Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Ormur Sturluson lögmaður úrskurðar hálft Svignaskarð og hálft Sigmundarnes rétta eign Henriks Gerkens. Stórahóli, 25. ágúst 1568.
Vitnisburðarbréf um það að Ingvildur Helgadóttir hafi skilið sér aðra jörð jafngóða eða þá peninga, sem henni líkaði að taka, móti jörðinni Hvítárbakka í Borgarfirði, er hún fékk Einari Björnssyni og Sigurður Daðason varð vitni að.
Tylftardómur klerka útnefndur af Stepháni biskupi í Skálholti, um kærur biskups til Björns Guðnasonar fyrir dómrof, misþyrming á Jörundi presti Steinmóðssyni og fleira; dæma þeir Björn óbótamann, fallinn í bann í sjálfu verkinu og fé hans öll föst og laus fallinn undir konung og biskup. Bréf sama efnis og AM Dipl. Isl. Fasc. XLII, 23. Bæði bréf eru prentuð í DI VIII, nr. 238.
Björn Einarsson Jórsalafari selur Árna Einarssyni ýmsar jarðir í Rangárþingi fyrir jarðir í Húnavatnsþingi.
Þorsteinn Finnbogason selur Jóni Ásgrímssyni jarðirnar Hvamm á Galmaströnd, Haga á Árskógsströnd og Einarsstaði í Kræklingahlíð, en Jón leggur á móti Breiðamýri í Reykjadal, Voga og Haganes við Mývatn og þar til Kálfborgará eða Bjarnastaði í Bárðadal.
Þrír menn votta að Tómas Jónsson hafi lýst því yfir að hann myndi gjarnan selja Ara Magnússyni hálfan Hnífsdal en hann geti það ekki því að hann hafi áður selt konu sinni jörðina.
Dómur níu presta og þriggja djákna útnefndur af séra Sveinbirni Þórðarsyni officialis Hólabiskupsdæmis um ákæru séra Jóns Broddasonar officialis sama biskupsdæmis og ráðsmanns heilagrar Hólakirkju til Þórhalls Þorvaldssonar er verið hafði með séra Sigmundi Steinþórssyni og hans fylgjurum að Miklabæjarrán.
Guðmundur Húnröðsson selur Finnboga Jónssyni með samþykki Guðnýjar Snæbjarnardóttur, konu sinnar, þau sjö hundruð í jörðu er Guðný átti undir Finnboga og Þorgerður Magnúsdóttir móðir hennar hafði gefið henni.
Aflátsbréf Raymundar Peraudi legáta páfaus handa Þorbirni Jónssyni og konu hans fyrir milda meðhjálp til styrktar heilagri trú og endrbætingar Kanctovenskirkju (þ. e. Ratisbonukirkju, Regensborgarkirkju), „sem önnur er í öllum heimi stærst".
Máldagi kirkjunnar á Breiðabólstað og fleiri skrár sem tengjast staðnum, ritaðar á blað úr latneskri messubók. 1. Lokin á 19. kafla Jóhannesarguðspjalls (19:36–42), á latínu. 2. Skrá um fasteigna- og lausafjártíund í Breiðabólstaðarþingum í Vesturhópi og gjaldareikningur nokkur. 3. Máldagi kirkjunnar á Breiðabólstað í Vesturhópi. 4. Skrá um áreiðargerð um veiði kirkjunnar á Breiðabólstað í Vesturhópi fyrir norðan Faxalæk.
Stefán Gunnlaugsson selur Einari Bjarnarsyni alla jörðina Ytra-Dal í Eyjafirði fyrir jarðirnar Stokkahlaðnir og Merkigil í Eyjafirði. Tveir menn votta að rétt sé eftir frumbréfi ritað.
Helgi ábóti á Þingeyrum segir sig frá ábótadæmi klaustursins sökum elli og krankleika „og fleiri forfalla“ og fær í hendur séra Birni Jónssyni til stjórnanar.
Landvistarbréf Gísla Filippussonar, útgefið af Kristjáni konungi hinum fyrsta, fyrir víg Björns Vilhjálmssonar, er Gísli varð ófyrirsynju að skaða.
Jón biskap á Hólum veitir Sveinbirni djákna Þórðarsyni umboð yfir staðnum í Garði í Kelduhverfi í Þingeyjarsýslu, til þess að veita hann og fleiri staði, og til þess að heimta inn tekjur biskups og Hólastóls og borga skuldir og gefa og taka kvittanir fyrir.
Vitnisburður Björns Guðmundssonar og Guðmundar Þórðarsonar um að Sæmundur Sigurðsson hafi gert séra Jón Ormsson kvittan um kaup Jóns á jörðunum Vatnadal og Bæ í Súgandafirði, er Sesselja Þórðardóttir, kona Sæmundar, hafði selt Jóni.
Jón Ásgrímsson selur Helga Ásgrímssyni jarðirnar Sirisstaði, Bitru og Haus (Háhús) í Kræklingahlíð fyrir hálfar jarðirnar Voga við Mývatn, Breiðamýri í Reykjadal og Bjarnastaði í Bárðardal.
Gamli bóndi Marteinsson selur Helga bónda Bjarnasyni jörðina Ljósavatn í Ljósavatnsskarði með tilgreindum ummerkjum, rekum og ítökum kirkjunnar á Ljósavatni.
Skipta- og testamentisbréf séra Björns Jónssonar milli barna sinna.
Þorkell prestur Ólafsson og Ími prestur Magnússon lýsa því að þeir hafi lofað að gefa Eyjólfi mókoll Magnússyni hvor um sig tuttugu hundruð til kvonarmundar ef hann kvæntist í þann stað að hann fengi fulla peninga í mót sínum.
Gunnlaugur Teitsson og Sigurður Þorbjarnarson lýsa því, að þegar Hrafn Guðmundsson reið fyrst til Reykhóla eptir pláguna, þá hafi Ari bróðir hans handlagt honum þá peninga, er honum höfðu faliið í erfð eptir móður sína og Snjólf bróður sinn, og Hrafn hafði að sér tekið, en Hrafn bazt undir að lúka allar skuldir Snjólfs.
Jarðakaupabréf að Jón Jónsson selur sr. Brynjúlfi Árnasyni 12#, minna 5 álnum í Hóli í Svartárdal, fyrir 16# í lausafé, og “þartil lofaði sira Brynjúlfur að vera honum við tveggja hundraða mun þá honum væri hægt, um smámsaman.” Vottar Bjarni Ólafsson og Þórður Halldórsson. Kaupin fóru fram á Hóli, en bréfið var gjört á Bergstöðum laugardaginn næstan fyrir hvítasunnu.
Testamentisbréf Guðna Oddssonar, þar sem hann gefur ýmsar gjafir fyrir sál Þorbjargar Guðmundardóttur konu sinnar.
Jón prestr Bjarnarson, Loptr Guttormsson og sjö menn aðrir votta, að Benedikt Brynjólfsson og Margrét Eiríksdóttir kona hans handlögðu Árna biskupi Ólafssyni alt það góz, er hún erfði eptir systursyni sína, en þeir erfðu með ættleiðingu eptir séra Steinmóð Þorsteinsson föður sinn.
Bannfæringarbréf Jóns biskups á Hólum yfir Daða Guðmundssyni i Snóksdal.
Ingibjörg Hákonardóttir og Erlingr Jónsson sonr hennar samþykkja þá sölu, er Jón Erlingsson fékk Haldóri Hákonarsyni, bróður Ingibjargar, partinn í Arnardal hinum neðra í Skutilsfirði, með öðru því skilorði, er bréfið greinir.
Dómur sex manna útnefndur af Rafni lögmanni Gudmundssyni um arf eptir Guðrúnu Þorgilsdóttur, og dæma þeir, samkvæmt réttarbót Hákonar konungs frá 23. Júní 1305, þorkel Bergsson og Guðrúnu löglig hjón og börn þeirra skilgetin og eiga að setjast í arfinn.
Eggert Jónsson afhendir Birni Magnússyni hálfan Botn í Patreksfirði gegn loforði um Bakka í Geiradal.
Vitnisburður um að Þórður Andrésson seldi Helga Jónssyni Sléttárdal fyrir þrjú hundruð, er hann var skyldugur í landskyld af Vatnshorni upp í þrjú ár.
Jón Þorbjarnarson selur Böðvari súbdjákn Ögmundarsyni jörðina Hallfríðarstaði í Hörgárdal með tilteknum ítökum og landamerkjum fyrir lausafé (Íslenzkt fornbréfasafn III:503).
Margrét Gamladóttir lýsir því að hún hafi sagt nei þar til að séra Jón Pálsson skyldi eiga nokkurt veð í jörðina Klifshaga, þá er hann seldi Þórði Magnússyni bónda hennar.