Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1351 documents in progress, 2039 done, 40 left)
Afrit af samþykkt Ólafs sýslumanns Einarssonar og tólf annarra um skipaútgerð í Vestur-Skaftafellssýslu, gerð á Heiði í Mýrdal 2. júní 1694 eftir skriflegri áskorun Sigurðar Björnssonar lögmanns. Þessir svonefndu skipapóstar eru svo samþykktir af lögmönnum 19. júní 1695 og lesnir upp í lögréttu 17. júlí 1703. Eftirritið er staðfest af Ólafi sýslumanni sjálfum.
Samtök og áskorun Vestflrðinga til Finnboga lögmanns Jónssonar, að hann haldi gömul lög og íslenzkan rétt, einkum í erfðamálinu eptir Þorleif Björnsson.
Tylftardómur útnefndur af Jóni Þorgeirssyni, kongs umboðsmanni í Hegranessþingi, um kæru Jóns til Sigurðar Magnússonar, að hann hafi verið í styrk og aðför til Hóls áSkaga með Þorsteini Bessasyni, þá er Þórálfur heitinn Guðmundsson var í hel sleginn.
Jarðaskiptabréf síra Sigurðar Jónssonar a Grenjaðarstöðum og Þorsteins bónda Finnbogasonar á Syðri-Brekkum á Langanesi með lausafé fyrir Haga í Hvömmum.
Uppkast að stefnubréfi þar sem Gvendur (Guðmundur) Erlingsson á í umboði Guðbrands biskups að stefna Steinþóri Gíslasyni lagastefnu til Akra í Blönduhlíð fyrir Jón Sigurðsson lögmann og kóngs umboðsmann í Hegranesþingi.
Landvistarbréf út gefið af Kristjáni konungi öðrum til handa Ólafi Ormssyni er orðið hafði að skaða (vegið hafði) Skúla Þormóðsson.
Vitnisburður Bjarna Jónssonar um Landeign og landamerki Guðlaugstaða í Blönduhlíð.
Vitnisburður um að Jón Arason biskup seldi síra Pétri Pálssyni jörðina Ytri-Lauga í Reykjadal sem í staðinn gaf jörðina Syðri-Ey á Skagaströnd.
Dómur sex manna, útnefndur af Ólafi sýslumanni Árnasyni að Hvítingum í Vestmannaeyjum 22. júní 1696, í máli milli Hans Christensson Raufns og Odds Svarthöfðasonar út af óleyfilegum torfskurði síðarnefnds. Eftirrit staðfest af tveimur mönnum 31. maí 1703.
Gunnlaugur Ormsson selur bróður sínum Páli Ormssyni 13 hundruð í jörðinni Innra-Fagradal í Saurbæ. Hér í mót fær Gunnlaugur tíu hundruð í Narfeyri á Skógarströnd, eign Guðrúnar Gunnsteinsdóttur konu Páls, með hennar samþykki. Á Staðarhóli í Saurbæ 15. maí 1597. Útdráttur.
Sigurður Sigurðsson selur bróður sínum Jóni Arnórssyni hálfa jörðina Óspakseyri í Bitrufirði og hálfa jörðina Gröf í Krossárdal en fær í staðinn 16 hundruð í jörðinni Gillastöðum í Laxárdal.
Lýsing á kaupi á þremur hundruðum í jörðinni Hesteyri í Aðalvíkurkirkjusókn.
Hannes Björnsson selur Jóni Magnússyni eldra jörðina Tungu í Bitru. Að Snóksdal í Miðdölum, 3. mars 1603.
Gizur Einarsson fullmektugan formann og superintendentem yfir þá alla, Skálholts dómkirkju og stikti
Björn Magnússon veitir Finni Jónssyni umboð yfir Eyjaþingi (Svefneyjaþingi).
Guðbrandur Oddsson selur herra Oddi Einarssyni hálfa jörðina Böðvarsdal í Vopnafirði. Á Eyvindarstöðum í Vopnafirði, 3. ágúst 1604.
Sjöttardómur í héraði, kvaddur af Knúti kongsfógeta Steinssyni, dæmir Arnbjörgu Jónsdóttur löglegan erfingja föður síns, síra Jóns Bárðarsonar.
Lýsing fjögurra manna, að Guttormur............son hafi neituð því, að hann hafi útgefið þann vitnisburð, að Eyjólfr Gíslason hafi slegið Magnús biskup á munninn, svo að úr honum hefði farið tvær tennur.
Úrskurður Finnboga lögmanns Jónssonar um arf eptir Pál Brandsson, þar sem hann samkvæmt dómum, er áður hafa þar um gengið, úrskurðar þeim Þorleifl og Benedikt Grímssonum, sonarsonum Páls, allan arflnn.
Blað úr reikningsbók um skip og útgerð.
Kaupmálabréf Páls Vítussonar og Helgu Jónsdóttur.
Landvistarbréf, útgefið af Hans konungi, handa Guðmundi Andréssyni, er varð Einari Hallssyni óforsynju að skaða.
Kaupmálabréf Benedikts Halldórssonar og Valgerðar Björnsdóttur.
Meðkenning séra Halls Hallvarðssonar að hann hafi selt herra Oddi Einarssyni jörðina Ljósaland í Vopnafirði árið 1603 og staðfest kaupgjörninginn um sumarið 1604.
Björn prestr Jónsson og Steinunn Jónsdóttir arfleiða og ættleiða börn sín Jón, Magnús og Ragneiði, með samþykki afa barnanna, Jóns biskups Arasonar og Jóns bónda Magnússonar.
Stephán biskup í Skálholti gefr Sturlu Þórðarson frjálsan og liðugan að gera hjúskaparband við Guðlaugu Finnbogadóttur.
Veitingabréf síra Jóns Loptssonar fyrir Skinnastöðum í Öxarfirði.
Jón prestr Filippusson, prófastr í Eyjafirði, kvittar Björn Þorvaldsson af tveimur barneignum með Guðrúnu Sigfúsdóttur.
Skiptabréf systkinanna Jóns Vigfússonar og Þorbjargar Vigfúsdóttur. Í Klofa á Landi 20. júní 1606.
Jón Ólafsson fær Jóni Jónssyni lögmanni það andvirði sem faðir hans, Ólafur Brandsson, hafði gefið við parti í Innra-Botni, sem Jón Ólafsson hafði fengið Gísla Þórðarsyni en nú var klögun á komin. Á Arnarstapa, 2. janúar 1603; bréfið skrifað á sama stað degi síðar.
Ólafur byskup Hjaltason fær Halldóri Sigurðssyni i þjónustulaun sín Neslönd tvenn við Mývatn, Refsstaði í Laxárdal og Hringver á Tjörnesi.
Afrit af skikkunarbréfi Ólafs biskups Rögnvaldssonar um sálumessur á Hólum í Hjaltadal. Uppskrift af bréfi Ólafs Rögnvaldssonar Hólabiskups, dagsettu 30. júlí 1479, um sálumessur á Hólum í Hjaltadal.
Björn Magnússon, kóngsins umboðsmaður yfir Barðastrandarsýslu, gefur Ara Magnússyni bróður sínum umboð yfir syðra parti Barðastrandarsýslu í þrjú ár, frá 1608–1610, með skilmálum sem nánar eru teknir fram.
Jón Jónsson selur séra Gunnlaugi Bjarnasyni frænda sínum jörðina hálfa Gníp (Níp) í Búðardalskirkjusókn. Útdráttur.
Vitnisburður um prófentu þá, er Þorbjörn Gunnarsson gaf Ivari Brandssyni.
Þórður Pétrsson kvittar Sigríði Einarsdóttur um alla þa peninga, sem hann hefir átt eða mátt eiga eptir Hallgrím heit- inn Pétrsson bróður sinn, svo og þá peninga, er Pétr ábóti faðir hans hafði feingið honum. alt með því fororði, er bréfið hermir.