Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1171 documents in progress, 1430 done, 40 left)
Kristín Þorsteinsdóttir gefur Ingvildi Helgadóttur dóttur sinni í tíundargjöf sína jarðirnar Syðra-Djúpadal og Minni-Akra í Skagafirði (í Miklabæjarkirkjusókn), en selur henni Syðri-Akra í Blönduhlíð (í Miklabæjarkirkjusókn) fyrir Höskuldsstaði í Laxárdal og lausafé, að jafnvirði hundrað hundraða, og kvittar um andvirðið.
Þorkell Jónsson eldri selur Hákoni Björnssyni Götu í Selvogi fyrir lausafé en hluti fésins skal greiðast Borstrup Giedde til Tommerup höfuðsmanni, svo fremi sem höfuðsmaðurinn útvegi Þorkeli landsvist af konunginum.
Sigurður Sigurðsson selur bróður sínum Jóni Arnórssyni hálfa jörðina Óspakseyri í Bitrufirði og hálfa jörðina Gröf í Krossárdal en fær í staðinn 16 hundruð í jörðinni Gillastöðum í Laxárdal.
Lýsing á kaupi á þremur hundruðum í jörðinni Hesteyri í Aðalvíkurkirkjusókn.
Björn prestr Jónsson og Steinunn Jónsdóttir arfleiða og
ættleiða börn sín Jón, Magnús og Ragneiði, með samþykki
afa barnanna, Jóns biskups Arasonar og Jóns bónda Magnússonar.
Þorleifur Sigurðsson selur Jóni Björnssyni jörðina Kotá í Eyjafirði fyrir Litla-Eyrarland í Eyjafirði.
Tvö kaupbréf fyrir Guðlaugsvík við Hrútafjörð, á einu blaði.
Björn Magnússon veitir Finni Jónssyni umboð yfir Eyjaþingi (Svefneyjaþingi).
Kaupmálabréf Odds Tumassonar og Ceceliu Ormsdóttur.
Árni Oddsson gefur syni sínum Daða Árnasyni jarðirnar Hól og Geitastekka í Hörðudal, Einholt í Krossholtskirkjusókn og hálfan Keiksbakka á Skógarströnd.
Dómur sex manna út nefndr af Ólafi Guðmundssyni, kongs
umboðsmanni milli Geirhólms og Langaness, um framfæri
Jóns Jónssonar.
Lýsing fjögurra manna, að Guttormur............son hafi neituð því, að hann hafi útgefið þann vitnisburð, að Eyjólfr
Gíslason hafi slegið Magnús biskup á munninn, svo að úr honum hefði farið tvær tennur.
Kaupmáli Páls Jónssonar og Guðrúnar Þorleifsdóttur gerður undir Múla á Skálmanesi 8. ágúst 1596; bréfið skrifað ári síðar.
Magnús Björnsson gefur lagaumboð Jóni Björnssyni bróður sínum vegna klögunarmáls Árna Geirmundssonar um Veturliðastaði í Fnjóskadal. Skrifað nær Hofi á Höfðaströnd 18. júní 1597.
Afrit af samþykkt Ólafs sýslumanns Einarssonar og tólf annarra um skipaútgerð í Vestur-Skaftafellssýslu, gerð á Heiði í Mýrdal 2. júní 1694 eftir skriflegri áskorun Sigurðar Björnssonar lögmanns. Þessir svonefndu skipapóstar eru svo samþykktir af lögmönnum 19. júní 1695 og lesnir upp í lögréttu 17. júlí 1703. Eftirritið er staðfest af Ólafi sýslumanni sjálfum.
Blað úr reikningsbók um skip og útgerð.
Vitnisburður um prófentu þá, er Þorbjörn Gunnarsson gaf Ivari Brandssyni.
Kaupmálabréf Páls Vítussonar og Helgu Jónsdóttur.
Vitnisburður Sigmundar Þorleifssonar um landamerki á milli Kvennahóls og Stakkabergs á Skarðsströnd. Á Skarði á Skarðsströnd, 12. apríl 1604.
Jón Jónsson lofar að selja Sæmundi Árnasyni fyrstum átta hundruð í Vatnadal. Á Suðureyri við Súgandafjörð, 17. maí 1604; bréfið skrifað á Hóli í Bolungarvík 26. febrúar 1605.
Afrit af afgreiðslubréfi þar sem Vigdísi Halldórsdóttur er gert að afhenda Birni Magnússyni fyrir hönd Daða Bjarnarsonar 24 hundruð í Lambadal innri í samræmi við alþingisdóm sem Björn Magnússon las upp í umboði Daða (sjá Alþingisbækur Íslands IV: 45-46). Meðaldalur, 15. október 1607.
Vitnisburður um samtal Sæmundar Árnasonar og Ara Jónssonar um jörðina Eyri og kaup Sæmundar á nefndri jörð af Ara. Á Hóli í Bolungarvík 31. mars 1597; bréfið skrifað á sama stað 5. apríl sama ár.
Afrit af bréfi þar sem tólf klerkar nyrðra samþykkja séra Jón Arason ráðsmann og umboðsmann heilagrar Hólakirkju í öllum efnum milli Ábæjar og Úlfsdalsfjalla.
Jón prestur Ólafsson selr Jóni biskupi á Hólum jörðina Meðaldal í Dýrafirði fyrir Tjörn í Aðaldal með 10 kúgildum og
tíu hundruð í parflegum peningum, og er hálfkirkju skyld á Tjörn og bænhúss skyld í Meðaldal.
Pétur ábóti á Munkaþverá gefr og geldr Nikulási Guðmundssyni jörðina Hól á Tjörnesi í sín þjónustulaun.
Jón prestr Filippusson, prófastr í Eyjafirði, kvittar Björn Þorvaldsson
af tveimur barneignum með Guðrúnu Sigfúsdóttur.
Jón Ólafsson fær Jóni Jónssyni lögmanni það andvirði sem faðir hans, Ólafur Brandsson, hafði gefið við parti í Innra-Botni, sem Jón Ólafsson hafði fengið Gísla Þórðarsyni en nú var klögun á komin. Á Arnarstapa, 2. janúar 1603; bréfið skrifað á sama stað degi síðar.
Gunnlaugur Ormsson selur bróður sínum Páli Ormssyni 13 hundruð í jörðinni Innra-Fagradal í Saurbæ. Hér í mót fær Gunnlaugur tíu hundruð í Narfeyri á Skógarströnd, eign Guðrúnar Gunnsteinsdóttur konu Páls, með hennar samþykki. Á Staðarhóli í Saurbæ 15. maí 1597. Útdráttur.
Afrit af bréfi Jóns Sigurðssonar sýslumanns að á manntalsþingi á Heggsstöðum í Andakíl 21. maí 1686 hafi Jón Benediktsson og sex aðrir borið vitni um að þeir hafi ávallt heyrt að Klausturtunga hafi fylgt jörðunni Grjóteyri, og sama ber á eftir Benedikt prestur Þórðarson sama dag. Undirskrifað af sýslumanni og 7 öðrum. Eftirrit staðfest á Melum í Melasveit 22. júní 1707 af Þorsteini Ketilssyni og Hálfdáni Helgasyni.
Oddur Snjólfsson vitnar um landamerki Guðlugstaða í Blönduhlíð. - Þar með fylgjandi vitnisburður Þórarins Ottarssonar, Eiríks Magnússonar og Gríms Magnússonar, að Oddur Snjólfsson hafi gefið svolátan vitnisburð.
Björn Magnússon, kóngsins umboðsmaður yfir Barðastrandarsýslu, gefur Ara Magnússyni bróður sínum umboð yfir syðra parti Barðastrandarsýslu í þrjú ár, frá 1608–1610, með skilmálum sem nánar eru teknir fram.
Transkript skiptabréfs á eignum Þorleifs Grímssonar og Gríms sonar hans.
Kaupmálabréf Finnboga (lögmanns) Jónssonar og Málfríðar Torfadóttur.
Úrskurður Finnboga lögmanns Jónssonar um arf eptir Pál Brandsson, þar sem hann samkvæmt dómum, er áður hafa
þar um gengið, úrskurðar þeim Þorleifl og Benedikt Grímssonum, sonarsonum Páls, allan arflnn.
Bréf Kristjans konungs fimmta um að Magnús Jónsson lögmaður hafi látið af hendi jarðirnar Arnarhól og Húsanes í Snæfellsnessýslu fyrir Mávahlíð og hálfa Tungu í sömu sýslu. Kaupmannahöfn, 3. maí 1694.
Á eftir bréfinu fylgir vitnisburður Árna Geirssonar um að bréfið hafi verið lesið upp í lögréttu 30. júní 1694.
Vitnisburður um að rétt sé skrifað eftir frumbréfi undirritaður af Gísla Jónssyni og Steindóri Helgasyni á Reykhólum 9. október 1703.
Bjarni Sigurðsson selur séra Guðmundi Gíslasyni Moldartungu í Holtamannahrepp en fær í staðinn Galtafell og Hörgsholt. Á Gaulverjabæ í Flóa, 10. apríl 1605.
Vitnisburður Jóns Guðmundssonar um landamerki á milli Vindhælis og Vakurstaða, tekinn og skrifaður 23. júlí 1605.
Þórður Pétrsson kvittar Sigríði Einarsdóttur um alla þa peninga,
sem hann hefir átt eða mátt eiga eptir Hallgrím heit-
inn Pétrsson bróður sinn, svo og þá peninga, er Pétr ábóti
faðir hans hafði feingið honum. alt með því fororði, er bréfið hermir.
Vitnisburður tveggja manna um það, að oft hafi
þeir heyrt lesið upp konungsbréf um skírgetning barna
Þorleifs Grímssonar og Solveigar Hallsdóttur.
Sveinn Símonarson og kona hans Ragnheiður Pálsdóttir selja Ara Magnússyni sjö hundruð í jörðinni Súðavík í Álftafirði og sex hundruð í Seljalandi í Skutulsfirði og fá í staðinn þrettán hundruð í jörðunum Arnarnúpi og Skálará í Dýrafirði. Á Holti í Önundarfirði 5. október 1604; bréfið skrifað á sama stað 10. maí 1605.
Ormr Jónsson fær Guðmundi Loptssyni til æfinlegrar eignar
jörðina Bólstað í Kaldaðarnesskirkjusókn, en gefr Guðmund
kvittan um það tilkall, er „Jón bóndi“ átti á jörðunni Bassastöðum.
Sex menn votta, að Þorálfr Þorgrímsson seldi Magnúsi syni sínum til fullrar eignar hálfa jörðina Granastaði i Köldukinn fyrir lausafé, og að Páll Þórálfsson seldi Magnúsi bróður sínum það hálft þriðja hundrað í jörðinni, er lionum hafði til erfða fallið cptir Steinuui Þorkelsdóttur móður sína.
Afrit þriggja bréfa um sölu jarðarinnar Hólmakots í Borgarfjarðarsýslu.
Dómur tólf klerka, útnefndur af Ögmundi biskupi í Skálholti um kærur hans
til síra Jóns Arasonar og er Jón fundinn sekur í öllum liðum.
Úrskurður Orms lögmanns Sturlusonar, er dæmir gildan
-Spjaldhagadóm 27. janúar 1553 (nr. 275).
Jón prestr Eiríksson, prófastr og almennilegr dómari yfir
öllum kirkjunnar málum millum Geirhólms og Hvítaness, afleysir
Bjarna Jónsson af einföldu hórdómsbroti með Ingibjörgu Ormsdóttur
en þau eru að þriðja manni og fjórða.
Vitnisburður um að Helgi Steinmóðsson gefi Steinmóði Jörundssyni, syni Jörundar Steinmóðssonar, hálfa
jörðina Steinanes í Arnarfirði.
Ónýting á kaupskap á milli bræðranna Örnólfs og Jóns Ólafssona á jörðinni Hvilft í Önundarfirði. Á Hvilft 10. maí 1598; bréfið skrifað í Holti í Önundarfirði 31. maí sama ár.
Dómur sex manna, útnefndur af Ólafi sýslumanni Árnasyni að Hvítingum í Vestmannaeyjum 22. júní 1696, í máli milli Hans
Christensson Raufns og Odds Svarthöfðasonar út af óleyfilegum torfskurði síðarnefnds. Eftirrit staðfest af tveimur mönnum 31. maí 1703.
Vitnisburður, að Ögmundr Skálholtsbiskup „góðrar minningar"
hafi gefið Jörundi Steinmóðarsyni og börnum hans 3. Júlí
1537 aptr þá peninga, sem hann hafði brotið af sér með
misferlum sinum við biskup og kirkjuna, og lofaði að útvega
einnig konungshlutann.
Page 12 of 149