Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1628 documents in progress, 3411 done, 40 left)
Margrét Jónsdóttir selur Þormóði Ásmundssyni fimm hundruð í jörðinni Grafarbakka í Ytrahrepp.
Kaupbréf Jóns bónda Ólafssonar að Guðmundi Guðmundssyni og Sigríði Jónsdóttur, konu hans, fyrir því, er þau ætti
eða mætti eiga í Hjarðardölunum báðum í Dýrafirði.
Sæmundur Árnason lýsir lögmála sínum í jörðina Meiribakka í Skálavík. Á Hóli í Bolungarvík, 21. febrúar 1619.
Vitnisburðarbréf um viðureign Jóns Solveigarsonar, sem kallaður er Sigmundsson, og þeirra Filippussona, Gísla, Hermanns og Ólafs, í Víðidalstungu (1483).
Björg Ásmundsdóttir selur séra Þorbergi Ásmundssyni bróður sínum hálfa Hrafnsstaði í Bárðardal. Á Fjósatungu í Fnjóskadal, 25. maí 1619. Útdráttur.
Hallbjörg Pálsdóttir selur Steindóri Ormssyni Kálfadal í Kollafirði. Í Neðra-Gufudal, síðast í ágúst 1620. Útdráttur.
Kaupmáli Ísleifs Þorbergssonar og Ingibjargar Gunnarsdóttur.
Solveig Torfadóttir selur Erlendi Magnússyni þann part af Stóru-Völlum á Landi er hún hafði erft eftir föður sinn.
Vitnisburður Sigmundar Þorleifssonar að faðir hans, Þorleifur heitinn Pálsson, hafi léð séra Ólafi heitnum Magnússyni og síðar Magnús heitnum Hrómundssyni tiltekið skarfasker, en að skarfasker út hjá Sviðnum hafi hann aldrei léð þeim sem á Stað hafa verið.
Guðbrandur Oddsson gefur herra Odd Einarsson kvittan og ákærulausan um andvirði jarðarinnar Böðvarsdals. Á Refsstöðum í Vopnafirði, 3. apríl 1610.
Kaupmáli Hallgríms Guðmundssonar og Halldóru Pétursdóttur, gerður í Sigluvík á Svalbarðsströnd 1. september 1616. Útdráttur.
Jón Þorsteinsson selur Birni Benediktssyni jörðina Tunguhaga í Fljótsdal. Á Munkaþverá í Eyjafirði, 24. ágúst 1615; bréfið skrifað á Hrafnagil 28. nóvember sama ár. Útdráttur.
Hjónin Sigurður Oddsson og Þórunn Jónsdóttir gefa hvoru öðru allar sínar löggjafir. Á Hróarsholti í Flóa, 7. nóvember 1616; bréfið skrifað á Laugardælum í Flóa, 31. mars 1617.
Björn Eiríksson selur Páli Guðbrandssyni þá tíu hundraða jörð er hann átti hjá herra Guðbrandi Þorlákssyni og Guðbrandur var Birni skyldugur fyrir tíu hundruð í Neðri-Mýrum í Höskuldsstaðakirkjusókn. Á Vindhæli á Skagaströnd, 21. maí 1609; bréfið skrifað á Þingeyrum 30. maí sama ár.
Vitnisburður um meðkenning þeirra Ólafs og Sigmundar
Gunnarssona um fóta afhögg og áverka á Brynjólfi Sigurðssyni og bætr fyrir það.
Page 21 of 149













































