Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1634 documents in progress, 3417 done, 40 left)
Arnór Loftsson kvittar Jón Magnússon fyrir andvirði jarðanna Hafstaða (Happstaða/Hafursstaða) á Fellsströnd og Skarðs í Bjarnarfirði. Í Hvammi í Hvammsveit, 18. nóvember 1605; bréfið skrifað í Ásgarði 26. janúar 1606.
Teitur Eiríksson og kona hans Katrín Pétursdóttir selja Ólafi Jónssyni jarðirnar Hornstaði í Laxárdal og Steinadal í Kollafirði.
Vitnisburður Þóris ábóta og Gríms ábóta í Hólmi um stofnun Þingeyraklaustrs og biskupstíundir til klaustrsins fyrir vestan Vatnsdalsá.
Dómur á Spjaldhaga í Eyjafirði 2. maí 1600 um peninga Solveigar Þorsteinsdóttur er hún hafði gefið í próventu til Hallgríms heitins Nikulássonar. Á viðfestu blaði var upptalning Einar Ólafssonar á peningum þeim sem Hallgrímur hafði fengið afhent vegna Solveigar og eiður Einars.
Jón Sigurðsson og kona hans Sigríður Torfadóttir selja Jóni Björnssyni, vegna Snæbjarnar Torfasonar, jarðirnar Sandeyri á Snæfjallaströnd, Veðrará í Önundarfirði og Kirkjuból í Steingrímsfirði. Í staðinn fá Jón og Sigríður Brandsstaði og Bollastaði í Blöndudal. Landamerkjum lýst og skilmálar settir. Í Kristnesi í Eyjafirði, 13. júní 1606.
Falsbréf um jörðina Dynjandi í Grunnavík.
Útdrættir af tveimur bréfum um kaup herra Odds Einarssonar á Litla-Bakka í Kirkjubæjarkirkjsókn.
Útdrættir tveggja bréfa um kaup Brynjólfs Sveinssonar biskup á Sunnudal í Vopnafirði.
Samningr Þoriáks Þorsteinssonar og Sigríðar húsfreyju Þorsteinsdóttur um jörðina Dal í Eyjafirði og annan arf eptir Árna heitinn Einarsson, bónda Sigríðar.
Nokkrir punktar Árna Magnússonar, teknir upp úr jarðakaupabréfi, um þessar jarðir sem fóru sölum 1606: Sandeyri í Ísafirði, Veðrará í Önundarfirði, Kirkjuból í Steingrímsfirði og Brandsstaði og Bollastaði, báðar í Blöndudal. Árni getur sérstaklega um skilmála sem seljandinn Jón Sigurðsson leggur á kaupandann séra Snæbjörn (Torfason).
Skuldauppgjör vegna jarðarinnar Brjánsness við Mývatn sem Þorkell Jónsson og Valgerður Einarsdóttir höfðu selt Önnu Eyjólfsdóttur og Vigfúsi Þorsteinssyni. Á Haganesi við Mývatn 21. maí 1596; bréfið skrifað degi síðar.
Séra Jósef Loftsson selur Árna Oddsyni lögmanni þrjátíu hundruð í jörðinni Leirá í Leirársveit og fær í staðinn tuttugu hundruð í Skáney í Reykholtskirkjusókn og tíu hundruð í annarri jörð. Einnig selur Jósef Árna Vatnshorn í Skorradal fyrir Arnarbæli í Grímsnesi. Í Haukadal í Biskupstungum, 7. nóvember 1633.
Sigríður Bárðardóttir selur Margrétu Bárðardóttur fimm hundruð upp í jörðina Finnsstaði í Eiðaþinghá fyrir sjö hundruð í fullvirðis peningum.
Illugi Illugason selur Páli Guðbrandssyni fimm hundruð í jörðinni Neðri-Mýrum á Skagaströnd. Á Þingeyrum, 7. janúar 1613.
Kaupmáli og gifting séra Jóns Runólfssonar og Sigríðar Einarsdóttur. Á Hafrafellstungu í Öxarfirði, 31. júlí og 6. september 1618. Útdráttur.
Björn og Jón Konráðssynir klaga að Torfi heitinn Jónsson hafi án samþykkis hans móður, Guðrúnar heitinnar Björnsdóttur, gefið konu sinni, Margréti Jónsdóttur, of mikla tilgjöf. Á Hvestu í Arnarfirði 1589. Útdráttur.
Séra Þorleifur Jónsson gerir kaup við Brynjólf Sveinsson biskup um Neðra-Skarð og hálft Steinsholt fyrir 20 hundruð í Álftárósi og 10 hundruð í Skáney. Bréfið var skemmt þannig að ekki var ljóst hvor aðilinn keypti hvort jarðapar en Árni Magnússon taldi að Brynjólfur biskup hefði keypt Neðra-Skarð og hálft Steinsholt. Kaupin áttu sér stað 1651 eða fyrr. Útdráttur.