Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1376 documents in progress, 2149 done, 40 left)
Árni Jónsson á Bjargi i Miðfirði vottar um það, að Sigmundr prestr
Steindórsson hafi kjörið Bergljótu dóttur sína málakonu í garð Guðmundar
Ólafssonar, þegar kaup þeirra tókust, og að Guðmundr hafi sett Bergljótu hálfa Reyki í
Miðfirði í mála hennar.
Pétr bóndi Loptsson selr Birni bónda Þorleifssyni jörðina
Heydal og hálfa Skálavík í Mjóafirði fyrir hálfar Akreyjar
í Skarðs kirkjusókn, með fleira fororði , er bréfið hermir.
Dómur sex manna út nefndr af Ólafi Guðmundssyni, kongs
umboðsmanni milli Geirhólms og Langaness, um framfæri
Jóns Jónssonar.
Þorgils prestr Nikulásson, prófastr i milli Hvítaness og
Langaness, afleysir Jón murta Narfason og Sesseliu Bersadóttur af 4 barneignum.
Jón prestr Eiríksson, prófastr og almennilegr dómari yfir
öllum kirkjunnar málum millum Geirhólms og Hvítaness, afleysir
Bjarna Jónsson af einföldu hórdómsbroti með Ingibjörgu Ormsdóttur
en þau eru að þriðja manni og fjórða.
Jón prestr Filippusson, prófastr í Eyjafirði, kvittar Björn Þorvaldsson
af tveimur barneignum með Guðrúnu Sigfúsdóttur.
Bárður prestr Pétrsson, prófastr millum Langaness og Hvitaness, afleysir Jón Narfason og
Settceliu Bassadóttur af 5. barneign.
Vitnisburðr, að Jón Narfason festi sér til eiginkonu Sesseliu
Bassadóttur.
Jón biskup á Hólum selr Brandi Helgasyni jörð Hóladómkirkju
Holt í Svarfaðardal, og gefr Brandr kvitta ákœru upp á jörðina Tungu í Fljótum.
Vitnisburður, að Ögmundr Skálholtsbiskup „góðrar minningar"
hafi gefið Jörundi Steinmóðarsyni og börnum hans 3. Júlí
1537 aptr þá peninga, sem hann hafði brotið af sér með
misferlum sinum við biskup og kirkjuna, og lofaði að útvega
einnig konungshlutann.
Loptr prestr Pétursson ættleiðir, með samþykki Péturs Loptssonar
föður síns, börn sín Arngrím, Jón, Pál, Sigríði og Helgu.
Kaupmálabréf Andrésar Björnssonar og Guðlaugar Jónsdóttur.
Ögmundr biskup i Skálholti fær Fúsa bónda Brunmannssyni
og Ólöfu Björnsdóttur konu hans til eignar jarðirnar Kirkjuból
í Dýrafirði, Dynjandi, Borg, Skjaldfönn og Rauðstaði í
Arnarfirði fyrir 24 hundruð í Valþjófsdal og 20 hundruð í
Hjarðardal í önundarfirði, svo og hálfa Alviðru i Dýrafirði,
og það, sem jarðir þær, er biskup fær, eru ódýrari, gefr
hann kvitt sökum þess, að þau hjón Fúsi og Ólöf hafi jafnan
verið sér og dómkirkjunni til styrks og hjálpar, gagns
og góða, og lofi svo að vera framvegis.
Tylftakdómr út nefndr af Jóni biskupi á Hólum, Claus van
der Mervize og lögmönnum báðum, Erlendi Þorvarðssyni og
Ara Jónssyni, eptir konungs skipan um kæru Ögmundar
biskups í Skálholti til Sigurðar Ólafssonar, að hann hefði
legið með Solveigu Ólafsdóttur systur sinni.
Ögmundur biskup í Skálholti samþykkir, að Teitr bóndi Þorleifsson hefir selt Eiríki Guðmundssyni og Guðrúnu Gunnlaugsdóttur konu hans jarðirnar Asgarð og Magnússkóga, með fleira, er bréfið hermir.
Landvistarbréf Kristjáns konungs þriðja handa Jörundi Steinmóðarsyni af legorði með tveim systrum.
Björn Þorleifsson selr Jóni presti Eirikssyni jarðirnar Heydal og Skálavík í Mjóafirði og kvittar hann um andvirðið.
Bréf Ögmundar biskups í Skálholti til allrar alþýðu manna
í Skálholtsbiskupsdæmi móti þeim hinum nýja sið, og hótar
hann þeim, er honum fram halda, forboði undir banns áfelli,
en býðr hinum aflausn, er snúast vilja til betrunar.
Jón biskup á Hólum setr með ráði Helga álióta á Þingeyrum bróður Jóni Sæmundssyni skriptir fyrir barneign með
Eingilráð Sigurðardóttur.
Péte Loptsson fær Árna Pétrssyni, syni sínum, til eignar
jörðina Akreyjar á Breiðafirði fyrir fjörutíu hundruð, en Árni
skal í móti svara kirkjunni í Dal í Eyjafirði fjörutíu hundruðum
i reikningskap, og Pétr hafa Akreyjar svo leingi er hann lifir.
Claus van der Marvisen, hiröstjóri og höfuðsmann yfir alt
Island, gefr sinum góðum vin Didrek van Minnen umboð
það, er hann hafði af konungi yfir íslandi, „bífalar“ honum
klaustrið i Viðey með öllum tekjum, svo og garðinn á
Bessastöðum, og veitir honum „kongsins sýslu Gullbringuna".
Ögmundr biskup i Skálholti selr Jóni presti Eiríkssyni jarðirnar Steinólfsstaði, Marðareyri, Steig og eyðikotið Kallstaði
í Veiðileysarfirði, Þverdal í Aðalvík og Unaðsdal á Snæfjallaströnd fyrir Eyri í Bitru, Gröf og Hvítahlið, af hvorri hendi
með þeim kúgildum, sem fylgja eiga.
Kaupbréf þeirra Kolbeins Oddasonar og Snorra Arnasonar
um jarðirnar Syðrivík og Skjallteinsstaði i Vopnafirði og
Hallgeirsstaði og Fremribrekkur á Langanesi.
Dómr sex klerka, út nefndr af Pétri ábóta (á Munkaþverá)
í umboði Jóns biskups á Hólum, um kærur Þorsteins Jónssonar
til síra Högna Pétrssonar.
Nr. 26:Guðrún Höskuldsdóttir samþykkir stöðugt og myndugt það
jarðakaup (urn Djúpadal), er Guðmundr Þorvarðsson, sonr
hennar, hafði gert við Guðmund Olafsson, og kvittar um
andvirði Djúpadals.
Nr. 27Svo og festir Þorvarðr Helgason
Guðrúnu Höskuldsdóttur.
Gizur Einarsson fullmektugan formann og superintendentem
yfir þá alla, Skálholts dómkirkju og stikti
Dómr sex manna, utnefndr af .Tóni Jónssyni, kongs umboðsmanni milli Geirhólms og Hrútaf]arSarár, um gjafir Ara
heitins Andréssonar og Þórdísar heitinnar Gisladóttur til Orms Guðmundssonar.
Þorleifur lögmaðr Pálsson staðfestir dóm Orms Guðmundssonar um löggjafir Ara Andréssonar og Þórdísar Gísladóttur
til Orms.
Dómur sex manna, út nefndr af Ólafi bónda Guðmundssyni
kongs umboðsmanni milli Geirhólms og Langaness, um kæru
Guðrúnar Björnsdóttur til Fúsa Brúmannssonar um hvaltöku og uppskurð fyrir Selvogum.
Jón biskup á Hólum kvittar síra Jón Brandsson um milligjöf milli jarðanna Grillis í Fljótum og Illugastaða í Flókadal.
Vitnisburður Kolbeins Auðunarsonar og Teits Magnússonar presta að á sunnudaginn næstan eftir páskaviku í Reykjahlíð við Mývatn MDXL og ii (1542) festi Jón Skúlason Ingebiörgu Sigurðardóttur sier til eigennkvinnu med samþykki móður hennar Margrétar Þorvarðsdóttur og bróður hennar Ísleifs Sigurðssonar og Þorsteins bónda Finnbogasonar. (úr AM 479).
Festingabbréf Jóns Skúlasonar og Ingibjargar Sigurðardóttur.
Dómr sex presta, útnefndr at Jóni biskupi á Hólum, um ákæru síra Ólafs GuSmundssonar til síra Björns Jónssonar, að
síra Björn héldi fyrir sér jörðunni hálfum Reykjum í Miðfirði.
Tylftardómur, útnefndr á Öxarárþingi af Þorleifi lögmanni Pálssyni, um kærur lögmanns upp á jarðirnar Bakka, Breiðaból og Hraun í Skálavík, sem Ólafur bóndi Eiríksson hefir haldið um langa tíma.
Ormur lögmaður Sturluson staðfestir Skálavíkrdóm 30. júní
1542 (sjá Dipl. Isl. XI. nr. 139).
Festíngar og kaupmálabréf Guðmundar Skúlasonar og Guðnýjar Brandsdóttur.
Festingar og kaupmálabréf síra Þorleifs Björnssonar og
Ragnhildar Jónsdóttur.
Tylittaedómr, út nefndr af Jóni Olafssyni í umboði föður
síns, Ólafs Guðmundssonar sýslumanns í Isafjarðarsýslu, um
framfæri barna Ólafs Jónssonar.
Fúsi Helgason kvittar Andrés Arason um það sakferli, er
Andrés átti að gjalda móður Fúsa, og samþykkir Oddr bróðir
Fúsa það.
Agnes Grímsdóttir samþykkir, aS Haldór Brandsson bóndi
hennar megi selja síra Birni Jónssyni jörðina Litlu-Hvalsá
i Hrútafirði
Björn prestr Jónsson og Steinunn Jónsdóttir arfleiða og
ættleiða börn sín Jón, Magnús og Ragneiði, með samþykki
afa barnanna, Jóns biskups Arasonar og Jóns bónda Magnússonar.
Þorleifur Eyjólfsson ættleiðir, með uppgjöf síra Magnúsar
Eyjólfssonar bróður sins, syni sína Magnús og Þorkel.
Sveinn Þorleifsson selr síra Ólafi Hjaltasyni sjálfdæmi og
gefr sig og alt það, sem hann á, í hans vald, fyrir „það
svik", er Sveinn hafði gert síra Ólafi í sambúð við
Hallfríði Ólafsdóttur, með þeim fleirum greinum, er bréfið
hermir.
Helga Guðnadóttir og Eiríkr Torfason, sonr hennar, gefa
hvort annað kvitt um öll þeirra skipti.
Gjafabréf Jóns Oddssonar til handa Þorgilsi presti syni sinum um tíu hundruð upp í jörðina ytra Hvarf í Svarfaðardal.
Vitnisburðarbréf um landamerki Gnúps og Alviðru í
Dýrafirði.
Helgi ábóti á Þingeyrum selr undan klaustrinu Jóni biskupi
á Hólum jörðina Kaldaðarnes i Bjarnarfirði á Bölum fyrir
Illugastaði á Vatnsnesi, með þeim greinum, er bréfið hermir.
Vitnisburður um meðkenning þeirra Ólafs og Sigmundar
Gunnarssona um fóta afhögg og áverka á Brynjólfi Sigurðssyni og bætr fyrir það.
Vigfús bóndi Þorsteinsson selur Margréti Þorvarðsdóttur jörðina Mýnes í Eiðaþingum fyrir jörðina Hjartastaði.
Kyittunarbréf til handa Gizuri biskupi fyrir tíu hundruðum
vaðmála greiddum dómkirkjnnni fyrir tíu hundruð í Vatnsleysu.
Page 135 of 149