Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1171 documents in progress, 1430 done, 40 left)
Eggert Hannesson gefur Ragnheiði dóttur sinni og manni hennar, Magnúsi Jónssyni, allar jarðir og lausafé sem hann átti 1578 á Íslandi og upp eru taldar, og tiltekur að sonur hans Jón skyldi ekkert af því hafa þar eð hann fengi allar eignir hans utantands. Auk þess gefur Eggert sérstaklega Birni Magnússyni, dóttursyni sínum, Bæ á Rauðasandi fyrir Sæból á Ingjaldssandi, sem hann hafði gefið honum áður. Gjafabréfið er gert á Bæ á Rauðasandi 30. júlí 1578 en vitnisburðurinn skrifaður í Vigur á Ísafirði mánuði síðar.
Tylftardómur,kvaddr af Gíimi bónda Þorleifssyni, kongs umboðsmanni í Vaðlaþingi, dæmir Þorleifi bónda Grímssyni og jafnbornum systkinum hans jarðirnar Kalmanstjörn, Kírkjuhöfn, Engey og Laugarnes að löglegri eign og erfð.
Meðkenning Brynjólfs Jónssonar um skuld sína við sira Halldór Benediktsson.
Útdráttur úr kaupbréfi þar sem Jón Vigfússon selur Hákoni Árnasyni jörðina Stóra-Dal undir Eyjafjöllum og fær í staðinn Dyrhóla í Mýrdal, Galtalæk á Landi og hálfa Miðey í Eystri-Landeyjum. Landamerkjum lýst.
Transkript skiptabréfs á eignum Þorleifs Grímssonar og Gríms sonar hans.
Ögmundb biskup í Skálholti selur Eiríki bónda Torfasyni til fullrar eignar jörðina Gröf í Averjahrepp, fimtán hundruð að dýrleika, með fimm kúgildum, fyrir jörðina Grafarbákka í Hrunamannahrepp, en Grafarbakka, sem metinn var þrjátigi hundruð að dýrleika af sex skynsömum mönnum, geldr biskup síra Jóni Héðinssyni í ráðsmannskaup um þrjú ár fyrir dómkirkjuna í Skálholti.
Vitnisburður Jóns Kristófórussonar um jörðina Eyri í Önundarfirði.
Samningr Þoriáks Þorsteinssonar og Sigríðar húsfreyju Þorsteinsdóttur um jörðina Dal í Eyjafirði og annan arf eptir Árna heitinn Einarsson, bónda Sigríðar.
Kvittan Eggerts lögmanns Hannessonar til Guðmundar Helgasonar um misferli.
Máldagi Tjarnar.
Vigdís Halldórsdóttir selur dóttur sinni Agnesi Torfadóttur jörðina Brekku í Dýrafirði. Í kirkjunni í Hrauni í Dýrafirði 8. janúar 1598; bréfið skrifað á Kirkjubóli í Önundarfirði 25. febrúar 1600.
Bjarni Kálfsson og kona hans Halldóra Tyrfingsdóttir selja Ara Magnússyni hálfa jörðina Brunná í Hvolskirkjusókn en fá í staðinn Keldu í Vatnsfjarðarþingum. Í Þernuvík, 20. apríl 1603.
Þorgrímur Jónsson selur Jóni Ásgrímssyni til fullrar eignar hálfa jörðina Fagrabæ á Svalbarðsströnd fyrir fimtán hundruð í lausafé
Vitnisburður Jóns Björnssonar um peninga Helgu konu Ólafs heitins Þorsteinssonar. Skrifað á Grund í Eyjafirði 14. júlí 1598.
Dómur á Vallnalaug í Skagafirði 18. september 1609 um stefnu vegna jarðarinnar Brúnastaða. Bréfið skrifað á Stað í Reyninesi 24. október sama ár.
Séra Jón Vigfússon og kona hans Anika Björnsdóttir lofa að selja Hannesi Björnssyni fyrstum manna jarðir sínar Höfn í Hvammssveit og Neðri- og Fremri-Brekku í Hvolskirkjusókn árið 1610. Grannar Hannesar votta að hann hafi auglýst fyrir þeim þennan lögmála við kirkjuna á Sauðafelli 1610. Bréfið var skrifað í Snóksdal, 4. maí 1617. Útdráttur.
Kaupbréf um þrjú hundruð og fjörutíu álnir í jörðunni Hellisholtum í Hrunamannahreppi fyrir lausafé.
Skiptabréf eptir Þórð Helgason á Staðarfelli.
Vottorð þar sem Árna Magnússon og Ólafur Árnason sýslumaður tjá niðurstöður sínar af rannsókn á mælikeröldum sem gerð var 4. júní 1704 í Vestmanneyjum að umboðsmanninum Christoffer Jenssyni viðstöddum. Þrjú samhljóða eintök, öll undirrituð af Árna og Ólafi og með innsiglum þeirra.
Pétur Magnússon selur séra Birni Gíslasyni Jarlsstaði í Bárðardal fyrir Skóga í Fnjóskadal.
Samtök og áskorun Vestflrðinga til Finnboga lögmanns Jónssonar, að hann haldi gömul lög og íslenzkan rétt, einkum í erfðamálinu eptir Þorleif Björnsson.
Virðing á lausum peningum eftir Ásbjörn Guðmundsson andaðan.
Helgi ábóti á Þingeyrum staðfestir dóm frá 29. apríl, þ.e. AM Dipl. Isl. Fasc. XLV,3 (DI VIII, nr. 589).
Vitnisburður um meðkenning þeirra Ólafs og Sigmundar Gunnarssona um fóta afhögg og áverka á Brynjólfi Sigurðssyni og bætr fyrir það.
Ákæra Einars Nikulássonar til Sigurðar Jónssonar og Katrínar Nikulásdóttur vegna sölu á jörðunum Hóli og Garðshorni í Kinn tekin fyrir dóm á Helgastöðum í Reykjadal 30. maí 1599. Málinu er vísað aftur til dóms á Ljósavatni þann 7. júní næstkomandi.
Dómr sjö manna, útnefndr af Ólafi bónda Guðmundssyni, er þá hafði míns herra kongsins sýslu og umboð milli Geirhólms og Langaness, um gjöf Örnólfs Einarssonar til Þorleifs sonar síns, meðal annars á jörðunni Breiðadal hinumfremra í Önundarfirði, en bréfið báru fram þeir bræðr Jón og Ólafr Þorgautssynir.
Afrit af samþykkt Ólafs sýslumanns Einarssonar og tólf annarra um skipaútgerð í Vestur-Skaftafellssýslu, gerð á Heiði í Mýrdal 2. júní 1694 eftir skriflegri áskorun Sigurðar Björnssonar lögmanns. Þessir svonefndu skipapóstar eru svo samþykktir af lögmönnum 19. júní 1695 og lesnir upp í lögréttu 17. júlí 1703. Eftirritið er staðfest af Ólafi sýslumanni sjálfum.
Vitnisburðarbréf Sigurðar Sölmundssonar þar sem hann lýsir þremur áklögunarefnum gegn umboðsmanninum Hans Christiansson Rafn, meðal annars um áverka sem hlaust af því að Rafn sló hann í andlitið, og biður Árna Magnússon um aðstoð.
Haldór prestr Tyrfingsson vottar, að hann viti ekki til, að Sigurðr bóndi Narfason og Ívar heitinn bróðir hans hafi gert neinn gjörning um landamerki Tungu og ytra Fagradals (á Skarðsströnd) leingr en þeir lifði báðir.
Hannes Björnsson selur Jóni Magnússyni eldra jörðina Tungu í Bitru. Að Snóksdal í Miðdölum, 3. mars 1603.
Andrés biskup í Björgvin, Kristján Pétursson presutr við Postulakirkjuna sama staðar og fjórir ráðsmenn Björgynjar — þar á meðal Guttormur lögmaðr Nikulásson, bróðir Gottskálks biskups — lýsa því, að Ögmundr ábóti í Viðey hafi birt fyrir þeim páfabréf, ásamt fleirum bréfum, um hjónaband Þorleifs Björnssonar og Ingvildar Helgadóttur, og staðfestu þeir þau.
Vitnisburbr fimm manna um það, að þeir hafi séð og yfir lesið kvittunarbréf þau, er þeir biskuparnir Magnús Eyjólfsson, Stephán Jónsson og Ögmundr Pálsson hafi út gefið til handa þeim frændum Þorleifi Björnssyni, Einari Björnssyni og Birni Þorleifssyni um sektir og fjárgreiðslur, og er tilfært efni bréfanna.
Vitnisburður Þorbjargar Arngrímsdóttur um kaupmála sem gerður var í brúðkaupi Ólafs heitins Þorsteinssonar og Guðrúnar heitinnar Gunnlaugsdóttur í Grímstungum í Vatnsdal. Ingjaldur Illugason meðtók vitnisburð Þorbjargar í Hlíð í Miðfirði í viðurvist tveggja votta en bréfið var skrifað á Bjargi í Miðfirði 28. maí 1599.
Ólöf hústrú Loptsdóttir handleggur Örnólfi Einarssyni til eignar jarðirnar Tannstaðarbakka, Útibliksstaði og Hvalsá hina minni, ef af honum geingi jarðirnar Álfadalur og Hraun á Ingjaldssandi, er Björn bóndi Porleifsson hafði selt Örnólfi.
Veitingabréf handa sira Halldóri Benediktssyni fyrir Munkaþverárklaustri.
Bréf um Ásgeirsá.
Síra Þorleifur Björnsson arfleiðir fjögur börn sín með samþykki Jóns Björnssonar, bróður síns.
Dómur sex manna út nefndur af Birni Guðnasyni konungs umboðsmanni milli Geirhólms og Langaness um erfð eftir Kristínu Sumarliðadóttur, milli Gríms Jónssonar bónda, systursonar Kristínar, og Ara Andrésssonar bónda .
Afrit af bréfi þar sem tólf klerkar nyrðra samþykkja séra Jón Arason ráðsmann og umboðsmann heilagrar Hólakirkju í öllum efnum milli Ábæjar og Úlfsdalsfjalla.
Vitnisburður, að Ögmundr biskup hafi gefið Jón murta Narfason og Sesceliu Bassadóttur kvitt um barnsektir, er þau voru opinber að orðin.
Afrit af Viðvíkurdómi frá 1474 um Hólateig í Fljótum og staðfestingu Ólafs biskups á dómi þessum.
Afrit af afgreiðslubréfi þar sem Vigdísi Halldórsdóttur er gert að afhenda Birni Magnússyni fyrir hönd Daða Bjarnarsonar 24 hundruð í Lambadal innri í samræmi við alþingisdóm sem Björn Magnússon las upp í umboði Daða (sjá Alþingisbækur Íslands IV: 45-46). Meðaldalur, 15. október 1607.
Fimm skjöl er varða Henrik Gerkens.
Klögun Jóns Ólafssonar í Kirkjubæ um eignarhald hans á hjalli sem hann segir að Hans Christiansson umboðsmaður hafi án dóms og laga látið brjóta niður. Sigurður Sölmundsson og Magnús Erlingsson staðfesta frásögn Jóns.
Kaupmálabréf og vitnisburður um giftingu Margrétar Sigurðardóttur og séra Gísla Árnasonar. Á Breiðabólstað í Fljótshlíð, 22. september 1611. Útdráttur.
Vitnisburður, að Brandr Jónsson lögmaðr hafði gefið Sigmundi syni sínum jörðina Bæ í Súgandafirði.
Afrit (tvö) af Ingveldarstaðaeignarskjali og Daðastaða, frá 1688. Viðvíkjandi Hendrik Bjelke. Afrit af jarðakaupabréfi dags. 15. mars 1688, þar sem erfingjar Henriks Bielke selja Christoffer Heidemann ýmsar jarðir. Á eftir bréfinu fer vitnisburður á íslensku um að það hafi verið lesið upp í Lögréttu 3. júlí 1688. Undir hann hafa upprunalega skrifað: Sigurður Björnsson, Magnús Jónsson og Árni Geirsson. Þar á eftir er ódagsettur vitnisburður á dönsku sem Runólfur Þórðarson og Gísli Illugason hafa undirritað. Sama bréf er afritað á bl. 3r-7r. Íslenski vitnisburðurinn fylgir á 7v. Á 7v-8r er vitnisburður á dönsku, dagsettur 5. júlí 1694, undirritaður af L. C. Gottrup.
Dómur um Másstaði i Svarfaðardal.
Vitnisburður um prófentu þá, er Þorbjörn Gunnarsson gaf Ivari Brandssyni.