Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Kvittunarbréf fyrir andvirði Hvallátra. Þorleifur Árnason kvittar séra Jón Snorrason fyrir andvirði Hvallátrs vestr í Ví
Transkript tveggja bréfa. Hið fyrra er hið sama og AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVIX, 23. Seinna bréfið er ekki til í frumriti og er vitnisburður Guðmundar prests Ólafssonar um Kirkjubólsskóg í Skutilsfirði. Guðmundur seldi Tómasi Jónssyni jörðina Tungu að fráskildum skógarparti Kirkjubóls (DI VIII, nr 166). Konráð Sigurðarson og Grímur Ólafsson votta að þeir hafa „séð og yfirlesið svo látandi tvö bréf með hangandi innsiglum orð fyrir orð sem hér fyrir ofan skrifað stendur“. Þeir festa sín innsigli við bréfið árið 1597.
Þórunn Jónsdóttir selur Magnúsi Björnssyni bróðursyni sínum Veturliðastaði í Fnjóskadal fyrir 30 hundruð; vildi hún að Jón sonur Magnúsar yrði eigandi að jörðinni. Einnig kvittar Þórunn Magnús um þau þrjú hundruð sem hann átti henni að gjalda fyrir Hallbjarnarstaðareka á Tjörnesi og færir hún honum umboð fyrir öllum Grundarrekum á Tjörnesi.
Dómsbréf um eignarrétt á jörðinni Nesi í Eyjafirði. Hallur Magnússon áklagar séra Björn Gíslason um jörðina Nes í Eyjafirði. Dómsmenn komast að því að bréf sem séra Björn nýtir til að sýna fram á eignarhald sitt séu ómerk enda kannist meintir vottar þeirra ekki við að hafa staðfest gjörninginn.
Peningaskiptabréf þeirra Björns Guðnasonar og Kristínar Sumarliðadóttur eftir Jón (dan) Björnsson, eiginmann hennar, andaðan. Lögðu þau alla peninga fasta og lausa, kvika og dauða, fríða og ófríða til helminga. Tristram Búason og Björn Ólafsson votta einnig handaband Kristínar og Björns um samninginn (DI VIII:217).
Vitnisburður Magnúsar Snorrasonar og Þórðar Arnbjarnarsonar að bróðir Ólafur Magnússon hafi lýst hinu sama sem áður greinir um Dálksstaði.
Valgerður Gizurardóttir samþykkir sölu Árna Guttormssonar bónda síns á jörðinni í Kvígindisfelli í Tálknafirði til séra Bjarna Sigurðssonar, svo framt sem séra Bjarni héldi allan skilmála við Árna.
Vitnisburður um peningaskipti Magnúsar Þormóðssonar millum barna sinna og Katerínar konu sinnar.
Vigfús Erlendsson lögmann yfir allt Ísland, Helgi Jónsson prestur, Jón Hallsson, Narfi Erlendsson og Jón Magnússon vitna um róstur á Alþingi 1517, 1518 og 1519 (DI VIII:740).
Kosningabréf Teits bónda Þorleifssonar til lögmanns norðan og vestan á Islandi, er þingheimr biður konung að staðfesta. Lýs. úr AM 476: {1. júlí 1522} – ~Item: Hans [Hannes] Eggertsson hirðstjóri og höfuðsmaður yfir allt Ísland, Erlendur Þorvarðsson lögmaður sunnan og austan á Íslandi, Fúsi Þórðarson, Jón Þórðarson, Narfi Sigurðsson, Sigurður Narfason, Þorleifur Grímsson, Salómon Einarsson, Guðmundur Guðmundsson, Ásmundur Klemensson, Hrafn Guðmundsson, [Skúli Guðmundsson, Þormóður Arason, Brandur Ólafsson]. Mánudaginn næstan eftir Pétursmessu og Páls á almennilegu Öxarárþingi. Kjöru og samþykktu Teit bónda Þorleifsson fyrir fullkomlegan lögmann norðan og vestan á Íslandi og biðja konung Kristján að hylla og styðja þetta sitt kjörbréf. Datum ut supra degi síðar.
Þorvarður Guðmundsson gefur, með leyfi bræðra sinna, síra Þórðar og Ívars Guðmundssona, ásamt konu sinni, Guðlaugu Tómasdóttur, Sigurði Finnbogasyni og Margrétu Þorvarðsdóttur konu hans jörðina Egilsstaði í Fljótsdalshéraði í próventu sína.
Sigurður Jónsson selur Magnúsi bónda Jónssyni Kálfaströnd við Mývatn fyrir lausafé og gefur hann kvittan um andvirðið.
Dómur Stepháns biskups og Vigfúsar Erlendssonar lögmanns um það að Björn Þorleifsson hafi löglega greitt skuld sína við Hans Kruko og hústrú Sunnifu í hönd Pétri Pálssyni presti, sendiboða Gottskálks biskups, og sé hann við hana skilinn, en Björn Guðnason hefur haldið þessum peningum ranglega, og dæmdist hann til að standa skil á fjánum og þola sektir, sem bréfið hermir (DI VIII:604). Bréf sama efnis og AM Dipl. Isl. Fasc. XLIII,14.
Vitnisburður um landamerki Hafsstaða á Skagaströnd.
Jón Jónsson lögmaður afhendir Gunnlaugi Ormssyni jarðirnar Leyning, Ystu-Vík, Villingadal og hálfan Jökul í Eyjafirði á móti hálfum Silfrastöðum, Egilsá og Þorbrandsstöðum. Gunnlaugur lýsir Jón kvittan.
Transskript á AM Dipl. Isl. Fasc. XLIII,14 og AM Dipl. Isl. Fasc. XLIII,15 ásamt vitnisburði og vottun þeirra Páls Jónssonar, Hafliða Skúlasonar, Jóns Guðmundssonar, Eyvindar Guðmundssonar og Þorsteins Ketilssonar sem setja sín innsigli fyrir (DI VIII:604).
parchment and paper
Vitnisburður um loforð fyrir lögmála í jörðunni Geirseyri við Patreksfjörð.
Bréf að síra Grímur Þorsteinsson hafi unnið eið um að hann hafi verið viðstaddur þegar Halldór Sumarliðason gaf Sumarliða syni sínum jörðina Meiragarð í Dýrafirði til æfinlegrar eignar.
parchment and paper
Illugi Jónsson selur séra Brynjólfi Árnasyni jörðina Hól í Svartárdal fyrir lausafé, með því skilorði að séra Brynjólfur heldur peningunum þar til Illugi er orðinn 20 ára gamall.
Tylftardómur útnefndur af Jóni Sigmundssyni lögmanni eftir konungsboði, um aðtöku Vatnsfjarðar og annarra óðala fyrir Birni Guðnasyni, og hverju þeir séu sekir, sem ekki vilja konungsbréf halda. Frumritað transskript af AM Apogr. 3881.
Halldóra Guðbrandsdóttir selur Guðmundi Hákonarsyni og konu hans Halldóru Aradóttur Silfrastaði í Blönduhlíð fyrir Ósland í Óslandshlíð og tíu hundruð í Bjarnargili í Fljótum, með skilyrðum.
Dómur tólf manna útnefndur af Hrafni lögmanni Guðmundssyni genginn að Þorkelshóli í Víðidal um mál þeirra Jóns Jónssonar og Arnbjarnar Einarssonar; kærði Jón til Arnbjarnar dómrof, að hann hefði leyfislaust búið að eignarjörð sinni Söndum í Miðfirði í tíu ár og hefði einnig leyfislaust byggt jarðir sínar hálfar Aðalból, Bessastaði, Oddstaði og Bálkastaði.
Skipti á Skipaskaga vestan fram á milli Árna Oddssonar lögmanns og Þórarins Illugasonar. Landamerkjum lýst.
Jón ábóti í Þykkvabæ og sex menn aðrir votta um fjórðungsgjöf og löggjafir Lofts bónda Guttormssonar til Sumarliða sonar hans.
Þorleifur Magnússon gefur Magnúsi Jónssyni, bróðursyni sínum, umboð yfir jörðum og kúgildum í Tálknafirði í þrjú ár.
Guðrún Magnúsdóttir selur Herluf Daa í umboði konungs 50 hundruð í Reykjavík á Seltjarnarnesi fyrir jarðirnar Laugarvatn í Grímsnesi, Bakka á Kjalarnesi og Kirkjufell í Kjós.
Kristján konungur annar skipar Vigfús Erlendsson lögmann sunnan og austan á Íslandi.
Vitnisburðarbréf um fé það er Jón Narfason lýsti að hann hafði í umboði Margrétar Vigfúsdóttur afhent Bjarna Marteinssyni vegna Ragnhildar Þorvarðsdóttur konu hans og dóttur Margrétar.
Kaupmáli Björns Magnússonar og Helgu Guðmundardóttur.
Vitnisburðarbréf um samtal þeirra Einars Oddssonar og Björns Guðnasonar bónda um grip á eignum Einars er hann bar á Björn, en Björn þóttist hafa heimildir Einars fyrir.
Umboðsbréf Sveins Þorgilssonar til Halldórs Hákonarsonar yfir peningum barna Sveins um þrjú ár.
Dómsbréf um kirknagóss og portio Holts í Fljótum.
Guðlaug Finnbogadóttir selur Sturlu Þórðarsyni bónda sínum jarðirnar Ingvildarstaði, Reyki og Daðastaði á Reykjaströnd við Skagafjörð fyrir hálft Staðarfell á Meðalfellsströnd með fleiri atriðum (DI VII:617).
Alþingisdómur útnefndur af Þorvarði lögmanni Erlendssyni um konungsbréf (AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVIII,10) upp á arftökuréttarbót og um Möðruvallaarf, að Grímur Pálsson afhendi hann (sjá DI VIII nr. 147).
Finnbogi Jónsson, kóngs umboðsmaður í Þingeyjarþingi, kyrrsetur alla þá peninga sem saman stóðu á Þverá í Hnjóskadal (Fnjóskadal) á búi Bjarna Ólasonar, sem sakaður er um að hafa lagst með dóttur sinni.
Bréf frá Alþingi til Kristjáns konungs annars um að Ögmundur ábóti í Viðey hafi verið kosinn til biskups í Skálholti eftir Stephán biskup andaðan, og biðja þeir konung að samþykkja þá kosningu.
Vitnisburður Jóns Halldórssonar um fráfall Solveigar Björnsdóttur og fólks hennar í sóttinni miklu.
Vigfús Þorsteinsson kvittar Hákon Jónsson um andvirði Vatnsenda í Ólafsíirði.
Þórarinn Skálholtsbiskup staðfestir úrskurð séra Snorra kyngis officialis (um ærgjald úr Æðey til Vatnsfjarðarkirkju), sem og máldaga kirkjunnar.
Höskuldur Runólfsson selur Arnfinni bónda Þorsteinssyni jörðina Tungufell í Svarfaðardal en Arnfinnur gefur á mót jarðirnar Lund og Nefstaði í Fljótum og þar með tíu kúgildi.
Jón prestur Gamlason selur Þorkeli presti Guðbjartssyni jarðirnar Strönd við Mývatn, Bæ og Bjarnastaði í Bárðardal og kvittar hann fyrir andvirði þeirra. Svo og kvittar hann Þorkel fyrir andvirði jarðarinnar Breiðumýrar er hann hafði selt honum.
Jón Ólason selr Einari ábóta og klaustrinu á Munkaþverá jörðina á Stokkahlöðum í Eyjafirði með fjórðungskirkju skyld og lambsfóðri til klaustrsins, en ábóti leggr í mót jarðirnar Snartarstaði og Brekku í Núpasveit, fráskilur allan reka, en áskilr klaustrinu skipstöðu í Snartarstaði og hússtöðu og eldivið í Brekku og segir þar til bænhússkyldar; hér til leggr ábóti tuttugu hundruð í lausafé.
Tveir menn afrita umboðsbréf Ólafs Nikulássonar, féhirðis í Björgvin og hirðstjóra upp á Ísland, þar sem Ólafur gefur Karli Stegenberg fullt umboð sitt til að saman taka konungsins skatt, skulda eftirstöðvar og sakeyri, og sé menn kvittir um það er þeir greiða honum, bæði fyrir Ólafi sjálfum og Bertilt Burhamer.
Þórður Jónsson selur systursyni sínum Þórði Árnasyni sextán hundruð í jörðinni Reyðarfelli í Borgarfirði og tekur undir sjálfum sér fimm hundruð er hann hafði haldið í þrettán ár af móðurarfi Þórðar Árnasonar og þrjú hundruð í ábata en setur engin söl á hinum helmingi jarðarverðsins af því að Ásta systir hans hafði orðið fyrir fjárskakka í fornum arfaskiptum við sig og bræður sína.
Einar Þorleifsson selur Eiríki Loftssyni jöðina Auðbrekku í Hörgárdal, með skógi í Skógajörðu fyrir handan Hörgá, fyrir jarðirnar Skarð í Langadal, Ytra-Gil, Harastaði og Bakka. Enn fremur selur Eiríkur Einari Ysta-Gil í Langadal fyrir Steinsstaði í Öxnadal, og samþykkir Guðný Þorleifsdóttir kona Eiríks kaupin.
Gunnlaugur Teitsson vitnar að Þórný Bergsdóttir hafi átt hálfa Dálksstaði á Svalbarðsströnd og haft þá til kaups við Stefán Gunnlaugsson bónda sinn en aldrei selt, gefið né goldið burt.
Eftir AM 479: Ólafur bóndi Vigfússon keypti að Eiríki Ísleifssyni land í Auðbrekku fyrir Öngulstaði /:ítök og tökur nefnast/: með fjóra tígi hundraða milligjöf. Kaupvottar Bergur Þorvaldsson, Eiríkur Þorvarðsson [prestar, Eyjólfur Arnfinnsson, Ásgrímur Bjarnason, Hákon Helgason, Þorsteinn Sumarliðason]. Bréf þetta er ódaterað en transskriptarbréf þess er skrifað á Möðruvöllum í Hörgárdal mánudaginn næsta eftir krossmessu um vorið [þ.e. 5. maí 1449].
Þorgiis prestr Nikulásson gerir og gefr, eptir undirtali við Ragnhildi Bjarnadóttur, alla menn Björns Guðnasonar frjálsa og kvitta um alla sök og sókn og alt skaðræði, sem hann þóttist af þeim hafa feingið, „sérdeilis tilskilið það rusk og rask, högg eðr slög, sem til kom með þeirra monnum á Holtseingi," en skilur þó undan þessari kvittan Helga Pálsson, nema meðan hann sé undir vernd Björns eða Ragnhildar.
Afrit sex bréfa á einu skinnblaði sem aðgreind hafa verið á síðari tímum með grísku bókstöfunum α–ζ. α. Kaupbréf fyrir Lundi í Fljótum (sjá einnig LIV, 27 á Þjóðskjalasafni Íslands). β. Pálmi Sæmundsson kvittar fyrir andvirði Lundar í Fljótum (sjá einnig LIV, 28 á Þjóðskjalasafni Íslands). γ. Kaupbréf fyrir hálfum Þrasastöðum í Fljótum. δ. Jarðaskiptabréf, og er Stafnshóli í Deildardal skipt við Þrasastöðum. ε. Kaupbréf fyrir hálfum Stafnshól. ζ. Sigríður Sigurðardóttir fær Hólakrikju hálfan Stafnshól.
Ormur Sturluson lofar að selja Árna bónda Gíslasyni jarðirnar Kjarlaksstaði og Ormsstaði á Skarðsströnd ef þær dæmast aftur til Orms og konu hans, Þorbjargar Þorleifsdóttur, en Ormur viðurkennir að hann hafi hvorki mátt gefa né selja nokkrum manni þessar jarðir.