Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7447 documents
(1382 documents in progress, 2222 done, 40 left)
Aflátsbréf Raymundar Peraudi legáta páfaus handa Þorbirni Jónssyni og konu hans fyrir milda meðhjálp til styrktar heilagri trú og endrbætingar Kanctovenskirkju (þ. e. Ratisbonukirkju, Regensborgarkirkju), „sem önnur er í öllum heimi stærst".
Sveinn Eyjólfsson selr Kolbeini Jónssyni jörðina Sigurðarstaði í Bárðardal fyrir sextán hundruð í lausafé.
Bréf Heinreks Mæðings, umboðsmanns hirðstjórans Diðriks Pinings, um lögmannskaup það, sem hann geldr og ákveðr Finnboga lögmanni Jónssyni.
Böðvar Eyjólfsson selr Kolbeini Jónssyni jörðina Sandvík í Bárðardal fyrir átta hundruð í lausafé.
Sveinn Eyjólfsson kvittar Kolbein Jónsson um andvirði jarðarinnar Sigurðarstaða í Bárðardal. Kári Önundarson og Þorsteinn Eilífsson votta.
Vitnisburður, gerður á Marðarnúpi í Vatnsdal, um kaupmála Þorvarðs Bjarnasonar og Ingibjargar Ormsdóttur. Kaupmálinn sjálfur gerður á Auðkúlustöðum í Svínadal.
Jón Snorrason prestur selur Magnúsi Áskelssyni tíu hundruð í Raufarfelli ytra undir Eyjafjöllum (í Miðbæliskirkjusókn) fyrir þau tíu hundruð sem hann hafði gefið Guðríði dóttur sinni þá er hann gifti hana Magnúsi, en Magnús gaf séra Jóni hálfa jörðina Vesturholt undir Útfjöllunum (í Holtskirkjusókn). Árni Snæbjarnarson, prestur og officialis Skálholtskirkju í millum Hvítár í Borgarfirði og Helkunduheiðar (Hallgilsstaðaheiði), Snorri Helgason prestur, Þorleifur Sigurðsson og Gunnar Hrollaugsson votta. Gjörningurinn átti sér stað í Hafnarfirði 15. júlí 1489 en bréfið er ritað á sama stað 17. júlí sama ár.
Vitnisburður Erlendar Magnússonar og Jóns Andréssonar um að Bjarni Jónsson hafi fest sér Guðrúnu Ólafsdóttir til löglegrar eiginkonu. Vitnisburðarbréfið var skrifað á Grenjaðarstað 1503 en brúðkaupið var á Sauðanesi á Langanesi 1489.
Kristín Þorsteinsdóttir gefur Ingvildi Helgadóttur dóttur sinni í tíundargjöf sína jarðirnar Syðra-Djúpadal og Minni-Akra í Skagafirði (í Miklabæjarkirkjusókn), en selur henni Syðri-Akra í Blönduhlíð (í Miklabæjarkirkjusókn) fyrir Höskuldsstaði í Laxárdal og lausafé, að jafnvirði hundrað hundraða, og kvittar um andvirðið.
Þrír menn afrita aðalsbréf Björns ríka Þorleifssonar frá 16. maí 1457 (sjá DI V, nr. 138).
Sigrún Erlingsdóttir handfestir Þorgeiri Sigurðssyni þann vitnisburð að móðir hennar, Sigurdrífa, hafi lýst því fyrir sér að Erlingur Nikulásson hefði ekki gengist við faðerni Valgerðar, dóttur Ástríðar Oddsdóttur, og að Ástríður hafi þegar verið þunguð þegar hann var með henni.
Ingveldur Helgadóttur ættleiðir dætur sínar Kristínu, Helgu og Guðnýju Þorleifsdætur með samþykki móður sinnar Kristínar Þorsteinsdóttur á Syðri-Ökrum í Blönduhlíð. Vottar eru Árni Einarsson, Einar Árnason, Símon Pálsson, Jón Þorgeirsson, Snorri Þorgeirsson, Magnús Ásgrímsson, Nikulás Jussason, Sigurður Jónsson og Jón Magnússon.
Árni Jónsson, Skúli Jónsson og Sölvi Þorvaldsson votta handaband Gunnars Bjarnarsonar og Ásgríms ábóta á Þingeyrum um rekamál. Vísað til orða Jóns ábóta og Egils prests Jónssonar.
Vitnisburður um landamerki Móskóga í Fljótum.
Sveinn bóndi Sumarliðason lýsir sig lögarfa eftir föður sinn og fjárhaldsmann systkina sinna Eiríks, Árna og Ólafar og leggur lög og dóm fyrir þá peninga er faðir hans átti þegar hann dó.
Kaupbréf. Erlendur bóndi selur með samþykki Guðríðar Þorvarðsdóttur konu sinnar Árna Einarssyni jörðina Bambsfell í Ytra-Djúpadals kirkjusókn fyrir þrjátigi hundraða.
Vitnisburður tveggja manna um Hvassafellskaup.
Arnfinnur Jónsson kongs umboðsmaðr í „Vöðlaþingi" kvittar þá feðga Þorstein Hákonarson og Hákon Jónsson um allar þær sakir, er þeir kynni sekir að hafa orðið við konungdóminn.
Vitnisburður, að Loptur Ormsson hafi gefið Ljóti Ormssyni jörðina Hvammsdal í Saurbæ og kvittað hann um andvirðið.
Vitnisburðr um viðreign þeirra Eyjólfs Gíslasonar og Jóns Tumassonar, „er kallaðr er biskup“, í viðurvist Magnúsar biskups í staðarhúsinu í Grindavík.
Lýsing fjögurra manna, að Guttormur............son hafi neituð því, að hann hafi útgefið þann vitnisburð, að Eyjólfr Gíslason hafi slegið Magnús biskup á munninn, svo að úr honum hefði farið tvær tennur.
Stephán biskup í Skálholti kvittar Pál Jónsson um biskupstíundir.
Aflátsbréf Stepháns biskups í Skálholti fyrir messugerð á bænhúsinu á Nesi í Grunnavík og góðleik við það.
Máldaga og reikningsskaparbréf kirkjunnar undir Staðarfelli á Meðalfellsströnd þeirra Stepháns biskups í Skálholti og Þórðar bónda Helgasonar.
Ambrosius hirðstjóri Illiquad kvittar Jón Oddsson um þegngildi fyrir Árna Hallkelsson, er Jón hafði ófyrirsynju í hel slegið. Bréfið er læst saman við XXXII, 4, sjá DI VII, nr. 344.
Hallsteinn Þorsteinsson kvittar Jón Oddsson um vígsbætur eptir Árna Hallkelsson bróðurson sinn, en Jón hafði lukt Hallsteini fimtíu hundruð undir Valtý Sigurðssyni, er Valtýr átti að gjalda síra Oddi Ólafssyni í vígsbætur eptir Bjarna Oddsson bróður hans. Bréfið er læst saman við XXXII, 3, sjá DI VII, nr. 239.
Kaupbréf um þrjú hundruð og fjörutíu álnir í jörðunni Hellisholtum í Hrunamannahreppi fyrir lausafé.
Skiptabréf eptir Þórð Helgason á Staðarfelli.
Dómur sex manna útnefndur af Jóni Sigmundssyni, er þá hafði kongsins sýslu á milli Hrauns á Skaga og Hrútafjarðarár, um arf eptir Guðnýju Þorvaldsdóttur.
Dagsbréf Pétrs Trúlssonar hirðstjóra og höfuðsmanns yfir allt ísland, þar sem hann gefr Páli Jónssyni „frið og félegan dag“ „svo leingi hann kemr til míns herra kongsins náða“, en Páll hafði ófyrirsynju í hel slegið Böðvar Loptsson.
Vitnisburður um vígslýsing Jóns Jónssonar, að hann hefði ófyrirsynju í hel slegið Orm heitinn Sigurðsson.
Stephán biskup í Skálbolti kvittar Þorbjörn Jónsson af öllum sektum og sakaferlum meðan hann var með biskup Magnúsi heitnum og til þess, sem nú er komið. og gefur honum leyfi til að flytja burt af Viðey peninga þá, er féllu eptir Vilhjálm heitinn Ormsson og Guðrúnu Andrésdóttur, en Þorbirni bar í arf eptir Gróu systur sína.
Samningr Þoriáks Þorsteinssonar og Sigríðar húsfreyju Þorsteinsdóttur um jörðina Dal í Eyjafirði og annan arf eptir Árna heitinn Einarsson, bónda Sigríðar.
Dómr tólf manna útnefndr á Öxarárþingi af lögmönnunum Finnboga Jónssyni og Helga Oddssyni um ákæru Sturlu Magnússonar til Þorvarðs Bjarnasonar um heimanfylgju og tilgjöf Margrétar dóttur sinnar, konu Marteins heitins Bjarnasonar bróður Þorvarðs
Vitnisburður, að Brandr Jónsson lögmaðr hafði gefið Sigmundi syni sínum jörðina Bæ í Súgandafirði.
Dómr sex manna útnefndr af Guðna Jónssyni, er þá hafði kongs sýslu og umboð milli Geirhólms og Langaness, um það, hversu full eignarvitni þau skyldi, er ger voru um þá gjöf, er Brandr heitinn Jónsson gaf Sigmundi syni sínum jörðina Bæ í Súgandafirði og hálfan Vatnadal.
Þrír menn transskríbera testamentisbréf Solveigar Björnsdóttur frá 17. janúar 1495. Texti upphafs og niðurlags transskriptsins er í DI VII, nr. 371 en texti bréfsins sjálfs er prentaður í DI VII, nr. 297.
Guðrún Guðmundardóttir selr Jóni Sigmundssyni hálfa jörðina Hafnarhólm á Selströnd í Steingrímsfirði fyrir lausafé.
Stephán biskup í Skálholti úrskurðar og staðfestir öll börn Þorleifs Björnssonar og Ingveldar Helgadóttur getin fyrir og eptir festing skilgetin og lögleg til arfs.
Hústrú Guðríðr Finnbogadóttir selur Finnboga Jónssyni lögmanni jörðina Grund í Eyjafirði með jörðunni Holti fyrir hálft annað hundrað hundraða.
Jón Snorrason kvittar Einar bónda Oddsson vegna Ingileifar Jónsdóttur konu sinnar um andvirði sextán hundraða í Brandagili í Hrútafirði og fjögurra hundraða í Geithóli.
Vitnisburður um vatnssókn frá Holti í Saurbæ „virkisvetrinn“ (1482—1483).
Dómur klerka útnefndr af Jóni presti Þorvaldssyni og Guðmundi Jónssyni officialibus Hólabiskupsdæmis, að Einar ábóti á Munkaþverá og klaustrið skuli hafa og halda jörðina Illugastaði í Fnjóskadal þar til réttur Hólabiskup gerir þar lagaskipan upp á.
Ingvildr Jónsdóttir fær Haldóru Jónsdóttur til fullrar eignar þá peninga, er henni höfðu til erfða fallið eptir Jón Jónsson bróður sinn, og hafði hún fyrir laungu uppetið þessar álnir hjá Haldóru.
Haldóra Gunnarsdóttir samþykkir prófentu Ingimundar Gunnarssonar bróður síns þá, er hann hafði geflð Vigfúsi Erlendssyni jörðina Flagbjarnarholt á Landi í prófentu sína.
Dómur útnefndur af Torfa bónda Jónssyni, kongs umboðsmanni milli Gilsfjarðar og Skraumu, um tilkall Björns Guðnasonar til arfs eptir Solveigu Björnsdóttur.
Vitnisburðr, að Björn Guðnason hafi svarið þann eið á Alþingi 30. Júní fyrir Finnboga lögmanni, að Björn hafi þá eigi vitað annað sannara, er hann lýsti sig lögarfa eptir Solveigu Björnsdóttur, en að hann væri hennar lögarfi.
Ályktan sex manna á alþingi, útnefndra af Finnboga lögmanni Jónssyni, að Guðni Jónsson og Ormr bróðir hans megi vel láta laust við Björn Þorleifsson, samkvæmt bréfi Hans konungs frá 24. Febr. 1498 (Nr. 402), alt það góz, er þeir héldu eptir Þorleif Björnsson.
Landvistarbréf, útgefið af Hans konungi, handa Guðmundi Andréssyni, er varð Einari Hallssyni óforsynju að skaða.