Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1621 documents in progress, 3394 done, 40 left)
Jörðin Skerðingsstaðir dæmd eign Bjarna Björnssonar á Berufjarðarþingi 27. ágúst 1591.
Árni Oddsson lögmaður og Bjarni Sigurðsson endurnýja og staðfesta kaup sem þeir höfðu gert sín á millum við Tjörfastaði í Landmannahrepp 3. september 1639 um að Bjarni keypti 13 hundruð í Rauðabergi í Hornafirði. Á Leirá í Leirársveit, 25. febrúar 1640. Útdráttur.
Jón ábóti á Þingeyrum selur Egli Grímssyni til fullrar eignar fjóra tigi hundraða í Hofi í Vatnsdal með tilgreindum ítökum fyrir eignarhlutann í Spákonufelli og Árbakka.
Hjálmur Jónsson og Sigríður Jónsdóttir kona hans gefa Elínu Pétursdóttur fimm hundruð í góðum peningum í löggjöf. Á Torfufelli í Eyjafirði, 11. maí 1611; bréfið skrifað á Hólum í Eyjafirði sama dag.
Magnús Björnsson lögmaður og sex menn aðrir ákvarða landamerki sem skilja að jarðirnar Vatnshorn og Leikskála í Haukadal, en eigendur jarðanna, Bjarni Pétursson og Eggert Hannesson, deildu um landspláss á milli þeirra. Bréf sem Eggert Hannesson lagði fram sem dagsett var 28. maí 1438 dæmdi Magnús að væri falsbréf af ýmsum sökum og skar það í sundur.
Dómur á Gaulverjabæ í Flóa um ákæru vegna Grímslækjar í Hjallakirkjusókn.
Um arfaskipti á milli bræðranna Árna lögmanns, séra Sigurðar og Eiríks Oddsona vegna þeirra systur Margrétar heitinnar Oddsdóttur. Í Öndverðarnesi, 4. júní 1656.
Hannes Björnsson gefur Birni Þorleifssyni jörðina Eyri í Bitru.
Dómur sex manna útnefndur af Jóni Hallssyni konungs umboðsmanni í Rangárþingi um ákærur síra Jóns Einarssonar til Eiríks Torfasonar og bræðra hans í umboði Þórunnar Einarsdóttur systur sinnar um þá peninga, er átt hafði Jón Torfason heitinn og honum voru til erfða fallnir eftir barn sitt skilgetið.
Pétur Pálsson lýsir fyrir grönnum sínum landsmála (lögmála) á Garpsdal í Gilsfirði, er Jón Halldórsson og kona hans Guðný Eyjólfsdóttir hafa honum lofað að selja fyrstum manna.
Transkriptabréf Ögmundar ábóta í Viðey á úrskurði Jóns erkibiskups í Niðarósi þar sem hann dæmir Odda og Vatnsfjörð undir forræði Skálholtsbiskups.
Björn Sæbjörnsson vitnar um að hafa fengið greiðslu frá Brynjólfi Sveinssyni biskupi vegna Fremri-Hlíðar í Vopnafirði og gefur hann biskup kvittan. Í Leiðarhöfn í Vopnafirði, 6. september 1656. Transskriftarbréfið gert í Skálholti 16. október sama ár.
Þóroddur Björnsson selur Bjarna Sigurðssyni Sauðholt í Holtum en fær í staðinn Skálmholtshraun í Ólafsvallakirkjusókn. Á Stokkseyri á Eyrarbakka, 19. nóvember 1615. Útdráttur.
Vitnisburður granna Sæmundar Árnasonar að hann hafi lýst fyrir þeim lögmálum er hann hefur lagt í fimm jarðir á Vestfjörðum: Hvilftar í Önundarfirði, Hrauns í Dýrafirði, Steinólfstaða og Mærðareyri í Veiðileysufirði og Bjarnarstaða í Ísafirði. Gert og skrifað á Hóli í Bolungarvík 17. júní 1597.
Ættleiðingarbréf Helgu og Þórunnar (ríku) Jónsdætra gert á Skútustöðum við Mývatn 6. júní 1596.
Brynjólfur Sveinsson biskup kaupir sex og hálft hundrað í Rauðabergi í Hornafirði fyrir lausafé 1656. Útdráttur.
Bjarni Oddsson fær syni sínum Pétri Bjarnasyni eldri jarðirnar Torfastaði og Teig, báðar í Vopnafirði, til réttra arfaskipta. Móðir Péturs og systkini samþykkja gjörninginn. Að Bustarfelli, 18. ágúst 1657.
Teitur Eiríksson og kona hans Katrín Pétursdóttir selja Ólafi Jónssyni jarðirnar Hornstaði í Laxárdal og Steinadal í Kollafirði.