Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1375 documents in progress, 2105 done, 40 left)
Sigríður Magnúsdóttir selur Oddi Tumasyni syni sínum Xc í Guðlaugsstöðum í Blöndudal fyrir XIIc í lausafé.
Oddur Snjólfsson vitnar um landamerki Guðlugstaða í Blönduhlíð. - Þar með fylgjandi vitnisburður Þórarins Ottarssonar, Eiríks Magnússonar og Gríms Magnússonar, að Oddur Snjólfsson hafi gefið svolátan vitnisburð.
Vitnisburður Bjarna Jónssonar um Landeign og landamerki Guðlaugstaða í Blönduhlíð.
Kaupmáli milli Péturs Gunnarssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur.
Kaupbréf fyrir Hofi í Vatnsdal, Vatnsenda og Hálsum í Skorradal.
Árni Ólafsson biskup í Skálholti fær Halli Jporgrímssyni jörðina Hof i Vatnsdal og Eyfre-Tungu í Vatnsdal til fullrar eignar og kvittar hann fyrir andvirði jarðanna, en jarðirnar hafði Árni biskup feingið hjá þeim hjónum Styr Snorrasyni og Þuríði Jónsdóttur.
Vitnisburður um torfskurð frá Hofi í Vatnsdal í Brúsastaða jörðu.
Vitnisburðr um torfskurð frá Hofi í Vatnsdal í Brúsastaða og Gilsstaða jörð.
Jón ábóti á Þingeyrum selur Egli Grímssyni til fullrar eignar fjóra tigi hundraða í Hofi í Vatnsdal með tilgreindum ítökum fyrir eignarhlutann í Spákonufelli og Árbakka.
Einar Oddsson gefur kirkjunni á Hofi í Vatnsdal kolviðargerð upp á tvo hesta árlega í Fljótstunguskóg uppá þann part er tilheyrði hálfri jörðunni Fljótstungu, er Einar átti.
Skiptabréf eptir Jón Einarsson á Geitaskarði.
Hannes Björnsson seldi, með samþykki konu sinnar Guðrúnar Ólafsdóttur, Teiti Björnssyni Hof í Vatnsdal, LXc, fyrir Flatnefsstaði á Vatnsnesi XVIc, Ytri-Velli í Vatnsneshrepp og Melssókn, XXIIIc og Þóroddstaði í Hrútafirði XXIIIc og einn IVc að auki.
Kaupmálabréf Orms Loptssonar og Solveigar Þorleifsdóttur.
Vitnisburður um reka kirkjunnar á Mýrum í Dýrafirði.
Dómur sjö klerka og sjö leikmanna útnefndur af Jóni biskupi Arasyni, „er þá hafði kongsins umboð í Vöðluþingi“, um ákœru Jóns Magnússonar til Gísla prests Guðmundsson ar vegna Kristínar Eyjólfsdóttur móður sinnar um aðtöku Gísla prests á arfi eptir Finn heitinn Þorvaldsson systurson Kristínar.
Skrá um lausafé það, er síra Þorleifi Eiríkssyni á Breiðabólstað i Fljótshlíð skiptist eftir bróður sinn, sira Jón Eiriksson i Vatnsfirði.
Skipti þeirra brœðra, síra Þorleifs og Sæmundar Eirikssona á jarðeignum bróður þeirra, sira Jóns í Vatnsfirði.
Skrá um eignir Vatnsfjarðarkirkju. er síra Pantaleon Ólafsson afhenti Árna Gíslasyni.
Árni Gíslason fær Arnfinni bónda Guðmundssyni i umboð kongsumbod það, er hann hafi haft á Ströndum um nokkur ár, og tvær jarðir i Hrútafirði.
Gerningsbréf með síra Jóni Þorleifssyni í Vatnsfirði og Arna Gíslasyni um skipti þeirra ýmiss konar, þar á meðal tekur síra Jón umboð Árna á jörðum hans í Vestfjörðum, heitir að selja honum jarðir nokkurar, er hann kallar til norðanlands, ef hann kann að ná þeim með lögum, en Árni heitir að gefa upp við síra Jón Vatnsfjarðarstað þá um vorið, með fleiri greinum, er bréfið hermir.
Árni Gislason veitir Eggert lögmanni Hannessyni umboð til næsta alþingis yfir eignum Ögmundar byskups í Vestfjörðum, þeim er hann hafði sjálfr kongsumboð á.
Björn Einarsson selur Sighvati ísleifssyni jörðina Fell í Kollafirði fyrir áttatigi hundraða með forgangsrétti til kaups, ef aptur verði seld; skyldu Kálfárvellir koma upp í fjóra tigi hundraða.
Narfi bóndi Sigurðsson og synir hans gefa Ivari Narfasyni alla þá tiltölu, sem þeir eiga, til jarðanna Kollafjarðarness og Hvalsár, en Ivar fær sömu tiltölu aptur Guðmundi Andréssyni til eignar.
Helmingadómr á alþingi dæmir Kirkjubólskirkju í Langadal Fell stærra, 4 hundr., og 2 hundr. i Felli minna á Ströndum.
Ormur bóndi Guðmundsson selur sira Birni Jónssyni jarðirnar Kamb Reykjarfjörð, Kjós, Naustvíkur, Kjesvog og Ávík, allar á Ströndum, fyrir lausafé.
Álits og skoðunargerð átta manna útnefndra af síra Jóni Haldórssyni officialis milli Geirhólms og Hrútafjaiðará um áskilnað milli Staðarkirkju í Steingrímsfirði og Guðmundar Loptssonar út af Selárdal.
Vottun um forkaupsrétt á jörðinni Heiðarbæ í Steingrímsfirði.
Vitnisburður Oddgeirs Folkvatssonar og Þorleifs Clemenssonar um landamerki millum Geststaða og Grafar í MIðdal í Steingrímsfirði og Tungukikjusókn.
Transkriptabréf Ögmundar ábóta í Viðey á úrskurði Jóns erkibiskups í Niðarósi þar sem hann dæmir Odda og Vatnsfjörð undir forræði Skálholtsbiskups.
Sjöttardómur um skuldir landsmanna við Hannes Reck og Hannes Elmenhorst.