Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1172 documents in progress, 1349 done, 40 left)
Hannes Bjarnarson selur Sæmundi Árnasyni jörðina á Múla á Langadalsströnd en fær í staðinn Marðareyri og hálfa Steinólfstaði í Veiðileysufirði. Á Hóli í Bolungarvík, 20. febrúar 1605; bréfið skrifað sex dögum síðar.
Teitur Eiríksson og kona hans Katrín Pétursdóttir selja Ólafi Jónssyni jarðirnar Hornstaði í Laxárdal og Steinadal í Kollafirði.
Arnór Loftsson kvittar Jón Magnússon fyrir andvirði jarðanna Hafstaða (Happstaða/Hafursstaða) á Fellsströnd og Skarðs í Bjarnarfirði. Í Hvammi í Hvammsveit, 18. nóvember 1605; bréfið skrifað í Ásgarði 26. janúar 1606.
Veitingabréf síra Jóns Loptssonar fyrir Skinnastöðum í Öxarfirði.
Dómur á Gaulverjabæ í Flóa um ákæru vegna Grímslækjar í Hjallakirkjusókn.
Skiptabréf systkinanna Jóns Vigfússonar og Þorbjargar Vigfúsdóttur. Í Klofa á Landi 20. júní 1606.
Séra Snæbjörn Torfason selur Bjarna Sigurðssyni hálfar Brekkur í Gunnarsholtskirkjusókn en fær í staðinn Hrafnagil í Laxárdal. Útdráttur. Á Þingvöllum, 30. júní 1606.
Einar Jónsson („Eylerdt Johansen“) selur Herluf Daa jörðina Vatnsdal („Wartess dhall“) á Barðaströnd, í Dalskirkjusókn. Bréfið er skrifað á þýsku í Hamborg einhvern tíma á árabilinu 1606–1616.
Ari Jónsson gefur Sæmund Árnason kvittan og ákærlausan um þá peninga er Sæmundur átti Ara að gjalda fyrir part í Eyri. Á Hóli í Bolungarvík, 23. maí 1599.
Jón Sigurðsson og kona hans Sigríður Torfadóttir selja Jóni Björnssyni, vegna Snæbjarnar Torfasonar, jarðirnar Sandeyri á Snæfjallaströnd, Veðrará í Önundarfirði og Kirkjuból í Steingrímsfirði. Í staðinn fá Jón og Sigríður Brandsstaði og Bollastaði í Blöndudal. Landamerkjum lýst og skilmálar settir. Í Kristnesi í Eyjafirði, 13. júní 1606.
Nokkrir punktar Árna Magnússonar, teknir upp úr jarðakaupabréfi, um þessar jarðir sem fóru sölum 1606: Sandeyri í Ísafirði, Veðrará í Önundarfirði, Kirkjuból í Steingrímsfirði og Brandsstaði og Bollastaði, báðar í Blöndudal. Árni getur sérstaklega um skilmála sem seljandinn Jón Sigurðsson leggur á kaupandann séra Snæbjörn (Torfason).
Björn Einarsson selur Sighvati ísleifssyni jörðina Fell í Kollafirði fyrir áttatigi hundraða með forgangsrétti til kaups, ef aptur verði seld; skyldu Kálfárvellir koma upp í fjóra tigi hundraða.
Um lögmála Gísla Árnasonar fyrir Vestasta-Reyðarvatni á Rangárvöllum.
Magnús Vigfússon og sonur hans Árni Magnússon staðfesta þann gjörning sem gerður hafði verið á Hofi í Vopnafirði árið 1592 um að jörðin Eiðar skyldi vera ævinleg eign Árna og skyldi hann hafa hana fyrir 60 hundruð í rétt erfðaskipti móts við önnur sín systkin. Að Eiðum, 12. september 1606.
Kaupbréf fyrir Hofi í Vatnsdal, Vatnsenda og Hálsum í Skorradal.
Alþingisdómur um ágreining um landamerki jarðanna Oddgeirshóla og Brúnastaða, 1. júlí 1602.
Vitnisburður Oddgeirs Folkvatssonar og Þorleifs Clemenssonar um landamerki millum Geststaða og Grafar í MIðdal í Steingrímsfirði og Tungukikjusókn.
Claus van der Marvisen, hiröstjóri og höfuðsmann yfir alt Island, gefr sinum góðum vin Didrek van Minnen umboð það, er hann hafði af konungi yfir íslandi, „bífalar“ honum klaustrið i Viðey með öllum tekjum, svo og garðinn á Bessastöðum, og veitir honum „kongsins sýslu Gullbringuna".
Guðrún Einarsdóttir greiðir Ara Magnússyni 60 hundruð í jörðinni Óslandi í Miklabæjarkirkjusókn í sín þjónustulaun. Á Laugarbrekku, 15. september 1607; bréfið skrifað á sama stað nokkrum dögum síðar.
Skrá um eignir Vatnsfjarðarkirkju. er síra Pantaleon Ólafsson afhenti Árna Gíslasyni.
Vitnisburður tveggja klerka um að þeir hafi heyrt erkibiskupinn í Niðarósi lýsa því að bréf það sem hann, ásamt ráði Þrándheimsdómkirkju, hefði út gefið og sent Ögmundi biskupi til lögsagnar yfir Hólabiskupsdæmi, skyldi vera fullmektugt og hann þar með fullmektugar biskup og eigi fullt fyrir sitt ómak.
Nikulás Jónsson selr síra Sigurði Jónssyni jörðina Haga í Reykjadal fyrir lausafé og fæðslu konu hans og barna til næstu fardaga, og skal Nikulás þjóna hjá síra Sigurði næsta ár
Árni Björnsson gefur syni sínum Jóni 20 hundruð í jörðinni Ystu-Vík á Svalbarðsströnd á hans giftingardegi. Á Reykjum í Tungusveit, 31. ágúst 1623; bréfið skrifað á sama stað 3. desember sama ár.
Bónarbréf 14 Vestmannaeyinga þar sem undirritaðir biðja Árna Magnússon að rannsaka mælikúta til að sjá hvort allt sé með felldu.
Ættleiðing Finnboga Einnrssonar á börnum sínum, Einari Þorgrími, Jóni, Ingibjörgu og Oddnýju.
Arnór Loftsson selur Pétri Pálssyni jörðina Vatnshorn í Steingrímsfirði. Á Staðarhóli í Saurbæ, 10. nóvember 1602; bréfið skrifað á sama stað 16. mars 1604.
Arnór Jónsson selur herra Oddi Einarssyni all jörðina Hraunkot í Grímsnesi. Í Skálholti, 24. desember 1624. Útdráttur.
Vitnisburður sex manna um próftöku Bessa Einarssonar sýslumanns, í umboði Einars Þorleifssonar, um yfirgang Guðmundar ríka Arasonar. Óheilt afrit af transskriftarbréfi frá 10. maí 1446.
Dómur á Miðgörðum í Staðarsveit um arf eftir Orm Þorleifsson, 7. maí 1610.
Kaupmálabréf Andrésar Björnssonar og Guðlaugar Jónsdóttur.
Ari Magnússon selur Sæmundi Árnasyni jörðina Meiri-Hnífsdal og hálft fjórtánda hundrað í jörðinni Gljúfurá og fær í staðinn Látur í Aðalvíkursveit, Dvergastein í Álftafirði og hlut í Eyri í Önundarfirði, með skilmálum á báða bóga. Að Hóli í Bolungarvík, 17. apríl 1626; bréfið skrifað á sama stað 6. maí sama ár.
Árni Ólafsson biskup í Skálholti fær Halli Jporgrímssyni jörðina Hof i Vatnsdal og Eyfre-Tungu í Vatnsdal til fullrar eignar og kvittar hann fyrir andvirði jarðanna, en jarðirnar hafði Árni biskup feingið hjá þeim hjónum Styr Snorrasyni og Þuríði Jónsdóttur.
Transskriftarbréf tveggja bréfa um lambseldi Vatnsfjarðarkirkju, frá 1366 og 1597. Hér eru aðeins útdrættir bréfanna en vitnisburður transskriftarmanna, gerður í Skálholti 22. apríl 1605, er skrifaður upp í heild.
Staðarbréf, út gefið af Jóni biskupi á Hólum, handa síra Birni Jónssyni (syni hans) fyrir Melstað í Miðfirði.
Dómur um réttmæti gjörnings sem fram hafði farið að Meðaldal í Dýrafirði árið 1612 á milli Þóru Ólafsdóttur og umboðsmanna barna hennar um átta hundruð í Kjaransstöðum. Gjöringurinn metinn nátturulegur og kristilegur í allan máta. Á Mýrum í Dýrafirði, 22. september 1614; bréfið skrifað á sama stað 8. maí 1615.
Vitnisburður um torfskurð frá Hofi í Vatnsdal í Brúsastaða jörðu.
Alþingisdómur um jörðina Laugaból.
Alþingisdómur um Fagrabæ á Eyjafjarðarströnd, 1. júlí 1609.
Kaupbréf fyrir Másstöðum í Skíðadal.
Tvö bréf um kaup Björn Einarssonar á fiskatolli í Bolungarvík. Transskriftarbréf.
Dómur á Spjaldhaga um arf eftir Eyjólf Finnbogason, 22. maí 1598. Bréfið er skrifað á Stóra-Hamri í Eyjafirði 22. febrúar 1600.
Þormóður Ásmundsson og synir hans, séra Ásmundur, séra Jón, Gísli og Einar, selja Bjarna Sigurðssyni jörðina alla Kjóastaði í Biskupstungu eystri; landamerkjum lýst. Í Bræðratungu, 29. apríl 1607.
Jón ábóti á Þingeyrum selur Egli Grímssyni til fullrar eignar fjóra tigi hundraða í Hofi í Vatnsdal með tilgreindum ítökum fyrir eignarhlutann í Spákonufelli og Árbakka.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LX, 23. Símon Oddsson og kona hans Guðrún Þórðardóttir selja Bjarna Sigurðssyni hálfa jörðina Hlíðarenda í Ölfusi. Á Stokkseyrargerðum á Eyrarbakka, 4. janúar 1607.
Alþingisdómur vegna jarðarinnar Helluvaðs við Mývatn.
Vitnisburður um reka og ítök Skálár í Sléttahlíð.
Örstutt samantekt Árna Magnússonar um brúðkaup Þorbergs Hrólfssonar og Halldóra Sigurðardóttur sem fram fór á Reynistað haustið 1603. Guðný Jónsdóttir, móðir Halldóru, og Jón bróðir hennar gifta hana, en faðir hennar, Sigurður Jónsson, var þá látinn. Með uppteiknuðu litlu ættartré brúðhjónanna.
Jón Björnsson fær Ormi Jónssyni til fullrar eignar jörðina Bólstað í Steingrímsflrði.