Archive Arnamagnæana dev

Þjóðskjalasafn Íslands, Reykjavík: 721 documents
(9 documents in progress, 0 done, 712 left)
Jón Arason prestur fær klaustrinu á Munkaþverá jörðina Miðhús í Höfðahverfi, sex málnytukúgildi og sex hundruð að næstum fardögum, en Einar Benediktsson ábóti lofar með samþykki Gottskálks Nikulássonar Hólabiskups og konventubræðra Elínu Magnúsdóttur, móður Jóns prests, ævinlegri próventu og frjálsmannlegu framfæri á klaustrinu, með fleirum greinum, sem bréfið hermir.
Dómur sex presta, útnefndur á prestastefnu af Gottskálki Nikulássyni Hólabiskupi, um 14 hundraða meðlag með Agli Hallssyni presti, er Teitur Þorleifsson bóndi hafði lofað, þegar Gottskálk Hólabiskup tók séra Egil ungan smádreng heim til Hóla til lærdóms.
Tylftardómur klerka, útnefndur á prestastefnu af Gottskálki Nikulássyni Hólabiskupi, um ósvarlega meðferð Jóns Sæmundssonar á kirkjufjám á Reykjum í Tungusveit og þar til 209 ára gamlan reikningsskap kirkjunnar, og dæma þeir allan reikningsskapinn og þessa peninga fallna upp í jörðina á Reykjum, og biskupinn mega að sér taka jörðina þegar í stað.
Gottskálk Nikulásson Hólabiskup fær Þórarni Jónssyni jörðina alla Búrfell með hálfu "auðna" Búrfelli á Ásum til fullrar eignar upp á þá peninga, sem biskup hafði í borgan gengið við hann með fullri lofan.
Dómur klerka, útnefndur á prestastefnu af Gottskálki Nikulássyni Hólabiskupi, um umboð það, er Guðrún Jónsdóttir, kona Einars Jónssonar, Sigmundssonar, en Einar hafði verið í banni í þrjú ár, hafði gefið Gilbrikt Jónssyni presti frænda sínum yfir öllum sínum peningum.
Vitnisburður, að Eyjólfur Einarsson og hans fylgjarar hafi gert Runólfi Höskuldssyni bús upptöku á Bakka í Öxnadal, er mundi hafa reiknast til hér um bil 50 hundraða.
Helgi Höskuldsson ábóti á Þingeyrum og átta klerkar aðrir samþykkja Pétur Pálsson prest forstjóra Hóladómkirkju til næstu prestastefnu eftir Gottskálk Nikulásson Hólabiskup andaðan til jafns við Jóns Arason prest, er Einar Benediktsson ábóti á Munkaþverá og Nikulás Þormóðsson príor á Möðruvöllum höfðu, ásamt fleirum klerkum fyrir norðan Öxnadalsheiði, samþykkt.
Jón Sæmundsson selur, í umboði Teits Þorleifssonar bónda, Þorvarði Helgasyni príor á Skriðu 20 hundruð í jörðunni Borgarhöfn í Fellshverfi klaustrinu til fullrar eignar fyrir 40 hundruð í lausafjám, með öðrum greinum, er bréfið hermir.
Tólf klerkar nyrðra samþykkja séra Jón Arason ráðsmann og umboðsmann heilagrar Hólakirkju í öllum efnum milli Ábæjar og Úlfsdalsfjalla.
Tylftardómur klerka útnefndur af Jóni Finnbogasyni presti og offcialis heilagrar Hólakirkju um kærur Jóns Arasonar prests dómkirkjunnar vegna til Helga Höskuldssonar ábóta um borgun á sakeyri, um hald á silfri fyrir dómkirkjunni og um samneyti við þá menn er í hel slógu Árna Bessason hetinn (á Sveinsstöðum).
Tvennar tylftir klerka fyrir norðan land rita Einari Benediktssyni ábóta á Munkaþverá og Nikulási Þormóðssyni príor á Möðruvöllum og öllum prestum fyrir norðan Öxnadalsheiði og lýsa því, að þeir hafi samþykkt Jón Arason prest ráðsmann Hólastaðar og officialis Hólakirkju til næstu prestastefnu, en Jón prestur hafi því ekki játað, nema það væri og með þeirra samþykki.
Tylftardómur klerka útnefndur af séra Jóni Arasyni, svaramanni og umboðsmanni Hóladómkirkju, um kærur hans til Teits Þorleifssonar, að Teitur héldi peninga Einars Jónssonar (Sigmundssonar), sem væri dæmd eign Hóladómkirkju, að hann hefði ekki lukt fyrir skóla og uppfæði Egils Hallssonar frænda síns, að hann hefði vísvitandi keypt kirkjunnar fastaeign Galtarnes í Húnavatnsþingi, og að hann hefði látið í hel slá sinn og dómkirkjunnar þjónustumann, að Jóni presti nærverandi og ásjáandi, og að hann hefði sjálfur slegið og ófæra gera látið marga sína og kirkjunnar þjónustumenn.
Tuttugu og fjórir prestar fyrir norðan land votta, að hafa lesið útskrift af bréfi kanoka Þrándheimsdómkirkju, þar sem þeir fá Ögmundi Pálssyni Skálholtsbiskupi fullt umboð yfir Hóladómkirkju og hennar eignum og peningum, en þeir afsegja hans yfirráðum og hlíta fyrir margar greinir, er bréfið hermir, og appellera allan þann ágreining fyrir erkibiskupinum í Niðarósi.
Dómur tólf klerka nyrðra útnefndur af Ögmundi Pálssyni Skálholtsbiskupi og umboðsmanni Hóladómkirkju um kærur biskups til séra Jóns Arasonar og allra þeirra, er rænt hafa skipi dómkirkjunnar, gulli, silfri, smjöri, slátri, skreið og vaðmálum og öðrum þarflegum peningum.
Ögmundur Pálsson Skálholtsbiskup og administrator heilagrar Hóladómkirkju fær Pétri Pálssyni presti jörðina Syðri-Ey á Skagaströnd til fullrar eignar og kvittar hann um andvirðið.
Dómur sex manna útnefndur á Öxarárþingi af Teiti Þorleifssyni lögmanni um gjörning þann er þau Þorbjörg Þorláksdóttir og Þorbjörn Gunnarsson gerðu um jörðina Harastaði í Vesturhópi.
1) Dómur sex manna útnefndur á Öxarárþingi af Teiti Þorleifssyni lögmanni um gjörning þann, er þau Þorbjörg Þorláksdóttir og Þorbjörn Gunnarsson gerðu um jörðina Harastaði í Vesturhópi. 3. júlí 1523. 2) Teitur Þorleifsson lögmaður tekur bókareið af tveimur mönnum um Harastaðagjörning. 3. júlí 1523. 3) Vottfest uppskrift þriggja manna. 13. mars 1535.
Jón Sæmundsson selur Þorvarði Helgasyni príor á Skriðuklaustri 20 hundruð í jörðunni Borgarhöfn í Fellshverfi fyrir jarðirnar Vík og Sævarenda í Fáskrúðfirði og "þá sæmd og drengskap í peninga framlögum, er príorinn vildi gert hafa".
Guðmundur Þorvaldsson fær Ögmundi Pálssyni Skálholtsbiskupi til fullrar eignar, sakar og sóknar allan arf þann, er honum var fallinn fyrir norðan land eftir Finn Þorvaldsson heitinn móðurföður sinn.
Finnbogi Einarsson prestur og officialis boðar, í umboði Ögmundar Pálssonar Skálholtsbiskups og administrators Hólabiskupsdæmis, klerka á milli Öxnadalsheiðar og Helkunduheiðar til prestastefnu á Víðivöllum í Blönduhlíð mánudaginn 13. júní 1524.
Dómur klerka útnefndur af séra Pétri Pálssyni um kærur Solveigar Hrafnsdóttur abbadísar á Stað í Reynisnesi til Jóns Guðmundssonar fyrir kúgildahald, kirkjutíundir, rekatöku og vanrækslu á húss uppgerð.
Jón Arason Hólabiskup tekur reikningskap af séra Pétri Pálssyni, er þá var ráðsmaður Hóladómkirkju, um allar staðarins eignir heima og heiman, "eftir tölu séra Péturs", og átti dómkirkjan þá hafskip vel fært, er dró nær sjötigi lesta"; um lausafé það eftir Gottskálk Nikulásson Hólabiskup, er bræður hans skyldu erfa, hafði Jón biskup gert sama með ráði erkibiskups, og bréf sýndi hann fyrir því, að hann hefði goldið Ólafi Engilbrektssyni erkibiskupi það "Guðmundar silfur og gull, sem var á Hólum að biskupi Gottskálki frá föllnum, svo framt það væri guðs vilji",
Jón Arason Hólabiskup boðar klerka á milli Hrútafjarðarár og Úlfsdalafjalla til prestastefnu á Víðivöllum í Blönduhlíð föstudaginn 4. maí 1526.
Jón Arason Hólabiskup skipar Ólaf Hjaltason prest prófast og almennilegan dómara á milli Vantsdalsár, Vatnsskarðs og Hrauns á Skaga.
Sendibréf Ögmundar Pálssonar Skálholtsbiskups til Jóns Arasonar Hólabiskups um, að hann sjái til, að Björn Þorleifsson bóndi fái lög og rétt af Einari Ólafssyni um fjárgreiðslur nokkrar af erfð eftir Einar Björnsson heitinn fyrir það, er Einar Björnsson hafði goldið í misferli sín af erfðafé Björns eftir Þorleif Björnsson föður sinn, en Einar Ólafsson var dæmdur erfingi Einars Björnssonar.
Jón Arason Hólabiskup veitir Magnúsi Jónssyni djákna (syni sínum) prófastsdæmi á milli Hrauns á Skaga og Hofs í Dölum, en Gísli Sigurðsson prestur fari með prófastsdæmið.
Jón Arason Hólabiskup selur Skúla Guðmundssyni bónda jarðirnar Syðri-Ey á Skagaströnd, Hvamm og Kúgastaði í Svartárdal fyrir jörðina Holtastaði í Langadal og part í Kagaðarhóli.
Jón Arason Hólabiskup ritar bréf til Alþingis um lögmanns kosning fyrir norðan og vestan á Íslandi.
Jón Arason Hólabiskup selur séra Pétri Pálssyni alla jörðina Ytri-Laugar í Reykjadal fyrir jörðina Syðri-Ey á Skagaströnd.
Jón Arason Hólabiskup gefur ærlegri dándikvinnu Ólöfu Einarsdóttur jörðina Stafn í Reykjadal.
Jón Arason Hólabiskup selur Magnúsi Brynjólfssyni jörðina Kristnes í Eyjafirði með hálfkirkjuskyld og ómagavist (kristfé) fyrir jarðirnar Veisu í Fnjóskadal, Meyjarhól á Svalbarðsströnd og Þrastastaði í Fljótum og þar til fjögur kúgildi.
Ögmundur Pálsson Skálholtsbiskup lýsir því, að hann hafi hinn 22. maí 1529 í kirkjunni á Hvanneyri í Andakíl vígt Magnús Jónsson til prestskapar í Hólabiskupsdæmi, enda hafi hann fengið löglega og fulla aflausn af páfagarði og Jón Arason Hólabiskup hafi vígt hann hinum lægri vígslum.
1) Pétur Pálsson ábóti á Munkaþverá og Magnús Jónsson prestur selja, í umboði Jóns Arasonar Hólabiksups, Ögmundi Pálssyni Skálholtsbiskupi jarðinar Æðey, Unaðsdal, Sandeyri og fimm jarðir í Veiðileysi fyrir jarðinar Mársstaði og Skútir, en fyrir hálfa Akra, hálfa Sjávarborg og Kimbastaði, er Ögmundur biskup fær Jóni biskupi, skal Jón biskup fá honum aðrar jarðir, er þeim um semur, með fleira því, sem bréfið hermir. 30. apríl 1533. 2) Vottfest uppskrift tveggja manna, 20. júní 1553. 3) Vottfest uppskrift fjögurra manna, 16. júní 1565. 4. Liðsbónarbréf, óársett brot.
Tveggja tylfta dómur, útnefndur á Öxarárþingi af lögmönnum báðum, Erlendi Þorvarðssyni og Ara Jónssyni, með ráði og samþykki beggja biskupanna og fógetans Diðriks van Mynden af Brjámsstöðum (Bramstad), um að rétt Noregs lög og svarinn sáttmáli haldist kóngs vegna og kirkju, um að Píningsdómur (1490) haldist, um að sáttmáli Norðmanna konungs og Englakonungs frá fyrra ári um verslun á Íslandi haldist, um þá er fara út af landinu með buldur og óróa, um duggara sigling, um að heilög trú og guðs lög haldist og um hafnargjald til konungs.
Ríkisráð Norðmanna samþykkir og staðfestir Alþingisdóm frá 30. júní 1533, 8DI IX, nr. 550), er Ögmundur Pálsson Skálholtsbiskup bar fram.
Samningur þeirra Ögmundar Pálssonar Skálholtsbiskups og Jóns Arasonar Hólabiskups um útlúkningar Jóns biskups til Mýrakirkju í Dýrafirði, kennimannahald þar og fleira.
Samningur þeirra Ögmundar Pálssonar Skálholtsbiskups og Jóns Arasonar Hólabiskups um útlúkningar Jóns til Mýrakirkju í Dýrafirði, kennimannahald þar og fleira.
Vitnisburður, að Teitur Þorleifsson hefði oftlega lýst því fyrir Sveinsstaðafund (1522), að hann gæfi Guði, sancte Önnu og sancte Jóhannesi baptista Glaumbæ í Skagafirði til ævinlegrar eignar að sér frá föllnum.
Jón Magnússon gefur séra Jóni Finnbogasyni jarðirnar Rauðá og Bæ fyrir hálfa Grenivík í Höfðahverfi og þar til milligjöf nokkra.
Dómur sex manna útnefndur af Páli Grímssyni bónda, er þá hafði kóngsins sýslu og umboð yfir Húnavatnsþingi, um kærur Jóns Halldórssonar til Þorláks Þórissonar, að hann hefði ekki rekið lambfé sitt á Eyvindarstaðaheiði eða toll goldið eftir gömlum vana.
Útlúkningarbréf Jóns Arasonar Hólabiskups til kirkjunnar á Mýrum í Dýrafirði.
Dómur tólf klerka útnefndur af Jóni Arasyni Hólabiskupi um kærur biskups til séra Jóns Finnbogasonar, að hann hefði eigi gert né goldið Laufáskirkju fullan reikningsskap af porcio og mortaliis í 36 ár, er séra Jón hafði haldið staðinn.
Staðarbréf útgefið af Jóni Arasyni Hólabiskupi handa Ólafi Hjaltasyni presti fyrir Laufási.
Dómur tólf presta, útnefndur af Jóni Arasyni Hólabiskupi, um gjöf þá, er Teitur Þorleifsson heitinn gaf guði og sankti Jóhannesi í sitt testamentum jörðina Glaumbæ í Skagafirði að sér frá föllnum.
1) Dómur tólf presta, útnefndur af Jóni Arasyni Hólabiskupi, um gjöf þá, er Teitur Þorleifsson heitinn gaf guði og sankti Jóhannesi í sitt testamentum jörðina Glaumbæ í Skagafirði að sér fráföllnum. 24. nóvember 1540. 2) Vottfest uppskrift fjögurra manna. 20. janúar 1579.
Ormur Sturluson selur Ara Jónssyni jörðina Hleinargarð í Eyjafirði fyrir lausafé, en Þorbjörg Þorleifsdóttir kona Orms átti jörðina, og fær hann henni Staðarfell á Fellsströnd, en lofar Ara forkaupsrétti á öllum þeim jörðum, er hann vilji selja.
Stefán Einarsson selur Ara Jónssyni jörðina Dísastaði og 8 hundruð í jörðunni Fagradal í Breiðdal fyrir jörðina Vatnsleysu í Fnjóskadal og 12 hundruð í lausafé.
Jón Arason Hólabiskup fær Ara Jónssyni (syni sínum) til fullrar eignar jörðina Reyki á Reykjaströnd fyrir 40 hundraða jörð, er Ari eigi hjá Jóni Magnússyni bónda fyrir Vindehima í Hörgárdal.
Tylftardómur klerka útnefndur á prestastefnu af Jóni Arasyni Hólabiskupi, um séra Gísla Finnbogason fyrir það mannslag, er hann ófyrirsynju í hel sló Þórarinn Stenþórsson heitinn.