Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1351 documents in progress, 2039 done, 40 left)
Björn Þorleifsson fær Páli Aronssyni til fullrar eignar
jörðina Látr á Ströndum í Aðalvíkrkirkjusókn.
Bjarni Vigfússon fær Ögmundi biskupi í Skálholti til fullrar
eignar alla jörðina Hamar í Borgarhrepp og lofar að
Selja biskupi fyrstum aðrar jarðir sínar og týi, en Bjarni
skal í mót kvittr um sakferli sín og fornan reikningskap
Borgarkirkju, er honum bar til að svara; er síra Freysteinn
Grímsson við kaupið fyrir hönd biskups.
Þorgils prestr Nikulásson, prófastr i milli Hvítaness og
Langaness, afleysir Jón murta Narfason og Sesseliu Bersadóttur af 4 barneignum.
Oddur Snjólfsson vitnar um landamerki Guðlugstaða í Blönduhlíð. - Þar með fylgjandi vitnisburður Þórarins Ottarssonar, Eiríks Magnússonar og Gríms Magnússonar, að Oddur Snjólfsson hafi gefið svolátan vitnisburð.
Lýsing Einars Brynjólfssonar á ummælum Narfa Ingimundarsonar, að hann hefði fargað ólöglega og að nauðsynjalausu
jörðum barna Helga Vigfússonnr og ekkert lukt þeim fyrir.
Einar Ólafsson ber vitnisburð um að Þorgerður Torfadóttur hafi verið heimilisfastur ómagi hjá Nikulási Þorsteinssyni á Munkaþverá. Skrifað á Stóra-Hamri í Eyjafirði, 30. janúar 1601.
Vitnisburður um meðkenning þeirra Ólafs og Sigmundar
Gunnarssona um fóta afhögg og áverka á Brynjólfi Sigurðssyni og bætr fyrir það.
Halldór Þorvaldsson selur Ara Magnússyni Tröð í Holtskirkjusókn en fær í staðinn hálfa Sveinseyri í Hraunskirkjusókn. Í Vigur, 11. desember 1604; bréfið skrifað í Þernuvík 28. desember sama ár. Útdráttur.
Vitnisburður þriggja manna, að þeir hafi verið við staddir,
þá er Jón ábóti Þorvaldsson tók umboð af Gottskalk bisk-
upi að leysa Jón Sigmundsson af mannslági því, er hann
féll í, þá er hann varð ófyrirsynju Ásgrími Sigmundssyni að
bana í kirkjugarðinum í Víðidalstungu, og Jón meðgekk fyr
ir biskupi og mörgum góðum mönnum (Falsbréf, eitt af
morðbréfunum ).
Seðill með minnispunktum Árna Magnússonar þar sem hann segir frá transskriftarbréfi sem hann hafi átt sem innihélt sjö skjöl um Arndísarstaði í Bárðardal frá árunum 1571–1578. Transskriftarbréfið var ritað 1595.
Bræðurnir Tómas, Grímur og Ari Ólafssynir selja Bjarna Sigurðssyni hálft áttunda hundrað í jörðinni Saurum á Skagaströnd. Á Hafgrímsstöðum í Tungusveit 5. júní 1596. Útdráttur.
Vitnisburður um atför Jóns Sigmundssonar og hans fylgjara
í Grenivík á heimili Magnúsar Þorkelssonar, er þeir brutu
þar bæjarhús og særðu Kristinu Eyjólfsdóttur, konu Magnúsar,
svo að hún var blóðug.
Uppskrift af afriti af máldaga kirkjunnar í Holti í Fljótum, skrifuðu úr Hólakirkjumáldagabók þann 15. apríl. 1643.
Dómur klerka útnefndr af Jóni presti Þorvaldssyni og Guðmundi Jónssyni officialibus Hólabiskupsdæmis, að Einar ábóti á
Munkaþverá og klaustrið skuli hafa og halda jörðina Illugastaði í Fnjóskadal þar til réttur Hólabiskup gerir þar lagaskipan upp á.
Sjöttardómur um skuldir landsmanna við Hannes Reck og Hannes Elmenhorst.
Verndarbréf Kristjáns konungs III. handa Katrínu Hannesdóttur, ekkju Gizurar biskups, og handa Þorláki Einarssyni
og bræðrum hans.
Vitnsiburður að Magnús Þorkelsson handfesti Jóni Jónssyni að sverja þá frændsemi sem
hann taldi í millum Guðfinnu Indriðadóttur og Guðrúnar Þorgautsdóttur og meðkenndi að hann
hefði aldrei heyrt þeim lýst, Jóni og Guðrúnu.
Arnbjörn Þorgrímsson og kona hans Halla Eiríksdóttir selja Bjarna Sigurðssyni jörðina Brekkur í Árverjahrepp og Efstabakkaengi og fá í staðinn jörðina Húsa í Holtamannahrepp. Á Brekkum, 16. nóvember 1617.
Kaupbréf fyrir Leifsstöðum í Kaupangssveit.
Bréf Þórðar Auðunarsonar og tveggja annara manna, um
lögmannskaup það, er Björn Þorleifsson hirðstjóri galt
Brandi lögmanni Jónssyni.
Eiríkur Björnsson gefur syni sínum Torfa Eiríkssyni fimmtán hundruð í Þykkvabæ og fimm hundruð í Fossi (Urriðafossi). Á Stokkseyri á Eyrabakka, 26. desember 1610.
Árni Oddsson lögmaður og Bjarni Sigurðsson endurnýja og staðfesta kaup sem þeir höfðu gert sín á millum við Tjörfastaði í Landmannahrepp 3. september 1639 um að Bjarni keypti 13 hundruð í Rauðabergi í Hornafirði. Á Leirá í Leirársveit, 25. febrúar 1640. Útdráttur.
Afrit tveggja bréfa um tíundamál.
Torfufellsmál.
Um málefni Kirkjubólskirkju í Skutulsfirði.
Jón Sigurðsson og kona hans Sigríður Torfadóttir selja Jóni Björnssyni, vegna Snæbjarnar Torfasonar, jarðirnar Sandeyri á Snæfjallaströnd, Veðrará í Önundarfirði og Kirkjuból í Steingrímsfirði. Í staðinn fá Jón og Sigríður Brandsstaði og Bollastaði í Blöndudal. Landamerkjum lýst og skilmálar settir. Í Kristnesi í Eyjafirði, 13. júní 1606.
Gjafabréf Ásbjarnar Guðmundssonar, gert í Ólafsvík 10. nóvember 1663, er hann gefur Friðriki konungi þriðja eftir sinn dag eignir sínar, sem voru 80 hundruð í föstu og 20 hundruð í kvígildum. Eftirrit með hendi Jóns Steinþórssonar.
Einar Nikulásson og kona hans Kristrún Jónsdóttir selja Guðmundi Illugasyni jörðina Rúgstaði í Eyjafirði.
Þorleifur Sigurðsson selur Jóni Björnssyni jörðina Kotá í Eyjafirði fyrir Litla-Eyrarland í Eyjafirði.
Ingibjörg Guðmundsdóttir selur föður sínum Guðmundi Illugasyni jörðina Sveinungsvík í Þistilfirði en sálugur Nikulás nokkur hafði gefið henni jörðina. Séra Þorsteinn Illugason bróðir Guðmundar er umboðsmaður hans í þessum kaupum og fær hann Ingibjörgu ofan á kaupverðið kross og kápu. Á Múla í Aðalreykjadal 3. apríl 1596.
Tvö kaupbréf fyrir Guðlaugsvík við Hrútafjörð, á einu blaði.
Skuldauppgjör vegna jarðarinnar Brjánsness við Mývatn sem Þorkell Jónsson og Valgerður Einarsdóttir höfðu selt Önnu Eyjólfsdóttur og Vigfúsi Þorsteinssyni. Á Haganesi við Mývatn 21. maí 1596; bréfið skrifað degi síðar.
Samningur á milli Ara Magnússonar og Þorvalds Torfasonar um að Sæmundur Árnason megi taka próventu Halldórs Torfasonar, bróður Þorvalds, með þeim hluta sem Halldór á til móts við sín systkin í garðinum Hrauni. Á Hóli í Bolungarvík, 22. apríl 1601; bréfið skrifað á Eyri í Skutulsfirði 12. maí sama ár.
Vitnisburðr, að Björn Guðnason hafi svarið þann eið á Alþingi 30. Júní fyrir Finnboga lögmanni, að Björn hafi þá eigi vitað annað sannara, er hann lýsti sig lögarfa eptir Solveigu Björnsdóttur, en að hann væri hennar lögarfi.
Um lögmála Gísla Árnasonar fyrir Vestasta-Reyðarvatni á Rangárvöllum.
Pétur Þorsteinsson gefur dóttur sína Sigríði kvitta og sátta við sig upp á það misferli sem henni hafði á orðið og gerir hana aftur arftæka eftir sig til jafns við önnur börn sín, sem samþykkja gjörninginn. Á Skálá í Sléttuhlíð, 21. febrúar 1601.
Afrit af tylftardómi klerka útnefndum af Gottskálk biskupi á Hólum um hjónaband Ingilbrikts Jónssonar og Höllu Vilhjálmsdóttur, dags. 12. maí 1517.
Vitnisburður Ingveldar Jónsdóttur um jörðina Áslaugsstaði. Skrifað á Hofi í Vopnafirði 17. apríl 1596.
Vitnisburður Jóns Guðmundssonar um landamerki á milli Eyrar og Arnarnúps í Dýrafirði. Ritað í Hjarðar[dal] í Dýrafirði 1. maí 1596.
Árni Oddsson gefur syni sínum Daða Árnasyni jarðirnar Hól og Geitastekka í Hörðudal, Einholt í Krossholtskirkjusókn og hálfan Keiksbakka á Skógarströnd.
Kaupmáli Daða Árnasonar og Kristínar Jónsdóttur, gerður á Þingeyrum í Vatnsdal 19. desember 1596.
Helgi ábóti á Þingeyrum staðfestir dóm frá 29. apríl, þ.e. AM Dipl. Isl. Fasc. XLV,3 (DI VIII, nr. 589).
Page 17 of 149