Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1375 documents in progress, 2175 done, 40 left)
Ögmundur biskup gerir jarðaskipti við Hólmfríði Erlendsdóttur þannig að hún fær til fullrar eignar
jörðina Eyvindarmúla í Fljótshlíð en í móti fær hann jörðina alla Sandgerði er liggur á Rosthvalanesi [svo].
Vottar að bréfinu voru séra Snorri Hjálmsson og Freysteinn Grímsson.
Ögmundur biskup kvittar Ragnhildi Bjarnardóttur um skuldir Björns Guðnasonar heitins við Skálholtskirkju. Hún hefur goldið skuldina með ráði Torfa Björssonar, sonar hennar, og systra hans.
Virðingargerð á peningum þeim sem Narfa Sigurðssyni hafði til umboðs fallið eftir Ívar Narfason
heitinn, son sinn, en Ingvildi Ívarsdóttur til erfða eftir greindan föður sinn. Eignirnar eru taldar upp í bréfinu.
Arfleiðslu- og ættleiðingarbréf Þorleifs Þorleifssonar til barna sinnar Þorgríms, Ceciliu,
Ásmundar og Jóns, undir þær greinar er bréfið hermir.
Ögmundur biskup í Skálholti fær og aftur leggur Birni Þorleifssyni bónda þá peninga sem
honum höfðu til erfða fallið eftir Jón dan föðurbróður sinn. Gerningsvottar voru
Jón Eireksson, Ólfur Guðmundsson bóndi og Jón Björnsson.
Jón Magnússon lýsir yfir að hann gengur í borgun um sex tigi hundraða sem Jón Hallsson á að hafa
til kaups við Guðrúnu Finnbogadóttur. Jón lýsti þessu yfir í vitni Einars ábóta og síra Finnboga á Munkaþverá.
Transskript af dómi sex manna útnefndum af vel bornum manni jungkæra Erlendi Þorvarðssyni lögmanni sunnan og austan á Íslandi um ákæru Péturs Loptssonar til Eyjólfs Einarssonar vegna Sigríðar Þorsteinsdóltur konu sinnar um þann arf, er fallið
hafði eptir Ragnlieiði heitna Eiríksdóttur.
Skiptabréf milli Guðrúnar Björnsdóttur og Solveigar Bjarnadóttur, dóttur hennar, á peningum
þeim sem Solveigu höfðu til erfða fallið eftir Bjarna Andrésson föður sinn (DI IX:270).
Transskript á skiptabréf milli Guðrúnar Björnsdóttur og Solveigar Bjarnadóttur, dóttur hennar, á peningum
þeim sem Solveigu höfðu til erfða fallið eftir Bjarna Andrésson föður sinn,
sbr. AM Dipl. Isl. Fasc. XLVI,21.
Fyrir framan bréfið votta Jón Jónsson og Ólafur Sigurðsson að hafa lesið yfir frumbréfið með innsiglum.
Vitnisburður að Sigmundur Brandsson heitinn hefði lýst því yfir í sinni dauðstíð, að synir Jóns Sigmundssonar heitins, Sturli og Grímur, væri sínir löglegir erfingjar og eignarmenn eftir sinn dag að jörðinni Bæ í Súgandafirði, með öðru fleira, er bréfið hermir.
Jón Arason biskup selur Birni Birnssyni jörðina Gilshaga í Tungusveit með hálfkirkju fyrir jörðina Tyrfingsstaði í Skagafirði.
Vitnsiburður að Magnús Þorkelsson handfesti Jóni Jónssyni að sverja þá frændsemi sem
hann taldi í millum Guðfinnu Indriðadóttur og Guðrúnar Þorgautsdóttur og meðkenndi að hann
hefði aldrei heyrt þeim lýst, Jóni og Guðrúnu.
Vitnisburður um að Jón Arason biskup hafi gefið Helgu Sigurðardóttur jörðina Hallland með tíu málnytukúgildum fyrir fimm tigi hundraða en Helga gefur jafnharðan Hólakirkju til próventu.
Vitnisburður tveggja klerka um að þeir hafi heyrt erkibiskupinn í Niðarósi lýsa því að
bréf það sem hann, ásamt ráði Þrándheimsdómkirkju, hefði út gefið og sent Ögmundi biskupi til
lögsagnar yfir Hólabiskupsdæmi, skyldi vera fullmektugt og hann þar með fullmektugar biskup
og eigi fullt fyrir sitt ómak.
Vitnisburður um reka og ítök Skálár í Sléttahlíð.
Jóhann Pétursson hirðstjóri og höfuðsmaður yfir allt Ísland kvittar, fyrir meðalgaungu Ögmundar biskups,
Bjarna Erlendsson af því sakferli, er móðir hans varð brotleg fram hjá Erlendi Bjarnasyni bónda sínum.
Samningur um verslun, vigt og mæli mill Hamborgarríkis og enskra kaupmanna af einni hálfu og
Alþingis fyrir hönd Íslendinga.
Fyrir neðan bréfið er klausa með sömu hendi um hvað kaupmennirnir vilji ef þeim tekst ekki að fá sína frakt.
Bréfið var prentað í Alþingistíðindum B Nr. 522, bl. 811-814, Reykjavík 1909
Vitnisburðarbréf um lofan Björns Þorleifssonar við þá mága sína Eyjólf Gíslason, Grím Jónsson og Guðmund Andrésson, er heimtu að honum föðurarf kvenna sinna, svo og við Kristínu systur sína, er og heimti föðurarf sinn.
Kaupmáli á brúðkaupsdegi Sveins Jónssonar og Halldóru Einarsdóttur. Innsigli fyrir setja Helgi ábóti á Þingeyrum,
Þormóður Arason, Skúli Guðmundsson, Hallur Styrkárson og Jón Guðmundsson.
Jón Arason biskup selur Páli Grímssyni bóndajarðirnar Glaumbæ í Reykjadal og Halldórsstaði í Laxárdal og hálfa jörðina Hallbjarnarstaði í Reykjadal og hálfa jörðina Björg í Kinn og þar til eina tuttugu hundraða jörð sem þeim semdi en í mót
fékk biskup jörðina Hof á Höfðaströnd með Ytri-Brekku, Syðri-Brekku og Hraun. Galt Páll kirkjunni á Hofi jarðirnar Þrastastaði og Svínavelli á Höfðaströnd.
Vitnisburður um að Jón Arason biskup selur Magnúsi Björnssyni jörðina Nautabú í Mælifellskirkjusókn fyrir jarðirnar Róðugrund í Flugumýrarkirkjusókn og Ásgrímsstaði í Borgarkirkjusókn.
Vitnisburður um að Helgi Steinmóðsson gefi Steinmóði Jörundssyni, syni Jörundar Steinmóðssonar, hálfa
jörðina Steinanes í Arnarfirði.
Kaupmáli vegna brúpkaups Koðráns Ólafssonar og Guðnýjar Brandsdóttur í Holti í Fljótum.
Vottar að kaupmálanum voru Jón Arason biskup, séra Þorsteinn Jónsson, séra Þormóður Snorrason, séra Jón Brandsson, séra Grímur Jónsson, Þorsteinn Guðmundsson og Thómas Brandsson.
Ögmundb biskup í Skálholti selur Eiríki bónda Torfasyni til fullrar eignar jörðina Gröf í Averjahrepp, fimtán hundruð að dýrleika, með fimm kúgildum, fyrir jörðina Grafarbákka í Hrunamannahrepp, en Grafarbakka, sem metinn var þrjátigi hundruð að dýrleika af sex skynsömum mönnum, geldr biskup síra Jóni Héðinssyni í ráðsmannskaup um þrjú ár fyrir dómkirkjuna í Skálholti.
Jóhann Kruko selur Ögmundi biskupi í Skálholti þær jarðir og þá peninga sem
Björn Þorleifsson seldi og fékk Hans Kruko, bróður Jóhanns, til fullrar eignar,
sóknar og sekta fyrir 600 mörk í öllum flytjanda eyri, með þeim sölum er bréfið greinir.
Jón Arason biskup gefur Ara Jónssyni, syni sínum, jarðirnar Holtastaði í Langadal, Vatnahverfi, Lækjardal, Sæunnarstaði, Strúg og Refstaðimeð því sem jörðunum fylgir.
Vitnisburður um að Jón Arason biskup seldi síra Pétri Pálssyni jörðina Ytri-Lauga í Reykjadal sem í staðinn gaf jörðina Syðri-Ey á Skagaströnd.
Dómur sex manna útnefndur af Jóni Hallssyni konungs umboðsmanni í Rangárþingi um ákærur
síra Jóns Einarssonar til Eiríks Torfasonar og bræðra hans í umboði Þórunnar Einarsdóttur
systur sinnar um þá peninga, er átt hafði Jón Torfason heitinn og honum voru til erfða
fallnir eftir barn sitt skilgetið.
Dómur sex manna útnefndur af Ólafi Guðmundssyni konungs umboðsmanni milli Geirhólms og Langaness
um ákærur Einars Jónssonar í umboði Valgerðar Einarsdóttur til Jóns Stulusonar, að hann hefði setið
á ótekinni jörðunni Veðraá hinni meiri í Önundarfirði, með þeim fleiri greinum er bréfið hermir.
Transskript á vitnisburðarbréfi þar sem segir að Björn Þorleifsson hafi afhent mágum sínum Eyjólfi Gíslasyni og Grími Jónssyni, í arf kvenna sinna, jörðina Stærriakra í Blönduhlíð, Eyvindarstaði, Hvallátur og Skáleyjar og skyldi Björn kvittur um arfskiptið.
Transskript á dómsbréfi um kærur Hannesar Eggertssonar til Ögmundar biskups í Skálholti að biskup héldi fyrir sér og Guðrúnu Björnsdóttur konu sinni fjórum jörðum, Vatnsfirði, Aðalvík, Hvammi og Ásgarði og dæma þeir meðal annars Vatnsfjörð fullkomna eign Skálholtskirkju.
Frumbréfið er Bisk. Skalh. Fasc. XIV, 4 en transskr í Skalh. fasc XIV, 5 og 8 auk AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII, 28.
Transskript á dómsbréfi um kærur Hannesar Eggertssonar til Ögmundar biskups í Skálholti að biskup héldi fyrir sér og Guðrúnu Björnsdóttur konu sinni fjórum jörðum, Vatnsfirði, Aðalvík, Hvammi og Ásgarði og dæma þeir meðal annars Vatnsfjörð fullkomna eign Skálholtskirkju.
Frumbréfið er Bisk. Skalh. Fasc. XIV, 4 en transskr í Skalh. fasc XIV, 5 og 8 auk AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII, 27.
Fullnaðarfærslur á nöfnum sem tengjast bréfinu, önnur en transskiptavotta, er að finna í færslunni við AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII, 27.
Vidisse af Kalmanstugudómi sem er dómur sex klerka og sex leikmanna, útnefndur af Ögmundi biskupi í Skálholti,
um spjöll á kirkjunni í Kalmanstungu, skort og fordjörfun á bókum hennar og skrúða
og um reikningsskap kirkjunnar fornan og nýjan.
Frumritið er í Bisk. Skalh. Fasc. VIII,16.
Transskript af fjórum dómum, merkt með alfa, beta, gamma og delta.
Lýsing á einingum, itemum, bréfsins tekin úr yfirliti ÁM í apogr. 2938.
Þar segir Árni:
Þessir 4 dómar standa á einu bókfelle hver epter annan, og sýnest sem þeir mune hafa átt að verða vidimus, en alldrei af orðið. Höndin á þessu stóra bréfi er so sem de anno 1540 vel circiter. Alla þessa dóma hefi eg heðan accurate uppskrifaða með hendi Magnúss Einarssonar.
Dómur sex manna, útnefndr af Einari Brynólfssyni, er þá
hafði sýslu í Vöðluþingi í umboð Ara lögmanns Jónssonar,
um þann arf, er Jón Jónsson kallaði sér fallið hafa til umboðs
vegna barna sinna eptir Hallottu Jónsdóttur, en Þorvaldr Árnason
reiknaði sér hálfan arfinn eptir Hallottu systurdóttur sína
til móts við sonu Ólofar Jónsdóttur.
Haldór prestr Tyrfingsson vottar, að hann viti ekki til, að
Sigurðr bóndi Narfason og Ívar heitinn bróðir hans hafi
gert neinn gjörning um landamerki Tungu og ytra Fagradals
(á Skarðsströnd) leingr en þeir lifði báðir.
Kaupmálabréf Odds Tumassonar og Ceceliu Ormsdóttur.
Pétur ábóti á Munkaþverá gefr og geldr Nikulási Guðmundssyni jörðina Hól á Tjörnesi í sín þjónustulaun.
Kaupmálabréf síra Björns Jónssonar og Steinunar Jónsdóttur.
Afrit af bréfi þar sem Pétur ábóti á Munkaþverá og Magnús prestur Jónsson selja í umboði Jóns biskups á Hólum, Ögmundi biskupi í Skálholti jarðirnar Æðey, Unaðsdal, Sandeyri og fimm jarðir i Veiðileysi fyrir jarðirnar Márstaði og Skútir, en fyrir Akra,
hálfa Sjávarborg og Kimbastaði, er Ögmundr biskup fær Jóni biskupi, skal Jón biskup fá bonum aðrar jarðir, er þeim
um semur, með fleira því, sem bréfið greinir.
Dómr sjö manna, útnefndr af Ólafi bónda Guðmundssyni, er
þá hafði míns herra kongsins sýslu og umboð milli Geirhólms
og Langaness, um gjöf Örnólfs Einarssonar til Þorleifs sonar síns,
meðal annars á jörðunni Breiðadal hinumfremra í Önundarfirði, en
bréfið báru fram þeir bræðr Jón og Ólafr Þorgautssynir.
Þorsteinn Torfason selr Eiríki bróður sínum til sóknar alla
peninga, sem hann fékk í sinn part eptir Ingibjörgu systur sína,
hver sem þá heldr eða hefir haldið án hans leyfis.
Vitnisburður, að Björn Guðnason hafi um langa tíma átt
jörðina Ásgarð í Hvammssveit og hafi keypt hana af Þórólfi
Ögmundssyni, með fleirum greinum, er bréfið hermir.
Kaupmálabréf Björns Þorvaldssonar og Herdísar Gísladóttur.
Kaupmálabréf Páls Vítussonar og Helgu Jónsdóttur.
Vitnisburbr fimm manna um það, að þeir hafi séð og yfir
lesið kvittunarbréf þau, er þeir biskuparnir Magnús Eyjólfsson,
Stephán Jónsson og Ögmundr Pálsson hafi út gefið til
handa þeim frændum Þorleifi Björnssyni, Einari Björnssyni
og Birni Þorleifssyni um sektir og fjárgreiðslur, og er tilfært efni bréfanna.
Kaupbréf þeirra Jóns biskups Arasonar og Bjarna Skúlasonar um Skálá i Sléttahlíð, með tilgreindum reka (Falsbréf).
Jón biskup á Hólum fær „vorum kæra frænda“ síra Birni
Jónssyni til fullrar eignar jörðina fremra Núp í Núpsdal
með alkirkjuskyld og setr máldaga fyrir kirkjunni.
Bjarni Vigfússon fær Ögmundi biskupi í Skálholti til fullrar
eignar alla jörðina Hamar í Borgarhrepp og lofar að
Selja biskupi fyrstum aðrar jarðir sínar og týi, en Bjarni
skal í mót kvittr um sakferli sín og fornan reikningskap
Borgarkirkju, er honum bar til að svara; er síra Freysteinn
Grímsson við kaupið fyrir hönd biskups.
Jón biskup á Hólum, er þá var kongs umboðsmaðr bæði í
Vöðluþingi og Þingeyjarþingi, selr Bessa Þorlákssyni jarðirnar
Sigurðarstaði, Sandvík, Haldórustaði, Jarlslaði, Minni Völlu
og Kálfborgará í Bárðardal, Skarð í Fnjóskadal og
Björk í Eyjafirði, fyrir hálfa Anastaði, hálft Skarð og fimm
hundruð í Kárastöðum á Vatnsnesi og hálfa jörðina Samtýni
í Kræklingahlíð, með fleirum greinum, er bréfið hermir.
Page 134 of 149