Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1634 documents in progress, 3417 done, 40 left)
Þóra Jónsdóttir selur Finni Jónssyni tíu hundruð í Skógum í Þorskafirði en fær í staðinn sex hundruð í Brekku í Gunnarsholtskirkjusókn og lausafé. Einnig gefa þau hvort annað kvitt um þau skipti og peningareikning sem Finnur og fráfallinn eiginmaður Þóru, séra Snæbjörn Torfason, höfðu gert sín á milli. Í Flatey á Breiðafirði, 29. ágúst 1607; bréfið skrifað á sama stað 29. apríl 1608.
Veitingarbréf séra Jóns Loftssonar fyrir Útskálum.
Kaupmálabréf Kristínar Oddsdóttur og Lofts Skaftasonar. Í Skálholti, 14. júní 1607, bréfið skrifað á sama stað 28. mars 1613.
Alþingisdómur um Fagrabæ á Eyjafjarðarströnd, 1. júlí 1609.
Meðkenning séra Halls Hallvarðssonar að hann hafi selt herra Oddi Einarssyni jörðina Ljósaland í Vopnafirði árið 1603 og staðfest kaupgjörninginn um sumarið 1604.
Árni Jónsson selur Jóni Vigfússyni þrjú hundruð og 40 álnir í Ölvaldsstöðum í Borgarkirkjusókn. Í Borgarhrepp, 24. september 1616; bréfið skrifað á Kalastöðum fáum dögum síðar. Útdráttur.
Guðni og Ormur Jónssynir handleggja Narfa Jónssyni jörðina Dynjandi í Grunnavík.
Vitnisburður um að Jón Gíslason hafi afgreitt Halldóri Þórðarsyni tíu hundruð í Meðalheimi í Hjaltabakkakirkjusókn til heimanfylgju dóttur sinnar Guðrúnar. Gjörningurinn átti sér stað í Þykkvaskógi í Miðdölum 9. september (líklega 1581) en vitnisburðurinn er dagsettur í Hjarðarholti í Laxárdal 17. desember 1581.
Dómur um stefnu séra Páls Jónssonar að kona hans, Þorgerður Þormóðsdóttir, sé löglegur erfingi foreldra sinna og að séra Gísli Þormóðsson hafi ranglega tekið og haldið jörðinni Litlu-Gröf, réttmætri eign Þorgerðar.
Bréf Eggerts Hannessonar um eiðatekt af séra Þorsteini Gunnasyni og Böðvari Þórðarsyni.
Sjöttardómur um skuldir landsmanna við Hannes Reck og Hannes Elmenhorst.
Samantekt Árna Magnússonar upp úr þremur skinnbréfum um kaup Sæmundar Árnasonar á jörðunum Botni í Mjóafirði, Hólum í Dýrafirði og Haukabergi á Barðaströnd af hjónunum Sigfúsi Torfasyni og Jófríði Ormsdóttur.
Vitnisburður Guðmundar Oddssonar um landamerki á milli Eyrar og Arnarnúps í Dýrafirði. Ritað á Hrauni í Dýrafirði 20. september 1596.
Þorgautur Ólafsson og hans kona Marsibil Jónsdóttir selja Sæmundi Árnasyni jörðina Hraun á Ingjaldssandi og sex hundruð í Stærri-Hattardal í Álftafirði. Þorgautur og Marsibil gefa síðan Sæmundi allt andvirðið sér til ævinlegs framfæris. Í kirkjunni á Sæbóli á Ingjaldssandi, 6. júní 1618. Í lok bréfsins hefur Ari Magnússon ritað með eigin hendi að Sæmundur Árnason hafi lesið bréfið upp á Eyrarþingi 1619.
Séra Gottskálk Jónsson selur Magnúsi Þorvarðssyni jörðina Brún í Svartárdal og fær í staðinn hálfa jörðina Blöndubakka. Í Glaumbæ 5. júlí 1584. Útdráttur.
Jörðin Skerðingsstaðir dæmd eign Bjarna Björnssonar á Berufjarðarþingi 27. ágúst 1591.
Claus van der Marvisen, hiröstjóri og höfuðsmann yfir alt Island, gefr sinum góðum vin Didrek van Minnen umboð það, er hann hafði af konungi yfir íslandi, „bífalar“ honum klaustrið i Viðey með öllum tekjum, svo og garðinn á Bessastöðum, og veitir honum „kongsins sýslu Gullbringuna".