Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1339 documents in progress, 2036 done, 40 left)
Loforð og skilmáli á milli hjónanna Þorleifs Bjarnasonar og Elínar Benediktsdóttur um jörðina Ánabrekku í Borgarfirði, er Þorleifur hafði Elínu gefið í tilgjöf á þeirra giftingardegi. Á Munkaþverá 15. febrúar 1608; bréfið skrifað á Hrafnagili 23. maí 1609.
Tylftakdómr út nefndr af Jóni biskupi á Hólum, Claus van der Mervize og lögmönnum báðum, Erlendi Þorvarðssyni og Ara Jónssyni, eptir konungs skipan um kæru Ögmundar biskups í Skálholti til Sigurðar Ólafssonar, að hann hefði legið með Solveigu Ólafsdóttur systur sinni.
Vitnisburður Jóns Björnssonar um peninga Helgu konu Ólafs heitins Þorsteinssonar. Skrifað á Grund í Eyjafirði 14. júlí 1598.
Kvörtun Brynjólfs Magnússonar til Árna Magnússonar um að umboðsmaðurinn Niels Riegelsen meini honum að nýta jörðina Kirkjubæ andstætt samkomulagi við fyrrverandi umboðsmann, Hans Christiansson Rafn. Magnús Erlendsson, Sigurður Sölmundsson og Klemus Jónsson votta enn fremur að Brynjólfur hafi forsvaranlega hirt um jörðina.
Séra Jón Vigfússon og kona hans Anika Björnsdóttir lofa að selja Hannesi Björnssyni fyrstum manna jarðir sínar Höfn í Hvammssveit og Neðri- og Fremri-Brekku í Hvolskirkjusókn árið 1610. Grannar Hannesar votta að hann hafi auglýst fyrir þeim þennan lögmála við kirkjuna á Sauðafelli 1610. Bréfið var skrifað í Snóksdal, 4. maí 1617. Útdráttur.
Kaupbréf fyrir Másstöðum í Skíðadal.
Ákæra Einars Nikulássonar til Sigurðar Jónssonar og Katrínar Nikulásdóttur vegna sölu á jörðunum Hóli og Garðshorni í Kinn tekin fyrir dóm á Helgastöðum í Reykjadal 30. maí 1599. Málinu er vísað aftur til dóms á Ljósavatni þann 7. júní næstkomandi.
Alþingisdómur vegna jarðarinnar Helluvaðs við Mývatn.
Virðing á lausum peningum eftir Ásbjörn Guðmundsson andaðan.
Tveir prestar og tveir leikmenn vitna að þeir hafa lesið, transkriberað og vottað máldaga Miklagarðskirkju í Eyjafirði eftir máldagabók Ólafs biskups Rögnvaldssonar.
Árni Gíslason fær Arnfinni bónda Guðmundssyni i umboð kongsumbod það, er hann hafi haft á Ströndum um nokkur ár, og tvær jarðir i Hrútafirði.
Dómur á Helgastöðum í Reykjadal um andvirði Arnarvatns við Mývatn, 12. maí 1604.
Herra Oddur Einarsson, í umboði Jóns Björnssonar, selur Þorsteini Magnússyni jarðirnar Steina og Hlíð undir Eyjafjöllum. Einnig fær Þorsteinn Jóni jarðirnar Víkingavatn og Grásíðu fyrir Ytri-Djúpadal í Eyjafirði. Á Holti undir Eyjafjöllum, 24. október 1604. Bréfið er skrifað í Skálholti 2. nóvember sama ár en transskriftarbréfið gert í Skálholti 19. janúar 1619.
Sex skjöl er varða inventarium Þingeyraklausturs.
Klögun Jóns Ólafssonar í Kirkjubæ um eignarhald hans á hjalli sem hann segir að Hans Christiansson umboðsmaður hafi án dóms og laga látið brjóta niður. Sigurður Sölmundsson og Magnús Erlingsson staðfesta frásögn Jóns.
Jón Magnússon leigir Þorsteini Ormssyni Haga á Barðaströnd með öllum húsum og ítökum og þjónustufólkinu Bjarna og Margréti, með ýmsum skilmálum. Í Haga á Barðaströnd, 19. og 20. nóvember 1600. Bréfið skrifað að Brjánslæk 3. desember sama ár.
Vitnisburðarbréf þar sem undirritaðir, Sigurður Sölmundsson og Klemus Jónsson, svara beiðni Árna Magnússonar um hvort þeir viti hvar gömul skjöl sem viðvíkja Vestmannaeyjum sé að finna. Þeir segja að ekkert slíkt hafi sést síðan umboðsmaðurinn Peder Vibe yfirgaf eyjarnar 1693.
Kristín Þorsteinsdóttir gefur Ingvildi Helgadóttur dóttur sinni í tíundargjöf sína jarðirnar Syðra-Djúpadal og Minni-Akra í Skagafirði (í Miklabæjarkirkjusókn), en selur henni Syðri-Akra í Blönduhlíð (í Miklabæjarkirkjusókn) fyrir Höskuldsstaði í Laxárdal og lausafé, að jafnvirði hundrað hundraða, og kvittar um andvirðið.
Dómur sex manna, útnefndur af Ólafi sýslumanni Árnasyni að Hvítingum í Vestmannaeyjum 22. júní 1696, í máli milli Hans Christensson Raufns og Odds Svarthöfðasonar út af óleyfilegum torfskurði síðarnefnds. Eftirrit staðfest af tveimur mönnum 31. maí 1703.
Loforð Hans Christianss. Raufns fyrir að Ormur Hjörtsson („Jortsson“) megi fá Stakkagerði til ábúðar meðan hann lifi og haldi duglegan mann á skipum Companísins. „Chorenhaul“ (Kornhóli) 13. ágúst 1694. Eftirrit gert og staðfest í Vestmannaeyjum 29. maí 1704.
Dómur á Miðgörðum í Staðarsveit um arf eftir Orm Þorleifsson, 7. maí 1610.
Vitnisburður Jóns Jónssonar um kaupmála og fleira sem gert var í brúðkaupi Ólafs heitins Þorsteinssonar og Guðrúnar heitinnar Gunnlaugsdóttur í Grímstungu í Vatnsdal. Séra Þorsteinn Ólafsson meðtekur vitnisburð Jóns í viðurvist tveggja votta á Tindum á Ásum 28. maí 1599.
Síra Þorleifur Björnsson arfleiðir fjögur börn sín með samþykki Jóns Björnssonar, bróður síns.
Jón prestr Eiríksson, prófastr og almennilegr dómari yfir öllum kirkjunnar málum millum Geirhólms og Hvítaness, afleysir Bjarna Jónsson af einföldu hórdómsbroti með Ingibjörgu Ormsdóttur en þau eru að þriðja manni og fjórða.
Veitingabréf handa sira Halldóri Benediktssyni fyrir Munkaþverárklaustri.
Árni Magnússon vitnar að hafa selt séra Einari Sigurðssyni jörðina Hólaland í Desjarmýrarkirkjusókn og sex hundraða part í Berufirði. Á Skála árið 1598. Transskriftarbréfið er skrifað í Skálholti 14. júní 1611.
Fimm skjöl er varða Henrik Gerkens.
Jón Jónsson selur séra Gunnlaugi Bjarnasyni frænda sínum jörðina hálfa Gníp (Níp) í Búðardalskirkjusókn. Útdráttur.
Dómur útnefndur af Torfa bónda Jónssyni, kongs umboðsmanni milli Gilsfjarðar og Skraumu, um tilkall Björns Guðnasonar til arfs eptir Solveigu Björnsdóttur.
Sex menn votta, að Þorálfr Þorgrímsson seldi Magnúsi syni sínum til fullrar eignar hálfa jörðina Granastaði i Köldukinn fyrir lausafé, og að Páll Þórálfsson seldi Magnúsi bróður sínum það hálft þriðja hundrað í jörðinni, er lionum hafði til erfða fallið cptir Steinuui Þorkelsdóttur móður sína.
Afrit þriggja bréfa um sölu jarðarinnar Hólmakots í Borgarfjarðarsýslu.
Fúsi Helgason kvittar Andrés Arason um það sakferli, er Andrés átti að gjalda móður Fúsa, og samþykkir Oddr bróðir Fúsa það.
Jón Ólafsson fær Jóni Jónssyni lögmanni það andvirði sem faðir hans, Ólafur Brandsson, hafði gefið við parti í Innra-Botni, sem Jón Ólafsson hafði fengið Gísla Þórðarsyni en nú var klögun á komin. Á Arnarstapa, 2. janúar 1603; bréfið skrifað á sama stað degi síðar.
Hannes Björnsson selur Jóni Magnússyni eldra jörðina Tungu í Bitru. Að Snóksdal í Miðdölum, 3. mars 1603.
Virðing á peningum sem séra Þorsteinn Ólafsson galt sínum bróður Skúla Ólafssyni. Einnig lofar Skúli að selja Þorsteini fyrstum jörðina Tinda í Ásum. Gert í Vesturhópshólum 24. maí 1599; skrifað á sama stað þremur dögum síðar.
Ólöf hústrú Loptsdóttir handleggur Örnólfi Einarssyni til eignar jarðirnar Tannstaðarbakka, Útibliksstaði og Hvalsá hina minni, ef af honum geingi jarðirnar Álfadalur og Hraun á Ingjaldssandi, er Björn bóndi Porleifsson hafði selt Örnólfi.
Andrés biskup í Björgvin, Kristján Pétursson presutr við Postulakirkjuna sama staðar og fjórir ráðsmenn Björgynjar — þar á meðal Guttormur lögmaðr Nikulásson, bróðir Gottskálks biskups — lýsa því, að Ögmundr ábóti í Viðey hafi birt fyrir þeim páfabréf, ásamt fleirum bréfum, um hjónaband Þorleifs Björnssonar og Ingvildar Helgadóttur, og staðfestu þeir þau.
Bréf um Ásgeirsá.
Björn Magnússon, kóngsins umboðsmaður yfir Barðastrandarsýslu, gefur Ara Magnússyni bróður sínum umboð yfir syðra parti Barðastrandarsýslu í þrjú ár, frá 1608–1610, með skilmálum sem nánar eru teknir fram.