Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1339 documents in progress, 2036 done, 40 left)
Pétr bóndi Loptsson selr Birni bónda Þorleifssyni jörðina
Heydal og hálfa Skálavík í Mjóafirði fyrir hálfar Akreyjar
í Skarðs kirkjusókn, með fleira fororði , er bréfið hermir.
Afrit úr Gíslamáldögum af máldögum kirknanna Mýra, Núps og Sæbóls.
Vitnisburður Þórðar Ögmundssonar og Jóns Pálssonar um að Efri-Hvítidalur ætti engjar innan tiltekinna landamerkja og að Guðmundur heitinn Jónsson hefði aldrei gert tilkall til þeirra. Líklega falsbréf.
Ari Jónsson gefur Sæmund Árnason kvittan og ákærlausan um þá peninga er Sæmundur átti Ara að gjalda fyrir part í Eyri. Á Hóli í Bolungarvík, 23. maí 1599.
Björn Þorleifsson selr Jóni presti Eirikssyni jarðirnar Heydal og Skálavík í Mjóafirði og kvittar hann um andvirðið.
Afrit tveggja afhendingarbréfa á dönsku.
Samtök og áskorun Vestflrðinga til Finnboga lögmanns Jónssonar, að hann haldi gömul lög og íslenzkan rétt, einkum
í erfðamálinu eptir Þorleif Björnsson.
Þórður eldri og Þórður yngri Ámundasynir selja séra Sveini Símonarsyni og Bjarna Jónssyni jörðina alla Hraun á Ingjaldssandi og lofa að selja þeim Innri-Hjarðardal í Önundarfirði og Botn í Dýrafirði. Gert í Innri-Hjarðardal 17. maí 1597 en bréfið skrifað 10. apríl 1600.
Vitnisburðarbréf þar sem undirritaðir, Sigurður Sölmundsson og Klemus Jónsson, svara beiðni Árna Magnússonar um hvort þeir viti hvar gömul skjöl sem viðvíkja Vestmannaeyjum sé að finna. Þeir segja að ekkert slíkt hafi sést síðan umboðsmaðurinn Peder Vibe yfirgaf eyjarnar 1693.
Kolbeinn Oddsson selur herra Oddi Einarssyni hálfa jörðina Böðvarsdal í Refsstaðakirkjusókn en fær í staðinn Skálanes í Hofskirkjusókn, með meiru. Í Breiðdal (á Eydölum) 27. nóvember 1602.
Dómr sex klerka, út nefndr af Pétri ábóta (á Munkaþverá)
í umboði Jóns biskups á Hólum, um kærur Þorsteins Jónssonar
til síra Högna Pétrssonar.
Erfðaskrá Sigurðar Jónssonar, gerð á Stað í Reyninesi 12. ágúst 1602. Transskriftarbréf frá 20. maí 1648, sem aftur var afrit af annarri transskrift, ódagsettri.
Ormr Jónsson fær Guðmundi Loptssyni til æfinlegrar eignar
jörðina Bólstað í Kaldaðarnesskirkjusókn, en gefr Guðmund
kvittan um það tilkall, er „Jón bóndi“ átti á jörðunni Bassastöðum.
Máldagi Tjarnar.
Arnór Loftsson selur Pétri Pálssyni jörðina Vatnshorn í Steingrímsfirði. Á Staðarhóli í Saurbæ, 10. nóvember 1602; bréfið skrifað á sama stað 16. mars 1604.
Dómur á Spjaldhaga í Eyjafirði 2. maí 1600 um peninga Solveigar Þorsteinsdóttur er hún hafði gefið í próventu til Hallgríms heitins Nikulássonar. Á viðfestu blaði var upptalning Einar Ólafssonar á peningum þeim sem Hallgrímur hafði fengið afhent vegna Solveigar og eiður Einars.
Árni Guðmundsson selur séra Sigurði Einarssyni sex hundruð í jörðinni Hemlu í Vestur-Landeyjum. Einnig lofar Árni að selja séra Sigurði og engum öðrum Minni-Hildisey í Austur-Landeyjum. Útdráttur.
Guðrún Einarsdóttir selur Ara Magnússyni Silfrastaði, en hann henni aftur Ósland í Miklabæjarsókn, 80 hundruð að dýrleika, með samþykki Kristínar Guðbrandsdóttur konu sinnar; skyldi Ósland falla til Ara í löggjafir Guðrúnar ef hún andaðist án lífserfingja.
Dómb sex klerka, út nefndr af Gizuri biskupi á prestastefnu,
um ákærur biskups til Bjarna Narfasonar um tollagjald af
Skaga í Dýrafirði og kirkjureikningskap á Mýrum.
Sigríður Þorláksdóttir selur Ara Magnússyni tólf hundruð í Ketilseyri, sex hundruð í Hesteyri og Arnardal hinn efri. Sigríður fær þó að halda jörðunum eins lengi og hún lifir eða þar til hún vill þær sjálfviljug af höndum láta. Í Arnardal hinum meiri 16. júní 1602; bréfið skrifað að Ögri við Ísafjörð 13. desember sama ár.
Kaupbréf fvrir 4 hundr. í Látrum i Aðalvík.
Teitur Eiríksson og kona hans Katrín Pétursdóttir selja Ólafi Jónssyni jarðirnar Hornstaði í Laxárdal og Steinadal í Kollafirði.
Oddur Snjólfsson vitnar um landamerki Guðlugstaða í Blönduhlíð. - Þar með fylgjandi vitnisburður Þórarins Ottarssonar, Eiríks Magnússonar og Gríms Magnússonar, að Oddur Snjólfsson hafi gefið svolátan vitnisburð.
Vitnisburður Bjarna Jónssonar um Landeign og landamerki Guðlaugstaða í Blönduhlíð.
Lauritz Kruus till Suenstup” höfuðsmaður, afsalar Guðbrandi biskupi “paa Kronens och Domkirckens wegne – en aff
Domkirckens Jorder” Ásgeirsá í Víðdal fyrir 60# með 3# landskuld, en biskup lét aftur “til Kronen ich Domkircken” Hvamm í Fljótum með Höfn og Bakka, með sama dýrleika og landskuld. Hólum daginn eftir Bartholomei 1589. Vottar Gunnar Gíslason “Mester Hans Seuerinsson, sera Jon Kragsson, sere Bernne Gamlesson” og tveir aðrir.
Kaupmálabréf Andrésar Björnssonar og Guðlaugar Jónsdóttur.
Byggingarbréf Hans Chr. Raufns handa Oddi Svarthöfðasyni fyrir hálfum Gjábakka í Vestmannaeyjum. „Ex Chorenhaul
Schanze“ 8. febrúar 1696.
Claus van der Marvisen, hiröstjóri og höfuðsmann yfir alt
Island, gefr sinum góðum vin Didrek van Minnen umboð
það, er hann hafði af konungi yfir íslandi, „bífalar“ honum
klaustrið i Viðey með öllum tekjum, svo og garðinn á
Bessastöðum, og veitir honum „kongsins sýslu Gullbringuna".
Vitnisburður átta manna um skyldur formanna í „compagnisins“ skipum, í sjö liðum.
Gísli Björnsson selur Gísla Árnasyni tíu hundraða part með fjórum kúgildum er hann átti að gjalda séra Árna Gíslasyni. Á sama tíma fær séra Árni Gísla Árnasyni tíu hundruð í Hallgerðsey með fjórum kúgildum. Gísli Björnsson gefur séra Árna kvittan um alla peninga sem Árni hafði lofað að gjalda fyrir Gunnarsholt. Á Holti undir Eyjafjöllum, 8. desember 1602.
Kaupmáli Jóns Þórðarsonar og Ingveldar Jónsdóttur.
Hannes Bjarnarson selur Sæmundi Árnasyni jörðina á Múla á Langadalsströnd en fær í staðinn Marðareyri og hálfa Steinólfstaði í Veiðileysufirði. Á Hóli í Bolungarvík, 20. febrúar 1605; bréfið skrifað sex dögum síðar.
Dómur um ákæru vegna jarðarinnar Bjarnarstaða í Selvogi. Á Öxarárþingi, 30. júní 1602.
Alþingisdómur um Fagrabæ á Eyjafjarðarströnd, 1. júlí 1609.
Dómur tólf manna útnefndur á alþingi af Finnboga lögmanni Jónssyni um stefnu þá, er Brúmmann Thomasson í umboði
Jóns bónda Björnssonar, vegna Kristínar Sumarliðadóttur, konu Jóns, stefndi Ara Andréssyni um hald á þeim peningum, sem Guðmundr Arason, föðurfaðir Ara, tók fyrir Þorgerði Ólafsdóttur.
Ættleiðing Finnboga Einnrssonar á börnum sínum, Einari
Þorgrími, Jóni, Ingibjörgu og Oddnýju.
Þorsteinn Torfason selr Eiríki bróður sínum til sóknar alla
peninga, sem hann fékk í sinn part eptir Ingibjörgu systur sína,
hver sem þá heldr eða hefir haldið án hans leyfis.
Vitnisburður Sigurðar Sölmundssonar um lestingu á skipi í landtöku og kostnað sem af því leiddi.
Eftirrit af tveimur bréfum um Skarðshlíð með formála eftir Gísla Árnason, að Ási í Kelduhverfi 23. febrúar 1703. Segist Árni afskrifa þessi tvö bréf – þriðja bréfið hafði hann ekki við höndina – handa commissariis Árna Magnússyni og Páli Jónssyni Vídalín.
Alþingisdómur um ágreining um landamerki jarðanna Oddgeirshóla og Brúnastaða, 1. júlí 1602.
Festingar og kaupmálabréf síra Þorleifs Björnssonar og
Ragnhildar Jónsdóttur.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LX, 23.
Símon Oddsson og kona hans Guðrún Þórðardóttir selja Bjarna Sigurðssyni hálfa jörðina Hlíðarenda í Ölfusi. Á Stokkseyrargerðum á Eyrarbakka, 4. janúar 1607.
Page 10 of 149