Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1373 documents in progress, 2093 done, 40 left)
Guðrún Magnúsdóttir selur Ara Magnússyni alla jörðina Silfrastaði í Skagafirði. Í staðinn fær Guðrún jörðina Ósland, málajörð kvinnu Ara, Kristínar Guðbrandsdóttur, 80 hundruð að dýrleika. Ef Guðrún á ekki skilgetið barn eftir sinn dag fá Ari og hans arfar Ósland til baka.
Gottskálk biskup á Hólum gefur Jóni Þorvaldssyni ábóta á
Þingeyrum umboð til að leysa Jón Sigmundsson af því mannslagi, er hann í féll, þá er hann varð Ásgrími Sigmundssyni,
bróður sínum, að bana í kirkjugarðinum í Víðidalstungu, og
Jón hefði meðkenzt (Falsbréf, eitt af morðbréfunum).
Örnólfur Ólafsson og kona hans Margrét Torfadóttir selja Ara Magnússyni sex hundraða part í jörðinni Kirkjubóli í Dýrafirði.
Tveir prestar og tveir leikmenn vitna að þeir hafa lesið, transkriberað og vottað máldaga
Miklagarðskirkju í Eyjafirði eftir máldagabók Ólafs biskups Rögnvaldssonar.
Staðarbréf, út gefið af Ögmundi biskupi í Skálholti, handa
sira Þorleifi Björnssyni fyrir Staðarstað í Steingrímsfirði, er
Hallr prestr Ögmundsson hafði nú sagt lausum.
Gunnlaugur Ormsson lofar Daða Árnasyni að selja honum jörðina Ytra-Villingadal svo fremi sem Pétur Gunnarsson leysi ekki kotið til sín fyrir sama verð næstkomandi vor. Með fylgir vitnisburður sex granna Daða um að Daði hafi lýst fyrir þeim kaupgjörningi þeirra Gunnlaugs, sem átt hafi sér stað 6. mars 1600, og lesið upp bréf Gunnlaugs fyrir þá að Æsustöðum í Eyjafirði, 25. maí 1600.
Tvö samhljóða afrit af bréfi Henriks Bielkes höfuðsmanns um að hann seldi og afhenti Eyjólfi Jónssyni jarðir í Borgarfirði og hafi fengið fulla borgun fyrir. Kaupmannahöfn, 28. júní 1676.
Torfi Jónsson selr Eiríki Böðvarssyni jörðina Hillur á Galmaströnd fyrir lausafé og kvittar um andvirðið, en Agnes
Jónsdóttir kona Torfa samþykkir söluna.
Páll Bjarnarson selur Ara Magnússyni jörðina alla Arnardal hinn neðra.
Kaupmálabréf og vitnisburður um giftingu Margrétar Sigurðardóttur og séra Gísla Árnasonar. Á Breiðabólstað í Fljótshlíð, 22. september 1611. Útdráttur.
Útdrættir úr stóru transskriftarbréfi um Veturliðastaði.
Dómur sex manna, út nefndr af Ólafi bónda Guðmundssyni
kongs umboðsmanni milli Geirhólms og Langaness, um kæru
Guðrúnar Björnsdóttur til Fúsa Brúmannssonar um hvaltöku og uppskurð fyrir Selvogum.
Hannes Björnsson selur Jóni Magnússyni eldra jörðina Tungu í Bitru. Að Snóksdal í Miðdölum, 3. mars 1603.
Vitnisburðir manna á manntalsþingi á Fáskrúðarbakka 20. maí 1611 um ætterni og skilgetning þeirra bræðra Jóns og Guðmundar Jónssona vegna arfs eftir Orm Þorleifsson.
Vitnisburður Styrkárs prests Hallsonar, að hann hafi skipt viðum á Gnýstöðum milli Þingeyrarklausturs og Ásgeirsárkirkju
og hafi klaustrinu þá ekki verið eignaður nema hálfur viðteki á Gnýstöðum. Tungu í Víðudal laugardaginn fyrir hvítasunnu ár MDLXXXIII.
Helmingadómr á alþingi dæmir Kirkjubólskirkju í Langadal
Fell stærra, 4 hundr., og 2 hundr. i Felli minna á Ströndum.
Ólafur Jónsson vitnar um að Grímur Aronsson hafði legið Höllu Þorsteinsdóttur löngu áður en þeirra eiginorð
skyldi fullgjörast. Því gerðu foreldrar hennar, Þorsteinn Sveinsson heitinn og Bergljót Halldórssdóttir, ónýtan
þann skilmála um fégjafir til hennar, sér í lagi um jörðina Grafargil í Valþjófsdal sem Þorsteinn hafði selt Halldóri Hákonarsyni.
Sjá einnig AM Dipl. Isl. Fasc. XLV,10
Skoðun á lögmæti próventugjafar Þórðar Jónssonar til Sigurðar Jónssonar bróður síns. Í Eskjuholti 13. maí 1595.
Vitnisburður um að Jón Arason biskup selur Magnúsi Björnssyni jörðina Nautabú í Mælifellskirkjusókn fyrir jarðirnar Róðugrund í Flugumýrarkirkjusókn og Ásgrímsstaði í Borgarkirkjusókn.
Dómur á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd um skipti á milli Ragnhildar Þórðardóttur og annarra erfingja Vigfúsar heitins Jónssonar eiginmanns hennar.
Bréf þeirra Sigurðar Þormóðssonar og Magnús Gunnsteinssonar að þeir votta að Bjarni Pálsson fékk Jóni Björnssyni iiijc uppí jörðina Ytrivelli og kvittaði fyrir andvirðið. Stóra Ósi í Miðfirði frjádaginn í fimtu viku sumars
(bréfið gjört segi síðar) ár MDLXXI.
Sendibréf frá Sigurði Sölmundssyni til Árna Magnússonar þar sem Sigurður færir Árna ýmis tíðindi úr Vestmannaeyjum.
Séra Gunnlaugur Bjarnason selur Þorleifi Bjarnasyni jörðina Gníp í Saurbæjarhrepp og fær í staðinn Þyrilsvelli í Steingrímsfirði. Á Búðardal á Skarðsströnd, 16. desember 1611; bréfið skrifað á Skarði á Skarðsströnd 7. apríl 1612. Útdráttur.
Afhendingarbréf fyrir Eyrarlandi.
Jón Jónsson prófastur á millum Geirhólms og Hrútafjarðarár kvittar Þorbjörn Jónsson af öllum brotum við heilaga
kirkju, þeim er hann má, og leyfir, að hann láti þann prest leysa sig, er hann vill, ef hann verður brotlegur í nokkru.
Bréf Ögmundar biskups í Skálholti til allrar alþýðu manna
í Skálholtsbiskupsdæmi móti þeim hinum nýja sið, og hótar
hann þeim, er honum fram halda, forboði undir banns áfelli,
en býðr hinum aflausn, er snúast vilja til betrunar.
Erfðaskrá Halldórs Jakobssonar þar sem hann ánafnar bróðurdóttur sinni, Margréti Jónsdóttur Stephensen, og sonum hennar, Ólafi og Jóni, höfuðbólið Kolbeinsstaði.
Jón Magnússon eldri lýsir lögmála á jörðunum Haukabergi og Litlu-Hlíð á Barðaströnd.
Þórkatla Árnadóttir geldur og fær Jóni Dagstyggssyni, syni sínum, í sín þjónustulaun
allan þann part í jörðinni Hlíð í Kollafirði, er Árna syni hennar bar til erfða eftir
Dagstygg Jónsson föður sin, en hún hafði haft fyrir Árna þar til hann lést
og Jón unnið hjá henni kauplaust í níu ár, frá því að faðir hans lést.
Þorleifur lögmaðr Pálsson staðfestir dóm Orms Guðmundssonar um löggjafir Ara Andréssonar og Þórdísar Gísladóttur
til Orms.
Jarðaskipti með þeim hjónum Eiriki Snjólfssyni og Þuríði Þorleifsdóttur og Halldóru, dóttur þeirra.
Alþingisdómur um jörðina Brúnastaði í Skagafirði, 1. júlí 1613.
Tylftardómur útnefndur af Ögmundi biksupi í Skálholti og Erlendi Þorvarðssyni
lögmanni sunnan og austan á Íslandi um ágreining milli Hannesar Eggertssonar
og Týls Péturssonar um hirðstjórn yfir landinu og dæma þeir hirðstjórabréf það,
er Hannes hafði af konungi haft, myndugt.
Oddur Marteinsson selur Magnúsi Guðmundarsyni hálft land á Harastöðum í Vesturhópi með tilgreindum landamerkjum.
Kaupmálabréf síra Björns Jónssonar og Steinunar Jónsdóttur.
Jón Jónsson selur séra Gunnlaugi Bjarnasyni frænda sínum jörðina hálfa Gníp (Níp) í Búðardalskirkjusókn. Útdráttur.
Vitnisburður um að Jón Arason biskup hafi gefið Helgu Sigurðardóttur jörðina Hallland með tíu málnytukúgildum fyrir fimm tigi hundraða en Helga gefur jafnharðan Hólakirkju til próventu.
Page 15 of 149