Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Klemens, Jón og Sveinn Þorsteinssynir lýsa því, að þeir hafi selt Birni Guðnasyni jörðina Hvallátr í Mjóafirði í Vatnsfjarðarþingum, og kvitta hann um andvirðið.
Óheilt stefnubréf skorið í strimla. Jón prestur Jónsson stefnir manni til Miðdals þriðjudaginn næsta fyrir Pétursmessu og Páls (sem er 29. júní) til að svara til saka fyrir Stefáni biskupi í Skálholti.
Ólafur prestur Tumason lofar Jóni Sveinssyni fyrstum kaupi á Eyri í Bitru, ef Björn bóndi þorleifsson lofi og samþykki það.
Kaupmálabréf Ellends Þorvarðssonar og hustrú Guðrúnar Jónsdóttur.
Kaupmálabréf Erlends lögmanns Þorvarðssonar og Guðrúnar Jónsdóttur.
Bréf Björns Þorleifssonar þar sem hann fyrirbýður tollver í Bolungarvík.
Bréf frá Alþingi til Kristjáns konungs annars um að Ögmundur ábóti í Viðey hafi verið kosinn til biskups í Skálholti eftir Stephán biskup andaðan, og biðja þeir konung að samþykkja þá kosningu.
Vitnisburður Orms Erlingssonar um að þegar Sæmundur Árnason gekk að eiga Elenu Magnúsdóttur árið 1588 hafi faðir hennar, Magnús heitinn Jónsson, lýst því að Elen skyldi eignast Ballará í stað Þóroddsstaða.
Ingveldur Helgadóttur ættleiðir dætur sínar Kristínu, Helgu og Guðnýju Þorleifsdætur með samþykki móður sinnar Kristínar Þorsteinsdóttur á Syðri-Ökrum í Blönduhlíð. Vottar eru Árni Einarsson, Einar Árnason, Símon Pálsson, Jón Þorgeirsson, Snorri Þorgeirsson, Magnús Ásgrímsson, Nikulás Jussason, Sigurður Jónsson og Jón Magnússon.
Tveir tvíblöðungar. Sá fyrri inniheldur tvö atriði sitt á hvoru blaði: α. Vitnisburður Jóns Björnssonar um landamerki milli Harastaða og Klömbur í Vesturhópi eftir lýsingu herra Ólafs Hjaltasonar, 1595. β. Bréf Jóns Björnssonar til sr. Arngríms (Jónssonar) þar sem hann segist hafa sent honum skrif um Kárastaði og vitnisburðinn í α, 2. apríl 1595. Síðari tvíblöðungurinn er nokkuð skemmdur en efni hans virðist vera: γ. Skipti á milli sjö dætra Jóns heitins Björnssonar.
Vitnisburður fimm manna um að sr. Narfi Böðvarsson prófastur hefði tekið fullan bókareið af annars vegar Guðrúnu Egilsdóttur og Magnúsi Ólafssyni og hins vegar Halldóri Hákonarsyni og Guðmundi Auðunarsyni um það að Neðri-Hlíð í Bolungarvík ætti tolllaust skip.
Brandur Ormsson selur, með samþykki konu sinnar Hallóttu Þorleifsdóttur, Gunnari Gíslasyni hálfa Silfrastaði í Skagafirði og Borgargerði. Í staðinn skal Gunnar taka son Brands og Hallóttu, Tómas, og ala upp og manna og gjalda honum síðan andvirði jarðanna ávaxtarlaust þegar hann er af ómagaaldri.
Ingibjörg Salómonsdóttir ber þann vitnisburð að Valgerður Gunnlaugsdóttir hafi sagt henni að Solveig Björnsdóttir hafi látist á eftir syni sínum, Jóni Pálssyni, og bróðurdætrum, Ólöfu og Þorbjörgu, í sóttinni miklu.
Ingibjörg Snæbjarnardóttir gefur Finnboga Jónssyni nýtt umboð og kvittar fyrir um liðið.
Björn Magnússon selur bróður sínum og mágkonu, Eyjólfi Magnússyni og Sigríði Pálsdóttur, jörðina Hlíð í Kollafirði með ýmsum skilyrðum og fær í staðinn jörðina Sveinseyri í Tálknafirði.
Uppkast að dómstefnunnu í LXIV, 10. Sjá skráningarfærslu um hana.
Transskript af eiði Jóns Sigmundssonar lögmanns unninn fyrir Stepháni Skáloltsbiskupi um bót og betran og hlýðni við heilaga kirkju. Fyrir neðan afritaða eiðinn er texti transskriptsins.
Dómur um galdramenn.
Þórður prestur Þórðarson selur Birni bónda Brynjólfssyni jarðirnar Illugastaði og Hrafnagil fyrir jörðina Sneis í Laxárdal. Afrit af bréfi frá 6. mars 1390.
parchment
Sölvi prestur Brandsson fær Brandi syni sínum alla jörðina Svertingsstaði með hálfum Steinstöðum í fjórðungsgjöf og aðrar löggjafir og lýsir því að hann hafi fengið Brandi jörðina Reyki í Hrútafirði upp í fjóra tugi hundraða.
Einar Guðmundsson selur í umboði Guðmuudar prests föður síns Runólfi Sturlusyni jörðina á Laugalandi í Hörgárdali með tilgreindum ískyldum.
Skeggi Oddsson handleggur Þorsteini bónda Eyjólfssyni jörðina Reppisá í Kræklingahlíð með gögnum og gæðum til æfinlegrar eignar upp í skuld til Þorsteins.
Hans Dana og Norðmanna konungr gefur Vigfúsi Erlendssyni landsvistarbréf fyrir handarafhögg á Halli Brandssyni.
Kolbeinn Benediktsson geldur Þingeyraklaustri jðrð að Hurðarbaki á Kólkumýrum fyrir sextán hundruð, er Gunnsteinn ábóti fékk honum.