Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1621 documents in progress, 3394 done, 40 left)
Erfðaskrá Valgerðar Hákonardóttur.
Guðrún Ólafsdóttir gefur manni sínum Helga Brynjólfssyni umboð til að selja Háafell í Hvítársíðu. Á Býjaskerjum, 7. júní 1611.
Guðbrandur Oddson selur herra Oddi Einarssyni sex hundruð í Böðvarsdal í Refsstaðakirkjusókn. Á Refsstöðum, 1. ágúst 1607.
Magnús Björnsson gefur lagaumboð Jóni Björnssyni bróður sínum vegna klögunarmáls Árna Geirmundssonar um Veturliðastaði í Fnjóskadal. Skrifað nær Hofi á Höfðaströnd 18. júní 1597.
Sæmundi Magnússyni er dæmd jörðin Grafarbakki á Öxarárþingi 1582.
Jón Sigurðsson selur Jóni Björnssyni hálfan Orrahól í Staðarfellskirkjusókn fyrir lausafé.
Kaupmálabréf Bjarna Jónssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Skrifað í Hjarðardal í Dýrafirði 15. ágúst 1582.
Björn Einarsson selur Sighvati ísleifssyni jörðina Fell í Kollafirði fyrir áttatigi hundraða með forgangsrétti til kaups, ef aptur verði seld; skyldu Kálfárvellir koma upp í fjóra tigi hundraða.
Sunnefa Björnsdóttir lofar Tómasi Pálssyni að Sæmundur Árnason skuli fyrstur kaupa Steinólfstaði og Mærðareyri þá hún vildi þær selja. Gert á Steinólfsstöðum 4. júlí 1596; bréfið skrifað á Stað í Grunnavík 13. mars 1597.
Transskript af fjórum bréfum. (Útdráttur) Transskriftarbréf Stígs prests Björnssonar og þriggja leikmanna af fjórum bréfum viðvíkjandi kröfum Guðbrands biskups Þorlákssonar til eigna Jóns lögmanns Sigmundssonar og Einars Jónssonar. 1, af Friðreks konungs staðfestíngarbréfi, dat. Fredsichsb. 14 Apr. 1571 (No. 647) 2, af Bessastaðadómi tólf manna, miðvikud. eftir visitatio Mariæ 1569 (No. 644) 3, af Akradómi tólf manna, miðvikud. eftir Geisladag 1570 (No. 645) 4, af Alþingisdóm tólf manna 1570 (nr. 646) Afskriftin er gjörð á Hólum í Hjaltadal 22. janúar 1580.
Dómur á Gaulverjabæ í Flóa um ákæru vegna Grímslækjar í Hjallakirkjusókn.
Eiríkur Árnason selur séra Bjarna Jónssyni fjögur hundruð í Fremri-Kleif í Eydalastaðarkirkjusókn. Á Stöðvarstað í Stöðvarfirði, 21. janúar 1645. Útdráttur.
Kaupmálabréf og vitnisburður um giftingu Margrétar Sigurðardóttur og séra Gísla Árnasonar. Á Breiðabólstað í Fljótshlíð, 22. september 1611. Útdráttur.
Bréf að síra Hallvarðr Bjarnason hafi geflð Marteini Þorvarðssyni og Sigríði konu hans hálfa jörðina Villinganes í Goðdalakirkjusókn.
Samningr Þoriáks Þorsteinssonar og Sigríðar húsfreyju Þorsteinsdóttur um jörðina Dal í Eyjafirði og annan arf eptir Árna heitinn Einarsson, bónda Sigríðar.
Þorsteinn Þorleifsson lýsir því yfir á alþingi að hann hafi keypt jörðina Neðri-Kot í Norðurárdal í Skagafirði og fengið í staðinn Tjarnir í Eyjafirði. Við Öxará, 6. júlí 1689. Neðan við auglýsinguna er ritað að bréfið hafi verið upp lesið í lögréttu 8. júlí sama ár.
Sæmundur Magnússon selur Þormóði Ásmundssyni tíu hundruð í jörðinni Grafarbakka í Hrunakirkjusókn. Bræðratungu, 6. janúar 1582, bréfið skrifað degi síðar.
Teitur Eiríksson og kona hans Katrín Pétursdóttir selja Ólafi Jónssyni jarðirnar Hornstaði í Laxárdal og Steinadal í Kollafirði.
Skoðun og virðing á peningum eftir Jón Ormsson heitinn. Gert á Einarstöðum í Reykjadal 1. júní 1581.
Skuldauppgjör vegna jarðarinnar Brjánsness við Mývatn sem Þorkell Jónsson og Valgerður Einarsdóttir höfðu selt Önnu Eyjólfsdóttur og Vigfúsi Þorsteinssyni. Á Haganesi við Mývatn 21. maí 1596; bréfið skrifað degi síðar.