Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7447 documents
(1382 documents in progress, 2222 done, 40 left)
Guðmundr Andrésson gefr og geldr Þorbirni Jónssyni til æfinlegrar eignar jarðirnar Kaldbak og Kleifar í Kallaðarnesskirkjusókn.
Björn jungkæri Þorleifsson gefur og aptur leggur Andrési bónda Guðmundssyni og sonum hans, Guðmundi, Ara og Bjarna, garðinn Saurbæ á Rauðasandi með þeim jörðum, er þar fylgja, Núp í Dýrafirði, Hest í Önundarfirði og aðrar fleiri jarðir, er átt hafði Guðmundur Arason og Helga Þorleifsdóttir, en Andrés gefr og uppleggr í mót Reykhóla og aðrar fleiri jarðir.
Transskript af DI VII, nr. 421 (Dipl. Isl. fasc. XXXIII, 23).
Bréf Hans Danakonungs, að Björn Guðnason og samarfar hans megi erfa og skipta með sér öllum arfi eptir Einar heitinn Björnsson gegn lúkningu réttra skulda bæði við konung og aðra.
Vitnisburður, að Bjarni Þórarinsson hefði fengið Vigfúsi Guðmundssyni til fullrar eignar Hnífsdal hinn neðra í Skutulsfirði.
Brandur prestur Hrafnsson fær Grími presti Þorsteinssyni til fullrar eignar jörðina á Vífilsmýrum í Önundarfirði og kvittar um andvirðið.
Dómur tólf manna útnefndur á alþingi af Finnboga lögmannai Jónssyni milli þeirra Björns Guðnasonar og Björns Þorleifssonar um peninga og arf eftir Þorleif og Einar Björnssyni.
Vitnisburður, að Björn GuSnason hafi birt, téð og upplesið í borgarstofunni í Thorning í eystra Jótlandi í Danmörk fyrir Kristjáni konungi lögmannsdóm frá 1. Júlí 1499 (DI. VII, 446) og Iögmanns úr kurð frá 25. Jan. 1509 (DI. VIII, 226) um arf eptir Þorleif og Einar Björnssonu, og skipar konungr þann dóm og úrskurð inn aptur í landið undir lögsögu Jóns lögmanns Sigmundssonar.
Dómur tólf manna útnefndur á alþingi af Finnboga lögmanni Jónssyni um stefnu þá, er Brúmmann Thomasson í umboði Jóns bónda Björnssonar, vegna Kristínar Sumarliðadóttur, konu Jóns, stefndi Ara Andréssyni um hald á þeim peningum, sem Guðmundr Arason, föðurfaðir Ara, tók fyrir Þorgerði Ólafsdóttur.
Úrskurður Finnboga lögmanns Jónssonar um arf eptir Pál Brandsson, þar sem hann samkvæmt dómum, er áður hafa þar um gengið, úrskurðar þeim Þorleifl og Benedikt Grímssonum, sonarsonum Páls, allan arflnn.
Vitnisburðr um úrskurð Finnboga lögmanns um arf (Einars Ólafssonar) dóttursonar Solveigar Björnsdóttur.
Björn Þorleifsson selur Helga Gíslasyni jörðina Deildará á Skálmarnesi fyrir xiij aura silfurfesti, en það, sem jörðin er meira verð, gaf Björn og galt Helga í sín þjónustulaun.
Stephán biskup í Skálholti gefr Sturlu Þórðarson frjálsan og liðugan að gera hjúskaparband við Guðlaugu Finnbogadóttur.
Guðfinna Jónsdóttir gefur Sturlu Þórðarsyni syni sínum áttatigi hundraða, og kvittar hann af peningameðferð, en bæði saman ánafna þau Valgerði Þórðardóttur tuttugu hundruð.
Jón Jónsson prófastur á millum Geirhólms og Hrútafjarðarár kvittar Þorbjörn Jónsson af öllum brotum við heilaga kirkju, þeim er hann má, og leyfir, að hann láti þann prest leysa sig, er hann vill, ef hann verður brotlegur í nokkru.
Guðmundur Andrésson gefur og geldur Þorbirni Jónssyni frænda sinum jarðirnar Kaldbak og Kleifar í Kallaðarnesskirkjusókn, að tilgreindum rekum, og lofa þeir hvor öðrum styrk og hjástöðu að halda peningum sínum. ATH AM nr. bréfsins hefur misritast í DI. Þar stendur XXXIII, 17 í stað XXXIV, 17.
Sæmundr Jónsson selr Sigmundi Guðmundssyni alla jörðina Brú í Jökulsdal fyrir hálft þrettánda hundrað í Ytri-Sólheimum í Mýdal og þar með sök og sókn a Sólheimum í hendr Pétri Arasyni.
Afrit af dómi Finnboga Jónssonar lögmanns og tólf manna, útnefndur á alþingi, þar sem Björn Þorleifsson og systkin hans eru, samkvæmt páfabréfi, konungsbréfum, erkibiskupsbréfi og biskupa úrskurðum, dæmd lögkomin til alls arfs eftir Þorleif Björnsson og Ingveldi Helgadóttur, foreldra sína.
Afrit af dómi Finnboga Jónssonar lögmanns og tólf manna, útnefndur á alþingi, þar sem Björn Þorleifsson og systkin hans eru, samkvæmt páfabréfi, konungsbréfum, erkibiskupsbréfi og biskupa úrskurðum, dæmd lögkomin til alls arfs eftir Þorleif Björnsson og Ingveldi Helgadóttur, foreldra sína.
Bréf (Björns Þorleifssonar) til Jóns (dans) Björnssonar, þá er Jón vildi ríða í Vatnsfjörð með Birni Guðnasyni.
Vitnisburður Arnórs Finnssonar, að hann hafi séð umboðsbréf Kristjáns konungs Birni Þorleifssyni til handa til að kvitta Teit Gunnlaugsson um öll brot við konung.
Bréf, að Björn Guðnason bygði Jóni Eirikssyni jörðina Hvamm í Hvammssveit, og fleiri jarðir, til ábýlis um þrenna næstu tólf mánuði, með því skilorði, er í bréfinu greinir.
Þorgrímur Jónsson selur Jóni Ásgrímssyni til fullrar eignar hálfa jörðina Fagrabæ á Svalbarðsströnd fyrir fimtán hundruð í lausafé
Vitnisburðarbréf, að Finnbogi lögmaðr Jónsson lýsti sig lögarfa eptir Guðríði Finnbogadóttur, dóttur sína.
Tylftardómur útnefndur af Jóni Þorgeirssyni, kongs umboðsmanni í Hegranessþingi, um kæru Jóns til Sigurðar Magnússonar, að hann hafi verið í styrk og aðför til Hóls áSkaga með Þorsteini Bessasyni, þá er Þórálfur heitinn Guðmundsson var í hel sleginn.
Testamentisbréf Sigurðar prests (beigalda) Jónssonar. Viðbót við bréfið er á minna skjali sem fest er saman við hitt með innsiglisþvengnum.
Samtök og áskorun Vestflrðinga til Finnboga lögmanns Jónssonar, að hann haldi gömul lög og íslenzkan rétt, einkum í erfðamálinu eptir Þorleif Björnsson.
Sjá færslu við XXXV, 1.
Óheilt afrit af dómi Finnboga Jónssonar lögmanns og tólf manna, útnefndur á alþingi, þar sem Björn Þorleifsson og systkin hans eru, samkvæmt páfabréfi, konungsbréfum, erkibiskupsbréfi og biskupa úrskurðum, dæmd lögkomin til alls arfs eftir Þorleif Björnsson og Ingveldi Helgadóttur, foreldra sína.
Stephán bisknp í Skálholti afleysir Jón Helgason af því misferli, sem hann í féll, þá er hann í hel sló Þorleif Þórólfsson.
Bréf að síra Hallvarðr Bjarnason hafi geflð Marteini Þorvarðssyni og Sigríði konu hans hálfa jörðina Villinganes í Goðdalakirkjusókn.
Ormr Jónsson fær Guðmundi Loptssyni til æfinlegrar eignar jörðina Bólstað í Kaldaðarnesskirkjusókn, en gefr Guðmund kvittan um það tilkall, er „Jón bóndi“ átti á jörðunni Bassastöðum.
Sturla Þórðarson selr Narfa Jónssyni jörðina alla Kirkjuból í Skutilsfirði, með samþykki Guðlaugar Finnbogadóttur konu sinnar, fyrir Þorsteinsstaði í Breiðafjarðardölum með þeim tunguspotti, er Þorsteinn bóndi Guðmundsson lagði til greindrar jarðar.
Ormr Jónsson geldr og selr „bróður sínum" Sturlu Þórðarsyni jörðina Kjarlaksstaði á Skarðsströnd með fjórum kúgildum fyrir þá peninga, er Sturla og Guðlaug kona hans höfðu feingið Orrni, og kvittar Ormr þau um andvirðið.
Benedikt hirðstjóri Histen kvittar Vigfús Erlendsson um það tilræði, er hann veitti Þórði Brynjólfssyni í kirkjudyrunum eða kirkjugarðinum á Krossi í Landeyjum (DI VII:609).
Kristján konungr hinn annar staðfestir bréf frá 18. Julí 1502 (AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVI, 1).
Dómur útnefndur af Einari Oddssyni, konungs umboðsmanni í Húnavatnsþingi, um það hvort Einar skyldi með lögum halda þeim umboðum, sem Gottskálk Þorvaldsson og Illugi Þorsteinsson vegna Þóru Þorvaldsdóttur höfðu fengið honum á arfi Guðrúnar Jónsdóttur eftir foreldra sína.
Sáttarbréf Stepháns biskups í Skálholti og Björns Guðnasonar um garðinn Vatnsfjörð (DI VII:612).
Dómur útnefndur af Guðna Jónssyni konungs umboðsmanni milli Geirhólms og Langaness um umboð Björns Þorleifssonar af Ólöfu Aradóttur og um arf eftir Solveigu Björnsdóttur. Dómurinn er til í mörgum pappírsafskriftum (DI VII:594-597).
Guðlaug Finnbogadóttir selur Sturlu Þórðarsyni bónda sínum jarðirnar Ingvildarstaði, Reyki og Daðastaði á Reykjaströnd við Skagafjörð fyrir hálft Staðarfell á Meðalfellsströnd með fleiri atriðum (DI VII:617).
Dómur útnefndur af Finnboga lögmanni Jónssyni um ferjan og félegheit Torfa Finnbogasonar fyrir það er hann varð að skaða Þórði heitnum Björnssyni.
Finnbogi Jónsson lögmaður samþykkir og staðfestir áfestan dóm um Torfa Finnbogason (þ.e. AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVI, 11).
Dómur útnefndur af Finnboga lögmanni Jónssyni um afl og gildi útlúkningarbréfa Narfa Sigurðssonar og Sigurðar Narfasonar um Ásgeirsár, Lækjamót, og fjórar jarðir á Ströndum til Finnboga lögmanns og Teits Þorleifssonar.
Einar ábóti á Munkaþverá selur Guðmundi Þorleifssyni jörðina Ásgeirsvelli í Skagafirði fyrir jörðina Vestri-Tjarnir í Ljósavatnsskarði.
Úrskurðarbréf Finnboga lögmanns Jónssonar um landamerki milli Staðarfells og Arastaða (Harastaða) á Fellsströnd (DI VII:651).
Eiríkur prestur Sumarliðason stefnir Finnboga lögmanni Jónssyni á tveggja ára fresti fram fyrir erkibiskupinn í Niðarósi og ríkisráðið um hald á Grund og Grundareignum í Eyjafirði og öðrum arfi eftir Eirík Loptsson (DI VII:646).
Vitnisburðarbréf um umboð Jóns Finnbogasonar á fé Ólafar Jónsdóttur haustið næsta eftir pláguna (1495) með þeim greinum, er bréfið hermir (DI VII:663).
Kæi fan Ánifell hirðstjóri veitir Birni Guðnasyni sýslu milli Geirhólms og Langaness (DI VII:644).
Vitnisburðarbréf um viðtal þeirra Björns Þorleifssonar og Jóns dans Björnssonar um Reykhóla, og um yfirgang Jóns á Reykhólum (DI VII:653).
Kieghe van Aneffelde hirðstjóri meðkennir að hann hafi tekið til láns af Stefáni biskupi þrjár lestir skreiðar af þeim peningum sem príor Atzerus Iguari hefur safnað vegna heilagrar Rómakirkju í Skálholtsbiskupsdæmi til forþénanar hins rómverska aflátsins, og lofar að greiða þær skilvíslega umboðsmanni heilagrar Rómakirkju.