Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1621 documents in progress, 3394 done, 40 left)
Ari Ormsson og Sigríður Þorsteinsdóttir selja Þorleifi Bjarnasyni hálfa jörðina Hraundal í Álftatungukirkjusókn. Á Borg í Borgarfirði 19. september 1596.
Sáttargerð milli Benedikts Halldórssonar og bræðra hans Jóns eldri og yngri Halldórssona um tilkall til jarðanna Höskuldsstaða og Eyrarlands, með samþykki föður þeirra, séra Halldórs [Benediktssonar]. Gert á Helgastöðum í Reykjadal 30. apríl 1582 en bréfið skrifað degi síðar á Múla í Aðalreykjadal.
Vitnisburðr um torfskurð frá Hofi í Vatnsdal í Brúsastaða og Gilsstaða jörð.
Vitnisburður um atför Jóns Sigmundssonar og hans fylgjara í Grenivík á heimili Magnúsar Þorkelssonar, er þeir brutu þar bæjarhús og særðu Kristinu Eyjólfsdóttur, konu Magnúsar, svo að hún var blóðug.
Bjarni Guðmundsson endurnýjar við Sæmund Árnason kvittun fyrir part í Látrum í Aðalvík sem Sæmundur hafði keypt af Bjarna og konu hans Kristínu Gvöndardóttur.
Vitnisburðir manna á manntalsþingi á Fáskrúðarbakka 20. maí 1611 um ætterni og skilgetning þeirra bræðra Jóns og Guðmundar Jónssona vegna arfs eftir Orm Þorleifsson.
Helga Aradóttir lýsir sig lögarfa eftir föðursystur sína Þórunni heitna Jónsdóttur og gefur dóttur sinni Elínu Pálsdóttur fjórðung þar af með meiru. Á Munkaþverá 20. ágúst 1598.
Eiríkur Magnússon selur séra Ólafi Einarssyni, vegna herra Odds Einarssonar, jörðina Skála í Berufjarðarkirkjusókn. Á Kirkjubæ í Tungu, 26. desember 1618. Útdráttur.
Dómur á Spjaldhaga í Eyjafirði 2. maí 1600 um peninga Solveigar Þorsteinsdóttur er hún hafði gefið í próventu til Hallgríms heitins Nikulássonar. Á viðfestu blaði var upptalning Einar Ólafssonar á peningum þeim sem Hallgrímur hafði fengið afhent vegna Solveigar og eiður Einars.
Transkriptabréf Ögmundar ábóta í Viðey á úrskurði Jóns erkibiskups í Niðarósi þar sem hann dæmir Odda og Vatnsfjörð undir forræði Skálholtsbiskups.
Ættleiðing Finnboga Einnrssonar á börnum sínum, Einari Þorgrími, Jóni, Ingibjörgu og Oddnýju.
Dómur sjö klerka og sjö leikmanna útnefndur af Jóni biskupi Arasyni, „er þá hafði kongsins umboð í Vöðluþingi“, um ákœru Jóns Magnússonar til Gísla prests Guðmundsson ar vegna Kristínar Eyjólfsdóttur móður sinnar um aðtöku Gísla prests á arfi eptir Finn heitinn Þorvaldsson systurson Kristínar.
Vitnisburður Þorsteins Jónssonar að Björn heitinn Jónsson, Guðrún Jónsdóttir kona hans og synir þeirra Gunnsteinn og Þórður hafi selt Jóni biskupi jörðina alla Neðra-Hvarf fyrir jarðirnar Rauðalæk og Garðshorn á Þelamörk.
Guðbrandur Oddson gefur herra Odd Einarsson kvittun og ákærulausan fyrir andvirði Böðvarsdals. Á Refsstöðum í Vopnafirði, 1. ágúst 1607.
Kaupamálabréf séra Guðmundar Skúlasonar og Dísar Bjarnadóttur. Í Selárdal, 22. september 1611.