Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1351 documents in progress, 2039 done, 40 left)
parchment
Dómr sex presta, útnefndr at Jóni biskupi á Hólum, um ákæru síra Ólafs GuSmundssonar til síra Björns Jónssonar, að síra Björn héldi fyrir sér jörðunni hálfum Reykjum í Miðfirði.
Þorsteinn Þorgilsson lýsir kaupi sinu við Magnús Björnsson á Másstöðum i Skíðadal.
Ísleifur Þorbergsson yngri selur Jóni Björnssyni Mýrarkot á Tjörnesi í Húsavíkursókn lausafé.
Magnús Indriðason selur Páli Jónssyni 16 hundruð í jörðinni Kálfanesi.
Dómur um það mál sem sira Björn Thómasson beiddist dóms á, hvort hann mætti halda níu kúgildum, sem Þorsteinn bóndi Guðmundsson hefði goldið sér í þá peninga sem hann gaf Ólöfu dóttur sinni til giftingar, en þeir Björnsynir, Jón og Magnús töldu kúgildin fé Þórunnar Jónsdóttur en ekki Þorsteins og eru dómsmenn því samþykkir og dæma þeim kúgildin.
Guðbrandur Oddsson selur herra Oddi Einarssyni hálfa jörðina Böðvarsdal í Vopnafirði. Á Eyvindarstöðum í Vopnafirði, 3. ágúst 1604.
Björn Benediktsson selur Þorsteini Bjarnasyni aftur það veð er Björn átti á jörðinni Steindyrum í Höfðahverfi. Á Munkaþverá, 29. febrúar 1604; bréfið skrifað á Stóra-Hamri í Eyjafirði, 17. apríl 1604.
Skiptabréf eftir Þorleif Grímsson.
Dómur sex manna (Sigurður Þormóðsson vc.), útnefndra af Heinrek Gerkens Hannessyni, sýslum. í Húnavatns þíngi, um þrætu útúr Harastöðum eptir Þorbjörn Gunnarsson, milli Jóns Einarssonar og Þorbjarnar Skúlasonar; dæma þeir Jón Einarsson skilgetinn sonarson Þorbjarnar Gunnarssonar og Harastaði hans eign, meðan hún er ekki með lögum af honum sókt, en skjóta málinu til Öxarár þíngs og skyldu Þorbjörn og Jón bróðir hans, Skúlasyni, að koma þángað með skilríki sín. Dómurinn stóð í Eingihlíð í Lángadal, á þíngstað réttum, fimmtudaginn næsta fyrir Ceciliu messu ár MDLXX og II en bréfið skrifað á Þíngeyrum viku síðar.
Festingarbréf síra Þorláks Hallgrímssonar og Helgu Jónsdóttur.
Jón Jónsson selur séra Gunnlaugi Bjarnasyni frænda sínum jörðina hálfa Gníp (Níp) í Búðardalskirkjusókn. Útdráttur.
Bárður prestr Pétrsson, prófastr millum Langaness og Hvitaness, afleysir Jón Narfason og Settceliu Bassadóttur af 5. barneign.
Tvö kaupbréf fyrir Guðlaugsvík við Hrútafjörð, á einu blaði.
Vitnisburður Hallgeirs Sigurðssonar um Dálksstaði á Svalbarðsströnd.
Vitnisburður Jóns Kristófórussonar um jörðina Eyri í Önundarfirði.
Þóra Jónsdóttir selur föður sínum, Jóni Björnssyni, jörðina Hrafnagil í Laxárdal. Á Felli í Kollafirði, 23. júlí 1601; bréfið skrifað degi síðar.
Séra Snæbjörn Torfason selur Sæmundi Árnasyni jörðina Dvergastein í Álftafirði en fær í staðinn hálft Laugaból í Ísafirði, 17. júní 1601. Bréfið skrifað á Eyri í Skutulsfirði 10. júlí sama ár.
Guðlaug Árnadóttir gefur dóttursyni sínum, Jóni Björnssyni, jörðina Teigargerði í Reyðarfirði. Að Eyvindará, 16. júlí 1600.
Þorsteinn Bjarnason selur Birni Benediktssyni hálfa jörðina Svínárnes í Höfðahverfi en fær í staðinn jörðina Steindyr í Höfðahverfi. Á Munkþverá, 7. maí 1601; bréfið skrifað á Stóra-Hamri degi síðar.
Kolbeinn Jónsson lofar Jóni Þorlákssyni að hann skyldi aldrei áklaga né ásókn gefa Jóni um það sem hann þóttist eiga að honum, og gefur hann Jón kvittan. Á Akureyri í Eyjafirði, 10. ágúst 1600.
Samningur Orms Snorrasonar og Sigríðar Torfadóttur þar sem hún gefur Ormi fullt umboð til að kæra eftir móðurarfi hennar og öðrum hennar peningum, hvar sem hittast kynni og við hverja sem væri að skipta.
Ormr Jónsson geldr og selr „bróður sínum" Sturlu Þórðarsyni jörðina Kjarlaksstaði á Skarðsströnd með fjórum kúgildum fyrir þá peninga, er Sturla og Guðlaug kona hans höfðu feingið Orrni, og kvittar Ormr þau um andvirðið.
Afrit af fjórum vitnisburðum um Iðunnarstaðalandamerki og um Tunguskóg og sölu á Iðunnarstöðum.
Jarðaskiptabréf Jóns Magnússonar og Gunnars Gíslasonar, og skiptast þeir á Mannskapshóli og Mýrarkoti á Höfðaströnd fyrir Þórustaði á Eyjafjarðarströnd.
Guðmundur Bjarnason gefur og greiðir Ara Magnússyni selhúsastöðu í Tungudal í Króksfirði.
Reikningskapur nokkurra eigna kirkjunnar í Bólstaðahlíð “in prima visitatione (Guðbrands biskups) ecclesiarum occidentalium.
Bjarni Sigurðsson selur séra Guðmundi Gíslasyni Moldartungu í Holtamannahrepp en fær í staðinn Galtafell og Hörgsholt. Á Gaulverjabæ í Flóa, 10. apríl 1605.
Vidisse af Kalmanstugudómi sem er dómur sex klerka og sex leikmanna, útnefndur af Ögmundi biskupi í Skálholti, um spjöll á kirkjunni í Kalmanstungu, skort og fordjörfun á bókum hennar og skrúða og um reikningsskap kirkjunnar fornan og nýjan. Frumritið er í Bisk. Skalh. Fasc. VIII,16.
Jón Björnsson selur herra Oddi Einarssyni hálfa jörðina Kaldrana á Skaga. Í Skálholti 3. júlí 1598.
Einar Nikulásson selur Birni Benediktssyni jörðina Brekku í Núpasveit. Andvirðið skal Björn greiða Solveigu Þorsteinsdóttur í próventuskuld sem Einar og bróðir hans Þorsteinn voru skyldugir vegna bróður þeirra Hallgríms heitins. Á Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði 6. ágúst 1601; bréfið skrifað á Munkaþverá 20. desember sama ár.
Einar Halldórsson lofar stjúpföður sínum, séra Högna Jónssyni, að greiða honum skuldir þær sem taldar eru upp í bréfinu. Eigi hann ekki til lausafé skal Högni eignast eitt hundrað af fasteignum Einars. Á Seljalandi undir Eyjafjöllum 7. nóvember 1616.
Kaupmálabréf Björns Þorvaldssonar og Herdísar Gísladóttur.
Vitnisburður um að Jón Arason biskup hafi gefið Helgu Sigurðardóttur jörðina Hallland með tíu málnytukúgildum fyrir fimm tigi hundraða en Helga gefur jafnharðan Hólakirkju til próventu.
Thumas Oddsson selr Þorleifi Pálssyni, með samþykki Helgu Ketilsdóttur konu sinnar, átján hundruð í Kleifum í Gilsfirði, og kvittar um andvirðið.
Dómr sjö manna, útnefndr af Ólafi bónda Guðmundssyni, er þá hafði míns herra kongsins sýslu og umboð milli Geirhólms og Langaness, um gjöf Örnólfs Einarssonar til Þorleifs sonar síns, meðal annars á jörðunni Breiðadal hinumfremra í Önundarfirði, en bréfið báru fram þeir bræðr Jón og Ólafr Þorgautssynir.
Afrit af bréfi Jóns Sigurðssonar sýslumanns að á manntalsþingi á Heggsstöðum í Andakíl 21. maí 1686 hafi Jón Benediktsson og sex aðrir borið vitni um að þeir hafi ávallt heyrt að Klausturtunga hafi fylgt jörðunni Grjóteyri, og sama ber á eftir Benedikt prestur Þórðarson sama dag. Undirskrifað af sýslumanni og 7 öðrum. Eftirrit staðfest á Melum í Melasveit 22. júní 1707 af Þorsteini Ketilssyni og Hálfdáni Helgasyni.
Pétur ábóti á Munkaþverá gefr og geldr Nikulási Guðmundssyni jörðina Hól á Tjörnesi í sín þjónustulaun.
Kaupmálabréf Finnboga (lögmanns) Jónssonar og Málfríðar Torfadóttur.