Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1621 documents in progress, 3394 done, 40 left)
Gísli Sigurðsson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi jarðirnar Skálanes nyðra og Gröf, báðar í Vopnafirði, og fær jörð jafndýra í Borgarfirði. Í Skálholti, 11. febrúar 1660.
Séra Pétur Rafnsson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi tvö og hálft hundrað í Þorvaldsstöðum í Skriðdal. Að Stöðvarstað í Stöðvarfirði, 23. maí 1659.
Jón Þorsteinsson selur Birni Benediktssyni jörðina Tunguhaga í Fljótsdal. Á Munkaþverá í Eyjafirði, 24. ágúst 1615; bréfið skrifað á Hrafnagil 28. nóvember sama ár. Útdráttur.
Kaupmáli Hallgríms Guðmundssonar og Halldóru Pétursdóttur, gerður í Sigluvík á Svalbarðsströnd 1. september 1616. Útdráttur.
Dómr sjö manna, útnefndr af Ólafi bónda Guðmundssyni, er þá hafði míns herra kongsins sýslu og umboð milli Geirhólms og Langaness, um gjöf Örnólfs Einarssonar til Þorleifs sonar síns, meðal annars á jörðunni Breiðadal hinumfremra í Önundarfirði, en bréfið báru fram þeir bræðr Jón og Ólafr Þorgautssynir.
Vitnisburður Einars Oddssonar um gjöf Lopts heitins Ormssonar til Jóns Jónssonar á jörðunni „Svarbóli“ í Álptafirði.
Árni Magnússon ritar nöfn sex manna sem voru vottar að transskriftarbréfi sem skrifað var að Presthólum 1623 eða 1625. Að öðru leyti eru hér engar upplýsingar um innihald þessa bréfs.
Sjö bréf um hlunnindi og ítök Vatnsfjarðarkirkju sem rituð voru á transskriftarbréf á skinni sem lá meðal Skálholtsskjala. Texti bréfanna er ekki afritaður hér, eingöngu vitnisburðurinn um transskriftina sem gerð var í Skálholti 19. apríl 1605.
Dómur á Spjaldhaga í Eyjafirði 2. maí 1600 um peninga Solveigar Þorsteinsdóttur er hún hafði gefið í próventu til Hallgríms heitins Nikulássonar. Á viðfestu blaði var upptalning Einar Ólafssonar á peningum þeim sem Hallgrímur hafði fengið afhent vegna Solveigar og eiður Einars.
SÍRA Þorleifr Björnsson lýsir því, að liann viti ekki, að jörðin Dynjandi í Jökulfjörðum liafi nokkurn tíma komið í eign föður síns.
Árni Gíslason fær Arnfinni bónda Guðmundssyni i umboð kongsumbod það, er hann hafi haft á Ströndum um nokkur ár, og tvær jarðir i Hrútafirði.
Vitnisburður um að Jón Arason biskup hafi gefið Helgu Sigurðardóttur jörðina Hallland með tíu málnytukúgildum fyrir fimm tigi hundraða en Helga gefur jafnharðan Hólakirkju til próventu.
Árni Jónsson selur Jóni Vigfússyni þrjú hundruð og 40 álnir í Ölvaldsstöðum í Borgarkirkjusókn. Í Borgarhrepp, 24. september 1616; bréfið skrifað á Kalastöðum fáum dögum síðar. Útdráttur.
Dómur útnefndur af Torfa bónda Jónssyni, kongs umboðsmanni milli Gilsfjarðar og Skraumu, um tilkall Björns Guðnasonar til arfs eptir Solveigu Björnsdóttur.
Magnús Gissurarson gerir erfðaskipti við bróður sinn Jón Gissuarson. Í Álftamýri, 8. september 1621.
Jón Jónsson „sem kallaður er afi“ geldur og afhendir Árna Gíslasyni hálfa Litlu-Þúfu í Miklaholtshrepp í andvirði jarðarinnar Grímsstaða í Álftártungukirkjusókn. Á Fáskrúðarbakkaþingi, 10. maí 1619.
Árni Gíslason selur Páli Gíslasyni bróður sínum hálfan garðinn Hvanneyri og Hamra og fær í staðinn Norðtungu í Þverárhlíð og fleiri jarðir. Á Ytra-Hóli á Akranesi, 10. október 1623.
Jón Bjarnason og kona hans Ólöf Jónsdóttir lofa að selja Halldóri Ólafssyni lögmanni fyrstum Neðstaland í Öxnadal. Á Lýtingsstöðum í Tungusveit, 10. maí 1623.
Sigurður Hákonarson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi skipstöðu á jörðinni Strönd í Selvogi fyrir fimm hundruð.