Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1373 documents in progress, 2093 done, 40 left)
Dómur tólf manna útnefndr af Egli Grímssyni um vígsmál eptir
Haldór Snorrason og Arvið Mattheusson.
Afrit af sátt um landamerki mili Voðmúlastaða og Úlfsstaða.
Sigríður Bárðardóttir selur Margrétu Bárðardóttur fimm hundruð upp í jörðina Finnsstaði í Eiðaþinghá fyrir sjö hundruð í fullvirðis peningum.
Reikningskapur nokkurra eigna kirkjunnar í Bólstaðahlíð “in prima visitatione (Guðbrands biskups) ecclesiarum occidentalium.
Fimm skjöl er varða Henrik Gerkens.
Vitnisburður Jóns Jónssonar um kaupmála og fleira sem gert var í brúðkaupi Ólafs heitins Þorsteinssonar og Guðrúnar heitinnar Gunnlaugsdóttur í Grímstungu í Vatnsdal. Séra Þorsteinn Ólafsson meðtekur vitnisburð Jóns í viðurvist tveggja votta á Tindum á Ásum 28. maí 1599.
Kaupmálabréf Jóns Árnasonar og Þuríðar Finnsdóttur. Í Flatey á Breiðafirði, júlí 1616. Útdráttur.
Torfi Einarsson selur Gísla Hákonarsyni lögmanni jörðina Meðalfell í Kjós og fær í staðinn Kirkjuból í Stöðvarfirði, Hreimsstaði í Útmannasveit og ótilgreinda þriðju jörð í Austfjörðum sem Gísli mun útvega síðar. Á Klofa í Landi, 23. júní 1617.
Bjarni Jónsson lýsir landamerkjum og beit meðal jarðanna Kirkjubóls, Kroppstaða og Efstabóls. Í Hjarðardal við Dýrafjörð, 9. apríl 1610.
Guðbrandur Oddsson gefur herra Odd Einarsson kvittan og ákærulausan um andvirði jarðarinnar Böðvarsdals. Á Refsstöðum í Vopnafirði, 3. apríl 1610.
Dómur um Másstaði i Svarfaðardal.
Kvittun Orms Sturlusonar lögmanns og staðfesting á jarðaskiptum Jóns biskups Arasonar vegna Munkaþverárklausturs og Þórðar bónda Péturssonar.
Kristín Þorsteinsdóttir gefur Ingvildi Helgadóttur dóttur sinni í tíundargjöf sína jarðirnar Syðra-Djúpadal og Minni-Akra í Skagafirði (í Miklabæjarkirkjusókn), en selur henni Syðri-Akra í Blönduhlíð (í Miklabæjarkirkjusókn) fyrir Höskuldsstaði í Laxárdal og lausafé, að jafnvirði hundrað hundraða, og kvittar um andvirðið.
Dómur um misþyrming Gísla Árnasonar af hendi Eyjólfs Jónssonar og Margrétar konu hans (ágrip).
Steinunn Jónsdóttir fær Magnúsi Björnssyni, syni sínum, 40 hundruð í Ljósavatni.
Tveir útdrættir um gjörninga sem Þorleifur Bjarnason gerði við Torfa Ólafsson og konu hans (og barnsmóður sína) Ingiríði Jónsdóttur. Á Hallsstöðum á Meðalfellsströnd, 26. janúar 1613.
Afrit af vitnisburðarbréfi um eignarrétt kirkjunnar í Snóksdal á eyðikotinu Þorgeirsstaðahlíð. Hvalgrafir á Skarðsströnd, 13. desember 1599.
Jón prestur Ólafsson selr Jóni biskupi á Hólum jörðina Meðaldal í Dýrafirði fyrir Tjörn í Aðaldal með 10 kúgildum og
tíu hundruð í parflegum peningum, og er hálfkirkju skyld á Tjörn og bænhúss skyld í Meðaldal.
Skrá um eignir Vatnsfjarðarkirkju. er síra Pantaleon Ólafsson afhenti Árna Gíslasyni.
Dómur á Miðgörðum í Staðarsveit um arf eftir Orm Þorleifsson, 7. maí 1610.
Fúsi Helgason kvittar Andrés Arason um það sakferli, er
Andrés átti að gjalda móður Fúsa, og samþykkir Oddr bróðir
Fúsa það.
Tumi Jónsson selur Jóni Sigurðssyni lögmanni þau fimmtán hundruð í jörðu er dæmd höfðu verið Tuma af erfingjum Markúsar heitins Ólafssonar.
Björn Einarsson selur Sighvati ísleifssyni jörðina Fell í Kollafirði fyrir áttatigi hundraða með forgangsrétti til kaups, ef aptur
verði seld; skyldu Kálfárvellir koma upp í fjóra tigi hundraða.
Jörðin Skerðingsstaðir dæmd eign Bjarna Björnssonar á Berufjarðarþingi 27. ágúst 1591.
Sjöttardómur, kvaddur af Ormi lögmanni Sturlusyni, dæmir
Margréti Erlendsdóttur eða hennar réttum forsvarsmanni,
Páli bónda Grímssyni, eiginmanni hennar, rétta sókn þeirra
peninga (Hofs á Höfðaströnd), er hann hafði gefið henni á
brúðkaupsdegi þeirra, en síðan selt af ótta við ofríki.
Guðrún Ólafsdóttir gefur manni sínum Helga Brynjólfssyni umboð til að selja Háafell í Hvítársíðu. Á Býjaskerjum, 7. júní 1611.
Sex menn votta að Þorkell Magnússon handlagði Árna biskupi Ólafssyni jörðina Bakka í Bæjarþingum í Borgarfirði, og að Kolbeinn Þorgilsson handlagði biskupi jörðina Þingnes til ævinlegrar eignar.
Bréf Kristjans konungs fimmta um að Magnús Jónsson lögmaður hafi látið af hendi jarðirnar Arnarhól og Húsanes í Snæfellsnessýslu fyrir Mávahlíð og hálfa Tungu í sömu sýslu. Kaupmannahöfn, 3. maí 1694.
Á eftir bréfinu fylgir vitnisburður Árna Geirssonar um að bréfið hafi verið lesið upp í lögréttu 30. júní 1694.
Vitnisburður um að rétt sé skrifað eftir frumbréfi undirritaður af Gísla Jónssyni og Steindóri Helgasyni á Reykhólum 9. október 1703.
Þrír vitnisburðir um fjöruna Kóngsvík í Skaftafellssýslu.
Vitnisburður um eignarétt til jarðarinnar Haga i Hvömmum.
Herra Guðbrandur Þorláksson geldur Halldóru dóttur sinni jörðina Ytra-Hól í Flókadal í sín þjónustulaun og greinir frá öðrum peningum sem hún á hjá sér. Óstaðsett, 10. desember 1610; bréfið skrifað 12. febrúar 1611.
Finnbogi Pétursson selur herra Guðbrandi Þorlákssyni jörðina Skálá. Í Felli í Sléttahlíð, 1. júní 1619.
Page 23 of 149