Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1351 documents in progress, 2039 done, 40 left)
Þorvaldur Ólafsson sver þess eið að hafa aldrei á sinni ævi svívirðilega synd með karlmanni framið. Á Einarsstöðum í Kræklingahlíð, 1. maí 1627.
Kaupmáli og hjónavígsla Magnúsar Einarssonar og Guðrúnar Björnsdóttur. Á Þykkvaskógi, 7. október 1627; bréfið skrifað á Staðarfelli 17. október sama ár. Útdráttur.
Björn Ólafsson vitnar um það að hafa keypt hjall af Lofti Ögmundssyni að viðstöddum Niels Regelsen.
Á 2r hefur Árni Magnússon ritað frekari upplýsingar um sögu hjallsins.
Séra Gísli Oddsson og Jón Þorsteinsson endurnýja þann kaupgjörning að Gísli seldi Aldísi dóttir Jóns fimmtán hundruð í Hlíð í Grafningi. Gísli setur þann skilmála að verði jörðin föl aftur eigi hann eða erfingjar hans fyrstu kaup þar á, á sama verði og hann seldi hana. Á Holti undir Eyjafjöllum, 30. mars 1627. Útdráttur.
Útdráttur úr transskriftarbréfi um sölu séra Gísla Oddssonar á jörðinni Hlíð í Grafningi til Jóns Þorsteinssonar og dóttur hans Aldísar, sem fram fór í Holti undir Eyjafjöllum 8. júlí 1625. Þar á eftir fylgja greiðslur Jóns: sú fyrsta var gerð á kaupdegi, önnur 16. september 1625, þriðja 30. janúar 1626 og fjórða 3. júlí 1626. Taldist jörðin þá fullkeypt.
Eyrný Ólafsdóttir fær Sighvati Asgrímssyni jörðina að Bjargastöðum í Miðfirði til eignar, með tilgreindum ummerkjum.
Vitnisburðarbréf Jóns Jónssonar um landamerki Sveinseyrar, milli Eyrar og Hóls (í Dýrafirði).
Vitnisburður Jóns Björnssonar um peninga Helgu konu Ólafs heitins Þorsteinssonar. Skrifað á Grund í Eyjafirði 14. júlí 1598.
Páll Oddsson og kona hans Valgerður Hallsdóttir selja séra Guðmundi Gíslasyni sex hundruð og fjögur ærgildi í Brattsholti í Stokkseyrarkirkjusókn. Útdráttur.
Vitnisburður fimm karla um að Þuríður Þorleifsdóttir hefði afhent Magnúsi Vigfússyni tengdasyni sínum jarðirnar Ás og Ekkjufell í Fljótsdalshéraði.
Kaupbréf fyrir Másstöðum í Skíðadal.
Magnús Ólafsson selur herra Oddi Einarssyni fimm hundraða part í Laugarvatni í Árnessýslu er Magnús átti með bróður sínum, Alexíusi Ólafssyni. Í Skálholti, 24. maí 1627.
Jón biskup á Hólum kvittar síra Jón Brandsson um milligjöf milli jarðanna Grillis í Fljótum og Illugastaða í Flókadal.
Kristín Jónsdóttir selur syni sínum Árna Daðasyni tuttugu hundruð í Stóra-Eyrarlandi í Hrafnagilskirkjusókn og fær í staðinn hálfa Gunnlaugsá í Ólafsfirði og hálft Nes í Fnjóskadal. Á Saurbæ í Eyjafirði, 10. febrúar 1628.
Helgi Torfason selur Heinrik Gíslasyni sex hundruð í jörðinni Efstabæ í Skorradal. Í Reykjaholti, 2. maí 1607. Útdráttur.
Alþingisdómur vegna jarðarinnar Helluvaðs við Mývatn.
Dómur sjö klerka og sjö leikmanna útnefndur af Jóni biskupi Arasyni, „er þá hafði kongsins umboð í Vöðluþingi“,
um ákœru Jóns Magnússonar til Gísla prests Guðmundsson
ar vegna Kristínar Eyjólfsdóttur móður sinnar um aðtöku
Gísla prests á arfi eptir Finn heitinn Þorvaldsson systurson
Kristínar.
Alþingisdómur vegna jarðarinnar Helluvaðs við Mývatn.
Jón Egilsson kvittar Jón Björnsson um gjald fyrir Illugastaði á Laxárdal. Gert og skrifað á Holtastöðum í Langadal 30. maí 1581.
Þorkell Gamlason og Sæunn Jónsdóttir endurnýja hjónabandsgjörning sinn á Hólum í Hjaltadal, 2. janúar 1608. Bréfið skrifað á Ökrum í Blönduhlíð 22. janúar sama ár.
Afrit af Viðvíkurdómi frá 1474 um Hólateig í Fljótum og staðfestingu Ólafs biskups á dómi þessum.
Hjálmur Jónsson og Sigríður Jónsdóttir kona hans gefa Elínu Pétursdóttur fimm hundruð í góðum peningum í löggjöf. Á Torfufelli í Eyjafirði, 11. maí 1611; bréfið skrifað á Hólum í Eyjafirði sama dag.
Ingvildr Jónsdóttir fær Haldóru Jónsdóttur til fullrar eignar þá peninga, er henni höfðu til erfða fallið eptir Jón Jónsson
bróður sinn, og hafði hún fyrir laungu uppetið þessar álnir hjá Haldóru.
Transkript skiptabréfs á eignum Þorleifs Grímssonar og Gríms sonar hans.
Helmingadómr á alþingi dæmir Kirkjubólskirkju í Langadal
Fell stærra, 4 hundr., og 2 hundr. i Felli minna á Ströndum.
Bjarni Kálfsson og kona hans Halldóra Tyrfingsdóttir selja Ara Magnússyni hálfa jörðina Brunná í Hvolskirkjusókn en fá í staðinn Keldu í Vatnsfjarðarþingum. Í Þernuvík, 20. apríl 1603.
Þorgrímur Jónsson selur Jóni Ásgrímssyni til fullrar eignar
hálfa jörðina Fagrabæ á Svalbarðsströnd fyrir fimtán hundruð í lausafé
Vitnisburður Þorbjargar Arngrímsdóttur um kaupmála sem gerður var í brúðkaupi Ólafs heitins Þorsteinssonar og Guðrúnar heitinnar Gunnlaugsdóttur í Grímstungum í Vatnsdal. Ingjaldur Illugason meðtók vitnisburð Þorbjargar í Hlíð í Miðfirði í viðurvist tveggja votta en bréfið var skrifað á Bjargi í Miðfirði 28. maí 1599.
Alþingisdómur um jörðina Laugaból.
Þrír vitnisburðir um fjöruna Kóngsvík í Skaftafellssýslu.
Herra Guðbrandur Þorláksson geldur Halldóru dóttur sinni jörðina Ytra-Hól í Flókadal í sín þjónustulaun og greinir frá öðrum peningum sem hún á hjá sér. Óstaðsett, 10. desember 1610; bréfið skrifað 12. febrúar 1611.
Jörðin Skerðingsstaðir dæmd eign Bjarna Björnssonar á Berufjarðarþingi 27. ágúst 1591.
Klögun Odds Svarthöfðasonar til Árna Magnússonar vegna framferðis umboðsmannsins Hans Christiansson Rafn, sem meðal annars rak hann af jörðinni Dölum þar sem hann hafði búið síðan 1685.
Tumi Jónsson selur Jóni Sigurðssyni lögmanni þau fimmtán hundruð í jörðu er dæmd höfðu verið Tuma af erfingjum Markúsar heitins Ólafssonar.
Þorleifur Bjarnason geldur Evfemíu dóttur sinni átta hundruð í Neðri-Brekku í Saurbæjarhrepp í löggjöf, auk fjögurra hundraða til arfaskiptareiknings og í heimanmund sinn. Á Fellsenda í Miðdalahrepp í maí 1610. Útdráttur.
Samningr Þoriáks Þorsteinssonar og Sigríðar húsfreyju Þorsteinsdóttur um jörðina Dal í Eyjafirði og annan arf eptir
Árna heitinn Einarsson, bónda Sigríðar.
Dómur sex manna út nefndur af Birni Guðnasyni konungs umboðsmanni milli Geirhólms og Langaness
um erfð eftir Kristínu Sumarliðadóttur, milli Gríms Jónssonar bónda, systursonar Kristínar, og Ara Andrésssonar bónda .
Afhendingarbréf Jakobs Benediktssonar sýslumanns á mála Guðrúnar Ormsdóttur, ekkju Ásbjarnar Guðmundssonar, sem var 100 hundruð í föstu og lausu.
Máldagi Tjarnar.
Sjöttardómur, kvaddur af Ormi lögmanni Sturlusyni, dæmir
Margréti Erlendsdóttur eða hennar réttum forsvarsmanni,
Páli bónda Grímssyni, eiginmanni hennar, rétta sókn þeirra
peninga (Hofs á Höfðaströnd), er hann hafði gefið henni á
brúðkaupsdegi þeirra, en síðan selt af ótta við ofríki.
Page 21 of 149