Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1381 documents in progress, 2175 done, 40 left)
Vitnisburður síra Jóns Halldórssonar um að jörðin Ós í Strandasýslu eigi hálfan Vatnadal.
Vitnisburður Þorláks Auðunarsonar um skóginn Botnsdal í Tungulandi í Skutilsfirði, sem er eign Kirkjubólskirkju.
Transkript tveggja bréfa. Hið fyrra er hið sama og AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVIX, 23. Seinna bréfið er ekki til í frumriti og er vitnisburður Guðmundar prests Ólafssonar um Kirkjubólsskóg í Skutilsfirði. Guðmundur seldi Tómasi Jónssyni jörðina Tungu að fráskildum skógarparti Kirkjubóls (DI VIII, nr 166). Konráð Sigurðarson og Grímur Ólafsson votta að þeir hafa „séð og yfirlesið svo látandi tvö bréf með hangandi innsiglum orð fyrir orð sem hér fyrir ofan skrifað stendur“. Þeir festa sín innsigli við bréfið árið 1597.
Transskript þriggja bréfa og vitnisburður um yfirlestur þeirra. Fyrsta bréf er afrit bréfs um skóginn Botnsdal í Tungulandi í Skutilsfirði, sbr. AM Dipl. Isl. Fasc. XXXIX,23 (DI VIII: nr. 164). Annað bréfið er afrit vitnisburðar Guðmundar prests Ólafssonar um Kirkjubólsskóg í Skutilsfirði, sbr. AM Dipl. Isl. Fasc. XXXIX,24 (DI VIII: nr. 166). Þriðja bréfið er ekki til í frumriti. Það er vitnisburður Guðmundar Auðunarsonar frá árinu 1506 um að Tunguskógur í Botnsdal fram frá Eyrarskógi hafi verið hafður og haldinn eign kirkjunnar á Kirkjubóli í Skutilsfirði (DI VII:nr. 727). Í lokin fylgir vitnisburður séra Sigmundar Egilssonar, Jóns Þorsteinssonar og Páls Halldórssonar um að þeir hafi séð bréfin og lesið yfir og lýsa einnig frumritunum.
Kristján konungur hinn annar kvittar Vigfús hirðstjóra Erlendsson fyrir þriggja ára afgjaldi á Íslandi.
Loptur Magnússon handleggur Jóni Steinssyni sinn hluta í jörðinni Nesi í Grunnavík til umboðs í þrjú ár og lofar honum fyrstum kaupi á, með fleira skilorði, er bréfið hermir (DI VIII:276).
Þorsteinn Þorleifsson selur, með samþykki Halldóru Hallsdóttur konu sinnar, Einari bróður sínum jörðina Tannanes í Önundarfirði fyrir lausafé.
Vitnisburður sex manna að Björn Guðnason hafi boðið sín bréf og skilríki undir dóm Finnboga lögmanns Jónssonar eða hans umboðsmanns á alþingi 30. júní 1509, og síðan undir dóm Vigfúsar hirðstjóra Erlendssonar, því að Finnbogi var þá ekki á þingi, en Vigfús hafði sagt þar nei til, en um haustið eftir hafi Jón lögmaður Sigmundsson riðið í Vestfjörðu og dæmt um þetta efni, og þann dóm hafi Björn birt á alþingi 1510.
Vitnisburður um að Stígur Einarsson, þá látinn, hafi tekið sér til eignar Illugastaði í Fnjóskadal með öllu því sem jörðinni fylgir síðan Marteinn Gamlason hafði hana gefið í próventu með sér og Rannveigu, konu sinni.
Bréfið hefst á vitnisburði sem gerður er á Héðinshöfða 1547 um lestur bréfsins sem síðan fylgir í transskripti en frumrit þess er ekki til. Þar segir að Eirekur Ívarsson, Hallur Ketilsson, Hans Runk og Jón Antoníusson votti að Halla Kolbeinsdóttir selji Finnboga Jónssyni lögmanni sex hundruð í jörðinni Garði við Mývatn fyrir fjögur hundruð í lausafé, með öðrum greinum.
Tylftardómur útnefndur á Öxarárþingi af Jóni Sigmundssyni lögmanni norðan og vestan á Íslandi um kaupmála og helmingafélag Sveins Sumarliðasonar og Guðríðar Finnbogadóttur.
Sveinn Þorleifsson staðfestir, í umboði Hans Ranzau hirðstjóra yfir allt Ísland, alþingisdóm frá 3. júlí 1510.
Tveir vitnisburðir um gjöf Lofts Ormssonar á jörðinni Munaðarnes á Ströndum til Staðarhólskirkju í Saurbæ.
Vitnisburður Sveins prests Oddssonar um lýsing til hjónabands með Ólafi Guðmundssyni og Þorbjörgu Guðmundsdóttur.
Vitnisburður um nokkur líkindi til samræðis milli Bjarna Óttarssonar og Valgerðar Guðmundardóttir.
Vitnisburður um landamerki Þóristaða í Ólafsfirði.
Dómur útnefndur af Grími Pálssyni, konungs umboðsmanni í Þingeyjarþingi, um réttaryrði Kolbeins Halldórssonar við Pétur Tumason.
Vitnisburður að Einar Þórólfsson játaði að hann hefði í umboði Diðriks Pínings tekið tveim lestum skreiðar af Þorleifi Björnssyni í skuldir Solveigar Þorleifsdóttur til konungs og fyrir þá skreið hefði Solveig fengið Þorleifi hálfar Akureyjar til fullrar eignar.
Tylftardómur út nefndur og samþykktur af Jóni Sigmundssyni lögmanni um kærur Björns Guðnasonar til Jóns Jónssonar Þorlákssonar og Solveigar Björnsdóttur, út af framfærslutöku Jóns við Jón heitinn Þórðarson er misfórst, um skatthald, um heimferð Jóns til Eyrar í Seyðisfirði og burtrekstur á málnytupeningi þaðan og aðrar óspektir. Jón Jónsson er dæmdur réttfangaður og réttgripinn hvar sem hann náist utan griðastaða.
Jón Sigmundsson lögmaður staðfestir skilríki og dóm um landeign Bólstaðar í Steingrímsfirði eftir vitnisburð frá Guðmundi Loftssyni.
Vitnisburður um að Guðbjörg Ljótsdóttir hefði samþykkt að Gunnsteinn Arnfinnsson bóndi hennar seldi Halldóri presti Tyrfingssyni hálfa jörðina Hvammsdal í Saurbæ og að fullir peningar hefði fyrir hana komið.
Ólafur Diðreksson hirðstjóri staðfestir þau skilríki og úrskurði er Björn Guðnason hafi fyrir jörðinni Eyri í Seyðisfirði og Breiðdal í Önundarfirði og fleiri jörðum er Stephán biskup hafði skipað af Birni og bannar öllum, sérstaklega Jóni Jónssyni, að hindra Björn hér um og skyldar alla honum til styrks, kvittar Björn um sýslugjöld og bannar verzlun við enska duggara.
Bréf að Björn Þorleifsson hefði goldið Ingveldi Helgadóttur móður sinni jarðirnar Hvallátur og Skáleyjar á Breiðafirði í þau áttatíu hundruð, sem Ingveldi þótti eftir standa í garð Þorleifs Björnssonar, föður Björns, en Ingveldur fær jarðirnar mágum sínum Eyjólfi Gíslasyni og Grími Jónssyni í peninga dætra sinna Helgu og Guðnýjar, og kvittar Björn um greiðsluna. Sjá einnig AM Dipl. Isl. Fasc. XLI,17.
Tvö transskipt á pappír.
Vitnisburður Kristínar Sumarliðadóttur um skipti þeirra Jóns Björnssonar bónda síns og Magnúsar Eyjólfssonar á jörðunum Tungu í Hörðadal og Þorsteinsstöðum í Dölum, með öðru fleira, er bréfið hermir.
Vitnisburðarbréf að Halldór Sumarliðason hefði gefið Sumarliða syni sínum jörðina Syðragarð í Dýrafirði en Bríet dóttur sinni fimmtán hundruð og tuttugu.
Vitnisburður um peningaskipti Magnúsar Þormóðssonar millum barna sinna og Katerínar konu sinnar.
Vitnisburður um kaup þeirra Sæmundar Jónssonar og Sigmundar Guðmundssonar um jarðirnar Brú og Sólheima í Mýrdal.
Kristján konungur annar skipar Vigfús Erlendsson lögmann sunnan og austan á Íslandi.
Vitnisburður um að Þórður Andrésson seldi Helga Jónssyni Sléttárdal fyrir þrjú hundruð, er hann var skyldugur í landskyld af Vatnshorni upp í þrjú ár.
Tylftardómur útnefndur af Jóni Sigmundssyni lögmanni norðan og vestan á Íslandi um erfðatilkall Björns Guðnasonar til garðsins Auðkúlu í Húnavatnsþingi og þeirra eigna, sem þar með fylgdu, en þær eignir hafði Ólafur Philipusson tekið upp og er sá gjörningur dæmdur ónýtur og ólöglegur.
Gottskálk biskup á Hólum kvittar Þórarinn Jónsson um reikningskap kirkjunnar á Svínavatni með þeim atriðaorðum sem bréfið hermir.
Tylftardómur útnefndur af Landbjarti Bárðarsyni, sem þá hafði sýslu fyrir norðan Bjarggnúp í umboði Björns Guðnasonar, um ágreining um Almenning og eignareka þar í Skáladal, en hval hafði rekið þar fyrir skömmu.
Úrskurðarbréf Jóns lögmanns Sigmundssonar um það hver væri réttur eigandi að jörðinni Nesi í Grunnavík.
Tylftardómur útnefndur af Jóni Sigmundssyni lögmanni eftir konungsboði, um aðtöku Vatnsfjarðar og annarra óðala fyrir Birni Guðnasyni, og hverju þeir séu sekir, sem ekki vilja konungsbréf halda. Frumritað transskript af AM Apogr. 3881.
Úrskurður Jóns lögmanns Sigmundssonar eftir konungs boði milli Björns Guðnasonar og Björns Þorleifssonar um það hver skyldi eiga góss og garða, lausafé og fasteignir, er fallin voru eftir Þorleif Björnsson, Einar Björnsson og Solveigu Björnsdóttur.
Hannes Eggertsson staðfestir og samþykkir úrskurð Jóns lögmanns Sigmundssonar frá 7. nóvember um það hver skyldi eiga góss og garða, lausafé og fasteignir, er fallin voru eftir Þorleif Björnsson, Einar Björnsson og Solveigu Björnsdóttur, sbr. AM Dipl. Isl. Fasc. XLII,11.
Kristján konungur annar staðfestir dóma Jóns lögmanns Sigmundssonar þar sem Birni Guðnasyni og samörfum hans eru dæmd til æfinlegrar eignar öll fé föst og laus, sem fallið hafa eftir Þorleif Björnsson, Einar Björnsson og Solveigu Björnsdóttur, sbr. AM Dipl. Isl. Fasc. XLII,11.
Björn Þorleifsson gefur og uppleggur, í umboði Páls Jónssonar, Pétri Jónssyni og Jóni syni hans, ef Páll vill það samþykkja, alla þá peninga og arf sem Pétur tók þar þá við og hafði áður upp borið, en enga aðra, eftir síra Jón Jónsson föður sinn, en Birni þótti fallið hafa Páli Jónssyni til erfða eftir greindan síra Jón Jónsson bróður sinn, og geldur Pétri þrjá tigi hundraða í arflausn.
Jón prestur Eiríksson lýsir því að hann hafi leyst Þorbjörn bónda Jónsson af hórdómsbroti með Guðrúnu Gunnlaugsdóttur, sett honum skriptir, og fullar fésektir upp borið kirkjunnar vegna, og kvittar þau bæði.
Vitnisburður að Halldór Sigmundsson hefði gefið Sumarliða syni sínum jörðina Meiragarð í Dýrafirði til æfinlegrar eignar.
Vitnisburður tveggja manna að þeir hafi afhent þá sömu peninga í Björgvin í Noregi, sem Vigfús bóndi Erlendsson sendi fram unga herra Kristjáni konungi sem voru 20 hálfstykki klæðis og 80 Rínargyllini.
Þorsteinn Finnbogason selur Jóni Ásgrímssyni jarðirnar Hvamm á Galmaströnd, Haga á Árskógsströnd og Einarsstaði í Kræklingahlíð, en Jón leggur á móti Breiðamýri í Reykjadal, Voga og Haganes við Mývatn og þar til Kálfborgará eða Bjarnastaði í Bárðadal.
Vitnisburður að Halldór Sumarliðason hafi gefið Sumarliða syni sínum jörðina Garð hinn syðra, er liggur í Dýrafirði (DI VIII:495).
Dómur sex manna útnefndur af Þorsteini Finnbogasyni konungs umboðsmanni í Þingeyjarþingi, er dæmir fullmektugt í allan máta konungsbréf, er kvitta Bessa Þorláksson af vígi Halls Magnússonar, svo og dagsbréf Finnboga lögmanns, og Bessa lögráðanda fjár síns (DI VIII:528).
Dómur klerka útnefndur af Ólafi Guðmundssyni konungs umboðsmanni milli Gilsfjarðar og Gljúfrár um kærur Björns Þorleifssonar til Ögmundar Tyrfingssonar út af arfi eftir Pétur Jónsson.
Eitt bréf af nokkrum vegna sætta Gríms bónda Pálssonar og Þorleifs sonar hans af einni hálfu og af annarri Vigfúsar Erlendssonar lögmanns og Hólmfríðar systur hans um allan hugmóð, heimsóknir, fjárupptektir og sér í lagi um réttarbót Hákonar konungs, sem þeim hafði mest á millum borið, þ.e. AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVIII,10 (DI VIII nr. 147).
Tylftardómur klerka útnefndur af Stepháni biskupi í Skálholti, um kærur biskups til Björns Guðnasonar fyrir dómrof, misþyrming á Jörundi presti Steinmóðssyni og fleira; dæma þeir Björn óbótamann, fallinn í bann í sjálfu verkinu og fé hans öll föst og laus fallinn undir konung og biskup. Bréf sama efnis og AM Dipl. Isl. Fasc. XLII, 24. Bæði bréf eru prentuð í DI VIII, nr. 238.