Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1351 documents in progress, 2039 done, 40 left)
Kaupmáli Páls Jónssonar og Guðrúnar Þorleifsdóttur gerður undir Múla á Skálmanesi 8. ágúst 1596; bréfið skrifað ári síðar.
Magnús Björnsson gefur lagaumboð Jóni Björnssyni bróður sínum vegna klögunarmáls Árna Geirmundssonar um Veturliðastaði í Fnjóskadal. Skrifað nær Hofi á Höfðaströnd 18. júní 1597.
Sunnefa Björnsdóttir lofar Tómasi Pálssyni að Sæmundur Árnason skuli fyrstur kaupa Steinólfstaði og Mærðareyri þá hún vildi þær selja. Gert á Steinólfsstöðum 4. júlí 1596; bréfið skrifað á Stað í Grunnavík 13. mars 1597.
Ari Ormsson og Sigríður Þorsteinsdóttir selja Þorleifi Bjarnasyni hálfa jörðina Hraundal í Álftatungukirkjusókn. Á Borg í Borgarfirði 19. september 1596.
Jón Jónsson lofar að selja Sæmundi Árnasyni fyrstum átta hundruð í Vatnadal. Á Suðureyri við Súgandafjörð, 17. maí 1604; bréfið skrifað á Hóli í Bolungarvík 26. febrúar 1605.
Eyrný Ólafsdóttir fær Sighvati Asgrímssyni jörðina að Bjargastöðum í Miðfirði til eignar, með tilgreindum ummerkjum.
Vitnisburður um skjöl, er varða mál Teits lögmanns
Þorleifssonar og greiðslu nokkura úr arfi eftir hann.
Vitnisburður Sigmundar Þorleifssonar um landamerki á milli Kvennahóls og Stakkabergs á Skarðsströnd. Á Skarði á Skarðsströnd, 12. apríl 1604.
Dómur í Viðvík í Viðvíkursveit um ákæru Guðmundar Einarssonar skólameistara, í umboði herra Guðbrands Þorlákssonar, til séra Jón Gottskálkssonar vegna Brúnastaða í Mælifellskirkjusókn. Kveðinn 14. janúar 1601; bréfið skrifað 10. febrúar sama ár.
Gjafabréf fyrir Hellisholti.
Dómur á prestastefnu á Flögumýri í Skagafirði um jörðina Fagrabæ í Laufáskirkjusókn, 30. maí 1597.
Vitnisburður um samtal Sæmundar Árnasonar og Ara Jónssonar um jörðina Eyri og kaup Sæmundar á nefndri jörð af Ara. Á Hóli í Bolungarvík 31. mars 1597; bréfið skrifað á sama stað 5. apríl sama ár.
Ari Jónsson selur Sæmundi Árnasyni tíu hundruð upp í Eyri í Önundarfirði. Á Hóli í Bolungarvík 31. mars 1597; skrifað á sama stað 5. apríl sama ár.
Reikningur Djúpadalskirkju i Eyjafirði.
Uppkast að stefnubréfi þar sem Gvendur (Guðmundur) Erlingsson á í umboði Guðbrands biskups að stefna Steinþóri Gíslasyni lagastefnu til Akra í Blönduhlíð fyrir Jón Sigurðsson lögmann og kóngs umboðsmann í Hegranesþingi.
Vitnisburður granna Sæmundar Árnasonar að hann hafi lýst fyrir þeim lögmálum er hann hefur lagt í fimm jarðir á Vestfjörðum: Hvilftar í Önundarfirði, Hrauns í Dýrafirði, Steinólfstaða og Mærðareyri í Veiðileysufirði og Bjarnarstaða í Ísafirði. Gert og skrifað á Hóli í Bolungarvík 17. júní 1597.
Eiríkur Árnason selur séra Bjarna Jónssyni fjögur hundruð í Fremri-Kleif í Eydalastaðarkirkjusókn. Á Stöðvarstað í Stöðvarfirði, 21. janúar 1645. Útdráttur.
Kaupmálabréf Árna Péturssonar og Þuríðar Þorleifsdóttur.
Transskiptabréf um ættleiðingu Stefáns Loptssonar.
Einstakir hlutar þess eru prentaðir á nokkrum stöðum í DI.
Dómur þar sem kaupmálabréf Björns Benediktssonar og Elínar Pálsdóttur er dæmt löglegt í öllum greinum og jörðin Reykhólar metin fullkomin eign Elínar. Á alþingi 1. júlí 1598.
Sex menn lýsa því hvert ástand kirkjunnar á Holti undir Eyjafjöllum var þegar séra Árni Gíslason meðtók staðinn árið 1572. Skrifað á Holti 21. apríl 1598.
Helga Aradóttir lýsir sig lögarfa eftir föðursystur sína Þórunni heitna Jónsdóttur og gefur dóttur sinni Elínu Pálsdóttur fjórðung þar af með meiru. Á Munkaþverá 20. ágúst 1598.
Árni Ólafsson biskup í Skálholti fær Halli Jporgrímssyni jörðina
Hof i Vatnsdal og Eyfre-Tungu í Vatnsdal til fullrar eignar og
kvittar hann fyrir andvirði jarðanna, en jarðirnar hafði Árni
biskup feingið hjá þeim hjónum Styr Snorrasyni og Þuríði
Jónsdóttur.
Péte Loptsson fær Árna Pétrssyni, syni sínum, til eignar
jörðina Akreyjar á Breiðafirði fyrir fjörutíu hundruð, en Árni
skal í móti svara kirkjunni í Dal í Eyjafirði fjörutíu hundruðum
i reikningskap, og Pétr hafa Akreyjar svo leingi er hann lifir.
Útdrættir af tveimur bréfum um kaup herra Odds Einarssonar á Litla-Bakka í Kirkjubæjarkirkjsókn.
Guðni Jónsson gefr Páli Aronssyni frið og félegan dag fyrir sér og öllum sínum eptirkomendum og hefir gert við
hann fulla sátt fyrir atvist að vígi Páls Jónssonar bróður Guðna, þegar Páll var ófyrirsynju í hel sleginn á Öndverðareyri(1496), og kveðst fésekt og „nægilse" hafa uppborið sín vegna og Orms bróður síns.
Jón Jónsson lögmaður greiðir Jón Jónssyni skuld fyrir málajarðir konu sinnar, Helgu heitinnar Gísladóttur, sem hún hafði selt Jóni Jónssyni, en það eru þrjár jarðir í Norðurárdal. Á Þingeyrum, 17. apríl 1601.
Vitnisburður um torfskurð frá Hofi í Vatnsdal í Brúsastaða jörðu.
Gunnlaugur Ormsson selur bróður sínum Páli Ormssyni 13 hundruð í jörðinni Innra-Fagradal í Saurbæ. Hér í mót fær Gunnlaugur tíu hundruð í Narfeyri á Skógarströnd, eign Guðrúnar Gunnsteinsdóttur konu Páls, með hennar samþykki. Á Staðarhóli í Saurbæ 15. maí 1597. Útdráttur.
Viðurkenning Christophers Jensens að hann hafi látið Gísla Ólafsson fá torfhús í Stakkagerði til fullrar eignar móti því að hann þóknist dálitlu eftirmönnum Jensens þegar hann hafi látið gera við húsið. Kornhólsskansi, 10. maí 1703.
Hákon Hannesson og Þórður Þórðarson votta að rétt sé eftir frumbréfi skrifað, Hlíðarenda, 15. júní 1704.
Þórður eldri og Þórður yngri Ámundasynir selja séra Sveini Símonarsyni og Bjarna Jónssyni jörðina alla Hraun á Ingjaldssandi og lofa að selja þeim Innri-Hjarðardal í Önundarfirði og Botn í Dýrafirði. Gert í Innri-Hjarðardal 17. maí 1597 en bréfið skrifað 10. apríl 1600.
Sex prestar Skálholtsbiskupsdæmis lofa að halda rétta trú og siðu, „eptir guðs lögum og páfanna setningum, sem gamall vani er til“, og að halda Jón biskup fyrir réttan yfirmann og Skálholtskirkju formann.
Vottaleiðsla Eiríks Þorleifssonar um að Marðarnúpur eigi selför, hrísrif og grasalestur fyrir Öxlum, og um landamerki
Marðarnúps, og hafði hann lagt Kolbeini Benediktssyni fimtarstefnu þar um.
Áður en gengið er frá kaupum Björns Benediktssonar á Reykhólum af Ara Magnússyni, lofar Ari að ábyrgjast sjálfur þrennar klaganir sem upp á jörðina kynnu að koma; 1) af höndum erfingja eða niðja Björns Guðnasonar, 2) af höndum erfingja séra Greips heitins Þorleifssonar, eða 3) af höndum Ragnheiðar Pálsdóttur eða hennar örfum.
Magnús biskup í Skálholti kvittar Þorleif Björnsson og Ingveldi Helgadóttur af 8., 9., 10., 11., 12. og 13. barneign
þeirra á milli.
Helgi ábóti á Þingeyrum staðfestir dóm frá 29. apríl, þ.e. AM Dipl. Isl. Fasc. XLV,3 (DI VIII, nr. 589).
Afrit af dómsbréfi um að Jón Sigurðsson á Vesturhúsum og Sigmundur Magnússon á Steinsstöðum hafi óleyfilega raskað jörð, dags. 20. nóvember 1703.
Sigurður Sölmundsson og Jón Guðmundsson votta að rétt sé eftir frumbréfi skrifað, dags. 30. maí 1704.
Herdís Greipsdóttir samþykkir að maður hennar, Ari Jónsson, selji Sæmundi Árnasyni þau tvö hundruð í jörðinni Eyri sem Ari hafði áður gefið Herdísi. Á Kálfeyri í Önundarfirði 30. maí 1598; bréfið skrifað á Hóli í Bolungarvík 1. júní sama ár.
Bjarni Sigurðsson selur séra Guðmundi Gíslasyni Moldartungu í Holtamannahrepp en fær í staðinn Galtafell og Hörgsholt. Á Gaulverjabæ í Flóa, 10. apríl 1605.
Afrit af bréfi þar sem sagt er frá deilum um þyngd fisks sem gerðu það að verkum að allar vigtir í Vestmannaeyjum voru bornar saman við kóngsins vigt. Þeim sem skiluðu réttri þyngd var skilað en hinar brotnar. Bréfið er dagsett 6. desember 1702 og undirritað af sex mönnum. Á eftir fylgir uppskrift af bréfi Sigurðar Björnssonar lögmanns þar sem hann lýsir þakklæti fyrir áðurskrifað bréf, dags. 20. júlí 1703. Diðrik Jürgen Brandt og Þórður Þórðarson votta að rétt sé eftir frumbréfum skrifað, dags. 6. júní 1704.
Page 18 of 149