Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1375 documents in progress, 2175 done, 40 left)
Fimm prestar transskríbera transskript frá 18. Febrúar 1443 af tveim bréfum frá 14. öld og einu frá 15. öld.
Kaupmálabréf Þorkels Einarssonar og Ólofar Narfadóttur.
Halldóra Helgadóttir selur Þórði Helgasyni bróður sínum þann part í jörðinni Staðarfelli á Meðalfellsströnd sem hún átti en Þórður gefur í mót jörðina Hellu í Staðarfellsþingum, að frá skildri selveiði, og kvittar Halldóra hann fyrir andvirðinu.
Vitnisburður Ljóts Helgasonar prests að Jón biskup Gerreksson hafi, þegar hann var í vísitasíu sinni á Reyhólum (1432), skipað sveinum sínum eftir beiðni Gissurar Runólfssonar að gera Filippusi Sigurðssyni einhverja ólukku, en þegar þess var getið að Filippus væri kominn í kirkju hafi biskup skipað sveinum sínum að taka hann þaðan því að hann skyldi hreinsa kirkjuna á morgun þótt hún væri saurguð í kvöld.
Ólafur Jónsson kvittar síra Bjarna Sigurðsson fyrir andvirði þess hluta í Krossadal í Tálknafirði er Ólafur bar til erfðar eftir Jón Halldórsson föður sinn.
Kaupmálabréf Guðmundar Sigurðssonar og Guðnýjar Þorsteinsdóttur.
Þrír menn votta að Skúli Loftsson hafi uppboðið, reiknað og sýnt það fé, að upphæð sextíu hundruð, er hann lét meta í fardögum og bauð erfingjum Gunnlaugs Guðmundssonar fyrir Uppsali í Skagafirði og kallaði þá jörðina sína eign.
Kristín Björnsdóttir (Vatnsfjarðar-Kristín) gefur Ólafi Jónssyni jörðina alla Reykjafjörð í Arnarfirði í þjónustulaun hans um tíu ár.
Gottskálk biskup á Hólum og administrator heilagrar Skálholtskirkju veitir hverjum þeim fjörutíu daga aflát, er með góðfýsi sækja til kirkju heilags Ólafs kongs í Vatnsfirði á tilgreindum helgidögum eða leggi kirkjunni lið, og svo fyrir ýmsa aðra guðrækni.
Kaupmálabréf Indriða Hákonarsonar og Guðrúnar Gísladóttur.
Skúli Loptsson selur Sigmundi Einarssyni jörðina Silfrastaði í Skagafirði fyrir Álfgeirsvelli, Gegnishól og Yzta-Gil í Langadal.
Samningur þeirra Jóns Sigmundssonar og Runólfs Höskuldssonar um Ásskóg, er Jón eignaði jörðunni Vindheimum á Þelamörk.
Guðmundur Björgólfsson og Ragnheiður Þorvarðsdóttir kona hans selja Birni bónda Þorleifssyni jörðina Skarð í Fagranesþingum með teigi í Veðramóts jörð fyrir tuttugu hundraða jörð og þar til tíu hundruð.
Helmingarfélagskaupmáli Jóns Alexíussonar og Bergljótar Jónsdóttur.
Solveig Þorleifsdóttir selur Gottskálki biskupi á Hólum jörðina Núpdalstungu í Núpsdal fyrir gangandi fé og lausafé.
Gottskálk Keniksson biskup á Hólum selur Ásgrími Þorkelssyni jörð Hólastaðar er heitir Haganes við Mývatn fyrir Steinnýjarstaði á Skagaströnd.
Afrit af bréfi fjögurra manna sem votta að Oddur Ásmundsson fékk Torfa Arasyni hirðstjóra part úr Þorleiksstöðum í Skagafirði fyrir það að hann útvegaði Oddi lögmannsbréf frá konguni. Guðlaug Finnbogadóttir eiginkona Odds samþykkir gjörninginn.
Þórður Sigurðsson og Ingibjörg Halldórsdóttir kona hans gefa Halldóri Hákonarsyni alla þá tiltölu og eign, hvort það er meira eða minna, er þau þóttust eiga í Kirkjubóli í Valþjóðfdal, til æfinlegrar eignar.
Hafliði ívarsson fær Birni þorleifssyni til fullrar sóknar og eptirkæru alla þá peninga, sem Haíliða höfðu fallið eptir ívar föður sinn, og Einar Bessason hafði að sér tekið; var þar í jörðin Auðólfsstaðir; skildi Björn sér þessa peninga hálfa til eignar, en hálfa Auðólfsstaði til lausnar.
Kaupmálabréf Eindriða Jónssonar og Ingibjargar Pálsdóttur.
Vottorð fjögurra manna, að Jón Nikulásson hafi lýst eigö sinni á nokkrum ánefndum jörðum í ísafjarðarsýslu og fyrirboðið hverjum manni hald á þeim eða nökkur skipti á þær láta ganga, þá féskipti var gert eptir Kristínu Björnsdóttur.
Barbara abbadís á Stað í Keyninesi selr Ólafi bónda Grímssyni jörðina Brúarland bálft í Deildardal fyrir Syðra-Vatn í Tungusveit.
Halldór Sveinsson handleggur Þorkatli Einarssyni þann part úr jörðunni Fremra-Hjarðardal í Dýrafirði er Páll bróðir hans handlagði honum, og þar til málnytukúgildi og hundrað ófrítt, gegn hálfu átta hundraði í jörðunni Tungumúla á Barðaströnd.
Jón Þórðarson selur Birni bónda Þorleifssyni jörðina Norðtungu í Borgarfirði fyrir sextíu hundruð og geldur Björn í mót jörðina Skuggabjörg í Deildardal fyrir tuttugu hundruð og fjörutíu hundruð í vel virðu góssi.
Einar Markússon og kona hans Gró selja Jóni Erlingssyni og konu hans Ingibjörgu sex hundruð í jörðunni Arnardal hinum neðra í Skutilsfirði fyrir tólf hundruð í ganganda fé og lausafé, og lýsir Einar landamerkjum.
Afrit tveggja bréfa sem tengjast Teiti Gunnlaugssyni. 1. Alþingisdómur tólf manna útnefndur af Birni Þorleifssyni hirðstjóra sunnan og austan á Íslandi, að Teitur Gunnlaugsson sé skyldur að hylla Kristján konung hinn fyrsta, en laus við Eirík konung (af Pommern). 2. Kvittunarbréf Björns Þorleifssonar hirðstjóra til Teits Gunnlaugssonar um sakir hans við Kristján konung hinn fyrsta.
Margrét Ólafsdóttir (Loftssonar) gefur Jón Ólafsson bróður sinn kvittan um allan föðurarf sinn og umboð allra sinna peninga.
Jón Jónsson selur Jóni Sigmundssyni hálfa jörðina Lundarbrekku í Bárðardal fyrir hálfa jörðina Reistará á syðri Galmarsströnd og þar til sextán kúgildi og hest.
Ragna Auðunardóttir selr Birni bónda jporleifssyni fjóra tigi hundraða í jörðuuni Alptanesi á Mýrum fyrir þrjátigi hundraða jörð eða tuttugu og fjögurra huiidraða jörð og sex kúgildi; skyldi kaupið óbrigðilegt, ef »minn herra kong Kristiern vill láta það kaup haldast, er Vermundr Kolbeinsson kallaðist hafa keypt við hann.
Ólafur prestur Tumason lofar Jóni Sveinssyni fyrstum kaupi á Eyri í Bitru, ef Björn bóndi þorleifsson lofi og samþykki það.
Halldór Sveinsson selr Þórkatli Einarssyni Hjarðardal enn femra í Dýrafirði hálfau »milli Skolladalsár og Hjarðardalslækjar«, og kvittar fyrir andvirðið.
Haukur bóndi Einarsson selur Birni bónda Þorleifssyni jarðirnar Hvassafell í Norðrárdal, Grjót í Þverárhlíð og Háfafell í Dölum fyrir það, sem Björn bóndi átti í Tungufelli í Hreppum, Jörðina Minni-Brú í Grímsnesi og enn tuttugu hundraða jörð.
Einar Markússon og Gró Jónsdóttir kona hans selja hústrú Ólofu Loptsdóttur og Birni Þorleifssyni jörðina Árnardal hinn meira frá teknum sex hundruðum, er seld voru áður Jóni Erlingssyni, fyrir jörðina Hanhól í Bolungarvík og þar til átta kúgildi.
Þrír prestar og þrír leikmenn votta, að junkæri Þorleifur Björnsson hafi afhent Hrunastað, svo að Andrési Grænlendingabiskupi og umboðsmanni Skálholtskirkju vel ánægði, og kvittaði biskup Þorleif með öllu.
Samningur milli Þorleifs Björnssonar og Stepháns Jónssonar, þar sem Stephán handlagði Þorleifi alla peninga eptir Jón Jónsson bróður sinn prest í Hruna, er þó að vísu voru brotnir við heilaga kirkju; skilur Stephán sér æfinlegt framfæri hjá Þorleifi, og að Þorleifr útvegi hjá réttlegum Skálholtsbiskupi, þegar hann komi, prestakall handa Þorleifi syni sínum.
Kaupmálabréf Andrésar Guðmundssonar og Þorbjargar Ólafsdóttur.
Erlendur Gunnlaugsson selur Bjarna Ólasyni og konu hans Margréti Ólafsdóttur jörðina Öxará í Ljósavatnskirkjusókn.
Vitnisburður Magnúsar Eyjólfssonar og Halldórs Þorkelssonar um landamerki Hóls í Kinn og Garðshorns, þá er Hrafn Guðmundsson átti þær og endranær.
Skúli Loftsson selur Birni bónda Þorleifssyni jörðina Hlíð í Bolungarvík fyrir Meira-Vatn í Skagafirði.
Skiptabréf Margrétar Vigfúsdóttur með Ingibjörgu, Guðríði og Ragnhildi dætrum sínum.
Henrik Kepken, umboðsmaðr Kristjáns konungs hins fyrsta. kvittar Björn Þorleifsson hirðstjóra sunnan og austan á Íslandi fyrir hálfu öðru hundraði nóbila og þrettán betur, er Björn geldur sem fyrsta sal upp í eignir Guðinundar Arasonar.
Samningur Eyjólfs bónda Arnfinnssonar og Odds bónda þorkelssonar um arf þann, er Eyjólfi hafði fallið eptir Guðrúnu Arnfinnsdóttur systur sína.
Jón Ólason selr Einari ábóta og klaustrinu á Munkaþverá jörðina á Stokkahlöðum í Eyjafirði með fjórðungskirkju skyld og lambsfóðri til klaustrsins, en ábóti leggr í mót jarðirnar Snartarstaði og Brekku í Núpasveit, fráskilur allan reka, en áskilr klaustrinu skipstöðu í Snartarstaði og hússtöðu og eldivið í Brekku og segir þar til bænhússkyldar; hér til leggr ábóti tuttugu hundruð í lausafé.
Helgi prestur Magnússon gefur Stulla Magnússyni bróður sínum til fullrar eignar jörðina Eyrarland í Eyjafirði.
Margrét Gamladóttir lýsir því að hún hafi sagt nei þar til að séra Jón Pálsson skyldi eiga nokkurt veð í jörðina Klifshaga, þá er hann seldi Þórði Magnússyni bónda hennar.
Steinmóður ábóti í Viðey og Jón Narfason votta að Ólöf Loftsdóttir fékk Gerrek gullsmið í Hafnarfirði gull og silfur er skyldi koma upp í jarðir Guðmundar Arasonar er Björn Þorleifsson hafði keypt, og lofaði Gerrek að fá konungi þessa peninga fyrir hönd Björns og Ólafar.
Eignaskiptabréf þeirra Barðsbræðra, Halldórs, Hrafns og Snjólfs Brandssona.
Þorsteinn Brandsson selur Guðmundi Magnússyni jörðina Skarð í Fnjóskadal, með tilgreindum skógi, fyrir jarðirnar Hamar og Hól í Laxárdal, Tungu í Bárðardal og Þernusker í Höfðahverfi.
Vitnisburðarbréf um fé það er Jón Narfason lýsti að hann hafði í umboði Margrétar Vigfúsdóttur afhent Bjarna Marteinssyni vegna Ragnhildar Þorvarðsdóttur konu hans og dóttur Margrétar.