Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1634 documents in progress, 3417 done, 40 left)
Dómur á Spjaldhaga í Eyjafirði 2. maí 1600 um peninga Solveigar Þorsteinsdóttur er hún hafði gefið í próventu til Hallgríms heitins Nikulássonar. Á viðfestu blaði var upptalning Einar Ólafssonar á peningum þeim sem Hallgrímur hafði fengið afhent vegna Solveigar og eiður Einars.
Magnús Vigfússon og sonur hans Árni Magnússon staðfesta þann gjörning sem gerður hafði verið á Hofi í Vopnafirði árið 1592 um að jörðin Eiðar skyldi vera ævinleg eign Árna og skyldi hann hafa hana fyrir 60 hundruð í rétt erfðaskipti móts við önnur sín systkin. Að Eiðum, 12. september 1606.
Sáttargerð á milli Bjarna Björnssonar og séra Teits Halldórssonar. Bjarni staðfestir að séra Teitur skuli halda þriðjungi í Brjánslæk. Á Vaðli á Barðaströnd, 28. apríl 1617.
Transskriftarbréf tveggja bréfa um lambseldi Vatnsfjarðarkirkju, frá 1366 og 1597. Hér eru aðeins útdrættir bréfanna en vitnisburður transskriftarmanna, gerður í Skálholti 22. apríl 1605, er skrifaður upp í heild.
Kaupmáli og gifting séra Jóns Runólfssonar og Sigríðar Einarsdóttur. Á Hafrafellstungu í Öxarfirði, 31. júlí og 6. september 1618. Útdráttur.
Kaupbréf Ásgríms ábóta á Þingeyrum og Jóns bónda Sigmundssonar um jarðirnar Efranúp í Núpsdal, Melrakkadal í Víðidal og Hrís með tilgreindum ítökum og landamerkjum.
Ólafur Sigfússon selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi átta hundruð í Vakurstöðum og alla jörðina Hróaldsstaði, báðar í Vopnafirði, og fær í staðinn Fagranes á Langanesi. Á Meðalnesi í Fellum, 28. janúar 1662. Transskriftarbréfið var gert í Skálholti 22. ágúst sama ár.
Skuldauppgjör vegna jarðarinnar Brjánsness við Mývatn sem Þorkell Jónsson og Valgerður Einarsdóttir höfðu selt Önnu Eyjólfsdóttur og Vigfúsi Þorsteinssyni. Á Haganesi við Mývatn 21. maí 1596; bréfið skrifað degi síðar.
Vitnisburður Þorsteins Jónssonar að Björn heitinn Jónsson, Guðrún Jónsdóttir kona hans og synir þeirra Gunnsteinn og Þórður hafi selt Jóni biskupi jörðina alla Neðra-Hvarf fyrir jarðirnar Rauðalæk og Garðshorn á Þelamörk.