Archive Arnamagnæana dev

Þjóðskjalasafn Íslands, Reykjavík: 721 documents
(9 documents in progress, 0 done, 712 left)
Einar Benediktsson ábóti á Munkaþverá selur Guðmundi Þorleifssyni jörðina Ásgeirsvöllu í Skagafirði fyrir jörðina Tjarnir í Ljósavatnsskarði.
Dómur Ólafs Rögnvaldssonar Hólabiskups og tólf presta um hald Þórunnar Finnbogadóttur á jörðunni Valþjófsstöðum í Núpasveit, er biskupinn reiknaði eign Hólakirkju í Hjaltadal.
Vottorð tveggja manna, að Semingur Magnússon prestur lýsti því, að hústrú Margrét Vigfúsdóttir hafi gefið sér jörðina Þóroddsstaði í Kaupangssveit, en hann hafi aftur gefið hana Þorláki Semingssyni "frænda sínum" til kvonarmundar.
Tveggja tylfta dómur klerka útnefndur af Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi á prestastefnu um óhlýðni séra Guðmundar Skúlasonar við biskup.
Sigmundur Jónsson selur Jóni Péturssyni presti jörðina Illugastaði í Flókadal og alla þá peninga, sem hann hafði erft eftir foreldra sína og Sölva bróður sinn, fyrir sjö hundruð og átta ára framfæri.
Úrskurður Hrafns Guðmundssonar lögmanns um þrætu milli Þorleifs Marteinssonar og Þorleifs Árnasonar um það, hversu Guðný og Helgi börn Jóns Hákonarsonar hefði erft Víðidalstungu eftir hann.
Bróðir Ásbjörn Vigfússon ábóti á Þingeyrum kvittar Einar Bessason fyrir 30 hundraða, er hann var ábóta skyldugur fyrir jörðina Ytri-Ey í Höskuldsstaðaþingum.
Kvittunarbréf til handa Jóni Sigmundssyni um biskupstíundir.
Hallur Ketilsson selur með samþykki Solveigar Jónsdóttur Gottskálki Nikulássyni Hólabiskupi jarðirnar Víðar í Reykjadal og Helluvað við Mývatn fyrir Skútustaði við Mývatn.
1) Þórður Örnólfsson afhendir Finni Gamlasyni í umboði Valgerðar Vilhjálmsdóttur konu hans, jarðirnar Barð í Fljótum, Reyki, Grilli, Steinavöllu, Illugastaði, Nes, Ysta-Mó, Móskóga og Laugaland. 25. desember 1416. 2) Tveir menn transskríbera bréf um nokkrar jarðir í Fljótum. 30. maí 1487.
Símon Þorsteinsson fær Gottskálki Nikulássyni Hólabiskupi til fullrar eignar jörðina Fagraskóg á Galmaströnd og kvittar um andvirðið.
Dómur klerka, útnefndur af Gottskálki Nikulássyni Hólabiskupi um kæru biskups til Gunnlaugs Helgasonar, vegna Ingileifar Kolladóttur konu Gunnlaugs, um peninga þá, er séra Jóni Kollasyni bróður hennar höfðu fallið til arfs eftir Kolla Magnússon og Ingibjörgu Þorláksdóttur foreldra sína og fleiri frændur, svo og um hestgrip og smjörtöku.
Áreiðargerð og vottaleiðsla Orms Áslákssonar Hólabiskups um landamerki Ennis og Lækjar, Grafar og Bakka í Skagafirði.
1) Eignaskrá Kálfafellskirkju í Fljótshveri, er séra Sveinn Árnason tók við. 1557. 2) Eignaskrá Kálfafellskirkju í Fljótshverfi, er séra Jón Hakason tók við. 1584.
Jón Eiríksson skalli, biskup selur Brandi Arngrímssyni bónda og Guðnýju Sólmundardóttur konu hans jörðina Holtastaði fyrir jörðina Flugumýri.
Gissur Bjarnarson galli bóndi Víðidalstungu handleggur Jóni Eiríkssyni skalla, biskupi á Hólum alla þá rekaparta, sem hann átti á Vatnsnesi.
Áreið og vottaleiðsla Arngríms Brandssonar officialis um landamerki milli jarðanna Bakka og Lækjar í Viðvíkursveit í Skagafirði.
Böðvar Þorsteinsson prestur afhendir Ormi Áslákssyni Hólabiskupi upp í reikningsbrest þriðjung í Úlfsdölum í Fljótum, svo að allir Úlfsdalir voru ítölulausir eign Hólastaðar.
Ormur Ásláksson Hólabiskup selur Böðvari Þorsteinssyni presti jarðirnar hálft Barð í Fljótum, Saurbæ og hálfa Dæli fyrir jarðirnar Lambanes og Hvanneyri og gaf biskup á móti tuttugu hundruð.
Þorsteinn Gunnarsson fær séra Einari Hafliðasyni til fullrar eignar jörðina Hóla á Skagaströnd með gögnum og gæðum og tilgreindum landamerkjum.
Áreiðargerð og vottaleiðsla Orms Áslákssonar Hólabiskups um landamerki Ennis og Lækjar, Grafar og Bakka í Skagafirði.
Page 15 of 15