Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1351 documents in progress, 2039 done, 40 left)
Sveinn Símonarson og kona hans Ragnheiður Pálsdóttir selja Ara Magnússyni sjö hundruð í jörðinni Súðavík í Álftafirði og sex hundruð í Seljalandi í Skutulsfirði og fá í staðinn þrettán hundruð í jörðunum Arnarnúpi og Skálará í Dýrafirði. Á Holti í Önundarfirði 5. október 1604; bréfið skrifað á sama stað 10. maí 1605.
Afrit af afgreiðslubréfi þar sem Vigdísi Halldórsdóttur er gert að afhenda Birni Magnússyni fyrir hönd Daða Bjarnarsonar 24 hundruð í Lambadal innri í samræmi við alþingisdóm sem Björn Magnússon las upp í umboði Daða (sjá Alþingisbækur Íslands IV: 45-46). Meðaldalur, 15. október 1607.
Sex menn votta, að Þorálfr Þorgrímsson seldi Magnúsi syni sínum til fullrar eignar hálfa jörðina Granastaði i Köldukinn fyrir lausafé, og að Páll Þórálfsson seldi Magnúsi bróður sínum það hálft þriðja hundrað í jörðinni, er lionum hafði til erfða fallið cptir Steinuui Þorkelsdóttur móður sína.
Afrit þriggja bréfa um sölu jarðarinnar Hólmakots í Borgarfjarðarsýslu.
Dómur útnefndur af Torfa bónda Jónssyni, kongs umboðsmanni milli Gilsfjarðar og Skraumu, um tilkall Björns Guðnasonar til arfs eptir Solveigu Björnsdóttur.
Hannes Björnsson selur Jóni Magnússyni eldra jörðina Tungu í Bitru. Að Snóksdal í Miðdölum, 3. mars 1603.
Jón prestr Eiríksson, prófastr og almennilegr dómari yfir
öllum kirkjunnar málum millum Geirhólms og Hvítaness, afleysir
Bjarna Jónsson af einföldu hórdómsbroti með Ingibjörgu Ormsdóttur
en þau eru að þriðja manni og fjórða.
Dómur um ágreining á landamerkjum á milli Eyrar og Arnarnúps. Gerður í Meðaldal 3. febrúar 1599; skrifaður í Holti í Önundarfirði 31. janúar 1600.
Kaupmálabréf Kristínar Oddsdóttur og Lofts Skaftasonar. Í Skálholti, 14. júní 1607, bréfið skrifað á sama stað 28. mars 1613.
Dómur sex manna, útnefndur af Ólafi sýslumanni Árnasyni að Hvítingum í Vestmannaeyjum 22. júní 1696, í máli milli Hans
Christensson Raufns og Odds Svarthöfðasonar út af óleyfilegum torfskurði síðarnefnds. Eftirrit staðfest af tveimur mönnum 31. maí 1703.
Vitnisburðarbréf þar sem undirritaðir, Sigurður Sölmundsson og Klemus Jónsson, svara beiðni Árna Magnússonar um hvort þeir viti hvar gömul skjöl sem viðvíkja Vestmannaeyjum sé að finna. Þeir segja að ekkert slíkt hafi sést síðan umboðsmaðurinn Peder Vibe yfirgaf eyjarnar 1693.
Bréf borgmeistara og ráðsmanna í Hamborg um sætt og sama þeirra Týls Péturssonar
og Hannesar Eggertssonar á Alþingi á Íslandi 29. júní 1520 um misgreiningar ýmsar þeirra á milli, svo og um gripdeildir,
Ara Andréssonar. En sætt þessi varð fyrir milligöngu tveggja skipherra Hinriks Hornemanns og Hinriks Vagets, er unnu nú að því bókareið, að sættin hefði farið á þá leið er bréfið hermir.
Loforð Hans Christianss. Raufns fyrir að Ormur Hjörtsson („Jortsson“) megi fá Stakkagerði til ábúðar meðan hann lifi og haldi duglegan mann á skipum Companísins. „Chorenhaul“ (Kornhóli) 13. ágúst 1694.
Eftirrit gert og staðfest í Vestmannaeyjum 29. maí 1704.
Vitnisburður síra Gilbrigts Jónssonar um jarðaskipti Jónsbyskups Arasonar við Einar Ólafsson, Þorkelshóli fyrir Slóru-Borg.
Þorsteinn Ormsson selur Ragnheiði Eggertsdóttur hálfa jörðina Miðhlíð á Barðaströnd og fær í staðinn Botn í Tálknafirði, með þeim skilmála að Ragnheiður fái fyrst að kaupa Botn skuli Þorsteinn vilja eða þurfa að selja jörðina. Í Bæ á Rauðasandi, 21. febrúar 1599.
Þorgils prestr Nikulásson, prófastr i milli Hvítaness og
Langaness, afleysir Jón murta Narfason og Sesseliu Bersadóttur af 4 barneignum.
Tylittaedómr, út nefndr af Jóni Olafssyni í umboði föður
síns, Ólafs Guðmundssonar sýslumanns í Isafjarðarsýslu, um
framfæri barna Ólafs Jónssonar.
Dómur á Helgastöðum í Reykjadal um andvirði Arnarvatns við Mývatn, 12. maí 1604.
Vitnisburður tveggja manna um að Þorleifur bóndi Bjarnarson hafi sýnt og lesið fyrir þeim Guðmundi Árnasyni og Jón Snorrasyni bréf um kaup Þorleifs á átta hundruðum í jörðinni Hallsstöðum af Torfa Ólafssyni, og annað bréf um próventu sem Torfi hafði gefið Þorleifi.
Herra Oddur Einarsson, í umboði Jóns Björnssonar, selur Þorsteini Magnússyni jarðirnar Steina og Hlíð undir Eyjafjöllum. Einnig fær Þorsteinn Jóni jarðirnar Víkingavatn og Grásíðu fyrir Ytri-Djúpadal í Eyjafirði. Á Holti undir Eyjafjöllum, 24. október 1604. Bréfið er skrifað í Skálholti 2. nóvember sama ár en transskriftarbréfið gert í Skálholti 19. janúar 1619.
Festíngar og kaupmálabréf Guðmundar Skúlasonar og Guðnýjar Brandsdóttur.
Klögun Jóns Ólafssonar í Kirkjubæ um eignarhald hans á hjalli sem hann segir að Hans Christiansson umboðsmaður hafi án dóms og laga látið brjóta niður. Sigurður Sölmundsson og Magnús Erlingsson staðfesta frásögn Jóns.
Vitnisburður um samtal Sæmundar Árnasonar og Ara Jónssonar um jörðina Eyri og kaup Sæmundar á nefndri jörð af Ara. Á Hóli í Bolungarvík 31. mars 1597; bréfið skrifað á sama stað 5. apríl sama ár.
Vitnisburðarbréf um lofan Björns Þorleifssonar við þá mága sína Eyjólf Gíslason, Grím Jónsson og Guðmund Andrésson, er heimtu að honum föðurarf kvenna sinna, svo og við Kristínu systur sína, er og heimti föðurarf sinn.
Dómur á Vallnalaug í Skagafirði 18. september 1609 um stefnu vegna jarðarinnar Brúnastaða. Bréfið skrifað á Stað í Reyninesi 24. október sama ár.
Vitnisburður um að Helgi Steinmóðsson gefi Steinmóði Jörundssyni, syni Jörundar Steinmóðssonar, hálfa
jörðina Steinanes í Arnarfirði.
Kvörtun Brynjólfs Magnússonar til Árna Magnússonar um að umboðsmaðurinn Niels Riegelsen meini honum að nýta jörðina Kirkjubæ andstætt samkomulagi við fyrrverandi umboðsmann, Hans Christiansson Rafn. Magnús Erlendsson, Sigurður Sölmundsson og Klemus Jónsson votta enn fremur að Brynjólfur hafi forsvaranlega hirt um jörðina.
Þorvaldur Torfason samþykkir próventugjöf síns bróðurs Halldórs Torfasonar til Sæmundar Árnasonar. Á Hóli í Bolungarvík, 3. maí 1604; bréfið skrifað á Eyri í Skutulsfirði 9. maí sama ár. Útdráttur.
Steinn Jónsson synjar fyrir að hafa verið kvaddur til vitnis um samning þeirra Ara lögmanns Jónssonar og Þorleifs Grímssonar um heimanfylgju Halldóru, dóttur Þorleifs og konu Ara.
Jón Jónsson selur séra Gunnlaugi Bjarnasyni frænda sínum jörðina hálfa Gníp (Níp) í Búðardalskirkjusókn. Útdráttur.
Vitnisburður að Sigmundur Brandsson heitinn hefði lýst því yfir í sinni dauðstíð, að synir Jóns Sigmundssonar heitins, Sturli og Grímur, væri sínir löglegir erfingjar og eignarmenn eftir sinn dag að jörðinni Bæ í Súgandafirði, með öðru fleira, er bréfið hermir.
Kvittan Eggerts lögmanns Hannessonar til Guðmundar Helgasonar um misferli.
Vitnisburðarbréf um landamerki Gnúps og Alviðru í
Dýrafirði.
Virðing á lausum peningum eftir Ásbjörn Guðmundsson andaðan.
Transskript af dómi sex manna útnefndum af vel bornum manni jungkæra Erlendi Þorvarðssyni lögmanni sunnan og austan á Íslandi um ákæru Péturs Loptssonar til Eyjólfs Einarssonar vegna Sigríðar Þorsteinsdóltur konu sinnar um þann arf, er fallið
hafði eptir Ragnlieiði heitna Eiríksdóttur.
Vitnisburðarbréf Sigurðar Sölmundssonar þar sem hann lýsir þremur áklögunarefnum gegn umboðsmanninum Hans Christiansson Rafn, meðal annars um áverka sem hlaust af því að Rafn sló hann í andlitið, og biður Árna Magnússon um aðstoð.
Vitnisburður um konungsbréf um skírgetning barna
Þorleifs Grímssonar og Solveigar Hallsdóttur.
Dómr sex manna, utnefndr af .Tóni Jónssyni, kongs umboðsmanni milli Geirhólms og Hrútaf]arSarár, um gjafir Ara
heitins Andréssonar og Þórdísar heitinnar Gisladóttur til Orms Guðmundssonar.
Stephán bisknp í Skálholti afleysir Jón Helgason af því
misferli, sem hann í féll, þá er hann í hel sló Þorleif Þórólfsson.
Dómur sex manna útnefndur af Jóni Hallssyni konungs umboðsmanni í Rangárþingi um ákærur
síra Jóns Einarssonar til Eiríks Torfasonar og bræðra hans í umboði Þórunnar Einarsdóttur
systur sinnar um þá peninga, er átt hafði Jón Torfason heitinn og honum voru til erfða
fallnir eftir barn sitt skilgetið.
Page 14 of 149