Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1171 documents in progress, 1423 done, 40 left)
Vitnisburðarbréf þar sem undirritaðir, Sigurður Sölmundsson og Klemus Jónsson, svara beiðni Árna Magnússonar um hvort þeir viti hvar gömul skjöl sem viðvíkja Vestmannaeyjum sé að finna. Þeir segja að ekkert slíkt hafi sést síðan umboðsmaðurinn Peder Vibe yfirgaf eyjarnar 1693.
Vitnisburður um konungsbréf um skírgetning barna
Þorleifs Grímssonar og Solveigar Hallsdóttur.
Loforð Hans Christianss. Raufns fyrir að Ormur Hjörtsson („Jortsson“) megi fá Stakkagerði til ábúðar meðan hann lifi og haldi duglegan mann á skipum Companísins. „Chorenhaul“ (Kornhóli) 13. ágúst 1694.
Eftirrit gert og staðfest í Vestmannaeyjum 29. maí 1704.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LX, 23.
Símon Oddsson og kona hans Guðrún Þórðardóttir selja Bjarna Sigurðssyni hálfa jörðina Hlíðarenda í Ölfusi. Á Stokkseyrargerðum á Eyrarbakka, 4. janúar 1607.
Transskript af dómi sex manna útnefndum af vel bornum manni jungkæra Erlendi Þorvarðssyni lögmanni sunnan og austan á Íslandi um ákæru Péturs Loptssonar til Eyjólfs Einarssonar vegna Sigríðar Þorsteinsdóltur konu sinnar um þann arf, er fallið
hafði eptir Ragnlieiði heitna Eiríksdóttur.
Sex skjöl er varða inventarium Þingeyraklausturs.
Dómr sex manna, utnefndr af .Tóni Jónssyni, kongs umboðsmanni milli Geirhólms og Hrútaf]arSarár, um gjafir Ara
heitins Andréssonar og Þórdísar heitinnar Gisladóttur til Orms Guðmundssonar.
Dómur á Helgastöðum í Reykjadal um andvirði Arnarvatns við Mývatn, 12. maí 1604.
Ormr Jónsson fær Guðmundi Loptssyni til æfinlegrar eignar
jörðina Bólstað í Kaldaðarnesskirkjusókn, en gefr Guðmund
kvittan um það tilkall, er „Jón bóndi“ átti á jörðunni Bassastöðum.
Jón biskup á Hólum setr með ráði Helga álióta á Þingeyrum bróður Jóni Sæmundssyni skriptir fyrir barneign með
Eingilráð Sigurðardóttur.
Skipti eftir Þorleif Grímsson.
Herra Oddur Einarsson, í umboði Jóns Björnssonar, selur Þorsteini Magnússyni jarðirnar Steina og Hlíð undir Eyjafjöllum. Einnig fær Þorsteinn Jóni jarðirnar Víkingavatn og Grásíðu fyrir Ytri-Djúpadal í Eyjafirði. Á Holti undir Eyjafjöllum, 24. október 1604. Bréfið er skrifað í Skálholti 2. nóvember sama ár en transskriftarbréfið gert í Skálholti 19. janúar 1619.
Ari Magnússon fær hjónunum Guðrúnu Jónsdóttur og Bjarna Jónssyni jörðina Efstaból í Holtskirkjusókn en fær í staðinn hálfa jörðina Kamb í Króksfirði. Að Ögri í Ísafirði, 2. desember 1600.
Klögun Jóns Ólafssonar í Kirkjubæ um eignarhald hans á hjalli sem hann segir að Hans Christiansson umboðsmaður hafi án dóms og laga látið brjóta niður. Sigurður Sölmundsson og Magnús Erlingsson staðfesta frásögn Jóns.
Dómur tólf klerka, útnefndur af Ögmundi biskupi í Skálholti um kærur hans
til síra Jóns Arasonar og er Jón fundinn sekur í öllum liðum.
Örnólfur Ólafsson og kona hans Margrét Torfadóttir selja Ara Magnússyni sex hundraða part í jörðinni Kirkjubóli í Dýrafirði.
Gunnlaugur Ormsson lofar Daða Árnasyni að selja honum jörðina Ytra-Villingadal svo fremi sem Pétur Gunnarsson leysi ekki kotið til sín fyrir sama verð næstkomandi vor. Með fylgir vitnisburður sex granna Daða um að Daði hafi lýst fyrir þeim kaupgjörningi þeirra Gunnlaugs, sem átt hafi sér stað 6. mars 1600, og lesið upp bréf Gunnlaugs fyrir þá að Æsustöðum í Eyjafirði, 25. maí 1600.
Björn Ólafsson vitnar um það að hafa keypt hjall af Lofti Ögmundssyni að viðstöddum Niels Regelsen.
Á 2r hefur Árni Magnússon ritað frekari upplýsingar um sögu hjallsins.
Tylittaedómr, út nefndr af Jóni Olafssyni í umboði föður
síns, Ólafs Guðmundssonar sýslumanns í Isafjarðarsýslu, um
framfæri barna Ólafs Jónssonar.
Jón biskup á Hólum kvittar síra Jón Brandsson um milligjöf milli jarðanna Grillis í Fljótum og Illugastaða í Flókadal.
Þorvaldur Torfason samþykkir próventugjöf síns bróðurs Halldórs Torfasonar til Sæmundar Árnasonar. Á Hóli í Bolungarvík, 3. maí 1604; bréfið skrifað á Eyri í Skutulsfirði 9. maí sama ár. Útdráttur.
Þorsteinn Ormsson selur Ragnheiði Eggertsdóttur hálfa jörðina Miðhlíð á Barðaströnd og fær í staðinn Botn í Tálknafirði, með þeim skilmála að Ragnheiður fái fyrst að kaupa Botn skuli Þorsteinn vilja eða þurfa að selja jörðina. Í Bæ á Rauðasandi, 21. febrúar 1599.
Festíngar og kaupmálabréf Guðmundar Skúlasonar og Guðnýjar Brandsdóttur.
Vitnisburður um jarðabruðlan Narfa Ingimundarsonar.
Kvittan Eggerts lögmanns Hannessonar til Guðmundar Helgasonar um misferli.
Jón Arason biskup selur Páli Grímssyni bóndajarðirnar Glaumbæ í Reykjadal og Halldórsstaði í Laxárdal og hálfa jörðina Hallbjarnarstaði í Reykjadal og hálfa jörðina Björg í Kinn og þar til eina tuttugu hundraða jörð sem þeim semdi en í mót
fékk biskup jörðina Hof á Höfðaströnd með Ytri-Brekku, Syðri-Brekku og Hraun. Galt Páll kirkjunni á Hofi jarðirnar Þrastastaði og Svínavelli á Höfðaströnd.
Virðing á lausum peningum eftir Ásbjörn Guðmundsson andaðan.
Vitnisburður Styrkárs prests Hallsonar, að hann hafi skipt viðum á Gnýstöðum milli Þingeyrarklausturs og Ásgeirsárkirkju
og hafi klaustrinu þá ekki verið eignaður nema hálfur viðteki á Gnýstöðum. Tungu í Víðudal laugardaginn fyrir hvítasunnu ár MDLXXXIII.
Vitnisburðarbréf Sigurðar Sölmundssonar þar sem hann lýsir þremur áklögunarefnum gegn umboðsmanninum Hans Christiansson Rafn, meðal annars um áverka sem hlaust af því að Rafn sló hann í andlitið, og biður Árna Magnússon um aðstoð.
Tvö kaupbréf fyrir Guðlaugsvík við Hrútafjörð, á einu blaði.
Jón Jónsson og Oddný Bjarnadóttir selja Ara Magnússyni jörðina Æðey og fá í staðinn jörðina Tungu og lausafé. Í Vigur, 7. apríl 1608; bréfið skrifað í sama stað degi síðar.
Þorkell Jónsson eldri selur Hákoni Björnssyni Götu í Selvogi fyrir lausafé en hluti fésins skal greiðast Borstrup Giedde til Tommerup höfuðsmanni, svo fremi sem höfuðsmaðurinn útvegi Þorkeli landsvist af konunginum.
Stephán bisknp í Skálholti afleysir Jón Helgason af því
misferli, sem hann í féll, þá er hann í hel sló Þorleif Þórólfsson.
Bréf þeirra Sigurðar Þormóðssonar og Magnús Gunnsteinssonar að þeir votta að Bjarni Pálsson fékk Jóni Björnssyni iiijc uppí jörðina Ytrivelli og kvittaði fyrir andvirðið. Stóra Ósi í Miðfirði frjádaginn í fimtu viku sumars
(bréfið gjört segi síðar) ár MDLXXI.
Alþingisdómur um jörðina Laugaból.
Loforð og skilmáli á milli hjónanna Þorleifs Bjarnasonar og Elínar Benediktsdóttur um jörðina Ánabrekku í Borgarfirði, er Þorleifur hafði Elínu gefið í tilgjöf á þeirra giftingardegi. Á Munkaþverá 15. febrúar 1608; bréfið skrifað á Hrafnagili 23. maí 1609.
Bréf (Björns Þorleifssonar) til Jóns (dans) Björnssonar, þá er Jón vildi ríða í Vatnsfjörð með Birni Guðnasyni.
Guðrún Magnúsdóttir selur Ara Magnússyni alla jörðina Silfrastaði í Skagafirði. Í staðinn fær Guðrún jörðina Ósland, málajörð kvinnu Ara, Kristínar Guðbrandsdóttur, 80 hundruð að dýrleika. Ef Guðrún á ekki skilgetið barn eftir sinn dag fá Ari og hans arfar Ósland til baka.
Kaupmálabréf Þorsteins Guðmundssonar og Þórunnar Jónsdóttur á Grund.
Fyrri hluti skjalsins er efni kaupmálans.
Seinni hluti þess er vitnisburður um hann.
Gottskálk biskup á Hólum gefur Jóni Þorvaldssyni ábóta á
Þingeyrum umboð til að leysa Jón Sigmundsson af því mannslagi, er hann í féll, þá er hann varð Ásgrími Sigmundssyni,
bróður sínum, að bana í kirkjugarðinum í Víðidalstungu, og
Jón hefði meðkenzt (Falsbréf, eitt af morðbréfunum).
Vitnisburður, að Ögmundr Skálholtsbiskup „góðrar minningar"
hafi gefið Jörundi Steinmóðarsyni og börnum hans 3. Júlí
1537 aptr þá peninga, sem hann hafði brotið af sér með
misferlum sinum við biskup og kirkjuna, og lofaði að útvega
einnig konungshlutann.
Þorleifur lögmaðr Pálsson staðfestir dóm Orms Guðmundssonar um löggjafir Ara Andréssonar og Þórdísar Gísladóttur
til Orms.
Tveir prestar og tveir leikmenn vitna að þeir hafa lesið, transkriberað og vottað máldaga
Miklagarðskirkju í Eyjafirði eftir máldagabók Ólafs biskups Rögnvaldssonar.
Staðarbréf, út gefið af Ögmundi biskupi í Skálholti, handa
sira Þorleifi Björnssyni fyrir Staðarstað í Steingrímsfirði, er
Hallr prestr Ögmundsson hafði nú sagt lausum.
Dómur sex manna útnefndur af Jóni Hallssyni konungs umboðsmanni í Rangárþingi um ákærur
síra Jóns Einarssonar til Eiríks Torfasonar og bræðra hans í umboði Þórunnar Einarsdóttur
systur sinnar um þá peninga, er átt hafði Jón Torfason heitinn og honum voru til erfða
fallnir eftir barn sitt skilgetið.
Tvö samhljóða afrit af bréfi Henriks Bielkes höfuðsmanns um að hann seldi og afhenti Eyjólfi Jónssyni jarðir í Borgarfirði og hafi fengið fulla borgun fyrir. Kaupmannahöfn, 28. júní 1676.
Torfi Jónsson selr Eiríki Böðvarssyni jörðina Hillur á Galmaströnd fyrir lausafé og kvittar um andvirðið, en Agnes
Jónsdóttir kona Torfa samþykkir söluna.
Oddur Marteinsson selur Magnúsi Guðmundarsyni hálft land á Harastöðum í Vesturhópi með tilgreindum landamerkjum.
Gjafabréf Ásbjarnar Guðmundssonar, gert í Ólafsvík 10. nóvember 1663, er hann gefur Friðriki konungi þriðja eftir sinn dag eignir sínar, sem voru 80 hundruð í föstu og 20 hundruð í kvígildum. Eftirrit með hendi Jóns Steinþórssonar.
Page 13 of 149