Archive Arnamagnæana dev

Þjóðskjalasafn Íslands, Reykjavík: 721 documents
(9 documents in progress, 0 done, 712 left)
Jón Skúlason og Ingibjörg Sigurðardóttir gefa Ísleifi Sigurðssyni, bróður Ingibjargar, umboð yfir öllum þeim peningum, er börnum Ingibjargar hafa til erfða fallið eftir Bjarna Torfason föður sinn og Helgu Guðnadóttur ömmu sína.
Álitsgerð Jóns Arasonar Hólabiskups um rekaítak Laufáskirkju í Látrarekum.
Ísleifur Sigurðsson, kóngs umboðsmaður í Vöðluþingi, kvittar Eyvind Magnússon um allar kóngs sektir á viðskiptum þeirra Eyvindar og Sveins Jónssonar heitins.
Ari Jónsson selur Teiti Magnússyni jörðina Rafnsstaði í Kræklingahlíð fyrir Róðugrund í Skagafirði.
Jón Arason Hólabiskup gerir Glaumbæ í Skagafirði að beneficium, með þeim greinum, er bréfið hermir.
Dómur presta dæmir gild öll kaup og skipti, er Jón Arason Hólabiskup hafði haft, hvort heldur vegna Hólakirkju eða sín.
1) Máldagi Staðarfellskirkju er Gyrðir Ívarsson Skálholtsbiskup setti. 1354 2) Skrá um það, hverjar eignir Staðarfellskirkju hafi bæst síðan máldaga Gyrðis biskups. 1394 3) Sveinn Pétursson Skálholtsbiskup kvittar Þórð Helgason bónda um porcio Staðarfellskirkju um þau 16 ár, sem hann hafði haldið hana og hafði Þórður bóndi lagt henni til 16 hundraða. 7. október 1467 4) Máldaga- og reikningsskaparbréf kirkjunnar undir Staðarfelli á Meðalfellsströnd þeirra Stefáns Jónssonar Skálholtsbiskups og Þórðar Helgasonar bónda. 19. september 1492 5) Stefán Jónsson Skálholtsbiskup staðfestir máldaga og skipan prófastanna séra Þorbjarnar Ásmundssonar og séra Jóns Helgasonar um málsmjólkurtoll á Pétursmessu til Staðarfells af 20 bæjum, þar á meðal sérdeilis af Galtardalstungu. 18. október 1492 6) Ögmundur Pálsson Skálholtsbiskup kvittar Guðlaugu Finnbogadóttur húsfreyju undir Staðarfelli um porcio kirknanna á Staðarfelli og Sauðafelli um fjögur ár og um önnur gjöld, sem henni bar að svara fyrir kirkjur sínar. 28. ágúst 1534 7) Ögmundur Pálsson Skálholtsbiskup kvittar Orm Sturluson bónda um kirkjureikning á Sauðafelli og Staðarfelli og hefur Ormur lofað að vera biskupi og heilagri Skálholtskirkju til styrks og góða. 24. febrúar 1539 8) Ögmundur Pálsson Skálholtsbiskup kvittar Orm Sturluson bónda um kirkjureikning á Staðarfelli og á Sauðafelli. sumar 1540 9) Gissur Einarsson Skálholtsbiskup samþykkir máldaga Gyrðis Ívarssonar biskups og Stefáns Jónssonar biskups fyrir Staðarfellskirkju og kvittar Orm Sturluson um kirkjureikning þar. 30. júní 1546 10) Vottfest uppskrift tveggja manna. 30. mars 1553.
Ólafur Hjaltason Hólabiskup fær Vigfúsi Þorsteinssyni til eignar 20 hundruð í heimalandi í Ási í Kelduhverfi, þau er kirkjan átti, en Vigfús skyldi aftur greiða kirkjunni 20 hundruð í fríðum peninum.
Sjöttardómur, kvaddur af Oddi Gottskálkssyni lögmanni, dæmir Margréti og Ingibjörgu Halldórsdætur, Brandssonar, og þeirra erfingjum, allan arf eftir föður sinn og móður, en séra Einari Magnússyni að sanna ættleiðing sína og eignast þá jarðir til jafns við eina dóttur Halldórs Brandssonar, föðurföður síns.
Samningur Ólafs Hjaltasonar Hólabiskups og séra Einars Úlfssonar um það, að prestur sleppi tilkalli sínu til Sæunnarstaða í Hallárdal, en biskup lofar að styrkja til, að prestur nái réttum lögum um tikall sitt til Strjúgs og Refsstaða, er faðir hans hafði látið úti við Jón Arason Hólabiskup fyrir Barkarstaði í Svartárdal, en sú jörð var nú af honum gengin og systkinum hans.
Dómur sex presta, kvaddra af Ólafi Hjaltasyni Hólabiskupi, um framfæri uppgefinna presta, þeirra er eiga sjálfir fé fyrir sig að leggja.
Dómur sex presta, kvaddra af Ólafi Hjaltasyni Hólabiskupi, dæmir af Magnúsi Jónssyni, "sem prestur hafði verið", þrjár Hólastólsjarðir, er honum höfðu verið fengnar "í sína lífstíð" til framfæris.
Sex prestar og þrír leikmenn í Hólabiskupsdæmi skilja stólinn undan þeirri skyldu, að prestar fái leigulausar hinar bestu dómkirkjunnar jarðir.
Þorbergur Bessason bóndi lýsir því, að hann hafi fengið Ólafi Hjaltasyni Hólabiskupi til eignar jörðina Litla-Tungu í Bárðardal.
Kvittun Torfa Þorsteinssonar til Ólafs Hjaltasonar Hólabiskups fyrir skilum föðurarfs.
Kaupbréf fyrir Lundi í Fljótum.
Pálmi Sæmundsson kvittar fyrir andvirði Lundar í Fljótum.
Fjórir prestar vitna um prestskyldu á Grund í Eyjafirði eftir máldögum Hólakirkju.
Vitnisburður um skilríki fyrir Hólateig eða landamerkjum í milli Reykjarhóls og Hóla í Fljótum.
Skipti Hóla í Fljótum fyrir Tjörn og Hraunkot í Aðalreykjadal.
Sjöttardómur, kvaddur af Tuma Þorgrímssyni sýslumanni, dæmir um framfæri barna Daða Steinþórssonar.
Ólafur Hjaltason Hólabiskup lýsir jörðina Tjörn í Aðaldal að réttu eign Hólakirkju og bannar að dæma um þá jörð, fyrr en réttum svaramönnum kirkjunnar er til sagt.
Heitbréf Skagfirðinga.
Vitnisburður um eignarheimild að Garði í Ólafsfirði og Garðshorni í Svarfaðardal og um tilkall Jóns Finnbogasonar til nokkurra jarða í Fljótum.
Jarðaskiptabréf á Hrólfsvöllum í Fljótum fyrir Bárðartjörn í Höfðahverfi.
Kvittun fyrir andvirðis Smyrlabergs.
Reikningur Miklagarðsumboðs eftir Ólaf Hjaltason Hólabiskup fráfallinn.
Vitnisburður um reikningsskap séra Sigurðar Jónssonar staðinn Ólafi Hjaltasyni Hólabiskupi af norðurumboðum.
Reikningur Möðruvallaklausturs.
Sigurður Jónsson prestur og tilsjónarmaður religionis vegna í Hólabiskupsdæmi færir Víkurlönd á Skaga úr Hofskirkjusókn á Skagaströnd í Hvammskirkjusókn í Laxárdal fyrir bón eigenda og ábúanda.
Sigurður Jónsson prestur og tilsjónarmaður Hólabiskupsdæmis setur og fær séra Birni Tómassyni Hólakirkjuumboð og ráðsmannsstarf yfir öllum eignum Hólastóls í Svarfaðardal inn yfir Hillur.
Vitnisburður Jóns Jónssonar og Brands Sveinssonar um að hafa verið viðstaddir í eldaskálanum á Urðum í Svarfaðardal þegar Hallur Magnússon taldi upp fimm jarðir sínar, þ.e. Garð í Ólafsfirði, Grilli, Gil og Þverá í Fljótum og Tungufell í Svarfaðardal, sem hann væri reiðubúinn að selja Sturla Sigurðssyni.
Vitnisburður séra Jóns Gottskálkssonar og Ólafs Tómassonar um að hafa séð og heyrt á orð og handaband Jóns Jónssonar og Guðrúnar Árnadóttur á Víðimýri í Skagafirði þar sem Guðrún samþykkti allan þann gerning og kaupskap sem bóndi hennar séra Nikulás Þórðarson hafði haft við Jón Jónsson um jarðirnar hálfa Brúnastaði í Tungusveit og Krakavelli í Flókadal.
Hákon Jónsson og Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup komast að samkomulagi um að Hákon gefi og geri Hóladómkirkju og formenn hennar ákærulausa fyrir sér og sínum erfingjum um það ákall sem hann þóttist eiga til 20 hndr. í Eyvindarstöðum í Blöndudal. Á móti gaf biskup Hákoni 16 hndr. í málnytukúgildum ásamt því að hann skyldi fá að búa á kirkjujörð sinni [Ytra Vallholti í Staðarhreppi] eða annarri jafngóðri leigufrítt með 6 kúgildum næstu fjögur ár.
1) Bréf Jóhanns Bocholts höfuðsmanns til Guðbrands Þorlákssonar Hólabiskups um að Jón Jónsson lögmaður hafi kært fyrir sér að biskup héldi fyrir honum jörðinni Barði í Fljótum og að það mál komi nú til dóms í héraði. 2. júlí 1573. 2) Vottfest uppskrift Hrólfs Bjarnasonar og Magnúsar Jónssonar lögréttumanna um að á þingi á Ökrum í Blönduhlíð, laugardaginn fyrstan í vetri 1573, þegar þingað var um Barð í Fljótum hafi þeir heyrt og séð ofanskrifað bréf Jóhanns Bocholts höfuðsmanns sem hann hafði skrifað Guðbrandi Þorlákssyni Hólabiskupi. Því hafi þeir dæmt biskup til að leggja fram skilríki dómkirkjunnar fyrir jörðunni og hafi talið sig mega gera það samkvæmt fyrrnefndu bréfi. 27. nóvember 1573.
Oddur Jónsson prestur kvittar Guðbrand Þorláksson Hólabiskup fyrir móttöku 1 ½ hndr. af klausturgjaldi sem var lagt til eftir konungsskipun prestunum til uppheldis og guðs orði til meiri framgangs.
Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup selur Jóni Illugasyni Hólakirkjujörðina Neðra-Fell í Kinn í Staðarkirkjusókn fyrir 20 hndr. en undanskilur deilureit fyrir austan ána sem Fell og Guðmundarstaðir í Ljósavatnshreppi höfðu haft uppi ágreining um. Sá reitur skyldi fylgja Guðmundarstöðum. Á móti lét Jón Illugason af hendi Hóla í Fljótum í Holtskirkjusókn með öllum þeim skilmála sem áður hafði farið fram á milli Ólafs Hjaltasonar Hólabiskups og séra Illuga Guðmundssonar þá þeir skiptust á Hólum og Tjörn í Aðaldal.
Arngrímur Jónsson og Stígur Björnsson prestar ásamt Jóni Einarssyni og Jóni Jónssyni gera kunnugt að hafa séð og yfirlesið jarðareikning Hóladómkirkju sem gerður var eftir andlát Jóns Arasonar Hólabiskups. Þar kemur fram að hann hafi fengið Hóladómkirkju jarðir fyrir þær sem hann hafði burtselt og lógað. Umræddar jarðir eru: Mannskapshóll 60 hndr., Ytra Vatn 30 hndr., hálft Ytra Vallholt 20 hndr., Þórisstaðir 50 hndr., Guðrúnarstaðir 60 hndr., Núpur 50 hndr., Harastaðir 40 hndr., Tungufell 40 hndr., í Eyvindarstaðir 50 hndr., Saurar 10 hndr., Veisa 40 hndr., hálfur Stafn 10 hndr., Stóridalur 40 hndr., Síða 10 hndr.
parchment and paper
-
Vitnisburður séra Kolbeins Auðunarsonar um að hann og séra Illugi Guðmundsson hafi farið að Nesi í Aðaldal þegar séra Jón Ólafsson heitinn lá banaleguna en erindið var að taka reikningsskap af honum (presttíund og kirkjupeninga). Þá var séra Jón með fullri skynsemi og greindi frá skuldum sínum og hvað aðrir skulduðu honum og skrifaði séra Kolbeinn það allt niður. Hann minntist hins vegar aldrei á jörðina Tjörn í Aðaldal. Vorið 1551 riðu þeir séra Kolbeinn, séra Illugi og séra Jón til Hóla á prestastefnu en þá var búið að reikna saman jarðir dómkirkjunnar en þann reikningsskap átti að senda konungi. Þar kom Tjörn í Aðaldal fyrir en séra Kolbeinn heyrði aldrei séra Jón átelja þá jörð og vildu þó margir á þeim tíma klaga uppá Jón Arason biskup.
Vitnisburður séra Halldórs Brandssonar um að í tíð Jóns Arasonar Hólabiskups hafi hann haft umboð jarða Hólastóls í Þingeyjarsýslu (Norðursýslu) í mörg ár. Allan þann tíma var Tjörn í Aðaldal á meðal jarða Hólastóls og eftir andlát Jóns þegar hann stóð séra Sigurði Jónssyni reikningsskap þá átaldi séra Jón Ólafsson aldrei jörðina sér vitanlega.
Vitnisburður séra Illuga Guðmundssonar um að hafa eitt sinn verið samferða Jóni Ólafssyni til Hóla á prestastefnu vorið 1551. Þá voru á Hólum uppreiknaðar allar jarðir Hóladómkirkju og var Tjörn í Aðaldal þ.á m. og hafi séra Jón ekki átalið það. Nokkrum árum seinna þegar séra Jón lá banaleguna hafi þeir séra Kolbeinn Auðunarson riðið til Ness í Aðaldal til að taka af honum reikningsskap. Þá hafi hann sagt skilmerkilega frá því hvað hann skuldaði og hverjir skulduðu honum og minntist þá ekki á Tjörn.
Vitnisburður séra Sigurðar Jónssonar um að faðir sinn, Jón Arason Hólabiskup, hafi borið undir hann áform sín um að selja séra Jóni Ólafssyni Tjörn í Aðaldal fyrir jarðir fyrir vestan sem hann hafði erft. Hann spurði föður sinn hvers vegna hann ætti að selja jörð fyrir norðan fyrir jarðir í öðrum fjórðungi. Biskup sagðist gera það í greiðaskyni við séra Jón því annars nái hann ekki arfi sínum því skyldmenn hans muni óttast að halda fyrir honum arfinum sé þeim kunnugt að biskup hafi keypt jarðirnar. Jafnframt sagðist hann geta keypt Tjörn af séra Jóni aftur hvenær sem hann vildi. Hann taldi líklegt að biskup hefði samið við séra Jón um jörðina áður en hann féll frá. Sigurður var hins vegar óviss um hvort séra Jón hafi fengið greitt að fullu fyrir það silfur sem hann fékk biskupi fyrir Tjörn og því ætti að komast að samkomulagi við erfingja hans um það.
parchment and paper
-
Vitnisburður Sigurðar Andréssonar um að í þau 10 ár sem hann bjó í Hólum [Höfðahólum] vissi hann ekki til þess að Spákonufellshöfði væri eignaður jörðinni og hann hafði engin not af höfðanum fyrir framan merkigarð sem gengur úr Einbúa. Þá var honum aldrei byggður höfðinn og aldrei tók hann lóðarfisk af neinu skipi en það gerðu Spákonufellsmenn, að sínu skipi undanskildu, og það sem rak í höfðann höfðu Spákonufellsmenn sömuleiðis.
Vitnisburður séra Þorsteins Gunnasonar, 81 ára að aldri, um að hafa heyrt fyrir meira en 60 árum og jafnan síðan að þeir Brandur Helgason, sem átti Tungu í Fljótum, og Þorlákur Helgason, faðir Eiríks Þorlákssonar, hafi verið haldnir bræður samfeðra. Hann hafði heyrt frá kunnugum mönnum að þegar faðir þeirra hafi dáið þá hafi Þorlákur verið á framfæri Brands.
Vitnisburður Magnúsar Gunnsteinssonar, nærri 70 ára, um að í sínu ungdæmi hafi hann þekkt Þorlák Helgason heitinn, sem síðast þegar hann vissi bjó í Ljótshólum í Svínavatnshreppi, og hafi hann aldrei heyrt tvímæli á því leika að hann væri samfeðra bróðir Brands Helgasonar heitins.
Vitnisburður séra Jóns Jónssonar, 52 ára, sem hefur frá því hann man eftir sér verið á Þingeyrum og oftast á Skagaströnd og heyrt jafnan haft og haldið að Spákonufell í Vindhælishreppi ætti þann höfða sem kallaður er Spákonufellshöfði og aldrei heyrt tvímæli á því leika. Þá hafi hann aldrei heyrt höfðann eignaðan nokurri annarri jörð fyrr en hval rak þar í sumar.
Vitnisburður Tómasar Þorsteinssonar, 57 ára, að mestu uppalinn í Húnaþingi og var á Skagaströnd í 20 ár (2 ár á Spákonufelli og 18 á Vindhæli í Vindhælishreppi) um að hafa heyrt haft og haldið af eldri mönnum að Spákonufell ætti höfðann sem kallaður hefur verið Spákonufellshöfði fyrir framan merkigarð þann sem gengur úr Einbúa. Hann hafði aldrei heyrt höfðann eignaðan nokkurri annarri jörðu en Spákonufelli og engin tvímæli á þessu leika fyrr enn í sumar þegar hval rak þar. Þá viti hann til þess að Spákonufellsmenn hafi tekið lóðarfisk af þeim skipum sem hafi gengið í höfðann að Hólum [Höfðahólum] undanskildum sem eigi þar skipgöngu.
Sáttmáli um arf eftir Jón Nikulásson en Helga Jónsdóttir, ekkja hans, skyldi fá tvo hluti en dætur þeirra Sigríður eldri, kona Steinmóðar Jörundssonar, og Sigríður yngri, kona Ólafs Örnólfssonar, skyldu skipta með sér afganginum. Helga skyldi eignast í mála sinn 12 hndr. í Látrum í Mjóafirði en dætur hennar skyldu hver um sig fá sinn 6 hndr. hlut. Minnst er á Veðrará hina stærri í Önundarfirði sem hafði gengið kaupum og sölum og loks samþykkt að Helga megi gefa alla sína peninga í próventu hverjum sem hún vill.
Vitnisburður Jóns Jónssonar, barnfæddur á Tjörnum í Sléttahlíð og þar vistfastur til 34 ára aldurs en síðan verið 9 ár í Hofsþingum, um að hafa aldrei heyrt annað haldið eða haft en að Fjall í Sléttahlíð ætti land og reka inn í Raufarberg. Árið 1595 rak hvalbrot lítil spöl fyrir innan Raufarberg og tók séra Erlendur Guðmundsson það að sér, lét vega það og afhenti Þorláki Runólfssyni sem var verkamaður Magnúsar Björnssonar á Hofi á Höfðaströnd og gerði enginn athugasemd við það.