Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1351 documents in progress, 2039 done, 40 left)
Þorgrímur Jónsson selur Jóni Ásgrímssyni til fullrar eignar
hálfa jörðina Fagrabæ á Svalbarðsströnd fyrir fimtán hundruð í lausafé
Alþingisdómur um jörðina Laugaból.
Bjarni Kálfsson og kona hans Halldóra Tyrfingsdóttir selja Ara Magnússyni hálfa jörðina Brunná í Hvolskirkjusókn en fá í staðinn Keldu í Vatnsfjarðarþingum. Í Þernuvík, 20. apríl 1603.
Afrit af Viðvíkurdómi frá 1474 um Hólateig í Fljótum og staðfestingu Ólafs biskups á dómi þessum.
Vottun um forkaupsrétt á jörðinni Heiðarbæ í Steingrímsfirði.
Afrit af pósti úr vísitasíu Brynjólfs Sveinssonar um máldaga og reikning kirkjunnar að Mýrum í Dýrafirði, frá 1650.
Þorkell Gamlason og Sæunn Jónsdóttir endurnýja hjónabandsgjörning sinn á Hólum í Hjaltadal, 2. janúar 1608. Bréfið skrifað á Ökrum í Blönduhlíð 22. janúar sama ár.
Þorsteinn prestur Eireksson, kirkjuprestur á Munkaþverá. Þorsteinn Jónsson djákni á Þingeyrum og Gísli Brandsson votta, að Hálfdán Einarsson seldi Jóni lögmanni Jónssyni LXc í Arnbjarnarbrekku í Hörgárdal í Möðruvallakirkjusókn fyrir LXc í lausafé, og gaf jafnframt, ásamt konu sinni Þrúðu Ormsdóttur, þessi LXc í próventu sína.
Veitingarbréf séra Jóns Loftssonar fyrir Útskálum.
Skiptabréf eptir Þórð Helgason á Staðarfelli.
Loforð og skilmáli á milli hjónanna Þorleifs Bjarnasonar og Elínar Benediktsdóttur um jörðina Ánabrekku í Borgarfirði, er Þorleifur hafði Elínu gefið í tilgjöf á þeirra giftingardegi. Á Munkaþverá 15. febrúar 1608; bréfið skrifað á Hrafnagili 23. maí 1609.
Dómar og skilríki um arf þann sem Einari Ólafssyni hafði fallið eftir Solveigu Björnsdóttur móðurmóður sína, afrituð „úr kópíubók frá Hólum í Hjaltadal“.
D 1–9. Afrit af transskriftarbréfi frá Hólum í Hjaltadal, 6. maí 1517.
Tylftakdómr út nefndr af Jóni biskupi á Hólum, Claus van
der Mervize og lögmönnum báðum, Erlendi Þorvarðssyni og
Ara Jónssyni, eptir konungs skipan um kæru Ögmundar
biskups í Skálholti til Sigurðar Ólafssonar, að hann hefði
legið með Solveigu Ólafsdóttur systur sinni.
Helgi ábóti á Þingeyrum staðfestir dóm frá 29. apríl, þ.e. AM Dipl. Isl. Fasc. XLV,3 (DI VIII, nr. 589).
Dómur á Vallnalaug í Skagafirði 18. september 1609 um stefnu vegna jarðarinnar Brúnastaða. Bréfið skrifað á Stað í Reyninesi 24. október sama ár.
Sveinn Þorleifsson selr síra Ólafi Hjaltasyni sjálfdæmi og
gefr sig og alt það, sem hann á, í hans vald, fyrir „það
svik", er Sveinn hafði gert síra Ólafi í sambúð við
Hallfríði Ólafsdóttur, með þeim fleirum greinum, er bréfið
hermir.
Björn Eiríksson selur Páli Guðbrandssyni þá tíu hundraða jörð er hann átti hjá herra Guðbrandi Þorlákssyni og Guðbrandur var Birni skyldugur fyrir tíu hundruð í Neðri-Mýrum í Höskuldsstaðakirkjusókn. Á Vindhæli á Skagaströnd, 21. maí 1609; bréfið skrifað á Þingeyrum 30. maí sama ár.
Vitnisburður um meðkenning þeirra Ólafs og Sigmundar
Gunnarssona um fóta afhögg og áverka á Brynjólfi Sigurðssyni og bætr fyrir það.
Ólafur Jónsson selur Gísla Jónssyni bróður sínum jörðina alla Seljanes í Trékyllisvík. Að Snóksdal í Miðdölum, 19. desember 1611. Útdráttur.
Sæmundur Árnason selur Bjarna Jónssyni sex hundruð í Tannanesi í Önundarnesi en fær í staðinn sex hundruð í Hrauni á Ingjaldssandi. Á Hóli í Bolungarvík, 7. nóvember 1614; bréfið skrifað á sama stað, 24. desember sama ár. Útdráttur.
Kvörtun Brynjólfs Magnússonar til Árna Magnússonar um að umboðsmaðurinn Niels Riegelsen meini honum að nýta jörðina Kirkjubæ andstætt samkomulagi við fyrrverandi umboðsmann, Hans Christiansson Rafn. Magnús Erlendsson, Sigurður Sölmundsson og Klemus Jónsson votta enn fremur að Brynjólfur hafi forsvaranlega hirt um jörðina.
Dómr sjö manna, útnefndr af Ólafi bónda Guðmundssyni, er
þá hafði míns herra kongsins sýslu og umboð milli Geirhólms
og Langaness, um gjöf Örnólfs Einarssonar til Þorleifs sonar síns,
meðal annars á jörðunni Breiðadal hinumfremra í Önundarfirði, en
bréfið báru fram þeir bræðr Jón og Ólafr Þorgautssynir.
Vitnisburður um að Jón Arason biskup hafi gefið Helgu Sigurðardóttur jörðina Hallland með tíu málnytukúgildum fyrir fimm tigi hundraða en Helga gefur jafnharðan Hólakirkju til próventu.
Jón Björnsson selur herra Oddi Einarssyni hálfa jörðina Kaldrana á Skaga. Í Skálholti 3. júlí 1598.
Séra Jón Vigfússon og kona hans Anika Björnsdóttir lofa að selja Hannesi Björnssyni fyrstum manna jarðir sínar Höfn í Hvammssveit og Neðri- og Fremri-Brekku í Hvolskirkjusókn árið 1610. Grannar Hannesar votta að hann hafi auglýst fyrir þeim þennan lögmála við kirkjuna á Sauðafelli 1610. Bréfið var skrifað í Snóksdal, 4. maí 1617. Útdráttur.
Jón Jónsson selur séra Gunnlaugi Bjarnasyni frænda sínum jörðina hálfa Gníp (Níp) í Búðardalskirkjusókn. Útdráttur.
Ormur bóndi Guðmundsson selur sira Birni Jónssyni jarðirnar
Kamb Reykjarfjörð, Kjós, Naustvíkur, Kjesvog og Ávík, allar á Ströndum, fyrir lausafé.
Dómur útnefndur af Torfa bónda Jónssyni, kongs umboðsmanni milli Gilsfjarðar og Skraumu, um tilkall Björns Guðnasonar til arfs eptir Solveigu Björnsdóttur.
Kaupbréf um þrjú hundruð og fjörutíu álnir í jörðunni
Hellisholtum í Hrunamannahreppi fyrir lausafé.
Einar Sigurðsson gefur syni sínum Sigurði Einarssyni jarðarveð sem hann á í Skála á Strönd í Berufjarðarkirkjusókn. Í Eydölum, 17. ágúst 1610.
Virðing á peningum sem séra Þorsteinn Ólafsson galt sínum bróður Skúla Ólafssyni. Einnig lofar Skúli að selja Þorsteini fyrstum jörðina Tinda í Ásum. Gert í Vesturhópshólum 24. maí 1599; skrifað á sama stað þremur dögum síðar.
Vottorð þar sem Árna Magnússon og Ólafur Árnason sýslumaður tjá niðurstöður sínar af rannsókn á mælikeröldum sem gerð var 4. júní 1704 í Vestmanneyjum að umboðsmanninum Christoffer Jenssyni viðstöddum.
Þrjú samhljóða eintök, öll undirrituð af Árna og Ólafi og með innsiglum þeirra.
Andrés biskup í Björgvin, Kristján Pétursson presutr við Postulakirkjuna sama staðar og fjórir ráðsmenn Björgynjar —
þar á meðal Guttormur lögmaðr Nikulásson, bróðir Gottskálks biskups — lýsa því, að Ögmundr ábóti í Viðey
hafi birt fyrir þeim páfabréf, ásamt fleirum bréfum, um hjónaband Þorleifs Björnssonar og Ingvildar Helgadóttur, og staðfestu þeir þau.
Bréf um Ásgeirsá.
Dómur á Mýrum í Dýrafirði 22. september 1614 um stefnu Magnúsar og Jóns Gissurarsona til Jóns Þorlákssonar um það félag sem gert skyldi hafa verið milli Þorláks heitins Einarssonar og konu hans Guðrúnar heitinnar Hannesdóttur. Málinu er skotið til alþingis. Bréfið er skrifað að Ögri í Ísafirði 17. nóvember 1614.
Veitingabréf handa sira Halldóri Benediktssyni fyrir Munkaþverárklaustri.
Page 22 of 149