Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1171 documents in progress, 1414 done, 40 left)
Uppkast að stefnubréfi þar sem Gvendur (Guðmundur) Erlingsson á í umboði Guðbrands biskups að stefna Steinþóri Gíslasyni lagastefnu til Akra í Blönduhlíð fyrir Jón Sigurðsson lögmann og kóngs umboðsmann í Hegranesþingi.
Útdrættir úr stóru transskriftarbréfi um Veturliðastaði.
parchment
Dómr sex presta, útnefndr at Jóni biskupi á Hólum, um ákæru síra Ólafs GuSmundssonar til síra Björns Jónssonar, að síra Björn héldi fyrir sér jörðunni hálfum Reykjum í Miðfirði.
Bréfsform Hallvarðs príors förumunka í Björgvin um það, að taka þá inn í lifnað þeirra bræðra, er að reglu þeirra vilji hallast og þeirra lifnað halda.
Dómur um það mál sem sira Björn Thómasson beiddist dóms á, hvort hann mætti halda níu kúgildum, sem Þorsteinn bóndi Guðmundsson hefði goldið sér í þá peninga sem hann gaf Ólöfu dóttur sinni til giftingar, en þeir Björnsynir, Jón og Magnús töldu kúgildin fé Þórunnar Jónsdóttur en ekki Þorsteins og eru dómsmenn því samþykkir og dæma þeim kúgildin.
Guðrún Einarsdóttir selur Ara Magnússyni Silfrastaði, en hann henni aftur Ósland í Miklabæjarsókn, 80 hundruð að dýrleika, með samþykki Kristínar Guðbrandsdóttur konu sinnar; skyldi Ósland falla til Ara í löggjafir Guðrúnar ef hún andaðist án lífserfingja.
Ormr lögmaðr Sturluson lofar að halda trúfastan vinskap við síra Björn Jónsson, og að síra. Björn megi af honum fá lög og rétt yfir mönnum, „einkanlega, að hann megi koma réttum lögum yfir Daða bónda Guðmundsson".
Ormr Jónsson geldr og selr „bróður sínum" Sturlu Þórðarsyni jörðina Kjarlaksstaði á Skarðsströnd með fjórum kúgildum fyrir þá peninga, er Sturla og Guðlaug kona hans höfðu feingið Orrni, og kvittar Ormr þau um andvirðið.
Ísleifur Þorbergsson yngri selur Jóni Björnssyni Mýrarkot á Tjörnesi í Húsavíkursókn lausafé.
Ólafur Jónsson selur Gísla Jónssyni bróður sínum jörðina alla Seljanes í Trékyllisvík. Að Snóksdal í Miðdölum, 19. desember 1611. Útdráttur.
Finnbogi Einarsson prestur fær Gísla syni sínum til fullrar eignar jörðina Fjósatungu í Fnjóskadal og áskilur sér fyrstum kaup á henni vilji Gísli selja hana.
Skoðun á lögmæti próventugjafar Þórðar Jónssonar til Sigurðar Jónssonar bróður síns. Í Eskjuholti 13. maí 1595.
Skiptabréf eftir Þorleif Grímsson.
Dómur á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd um skipti á milli Ragnhildar Þórðardóttur og annarra erfingja Vigfúsar heitins Jónssonar eiginmanns hennar.
Dómur sex manna (Sigurður Þormóðsson vc.), útnefndra af Heinrek Gerkens Hannessyni, sýslum. í Húnavatns þíngi, um þrætu útúr Harastöðum eptir Þorbjörn Gunnarsson, milli Jóns Einarssonar og Þorbjarnar Skúlasonar; dæma þeir Jón Einarsson skilgetinn sonarson Þorbjarnar Gunnarssonar og Harastaði hans eign, meðan hún er ekki með lögum af honum sókt, en skjóta málinu til Öxarár þíngs og skyldu Þorbjörn og Jón bróðir hans, Skúlasyni, að koma þángað með skilríki sín. Dómurinn stóð í Eingihlíð í Lángadal, á þíngstað réttum, fimmtudaginn næsta fyrir Ceciliu messu ár MDLXX og II en bréfið skrifað á Þíngeyrum viku síðar.
Sendibréf frá Sigurði Sölmundssyni til Árna Magnússonar þar sem Sigurður færir Árna ýmis tíðindi úr Vestmannaeyjum.
Afhendingarbréf fyrir Eyrarlandi.
Séra Einar Sigurðsson og séra Hjörleifur Erlendsson handsala opinberlega að leggja ágreining sinn um land fyrir sunnan og vestan Breiðdalsá til næsta alþingis. Að Eydölum á löglegu héraðsþingi, 1. maí 1612.
Álits og skoðunargerð átta manna útnefndra af síra Jóni Haldórssyni officialis milli Geirhólms og Hrútafjaiðará um áskilnað milli Staðarkirkju í Steingrímsfirði og Guðmundar Loptssonar út af Selárdal.
Vottun um forkaupsrétt á jörðinni Heiðarbæ í Steingrímsfirði.
Sigríður Magnúsdóttir selur Oddi Tumasyni syni sínum Xc í Guðlaugsstöðum í Blöndudal fyrir XIIc í lausafé.
Vitnisburðarbréf um landamerki Gnúps og Alviðru í Dýrafirði.
Erfðaskrá Halldórs Jakobssonar þar sem hann ánafnar bróðurdóttur sinni, Margréti Jónsdóttur Stephensen, og sonum hennar, Ólafi og Jóni, höfuðbólið Kolbeinsstaði.
Þóra Jónsdóttir selur föður sínum, Jóni Björnssyni, jörðina Hrafnagil í Laxárdal. Á Felli í Kollafirði, 23. júlí 1601; bréfið skrifað degi síðar.
Þórkatla Árnadóttir geldur og fær Jóni Dagstyggssyni, syni sínum, í sín þjónustulaun allan þann part í jörðinni Hlíð í Kollafirði, er Árna syni hennar bar til erfða eftir Dagstygg Jónsson föður sin, en hún hafði haft fyrir Árna þar til hann lést og Jón unnið hjá henni kauplaust í níu ár, frá því að faðir hans lést.
Séra Snæbjörn Torfason selur Sæmundi Árnasyni jörðina Dvergastein í Álftafirði en fær í staðinn hálft Laugaból í Ísafirði, 17. júní 1601. Bréfið skrifað á Eyri í Skutulsfirði 10. júlí sama ár.
Þorsteinn Bjarnason selur Birni Benediktssyni hálfa jörðina Svínárnes í Höfðahverfi en fær í staðinn jörðina Steindyr í Höfðahverfi. Á Munkþverá, 7. maí 1601; bréfið skrifað á Stóra-Hamri degi síðar.
Vitnisburður, að Björn Guðnason hafi um langa tíma átt jörðina Ásgarð í Hvammssveit og hafi keypt hana af Þórólfi Ögmundssyni, með fleirum greinum, er bréfið hermir.
Landvistarbréf út gefið af Kristjáni konungi öðrum til handa Ólafi Ormssyni er orðið hafði að skaða (vegið hafði) Skúla Þormóðsson.
Jón Magnússon leigir Þorsteini Ormssyni Haga á Barðaströnd með öllum húsum og ítökum og þjónustufólkinu Bjarna og Margréti, með ýmsum skilmálum. Í Haga á Barðaströnd, 19. og 20. nóvember 1600. Bréfið skrifað að Brjánslæk 3. desember sama ár.
Alþíngisdómur sex manna (Jón Fúsason vc. ), útnefndur af lögmönnum báðum, Þórði Guðmundssyni og Jóni Jónssyni, til að dæma um hver eigandi skyldi vera að Harastöðum í Vesturhópi. Dæma þeir Jóni Einarssyni heimilt að halda jörðina þartil hún verði með lögum af honum sótt, en þier Skúlasynir, Þorbjörn og Jón höfðu ekki komið til alþíngis með skilríki sín, eptir Engihlíðar-dómi. Dómurinn fór fram á almennilegu Auxarárþíngi miðvikudaginn næstan eptir Pétursmessu og Páls, en dómsbréfið skrifað á Melum í Melasveit XV Julii ár MDLXXIII.
Jarðaskiptabréf Jóns Magnússonar og Gunnars Gíslasonar, og skiptast þeir á Mannskapshóli og Mýrarkoti á Höfðaströnd fyrir Þórustaði á Eyjafjarðarströnd.
Afrit af fjórum vitnisburðum um Iðunnarstaðalandamerki og um Tunguskóg og sölu á Iðunnarstöðum.
Auglýsing hreppstjóra og innbyggjenda í Víðidalshrepp að Jón Þorláksson eigi svo litla skuldlausa fjármuni að hann sé ekki löglega skyldur til að taka ómagana Björn Magnússon og Stíg Arason, sem upp á hann eigi að setjast. Bréfið er sennilega uppkast.
Guðmundur Bjarnason gefur og greiðir Ara Magnússyni selhúsastöðu í Tungudal í Króksfirði.
Sveinn Þorleifsson selr síra Ólafi Hjaltasyni sjálfdæmi og gefr sig og alt það, sem hann á, í hans vald, fyrir „það svik", er Sveinn hafði gert síra Ólafi í sambúð við Hallfríði Ólafsdóttur, með þeim fleirum greinum, er bréfið hermir.
Tylftardómur útnefndur af Ögmundi biksupi í Skálholti og Erlendi Þorvarðssyni lögmanni sunnan og austan á Íslandi um ágreining milli Hannesar Eggertssonar og Týls Péturssonar um hirðstjórn yfir landinu og dæma þeir hirðstjórabréf það, er Hannes hafði af konungi haft, myndugt.
Lýsing Þorsteins Finnbogasonar, að hann hafi gefið síra Birni Gíslasyni brennistein í Fremri-Námum í sína lífsdaga.
Jón Finnbogason og kona hans Arnbjörg Kolbeinsdóttir lýsa skuldum í garð erfingja Jóns Vigfússonar vegna jarðarinnar Baldursheims í Skútustaðakirkjusókn. Komist er að samkomulagi og gefa Jón og Arnbjörg erfingja Jóns Vigfússonar kvitta og ákærulausa. Þá er landamerkjum Baldursheims lýst. Á Garði við Mývatn, 2. ágúst 1614; bréfið skrifað í Skálholti 7. desember sama ár.
Magnús Indriðason selur Páli Jónssyni 16 hundruð í jörðinni Kálfanesi.
Einar Nikulásson selur Birni Benediktssyni jörðina Brekku í Núpasveit. Andvirðið skal Björn greiða Solveigu Þorsteinsdóttur í próventuskuld sem Einar og bróðir hans Þorsteinn voru skyldugir vegna bróður þeirra Hallgríms heitins. Á Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði 6. ágúst 1601; bréfið skrifað á Munkaþverá 20. desember sama ár.
Úrskurður konungs og ríkisráðs, að arfur eftir Þorleif Grímsson skiptist í tvennt, og falli annar helmingr til barna hans með fyrri konu, en hinn til barna með síð- ari konu.
Guðbrandur Þorláksson biskup gefur dóttur sinni Halldóru jörðina Skálá í Sléttahlíð vegna fjögurra ára landaskulda á Silfrastöðum sem hann var henni skuldugur. Einnig gefur hann henni jörðina Minni-Brekku á Höfðaströnd fyrir Hól í Flókadal sem hann hafði áður goldið henni í þjónustulaun. Í biskupsbaðstofunni á Hólum í Hjaltadal, 9. júní 1620.
Vitnisburður granna Sæmundar Árnasonar að hann hafi lýst fyrir þeim lögmálum er hann hefur lagt í fimm jarðir á Vestfjörðum: Hvilftar í Önundarfirði, Hrauns í Dýrafirði, Steinólfstaða og Mærðareyri í Veiðileysufirði og Bjarnarstaða í Ísafirði. Gert og skrifað á Hóli í Bolungarvík 17. júní 1597.
Björn Benediktsson selur Þorsteini Bjarnasyni aftur það veð er Björn átti á jörðinni Steindyrum í Höfðahverfi. Á Munkaþverá, 29. febrúar 1604; bréfið skrifað á Stóra-Hamri í Eyjafirði, 17. apríl 1604.
Bréf um Harastaði.
Arnbjörn Þorgrímsson meðkennist að hafa fengið fulla greiðslu af Bjarna Sigurðssyni fyrir hálfar Brekkum á Rangárvöllum. Á Stokkseyri á Eyrarbakka, 17. mars 1620.
Vitnisburðarbréf um viðureign Jóns Solveigarsonar, sem kallaður er Sigmundsson, og þeirra Filippussona, Gísla, Hermanns og Ólafs, í Víðidalstungu (1483).
Árni Magnússon vitnar að hafa selt séra Einari Sigurðssyni jörðina Hólaland í Desjarmýrarkirkjusókn og sex hundraða part í Berufirði. Á Skála árið 1598. Transskriftarbréfið er skrifað í Skálholti 14. júní 1611.