Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1634 documents in progress, 3417 done, 40 left)
Magnús Vigfússon og sonur hans Árni Magnússon staðfesta þann gjörning sem gerður hafði verið á Hofi í Vopnafirði árið 1592 um að jörðin Eiðar skyldi vera ævinleg eign Árna og skyldi hann hafa hana fyrir 60 hundruð í rétt erfðaskipti móts við önnur sín systkin. Að Eiðum, 12. september 1606.
Alþingisdómur vegna Hrauns í Unadal, 1. júlí 1607. Bréfið skrifað 17. apríl 1610.
Vitnisburður um að Jón Gíslason hafi afgreitt Halldóri Þórðarsyni tíu hundruð í Meðalheimi í Hjaltabakkakirkjusókn til heimanfylgju dóttur sinnar Guðrúnar. Gjörningurinn átti sér stað í Þykkvaskógi í Miðdölum 9. september (líklega 1581) en vitnisburðurinn er dagsettur í Hjarðarholti í Laxárdal 17. desember 1581.
Dómur sex manna (Sigurður Þormóðsson vc.), útnefndra af Heinrek Gerkens Hannessyni, sýslum. í Húnavatns þíngi, um þrætu útúr Harastöðum eptir Þorbjörn Gunnarsson, milli Jóns Einarssonar og Þorbjarnar Skúlasonar; dæma þeir Jón Einarsson skilgetinn sonarson Þorbjarnar Gunnarssonar og Harastaði hans eign, meðan hún er ekki með lögum af honum sókt, en skjóta málinu til Öxarár þíngs og skyldu Þorbjörn og Jón bróðir hans, Skúlasyni, að koma þángað með skilríki sín. Dómurinn stóð í Eingihlíð í Lángadal, á þíngstað réttum, fimmtudaginn næsta fyrir Ceciliu messu ár MDLXX og II en bréfið skrifað á
Þíngeyrum viku síðar.
Elín Pálsdóttir endurnýjar gjöf sína til tveggja dóttursona sinna, Björn og Páls Pálssona, um tíu hundraða jörð til handa hvorum þeirra og eykur við skilmála um hvað verði um gjöfina ef annar þeirra eða báðir falla frá. Á Hlíðarenda í Fljótshlíð, 17. maí 1629.
Alþíngisdómur sex manna (Jón Fúsason vc. ), útnefndur af lögmönnum báðum, Þórði Guðmundssyni og Jóni Jónssyni, til að dæma um hver eigandi skyldi vera að Harastöðum í Vesturhópi. Dæma þeir Jóni Einarssyni heimilt að halda jörðina þartil hún verði með lögum af honum sótt, en þier Skúlasynir, Þorbjörn og Jón höfðu ekki komið til alþíngis með skilríki sín, eptir Engihlíðar-dómi. Dómurinn fór fram á almennilegu Auxarárþíngi miðvikudaginn næstan eptir
Pétursmessu og Páls, en dómsbréfið skrifað á Melum í Melasveit XV Julii ár MDLXXIII.
Loforð og skilmáli á milli hjónanna Þorleifs Bjarnasonar og Elínar Benediktsdóttur um jörðina Ánabrekku í Borgarfirði, er Þorleifur hafði Elínu gefið í tilgjöf á þeirra giftingardegi. Á Munkaþverá 15. febrúar 1608; bréfið skrifað á Hrafnagili 23. maí 1609.
Page 10 of 149















































