Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1172 documents in progress, 1349 done, 40 left)
Kolbeinn Oddsson selur herra Oddi Einarssyni hálfa jörðina Böðvarsdal í Refsstaðakirkjusókn en fær í staðinn Skálanes í Hofskirkjusókn, með meiru. Í Breiðdal (á Eydölum) 27. nóvember 1602.
Eiríkur Árnason selur séra Bjarna Jónssyni fjögur hundruð í Fremri-Kleif í Eydalastaðarkirkjusókn. Á Stöðvarstað í Stöðvarfirði, 21. janúar 1645. Útdráttur.
Árni Magnússon vitnar að hafa selt séra Einari Sigurðssyni jörðina Hólaland í Desjarmýrarkirkjusókn og sex hundraða part í Berufirði. Á Skála árið 1598. Transskriftarbréfið er skrifað í Skálholti 14. júní 1611.
Dómur þar sem kaupmálabréf Björns Benediktssonar og Elínar Pálsdóttur er dæmt löglegt í öllum greinum og jörðin Reykhólar metin fullkomin eign Elínar. Á alþingi 1. júlí 1598.
Sex menn lýsa því hvert ástand kirkjunnar á Holti undir Eyjafjöllum var þegar séra Árni Gíslason meðtók staðinn árið 1572. Skrifað á Holti 21. apríl 1598.
Kaupmálabréf Árna Péturssonar og Þuríðar Þorleifsdóttur.
Helga Aradóttir lýsir sig lögarfa eftir föðursystur sína Þórunni heitna Jónsdóttur og gefur dóttur sinni Elínu Pálsdóttur fjórðung þar af með meiru. Á Munkaþverá 20. ágúst 1598.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LX, 23. Símon Oddsson og kona hans Guðrún Þórðardóttir selja Bjarna Sigurðssyni hálfa jörðina Hlíðarenda í Ölfusi. Á Stokkseyrargerðum á Eyrarbakka, 4. janúar 1607.
Bréf Arngríms Jónssonar, umsjónarmanns Hólastiftis, um ágreiningshólma milli Staðarbakka og Reykja. Úrskurðar Arngrímur Reykjamönnum í vil.
parchment
Vitnisburður Kolbeins Auðunarsonar og Teits Magnússonar presta að á sunnudaginn næstan eftir páskaviku í Reykjahlíð við Mývatn MDXL og ii (1542) festi Jón Skúlason Ingebiörgu Sigurðardóttur sier til eigennkvinnu med samþykki móður hennar Margrétar Þorvarðsdóttur og bróður hennar Ísleifs Sigurðssonar og Þorsteins bónda Finnbogasonar. (úr AM 479). Festingabbréf Jóns Skúlasonar og Ingibjargar Sigurðardóttur.
Jarðaskiptabréf síra Sigurðar Jónssonar a Grenjaðarstöðum og Þorsteins bónda Finnbogasonar á Syðri-Brekkum á Langanesi með lausafé fyrir Haga í Hvömmum.
Vitnisburðr um viðreign þeirra Eyjólfs Gíslasonar og Jóns Tumassonar, „er kallaðr er biskup“, í viðurvist Magnúsar biskups í staðarhúsinu í Grindavík.
Bréf á dönsku frá Hans Christophersen til Otte Bielke um að hann hafi meðtekið bréf frá Birni Magnússyni, sýslumanni í Húnavatnsþingi, um embættismál, og sent það frá sér aftur.
Vottun á greiðslum fyrir jarðir.
Transskiptabréf um ættleiðingu Stefáns Loptssonar. Einstakir hlutar þess eru prentaðir á nokkrum stöðum í DI.
Gunnlaugur Ormsson selur bróður sínum Páli Ormssyni 13 hundruð í jörðinni Innra-Fagradal í Saurbæ. Hér í mót fær Gunnlaugur tíu hundruð í Narfeyri á Skógarströnd, eign Guðrúnar Gunnsteinsdóttur konu Páls, með hennar samþykki. Á Staðarhóli í Saurbæ 15. maí 1597. Útdráttur.
Viðurkenning Christophers Jensens að hann hafi látið Gísla Ólafsson fá torfhús í Stakkagerði til fullrar eignar móti því að hann þóknist dálitlu eftirmönnum Jensens þegar hann hafi látið gera við húsið. Kornhólsskansi, 10. maí 1703. Hákon Hannesson og Þórður Þórðarson votta að rétt sé eftir frumbréfi skrifað, Hlíðarenda, 15. júní 1704.
Þórður eldri og Þórður yngri Ámundasynir selja séra Sveini Símonarsyni og Bjarna Jónssyni jörðina alla Hraun á Ingjaldssandi og lofa að selja þeim Innri-Hjarðardal í Önundarfirði og Botn í Dýrafirði. Gert í Innri-Hjarðardal 17. maí 1597 en bréfið skrifað 10. apríl 1600.
Ögmundur biskup í Skálholti samþykkir, að Teitr bóndi Þorleifsson hefir selt Eiríki Guðmundssyni og Guðrúnu Gunnlaugsdóttur konu hans jarðirnar Asgarð og Magnússkóga, með fleira, er bréfið hermir.
Björg Ásmundsdóttir selur séra Þorbergi Ásmundssyni bróður sínum hálfa Hrafnsstaði í Bárðardal. Á Fjósatungu í Fnjóskadal, 25. maí 1619. Útdráttur.
Dómb sex klerka, út nefndr af Gizuri biskupi á prestastefnu, um ákærur biskups til Bjarna Narfasonar um tollagjald af Skaga í Dýrafirði og kirkjureikningskap á Mýrum.
Hallbjörg Pálsdóttir selur Steindóri Ormssyni Kálfadal í Kollafirði. Í Neðra-Gufudal, síðast í ágúst 1620. Útdráttur.
Sigríður Þorláksdóttir selur Ara Magnússyni tólf hundruð í Ketilseyri, sex hundruð í Hesteyri og Arnardal hinn efri. Sigríður fær þó að halda jörðunum eins lengi og hún lifir eða þar til hún vill þær sjálfviljug af höndum láta. Í Arnardal hinum meiri 16. júní 1602; bréfið skrifað að Ögri við Ísafjörð 13. desember sama ár.
Sex menn votta, að Jón bóndi Jónsson hafi handlagt Einari Hjörnssyni jörðina Dynjanda í Grunnavík með tilgreindum landamerkjum. (Falsbréf).
Pétur Magnússon selur séra Sigurði Einarssyni, í umboði herra Guðbrands Þorlákssonar, jörðina Þorsteinsstaði í Skagafirði og fær í staðinn Torfufell í Eyjafirði. Á Hólum í Eyjafirði, 24. október 1605 (eða 1603). Útdráttur.
Tylftardómur útnefndur af Jóni Þorgeirssyni, kongs umboðsmanni í Hegranessþingi, um kæru Jóns til Sigurðar Magnússonar, að hann hafi verið í styrk og aðför til Hóls áSkaga með Þorsteini Bessasyni, þá er Þórálfur heitinn Guðmundsson var í hel sleginn.
Einar Sigurðsson gefur syni sínum Sigurði Einarssyni jarðarveð sem hann á í Skála á Strönd í Berufjarðarkirkjusókn. Í Eydölum, 17. ágúst 1610.
Bjarni Sigurðsson selur séra Guðmundi Gíslasyni Moldartungu í Holtamannahrepp en fær í staðinn Galtafell og Hörgsholt. Á Gaulverjabæ í Flóa, 10. apríl 1605.
Afrit af uppskrift sem lá á Höfða af transskriftarbréfi frá 1565 af máldaga Höfðakirkju frá 1461.
Jón Vigfússon selur Eyjólfi Eiríkssyni 70 hundruð í Lögmannshlíð og Kollugerði í Kræklingahlíð en Eiríkur lætur á móti Næfurholt í Árverjahreppi sem samþykki konu sinnar, Þórdísar Eyjólfsdóttur. Báðir lofa að svara portio kirknanna á jörðunum sem þeir kaupa.
Kaupmáli á brúðkaupsdegi Sveins Jónssonar og Halldóru Einarsdóttur. Innsigli fyrir setja Helgi ábóti á Þingeyrum, Þormóður Arason, Skúli Guðmundsson, Hallur Styrkárson og Jón Guðmundsson.
Einar Oddsson gefur kirkjunni á Hofi í Vatnsdal kolviðargerð upp á tvo hesta árlega í Fljótstunguskóg uppá þann part er tilheyrði hálfri jörðunni Fljótstungu, er Einar átti.
Vitnisburður sex manna um próftöku Bessa Einarssonar sýslumanns, í umboði Einars Þorleifssonar, um yfirgang Guðmundar ríka Arasonar. Óheilt afrit af transskriftarbréfi frá 10. maí 1446.
Afrit af dómsbréfi um að Jón Sigurðsson á Vesturhúsum og Sigmundur Magnússon á Steinsstöðum hafi óleyfilega raskað jörð, dags. 20. nóvember 1703. Sigurður Sölmundsson og Jón Guðmundsson votta að rétt sé eftir frumbréfi skrifað, dags. 30. maí 1704.
Vitnisburður Jóns Guðmundssonar um landamerki á milli Vindhælis og Vakurstaða, tekinn og skrifaður 23. júlí 1605.
Byggingarbréf Hans Chr. Raufns handa Oddi Svarthöfðasyni fyrir hálfum Gjábakka í Vestmannaeyjum. „Ex Chorenhaul Schanze“ 8. febrúar 1696.
Transskript á dómsbréfi um kærur Hannesar Eggertssonar til Ögmundar biskups í Skálholti að biskup héldi fyrir sér og Guðrúnu Björnsdóttur konu sinni fjórum jörðum, Vatnsfirði, Aðalvík, Hvammi og Ásgarði og dæma þeir meðal annars Vatnsfjörð fullkomna eign Skálholtskirkju. Frumbréfið er Bisk. Skalh. Fasc. XIV, 4 en transskr í Skalh. fasc XIV, 5 og 8 auk AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII, 28.
Narfi Jónsson kærir fyrir Jóni lögmanni Sigmundssyni, að sira Jón Eiríksson hafi gripið og tekið fyrir sér með fullu ofríki jörðina Dynjandi í Grunnavík, og biður lögmann ásjár.
Vitnisburður um landamerki á milli Skálavíkur og Jökulkeldu í Mjóafirði. Á Skálavík, 24. desember 1605.
Vitnisburður átta manna um skyldur formanna í „compagnisins“ skipum, í sjö liðum.
Landvistarbréf, útgefið af Hans konungi, handa Guðmundi Andréssyni, er varð Einari Hallssyni óforsynju að skaða.
Kaupbréf fvrir 4 hundr. í Látrum i Aðalvík.
Kaupbréf Jóns bónda Ólafssonar að Guðmundi Guðmundssyni og Sigríði Jónsdóttur, konu hans, fyrir því, er þau ætti eða mætti eiga í Hjarðardölunum báðum í Dýrafirði.
Séra Árni Ólafsson og kona hans Hólmfríður Bjarnardóttir selja herra Oddi Einarssyni jörðina Litla-Bakka í Kirkjubæjarþinghá. Á Stöðvarstað í Stöðvarfirði, 25. maí 1605; bréfið skrifað í Eydölum í Breiðdal einni nóttu síðar. Útdráttur.
Gísli byskup Jónssson kvittar síra Þorleif Björnsson um misferli sitt og veitir honum aftr prestskap
Kaupmálabréf Benedikts Halldórssonar og Valgerðar Björnsdóttur.
Guðrún Þorleiksdóttir arfleiðir með samþykki föður síns dætur sínar tvær, er hún átti með Jóni Björnssyni
Meðkenning séra Halls Hallvarðssonar að hann hafi selt herra Oddi Einarssyni jörðina Ljósaland í Vopnafirði árið 1603 og staðfest kaupgjörninginn um sumarið 1604.
Skiptabréf.
Framburður og umkvörtun Einars Guðbrandssonar í Brattahúsi yfir Pétri Vibe og Hans Chr. Ravn út af hrakníngum af einni jörð á aðra. Fjórir menn votta að hafa heyrt vitnisburð Einars Guðbrandssonar, sem borinn var fram fyrir Árna Magnússyni. Þrír menn votta enn fremur að Einar segi satt frá.