli Sigurðsson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi jarðirnar Skálanes nyðra og Gröf, báðar í Vopnafirði, og fær jörð jafndýra í Borgarfirði. Í Skálholti, 11. febrúar 1660.
Sólrún Sigurðardóttir selur Ólafi Sigurðssyni fjögur og hálft hundrað í Hróaldsstöðum í Vopnafirði og gefur honum eitt og hálft hundrað í sömu jörð. Á Krossi í Mjóafirði, 4. júlí 1661. Transskriftarbréfið er gert í Skálholti 15. nóvember 1663. Útdráttur.
Útdrættir tveggja bréfa um kaup Brynjólfs Sveinssonar biskup á Sunnudal í Vopnafirði.
Ólafur Sigfússon selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi átta hundruð í Vakurstöðum og alla jörðina Hróaldsstaði, báðar í Vopnafirði, og fær í staðinn Fagranes á Langanesi. Á Meðalnesi í Fellum, 28. janúar 1662. Transskriftarbréfið var gert í Skálholti 22. ágúst sama ár.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur séra Guðmundi Ketilssyni og konu hans Önnu Skúladóttur jörðina alla Svínabakka í Vopnafirði og fær í staðinn Ljósaland í Vopnafirði. Að Refstöðum í Vopnafirði, 20. ágúst 1663. Transskriftarbréfið var gert í Skálholti 15. nóvember sama ár. Útdráttur.
Jón Jónsson í Nesi á Selvogi gefur sýslumanninum Torfa Erlendssyni sína löggjöf í jörðinni Hildisey í Austur-Landeyjum. Skrifað að Þorkelsgerði í Selvogi 8. júlí 1663.
Magnús Jónsson sýslumaður meðkennir að Skarfasker hafi fylgt með í sölu hans á Sviðnum til Björns Bjarnasonar. Að Miðhlíð á Barðaströnd, 24. mars 1663.
Kaupbréf milli Brynjólfs Sveinssonar biskups og séra Torfa Jónssonar í Gaulverjabæ um 14 hundruð í Selvogum eða 12 hundruð í Hrafnabjörgum fyrir 15 hundruð í Ingjaldsstöðum í Bárðardal. Að Gaulverjabæ í Flóa, 17. júlí 1663.
Pétur Þórðarson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi móskurð í Innra-Hólmslandi á Akranesi. Að Brekku á Hvalfjarðarströnd, 11. maí 1665.
Vitnisburður Jóns Arngrímssonar um land Sæbóls á Ingjaldssandi. Á Álfadal á Ingjaldssandi, 22. febrúar 1666.
Úr transskriftarbréfi um sölu á Áslaugarstöðum í Selárdal.
Ingibjörg Einarsdóttir selur Jóni Vigfússyni eldra Gíslholt í Holtamannahrepp. Að Einarshöfn á Eyrarbakka, 27. september 1667. Útdráttur.
Jón Árnason selur Gísla Eiríkssyni part í Hrafnabjörgum í Hörðudal og fær í staðinn jörðina alla Laugarvatn í Grímsnesi. Við Öxará, 3. júlí 1667.
Ingibjörg Einarsdóttir selur Jóni Vigfússyni eldra Gíslholt í Holtamannahrepp. Að Einarshöfn á Eyrarbakka, 27. september 1667.
Pétur Bjarnason eldri selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi jörðin Gröf í Vopnafirði. Á Ásbrandsstöðum, 6. ágúst 1669. Transskriftarbréfið gert í Skálholti 25. október sama ár.
Samantekt Árna Magnússonar um sölu Þormóðs Torfasonar á jörðinni Dalsmynni í Norðurárdal til séra Þorkels Arngrímssonar, sem fram fór í Görðum á Álftanesi árið 1671.
Ólafur Sigfússon selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi hálfa jörðina Áslaugarstaði í Selárdal í Vopnafirði fyrir lausafé og loforð um að biskup taki son Ólafs í skóla. Að Saurbæ á Ströndum í Múlaþingi, 8. ágúst 1672. Samþykki Guðrúnar Jónsdóttur, konu Ólafs, fyrir þessum kaupum var ritað á Langanesi sama dag. Transskriftarbréfið var án staðar og dagsetningar en var líklega ritað um haustið 1672. Útdráttur.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur séra Þorsteini Jónssyni átta hundruð í Barðsnesi í Norðfirði og fjögur hundruð í Eiðum í Útmannasveit og fær í staðinn alla jörðina Dali í Mjóafirði. Að Eiðum, 30. ágúst 1672. Útdráttur.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur Pétri Bjarnasyni yngra hálfa jörðina Bustarfell í Vopnafirði og fær í staðinn alla jörðina Innri-Hlíð í Vesturárdal í Vopnafirði og lausafé. Að Torfastöðum í Vopnafirði, 3. september 1673. Transskriftarbréfið skrifað 30. október 1674.
Jón Sturluson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi átta hundruð í jörðinni Hólum í Norðfirði fyrir lausafé. Að Hólum í Norðfirði, 17. ágúst 1673. Útdráttur.
Þórólfur Jónsson og kona hans Katla Jónsdóttir (Sturlusonar) selja Bjarna Einarssyni í umboði Brynjólfs Sveinssonar biskups tvö hundruð í jörðinni Hólum í Norðfirði. Að Helgustöðum í Reyðarfirði, 19. ágúst 1673. Útdráttur.
Þorsteinn Þorleifsson lýsir því yfir á alþingi að hann hafi keypt jörðina Neðri-Kot í Norðurárdal í Skagafirði og fengið í staðinn Tjarnir í Eyjafirði. Við Öxará, 6. júlí 1689. Neðan við auglýsinguna er ritað að bréfið hafi verið upp lesið í lögréttu 8. júlí sama ár.
Friðrik þriðji Danakonungur staðfestir jarðaskiptabréf Henriks Bjelke þar sem Bjelke fær Sigurði Magnússyni jörðina Geirastaði við Mývatn, sem var eign Hóladómkirkju, og fær í staðinn Mélbrigðastaði í Knappsstaðakirkjusókn. Jarðabréfið var gert á Bessastöðum 28. júní 1651 en konungsbréfið er gefið út í Kaupmannahöfn 30. apríl 1652.