Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1628 documents in progress, 3411 done, 40 left)
Mat á kúgildum er gjaldast áttu Páli bónda Jónssyni vegna Björns bónda Benediktssonar. Gert á Tannstöðum í Hrútafirði 28. maí 1589.
Magnús Björnsson lögmaður og bræðurnir Árni lögmaður, séra Sigurður og Eiríkur Oddssynir gera sátt um tilkall til arfs eftir Guðrúnu heitna Björnsdóttur. Gegn því að Magnús láti málið niður falla gefa bræðurnir honum 40 hundruð í jörðinni Krossavík í Vopnafirði er þeim hafði til erfða fallið eftir bróður sinn Gísla Oddsson biskup. Gert „í tjaldstað við fljótið hjá Höfðavík í Biskupstungum“ nokkrum dögum eftir Alþingi 1639 en endurnýjað og staðfest í Skálholti 26. júlí 1640.
Árni Gíslason fær Arnfinni bónda Guðmundssyni i umboð
kongsumbod það, er hann hafi haft á Ströndum um nokkur
ár, og tvær jarðir i Hrútafirði.
Tómas Brandsson selur Magnúsi Björnssyni átta hundruð og fjörutíu álnir í Þorkelsgerði í Selvogi og fær í staðinn tíu hundruð í Hafgrímsstöðum í Tungusveit. Á Reykjum í Tungusveit, 28. júlí 1633. Útdráttur.
Dómur á Vallnalaug í Skagafirði 18. september 1609 um stefnu vegna jarðarinnar Brúnastaða. Bréfið skrifað á Stað í Reyninesi 24. október sama ár.
Dómur tólf manna útnefndur á alþingi af Finnboga lögmannai Jónssyni milli þeirra Björns Guðnasonar og Björns Þorleifssonar um peninga og arf eftir Þorleif og Einar Björnssyni.
Vitnisburður um að Jón Arason biskup hafi gefið Helgu Sigurðardóttur jörðina Hallland með tíu málnytukúgildum fyrir fimm tigi hundraða en Helga gefur jafnharðan Hólakirkju til próventu.
Helgi ábóti á Þingeyrum staðfestir dóm frá 29. apríl, þ.e. AM Dipl. Isl. Fasc. XLV,3 (DI VIII, nr. 589).
Þuríður Arngrímsdóttir selur síra Birni Jónssnui jörðina Gröf
með kotinu Freysivíkurbakka, báðar í Miðfirði, fyrir þrjátíu
hundruð i lausafé, en Hallur Arngrímsson fékk Þuríði systur
sinni þessar jarðir móti æfinlegri framfærslu, auk fleiri greina,
er bréfið hermir.
Björn Eiríksson selur Páli Guðbrandssyni þá tíu hundraða jörð er hann átti hjá herra Guðbrandi Þorlákssyni og Guðbrandur var Birni skyldugur fyrir tíu hundruð í Neðri-Mýrum í Höskuldsstaðakirkjusókn. Á Vindhæli á Skagaströnd, 21. maí 1609; bréfið skrifað á Þingeyrum 30. maí sama ár.
Vitnisburður um meðkenning þeirra Ólafs og Sigmundar
Gunnarssona um fóta afhögg og áverka á Brynjólfi Sigurðssyni og bætr fyrir það.
Hjónin Sigurður Oddsson og Þórunn Jónsdóttir gefa hvoru öðru allar sínar löggjafir. Á Hróarsholti í Flóa, 7. nóvember 1616; bréfið skrifað á Laugardælum í Flóa, 31. mars 1617.
Dómur útnefndur af Torfa bónda Jónssyni, kongs umboðsmanni milli Gilsfjarðar og Skraumu, um tilkall Björns Guðnasonar til arfs eptir Solveigu Björnsdóttur.
Jón Bjarnason og kona hans Ólöf Jónsdóttir lofa að selja Halldóri Ólafssyni lögmanni fyrstum Neðstaland í Öxnadal. Á Lýtingsstöðum í Tungusveit, 10. maí 1623.
Jón Jónsson „sem kallaður er afi“ geldur og afhendir Árna Gíslasyni hálfa Litlu-Þúfu í Miklaholtshrepp í andvirði jarðarinnar Grímsstaða í Álftártungukirkjusókn. Á Fáskrúðarbakkaþingi, 10. maí 1619.
Vitnisburður Jóns Jónssonar um að Jón Gíslason á Öndverðarnesi hefði oft sagt að Öndverðarnesi ætti tvö engi í Bárarlandi. á Efri-Loftsstöðum, 21. febrúar 1623.
Vitnisburður Páls Þórðarsonar um ítök Hróarsholts í Bár. Í Gaulverjabæ í Flóa, 5. október 1622.
Magnús Þórarinsson selur Magnúsi Björnssyni fjögur hundruð í jörðinni Söndum í Kjós. Á Munkaþverá, 1. september 1622; bréfið skrifað á sama stað 13. janúar 1623. Útdráttur.
Þorsteinn prestur Eireksson, kirkjuprestur á Munkaþverá. Þorsteinn Jónsson djákni á Þingeyrum og Gísli Brandsson votta, að Hálfdán Einarsson seldi Jóni lögmanni Jónssyni LXc í Arnbjarnarbrekku í Hörgárdal í Möðruvallakirkjusókn fyrir LXc í lausafé, og gaf jafnframt, ásamt konu sinni Þrúðu Ormsdóttur, þessi LXc í próventu sína.
Page 22 of 149















































