Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1376 documents in progress, 2149 done, 40 left)
Þórður Pétrsson kvittar Sigríði Einarsdóttur um alla þa peninga, sem hann hefir átt eða mátt eiga eptir Hallgrím heit- inn Pétrsson bróður sinn, svo og þá peninga, er Pétr ábóti faðir hans hafði feingið honum. alt með því fororði, er bréfið hermir.
Dómb sex klerka, út nefndr af Gizuri biskupi á prestastefnu, um ákærur biskups til Bjarna Narfasonar um tollagjald af Skaga í Dýrafirði og kirkjureikningskap á Mýrum.
Torfi Jónsson selr Eiríki Böðvarssyni jörðina Hillur á Galmaströnd fyrir lausafé og kvittar um andvirðið, en Agnes Jónsdóttir kona Torfa samþykkir söluna.
Tylftardómur útnefndur af Eggert Hannessyni kongs umboðsmanni í Þorskafjarðarþingi, um áverka Ólafs Gunnarssonar við Brynjólf Sigurðsson.
Ormur Sturluson lögmaður staðfestir dóm Eggerts Hannessonar um Ólaf Gunnarsson (sjá AM Dipl. Isl. Fasc. LI, 9).
Tylftardómr, út nefndr af Ormi lögmanni Sturlusyni um kæru Bjarna Narfasonar, vegna Sigríðar Björnsdóttur konu sinnar, upp á jarðir þær, er Öginundr biskup hafði haldið fyrir henni, og nú hafa verið lýstar undir kongdóminn.
Tylftardómr klerka norðan og sunnan, útnefndr af Jóni biskupi á Hólum, er þá var administrator Skálholtsbiskupsdæmis, um ákærur biskups til Daða Guðmundssonar.
Dómr sex manna, útnefndr af Ormi lögrnanni Sturlusyni, um það, hvert afl hafa skyldu þau bréf og kvittanir, sem Daði bóndi Guðmundsson hafði af kongs valdi og kirkju
Verndarbréf Kristjáns konungs III. handa Katrínu Hannesdóttur, ekkju Gizurar biskups, og handa Þorláki Einarssyni og bræðrum hans.
Bannfæringarbréf Jóns biskups á Hólum yfir Daða Guðmundssyni i Snóksdal.
Nikulás Jónsson selr síra Sigurði Jónssyni jörðina Haga í Reykjadal fyrir lausafé og fæðslu konu hans og barna til næstu fardaga, og skal Nikulás þjóna hjá síra Sigurði næsta ár
Skipta- og testamentisbréf séra Björns Jónssonar milli barna sinna.
Tylftardómur klerkar, útnefndur af Jóni biskupi á Hólum, um vantrúar- og villumenn.
Kaupmálabréf Örnólfs Jónssonar og Steinunnar Ólafsdóttur. Ekki myndir af bakhlið á vef.
Máldagi kirkjunnar á Breiðabólstað og fleiri skrár sem tengjast staðnum, ritaðar á blað úr latneskri messubók. 1. Lokin á 19. kafla Jóhannesarguðspjalls (19:36–42), á latínu. 2. Skrá um fasteigna- og lausafjártíund í Breiðabólstaðarþingum í Vesturhópi og gjaldareikningur nokkur. 3. Máldagi kirkjunnar á Breiðabólstað í Vesturhópi. 4. Skrá um áreiðargerð um veiði kirkjunnar á Breiðabólstað í Vesturhópi fyrir norðan Faxalæk.
Helgi ábóti á Þingeyrum segir sig frá ábótadæmi klaustursins sökum elli og krankleika „og fleiri forfalla“ og fær í hendur séra Birni Jónssyni til stjórnanar.
Vitnisburður um eignarétt til jarðarinnar Haga i Hvömmum.
Vitnisburður, að Ögmundr biskup hafi gefið Jón murta Narfason og Sesceliu Bassadóttur kvitt um barnsektir, er þau voru opinber að orðin.
Ormr lögmaðr Sturluson lofar að halda trúfastan vinskap við síra Björn Jónsson, og að síra. Björn megi af honum fá lög og rétt yfir mönnum, „einkanlega, að hann megi koma réttum lögum yfir Daða bónda Guðmundsson".
Tylftardómr klerka á Þingvelli, útnefndr af Jóni biskupi, og dæma þeir Jón biskup „fullmektugan stjórnarmann kristninnar í Skálholtsbiskupsdæmi með biskuplegu valdi“ eptir páfans bréfi, og fé þeirra upptækt Jóni biskupi til handa, fyrir „að leiðrétta guðs kristni í Skálholtsbiskupsdæmi", er setji sig ólöglega inn í völd heilagrar Skálholtskirkju, og þeir, sem setji sig á móti Jóni biskupi, rétt teknir undir löglegar skriptir.
Bréf Kristjáns konungs þriðja um, að börn presta, þeirra er eiginkvæntir eru, megi taka arf eftir foreldra sína.
Dómur presta dæmir gild öll kaup og skipti er Jón biskup Arason hafði haft, hvort heldur vegna Hólakirkju eða sín.
Tveggjatylfta-dómr leikmanna, kvaddr af Kristófer Trondson og Axel Juul, dœrnir Jón byskup Arason og sonu hans, Ara og síra Björn, landráðamenn og eignir þeirra fallnar konungi. Þetta er íslensk útgáfa dómsins.
Sjöttardómur, kvaddur af Þorsteini sýslumanni Finnbogasyni, dœmir gildar eignarheimildir hans að ýmsum jörðum.
Griðarbréf Torfa Sigfússonar, gefið út af konungi, er heitir honum landsvist og uppgjöf sakar af vígi síra Hálfdans Þórarinssonar, er „sveinn“ Torfa hafi vegið.
Kvittun Orms Sturlusonar lögmanns og staðfesting á jarðaskiptum Jóns biskups Arasonar vegna Munkaþverárklausturs og Þórðar bónda Péturssonar.
Meðkenning Brynjólfs Jónssonar um skuld sína við sira Halldór Benediktsson.
Þorleifur Grímsson kvittar Þorstein Guðmundsson á Grund um legorðssök.
Jarðaskiptabréf síra Sigurðar Jónssonar a Grenjaðarstöðum og Þorsteins bónda Finnbogasonar á Syðri-Brekkum á Langanesi með lausafé fyrir Haga í Hvömmum.
Gjafabréf Jóns Magnússonar fyrir Hroðaskógi til Magnúsar, sonar síns.
Ólafur byskup Hjaltason fær Halldóri Sigurðssyni i þjónustulaun sín Neslönd tvenn við Mývatn, Refsstaði í Laxárdal og Hringver á Tjörnesi.
ORMR lögmaðr Slurluson úrskurðar gildan gerning Ólafs byskups Hjaltasonar 18. ágúst 1555 (DI XII, nr. 53.)
Lýsing Einars Brynjólfssonar á ummælum Narfa Ingimundarsonar, að hann hefði fargað ólöglega og að nauðsynjalausu jörðum barna Helga Vigfússonnr og ekkert lukt þeim fyrir.
Kaupmálabréf Þorsteins Guðmundssonar og Þórunnar Jónsdóttur á Grund. Fyrri hluti skjalsins er efni kaupmálans. Seinni hluti þess er vitnisburður um hann.
Vitnisburður Orms lögmanns Sturlusonar og sex manna með honum um kaupmála Þorsteins Guðmundssonar og Þórunnar Jónsdóttur á Grund.
Tylftardómur,kvaddr af Gíimi bónda Þorleifssyni, kongs umboðsmanni í Vaðlaþingi, dæmir Þorleifi bónda Grímssyni og jafnbornum systkinum hans jarðirnar Kalmanstjörn, Kírkjuhöfn, Engey og Laugarnes að löglegri eign og erfð.
Úrskurður Orms lögmanns Sturlusonar, er dæmir gildan -Spjaldhagadóm 27. janúar 1553 (nr. 275).
Vitnisburður Orms lögmanns Sturlusonar um kaupmála Þorsteins Guðmundssonar og Þórunnar Jónsdóttur á Grund.
Samþykki Ólafs byskups Hjaltasonar á hjónabandi Þorsteins Guðmundssonar og Þórunnar Jónsdóttur.
Úrskurður Orms lögmanns Sturlusonar um, að gildr sé dómur, er Gunnar Gíslason lét ganga um þá giöf, er Jón byskup Arason gaf Guðrúnu Magnúsdóttur, sonardóttur sinni, Þórisstaði (Þórustaði) á Svalbarðsströnd. og dæmt hafði gjöfina gilda.
Jarðaskiptabréf Jóns Magnússonar og Gunnars Gíslasonar, og skiptast þeir á Mannskapshóli og Mýrarkoti á Höfðaströnd fyrir Þórustaði á Eyjafjarðarströnd.
Ættleiðing Finnboga Einnrssonar á börnum sínum, Einari Þorgrími, Jóni, Ingibjörgu og Oddnýju.
Nikulás Þorsteinsson fær Vigfúsi, bróður sínum, brennistein i Fremri-Námum og heima i Hlíðarnámum og alla Kröflu til ævinlegrar eignar.
Vitnisburður Sturlu Þórðarsonar um skilmála, er Pétur bóndi Loptsson gifti Ragnheiði, dóttur sína, Jóni Magnússyni.
Lýsing Þorsteins Finnbogasonar, að hann hafi gefið síra Birni Gíslasyni brennistein í Fremri-Námum í sína lífsdaga.
Kaupbréf Jóns bónda Ólafssonar að Guðmundi Guðmundssyni og Sigríði Jónsdóttur, konu hans, fyrir því, er þau ætti eða mætti eiga í Hjarðardölunum báðum í Dýrafirði.
Síra Jón officialis Þorleifsson kvittar Jón Björnsson og Guðrúnu Þorleiksdóttur um þá fjórðu barneign, sem þau hafa opinber að orðið sín í milli.
Kvittun Jóns Björnssonar og Guðrúnar Þorleiksdóttur af fimmtu barneign í einföldu frillulífi, gefin þeim af síra Jóni officialis Þorleifssyni.