Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1621 documents in progress, 3394 done, 40 left)
Kolbeinn Oddsson gefur herra Odd Einarsson kvittan um það andvirði sem Oddur hafði greitt Kolbeini fyrir part í Böðvarsdal. Á Hofi í Vopnafirði, 3. ágúst 1610; bréfið skrifað í Skálholti 9. október sama ár.
Arfaskiptabréf Bjarna Jónssonar og Guðrúnar Jónsdóttur til barna þeirra. Í Holti í Önundarfirði, 6. janúar 1623; bréfið skrifað á Hvilft, 14. janúar sama ár.
Kaupamálabréf séra Eiríks Bjarnasonar og Þórdísar Hjörleifsdóttur. Á Hallormsstöðum í Skógum, 3. október 1624.
Einar Nikulásson og kona hans Kristrún Jónsdóttir selja Guðmundi Illugasyni jörðina Rúgstaði í Eyjafirði.
Hannes Björnsson seldi, með samþykki konu sinnar Guðrúnar Ólafsdóttur, Teiti Björnssyni Hof í Vatnsdal, LXc, fyrir Flatnefsstaði á Vatnsnesi XVIc, Ytri-Velli í Vatnsneshrepp og Melssókn, XXIIIc og Þóroddstaði í Hrútafirði XXIIIc og einn IVc að auki.
Séra Jón Vigfússon og kona hans Anika Björnsdóttir lofa að selja Hannesi Björnssyni fyrstum manna jarðir sínar Höfn í Hvammssveit og Neðri- og Fremri-Brekku í Hvolskirkjusókn árið 1610. Grannar Hannesar votta að hann hafi auglýst fyrir þeim þennan lögmála við kirkjuna á Sauðafelli 1610. Bréfið var skrifað í Snóksdal, 4. maí 1617. Útdráttur.
Afrit af bréfi þar sem tólf klerkar nyrðra samþykkja séra Jón Arason ráðsmann og umboðsmann heilagrar Hólakirkju í öllum efnum milli Ábæjar og Úlfsdalsfjalla.
Sigurður Hákonarson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi skipstöðu á jörðinni Strönd í Selvogi fyrir fimm hundruð.
Alþingisdómur vegna Hrauns í Unadal, 1. júlí 1607. Bréfið skrifað 17. apríl 1610.
Arnór Jónsson selur herra Oddi Einarssyni all jörðina Hraunkot í Grímsnesi. Í Skálholti, 24. desember 1624. Útdráttur.
Transskriftarbréf tveggja bréfa um lambseldi Vatnsfjarðarkirkju, frá 1366 og 1597. Hér eru aðeins útdrættir bréfanna en vitnisburður transskriftarmanna, gerður í Skálholti 22. apríl 1605, er skrifaður upp í heild.
Seðill með minnispunktum Árna Magnússonar þar sem hann segir frá transskriftarbréfi sem hann hafi átt sem innihélt sjö skjöl um Arndísarstaði í Bárðardal frá árunum 1571–1578. Transskriftarbréfið var ritað 1595.