Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1171 documents in progress, 1430 done, 40 left)
Kvittun Orms Sturlusonar lögmanns og staðfesting á jarðaskiptum Jóns biskups Arasonar vegna Munkaþverárklausturs og Þórðar bónda Péturssonar.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur séra Guðmundi Ketilssyni og konu hans Önnu Skúladóttur jörðina alla Svínabakka í Vopnafirði og fær í staðinn Ljósaland í Vopnafirði. Að Refstöðum í Vopnafirði, 20. ágúst 1663. Transskriftarbréfið var gert í Skálholti 15. nóvember sama ár. Útdráttur.
Vitnsiburður að Magnús Þorkelsson handfesti Jóni Jónssyni að sverja þá frændsemi sem hann taldi í millum Guðfinnu Indriðadóttur og Guðrúnar Þorgautsdóttur og meðkenndi að hann hefði aldrei heyrt þeim lýst, Jóni og Guðrúnu.
Vitnisburðarbréf þar sem undirritaðir, Sigurður Sölmundsson og Klemus Jónsson, svara beiðni Árna Magnússonar um hvort þeir viti hvar gömul skjöl sem viðvíkja Vestmannaeyjum sé að finna. Þeir segja að ekkert slíkt hafi sést síðan umboðsmaðurinn Peder Vibe yfirgaf eyjarnar 1693.
Vitnisburðarbréf um viðureign Jóns Solveigarsonar, sem kallaður er Sigmundsson, og þeirra Filippussona, Gísla, Hermanns og Ólafs, í Víðidalstungu (1483).
Guðmundr Andrésson gefr og geldr Þorbirni Jónssyni til æfinlegrar eignar jarðirnar Kaldbak og Kleifar í Kallaðarnesskirkjusókn.
Halldór Þorvaldsson selur Ara Magnússyni tíu hundruð í jörðinni Hesteyri í Staðarkirkjusókn. Í Vigur, 20. nóvember 1603; bréfið skrifað 3. apríl 1604.
Afrit af afgreiðslubréfi þar sem Vigdísi Halldórsdóttur er gert að afhenda Birni Magnússyni fyrir hönd Daða Bjarnarsonar 24 hundruð í Lambadal innri í samræmi við alþingisdóm sem Björn Magnússon las upp í umboði Daða (sjá Alþingisbækur Íslands IV: 45-46). Meðaldalur, 15. október 1607.
Dómur á Mýrum í Dýrafirði 22. september 1614 um stefnu Magnúsar og Jóns Gissurarsona til Jóns Þorlákssonar um það félag sem gert skyldi hafa verið milli Þorláks heitins Einarssonar og konu hans Guðrúnar heitinnar Hannesdóttur. Málinu er skotið til alþingis. Bréfið er skrifað að Ögri í Ísafirði 17. nóvember 1614.
Pétur ábóti á Munkaþverá gefr og geldr Nikulási Guðmundssyni jörðina Hól á Tjörnesi í sín þjónustulaun.
Afrit af bréfi Jóns Sigurðssonar sýslumanns að á manntalsþingi á Heggsstöðum í Andakíl 21. maí 1686 hafi Jón Benediktsson og sex aðrir borið vitni um að þeir hafi ávallt heyrt að Klausturtunga hafi fylgt jörðunni Grjóteyri, og sama ber á eftir Benedikt prestur Þórðarson sama dag. Undirskrifað af sýslumanni og 7 öðrum. Eftirrit staðfest á Melum í Melasveit 22. júní 1707 af Þorsteini Ketilssyni og Hálfdáni Helgasyni.
Vitnisburður um prófentu þá, er Þorbjörn Gunnarsson gaf Ivari Brandssyni.
Kaupmálabréf Finnboga (lögmanns) Jónssonar og Málfríðar Torfadóttur.
Jón Þorsteinsson selur Birni Benediktssyni jörðina Tunguhaga í Fljótsdal. Á Munkaþverá í Eyjafirði, 24. ágúst 1615; bréfið skrifað á Hrafnagil 28. nóvember sama ár. Útdráttur.
Úrskurður Orms lögmanns Sturlusonar, er dæmir gildan -Spjaldhagadóm 27. janúar 1553 (nr. 275).
Thumas Oddsson selr Þorleifi Pálssyni, með samþykki Helgu Ketilsdóttur konu sinnar, átján hundruð í Kleifum í Gilsfirði, og kvittar um andvirðið.
Kvittun andvirðis Svanga í Skorradal.
Björn prestr Jónsson og Steinunn Jónsdóttir arfleiða og ættleiða börn sín Jón, Magnús og Ragneiði, með samþykki afa barnanna, Jóns biskups Arasonar og Jóns bónda Magnússonar.
Ormr Jónsson geldr og selr „bróður sínum" Sturlu Þórðarsyni jörðina Kjarlaksstaði á Skarðsströnd með fjórum kúgildum fyrir þá peninga, er Sturla og Guðlaug kona hans höfðu feingið Orrni, og kvittar Ormr þau um andvirðið.
Vitnisburður Hallgeirs Sigurðssonar um Dálksstaði á Svalbarðsströnd.
Kristín Þorsteinsdóttir gefur Ingvildi Helgadóttur dóttur sinni í tíundargjöf sína jarðirnar Syðra-Djúpadal og Minni-Akra í Skagafirði (í Miklabæjarkirkjusókn), en selur henni Syðri-Akra í Blönduhlíð (í Miklabæjarkirkjusókn) fyrir Höskuldsstaði í Laxárdal og lausafé, að jafnvirði hundrað hundraða, og kvittar um andvirðið.
Björn Þorleifsson fær Páli Aronssyni til fullrar eignar jörðina Látr á Ströndum í Aðalvíkrkirkjusókn.
Eggert lögmaðr Hannesson festir Sesselju Jónsdóttur.
Guðbrandur Oddsson selur herra Oddi Einarssyni hálfa jörðina Böðvarsdal í Vopnafirði. Á Eyvindarstöðum í Vopnafirði, 3. ágúst 1604.
Björn Benediktsson selur Þorsteini Bjarnasyni aftur það veð er Björn átti á jörðinni Steindyrum í Höfðahverfi. Á Munkaþverá, 29. febrúar 1604; bréfið skrifað á Stóra-Hamri í Eyjafirði, 17. apríl 1604.
Bárður prestr Pétrsson, prófastr millum Langaness og Hvitaness, afleysir Jón Narfason og Settceliu Bassadóttur af 5. barneign.
Erfðaskrá Halldórs Jakobssonar þar sem hann ánafnar bróðurdóttur sinni, Margréti Jónsdóttur Stephensen, og sonum hennar, Ólafi og Jóni, höfuðbólið Kolbeinsstaði.
Sigurður Sigurðsson selur bróður sínum Jóni Arnórssyni hálfa jörðina Óspakseyri í Bitrufirði og hálfa jörðina Gröf í Krossárdal en fær í staðinn 16 hundruð í jörðinni Gillastöðum í Laxárdal.
Þórkatla Árnadóttir geldur og fær Jóni Dagstyggssyni, syni sínum, í sín þjónustulaun allan þann part í jörðinni Hlíð í Kollafirði, er Árna syni hennar bar til erfða eftir Dagstygg Jónsson föður sin, en hún hafði haft fyrir Árna þar til hann lést og Jón unnið hjá henni kauplaust í níu ár, frá því að faðir hans lést.
Jarðaskiptabréf Jóns Magnússonar og Gunnars Gíslasonar, og skiptast þeir á Mannskapshóli og Mýrarkoti á Höfðaströnd fyrir Þórustaði á Eyjafjarðarströnd.
ORMR lögmaðr Slurluson úrskurðar gildan gerning Ólafs byskups Hjaltasonar 18. ágúst 1555 (DI XII, nr. 53.)
Kaupmáli Hallgríms Guðmundssonar og Halldóru Pétursdóttur, gerður í Sigluvík á Svalbarðsströnd 1. september 1616. Útdráttur.
Afrit af samþykkt Ólafs sýslumanns Einarssonar og tólf annarra um skipaútgerð í Vestur-Skaftafellssýslu, gerð á Heiði í Mýrdal 2. júní 1694 eftir skriflegri áskorun Sigurðar Björnssonar lögmanns. Þessir svonefndu skipapóstar eru svo samþykktir af lögmönnum 19. júní 1695 og lesnir upp í lögréttu 17. júlí 1703. Eftirritið er staðfest af Ólafi sýslumanni sjálfum.
Testamentisbréf síra Þorleifs Björnssonar.
Útdrættir úr stóru transskriftarbréfi um Veturliðastaði.
Oddur Snjólfsson vitnar um landamerki Guðlugstaða í Blönduhlíð. - Þar með fylgjandi vitnisburður Þórarins Ottarssonar, Eiríks Magnússonar og Gríms Magnússonar, að Oddur Snjólfsson hafi gefið svolátan vitnisburð.
Vitnisburður um lýsing Guðrúnar Helgadóttur, að Gautastaðir væri hennar eign.
Afrit af uppskrift sem lá á Höfða af transskriftarbréfi frá 1565 af máldaga Höfðakirkju frá 1461.
Ormr Jónsson fær Guðmundi Loptssyni til æfinlegrar eignar jörðina Bólstað í Kaldaðarnesskirkjusókn, en gefr Guðmund kvittan um það tilkall, er „Jón bóndi“ átti á jörðunni Bassastöðum.
Dómur tólf klerka, útnefndur af Ögmundi biskupi í Skálholti um kærur hans til síra Jóns Arasonar og er Jón fundinn sekur í öllum liðum.
Gizur Einarsson fullmektugan formann og superintendentem yfir þá alla, Skálholts dómkirkju og stikti
Tvö samhljóða afrit af bréfi Henriks Bielkes höfuðsmanns um að hann seldi og afhenti Eyjólfi Jónssyni jarðir í Borgarfirði og hafi fengið fulla borgun fyrir. Kaupmannahöfn, 28. júní 1676.
Samtök og áskorun Vestflrðinga til Finnboga lögmanns Jónssonar, að hann haldi gömul lög og íslenzkan rétt, einkum í erfðamálinu eptir Þorleif Björnsson.
Lýsing á kaupi á þremur hundruðum í jörðinni Hesteyri í Aðalvíkurkirkjusókn.
Sendibréf frá Sigurði Sölmundssyni til Árna Magnússonar þar sem Sigurður færir Árna ýmis tíðindi úr Vestmannaeyjum.
Vitnisburður Bjarna Jónssonar um Landeign og landamerki Guðlaugstaða í Blönduhlíð.
Dómr sex klerka, út nefndr af Pétri ábóta (á Munkaþverá) í umboði Jóns biskups á Hólum, um kærur Þorsteins Jónssonar til síra Högna Pétrssonar.
Magnús Indriðason selur Páli Jónssyni 16 hundruð í jörðinni Kálfanesi.
Tveir prestar og tveir leikmenn vitna að þeir hafa lesið, transkriberað og vottað máldaga Miklagarðskirkju í Eyjafirði eftir máldagabók Ólafs biskups Rögnvaldssonar.