Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1634 documents in progress, 3417 done, 40 left)
Kaupbréf Jóns bónda Ólafssonar að Guðmundi Guðmundssyni og Sigríði Jónsdóttur, konu hans, fyrir því, er þau ætti
eða mætti eiga í Hjarðardölunum báðum í Dýrafirði.
Bréf um Harastaði.
Vitnisburðarbréf um viðureign Jóns Solveigarsonar, sem kallaður er Sigmundsson, og þeirra Filippussona, Gísla, Hermanns og Ólafs, í Víðidalstungu (1483).
Meðkenning séra Halls Hallvarðssonar að hann hafi selt herra Oddi Einarssyni jörðina Ljósaland í Vopnafirði árið 1603 og staðfest kaupgjörninginn um sumarið 1604.
Sigurður Oddsson yngri og kona hans Þórunn Jónsdóttir afgreiða og handsala Árna Oddsyni jarðirnar Máná og Valadal á Tjörnesi og allt andvirði Galtalækjar í þá löggjöf sem sáluga Helga Jónsdóttir, kona Árna og systir Þórunnar, hafði Árna gefið úr sinni fastaeign. Sigurður og Þórunn tilskilja að Árni gjaldi þá peninga sem honum ber að svara af þeim arfi er Þórunn átti eftir sínar sálugu systur Helgu og Hólmfríði. Á Hróarsholti í Flóa, 24. desember 1616; bréfið skrifað í Skálholti 16. janúar 1617.
Alþingisdómur um Fagrabæ á Eyjafjarðarströnd, 1. júlí 1609.
Skoðun og virðing á peningum eftir Jón Ormsson heitinn. Gert á Einarstöðum í Reykjadal 1. júní 1581.
Dómur um það mál sem sira Björn Thómasson beiddist dóms á, hvort hann mætti halda níu kúgildum, sem Þorsteinn bóndi
Guðmundsson hefði goldið sér í þá peninga sem hann gaf Ólöfu dóttur sinni til giftingar, en þeir Björnsynir, Jón og Magnús töldu kúgildin fé Þórunnar Jónsdóttur en ekki Þorsteins og eru dómsmenn því samþykkir og dæma þeim kúgildin.
Gjörningur og kaupskapur á milli hjónanna Magnúsar Guðnasonar og Helgu Guðmundsdóttur um jarðirnar Kópsvatn í Hrunamannahrepp, Hólshús í Flóa, Fjall í Ölfusi og Skálmholtshraun í Villingaholtshrepp. Í Stúfholti í Holtum, 9. apríl 1633.
Afrit af skikkunarbréfi Ólafs biskups Rögnvaldssonar um sálumessur á Hólum í Hjaltadal. Uppskrift af bréfi Ólafs Rögnvaldssonar Hólabiskups, dagsettu 30. júlí 1479, um sálumessur á Hólum í Hjaltadal.
Tumi Jónsson selur Jóni Sigurðssyni lögmanni þau fimmtán hundruð í jörðu er dæmd höfðu verið Tuma af erfingjum Markúsar heitins Ólafssonar.
Dómur á Miðgörðum í Staðarsveit um arf eftir Orm Þorleifsson, 7. maí 1610.
Þorleifur Sigurðsson selur Jóni Björnssyni jörðina Kotá í Eyjafirði fyrir Litla-Eyrarland í Eyjafirði.
Hannes Björnsson seldi, með samþykki konu sinnar Guðrúnar Ólafsdóttur, Teiti Björnssyni Hof í Vatnsdal, LXc, fyrir Flatnefsstaði á Vatnsnesi XVIc, Ytri-Velli í Vatnsneshrepp og Melssókn, XXIIIc og Þóroddstaði í Hrútafirði XXIIIc og einn IVc að auki.
Einar Nikulásson og kona hans Kristrún Jónsdóttir selja Guðmundi Illugasyni jörðina Rúgstaði í Eyjafirði.
Þorkell Jónsson eldri selur Hákoni Björnssyni Götu í Selvogi fyrir lausafé en hluti fésins skal greiðast Borstrup Giedde til Tommerup höfuðsmanni, svo fremi sem höfuðsmaðurinn útvegi Þorkeli landsvist af konunginum.
Page 11 of 149
















































