Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1351 documents in progress, 2039 done, 40 left)
Erfðaskipti eftir Gísla Þórðarson. Á Bolavöllum undir Botnsheiði, 2. júlí 1621; bréfið skrifað að Innra-Hólmi degi síðar.
Byggingarbréf Hans Chr. Raufns handa Oddi Svarthöfðasyni fyrir hálfum Gjábakka í Vestmannaeyjum. „Ex Chorenhaul Schanze“ 8. febrúar 1696.
Sveinn Eyjólfsson kvittar Kolbein Jónsson um andvirði jarðarinnar Sigurðarstaða í Bárðardal. Kári Önundarson og Þorsteinn Eilífsson votta.
Afrit af sátt um landamerki mili Voðmúlastaða og Úlfsstaða.
Eggert lögmaður Hannesson úrskurðar, að Jón Grímsson megi réttilega að sér taka Dynjandi í Grunnavík, svo framt sem hann hefði lof og leyfi erfingja Narfa Jónssonar.
Skiptabréf eptir Þórð Helgason á Staðarfelli.
Bjarni Jónsson lýsir landamerkjum og beit meðal jarðanna Kirkjubóls, Kroppstaða og Efstabóls. Í Hjarðardal við Dýrafjörð, 9. apríl 1610.
Gísli Björnsson selur Gísla Árnasyni tíu hundraða part með fjórum kúgildum er hann átti að gjalda séra Árna Gíslasyni. Á sama tíma fær séra Árni Gísla Árnasyni tíu hundruð í Hallgerðsey með fjórum kúgildum. Gísli Björnsson gefur séra Árna kvittan um alla peninga sem Árni hafði lofað að gjalda fyrir Gunnarsholt. Á Holti undir Eyjafjöllum, 8. desember 1602.
Kaupmálabréf Andrésar Björnssonar og Guðlaugar Jónsdóttur.
Dómur á Gaulverjabæ í Flóa um ákæru vegna Grímslækjar í Hjallakirkjusókn.
Gunnar Gíslason gefur dóttur sinni Ingibjörgu jarðirnar Mannskapshól, Hraun og Hólakot, allar á Höfðaströnd.
Vitnisburður um reka og ítök Skálár í Sléttahlíð.
Claus van der Marvisen, hiröstjóri og höfuðsmann yfir alt Island, gefr sinum góðum vin Didrek van Minnen umboð það, er hann hafði af konungi yfir íslandi, „bífalar“ honum klaustrið i Viðey með öllum tekjum, svo og garðinn á Bessastöðum, og veitir honum „kongsins sýslu Gullbringuna".
Tylftardómur,kvaddr af Gíimi bónda Þorleifssyni, kongs umboðsmanni í Vaðlaþingi, dæmir Þorleifi bónda Grímssyni og jafnbornum systkinum hans jarðirnar Kalmanstjörn, Kírkjuhöfn, Engey og Laugarnes að löglegri eign og erfð.
Dómur um ákæru vegna jarðarinnar Bjarnarstaða í Selvogi. Á Öxarárþingi, 30. júní 1602.
Alþingisdómur um Fagrabæ á Eyjafjarðarströnd, 1. júlí 1609.
Árni Magnússon ritar nöfn sex manna sem voru vottar að transskriftarbréfi sem skrifað var að Presthólum 1623 eða 1625. Að öðru leyti eru hér engar upplýsingar um innihald þessa bréfs.
Vitnisburður Jóns Jónssonar um að Jón Gíslason á Öndverðarnesi hefði oft sagt að Öndverðarnesi ætti tvö engi í Bárarlandi. á Efri-Loftsstöðum, 21. febrúar 1623.
Þormóður Ásmundsson og synir hans, séra Ásmundur, séra Jón, Gísli og Einar, selja Bjarna Sigurðssyni jörðina alla Kjóastaði í Biskupstungu eystri; landamerkjum lýst. Í Bræðratungu, 29. apríl 1607.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LX, 23. Símon Oddsson og kona hans Guðrún Þórðardóttir selja Bjarna Sigurðssyni hálfa jörðina Hlíðarenda í Ölfusi. Á Stokkseyrargerðum á Eyrarbakka, 4. janúar 1607.
Jón ábóti á Þingeyrum selur Egli Grímssyni til fullrar eignar fjóra tigi hundraða í Hofi í Vatnsdal með tilgreindum ítökum fyrir eignarhlutann í Spákonufelli og Árbakka.
Þorsteinn Torfason selr Eiríki bróður sínum til sóknar alla peninga, sem hann fékk í sinn part eptir Ingibjörgu systur sína, hver sem þá heldr eða hefir haldið án hans leyfis.
Þrír menn transskríbera testamentisbréf Solveigar Björnsdóttur frá 17. janúar 1495. Texti upphafs og niðurlags transskriptsins er í DI VII, nr. 371 en texti bréfsins sjálfs er prentaður í DI VII, nr. 297.
Vitnisburður Sigurðar Sölmundssonar um lestingu á skipi í landtöku og kostnað sem af því leiddi.
Eftirrit af tveimur bréfum um Skarðshlíð með formála eftir Gísla Árnason, að Ási í Kelduhverfi 23. febrúar 1703. Segist Árni afskrifa þessi tvö bréf – þriðja bréfið hafði hann ekki við höndina – handa commissariis Árna Magnússyni og Páli Jónssyni Vídalín.
Bréf sr. Ólafs Péturssonar til Sigurðar Björnssonar lögmanns um að Þórður Magnússon í Vestmannaeyjum skuli skikkaður til að snúa aftur til sinnar ektakvinnu, Guðrúnar Ingjaldsdóttur í Útskálakirkjusókn, sem hefur ekki séð hann í á sjöunda ár, dags. 20. september 1699. Í framhaldi af bréfi sr. Ólafs kemur bréf Sigurðar til Ólafs Árnasonar, sýslumanns í Vestmannaeyjum, um þessa skikkun, dagsett sama dag. Á 2v er utanáskriftin „Bréf hr. lögmannsins uppá Þórð Magnússon“.
Skiptabréf eptir Jón Einarsson á Geitaskarði.
Guðbrandur Oddson selur herra Oddi Einarssyni sex hundruð í Böðvarsdal í Refsstaðakirkjusókn. Á Refsstöðum, 1. ágúst 1607.
Ættleiðing Finnboga Einnrssonar á börnum sínum, Einari Þorgrími, Jóni, Ingibjörgu og Oddnýju.
Vottorð þar sem Árna Magnússon og Ólafur Árnason sýslumaður tjá niðurstöður sínar af rannsókn á mælikeröldum sem gerð var 4. júní 1704 í Vestmanneyjum að umboðsmanninum Christoffer Jenssyni viðstöddum. Þrjú samhljóða eintök, öll undirrituð af Árna og Ólafi og með innsiglum þeirra.
Afrit af bréfi þar sem sagt er frá deilum um þyngd fisks sem gerðu það að verkum að allar vigtir í Vestmannaeyjum voru bornar saman við kóngsins vigt. Þeim sem skiluðu réttri þyngd var skilað en hinar brotnar. Bréfið er dagsett 6. desember 1702 og undirritað af sex mönnum. Á eftir fylgir uppskrift af bréfi Sigurðar Björnssonar lögmanns þar sem hann lýsir þakklæti fyrir áðurskrifað bréf, dags. 20. júlí 1703. Diðrik Jürgen Brandt og Þórður Þórðarson votta að rétt sé eftir frumbréfum skrifað, dags. 6. júní 1704.
Afrit af bréfi um þá skikkun að þeir sem eiga leyfislausa hesta skuli gjalda 24 fiska, helmingur fari til umboðsmannsins Christoffers Jensens og helmingur til fátækra. Skikkunin fór fram 2. nóvember 1703. Þórður Þórðarson og Sigurður Sölmundsson votta að rétt sé eftir frumbréfi skrifað, dags. 7. júní 1704.
Vigdís Halldórsdóttir selur dóttur sinni Agnesi Torfadóttur jörðina Brekku í Dýrafirði. Í kirkjunni í Hrauni í Dýrafirði 8. janúar 1598; bréfið skrifað á Kirkjubóli í Önundarfirði 25. febrúar 1600.
Bónarbréf 14 Vestmannaeyinga þar sem undirritaðir biðja Árna Magnússon að rannsaka mælikúta til að sjá hvort allt sé með felldu.
Afrit af dómsbréfi um að Jón Sigurðsson á Vesturhúsum og Sigmundur Magnússon á Steinsstöðum hafi óleyfilega raskað jörð, dags. 20. nóvember 1703. Sigurður Sölmundsson og Jón Guðmundsson votta að rétt sé eftir frumbréfi skrifað, dags. 30. maí 1704.
Arnór Loftsson selur Pétri Pálssyni jörðina Vatnshorn í Steingrímsfirði. Á Staðarhóli í Saurbæ, 10. nóvember 1602; bréfið skrifað á sama stað 16. mars 1604.
Hannes Björnsson seldi, með samþykki konu sinnar Guðrúnar Ólafsdóttur, Teiti Björnssyni Hof í Vatnsdal, LXc, fyrir Flatnefsstaði á Vatnsnesi XVIc, Ytri-Velli í Vatnsneshrepp og Melssókn, XXIIIc og Þóroddstaði í Hrútafirði XXIIIc og einn IVc að auki.