Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1628 documents in progress, 3411 done, 40 left)
Sigurður Oddsson yngri og kona hans Þórunn Jónsdóttir afgreiða og handsala Árna Oddsyni jarðirnar Máná og Valadal á Tjörnesi og allt andvirði Galtalækjar í þá löggjöf sem sáluga Helga Jónsdóttir, kona Árna og systir Þórunnar, hafði Árna gefið úr sinni fastaeign. Sigurður og Þórunn tilskilja að Árni gjaldi þá peninga sem honum ber að svara af þeim arfi er Þórunn átti eftir sínar sálugu systur Helgu og Hólmfríði. Á Hróarsholti í Flóa, 24. desember 1616; bréfið skrifað í Skálholti 16. janúar 1617.
Arfaskiptabréf Bjarna Jónssonar og Guðrúnar Jónsdóttur til barna þeirra. Í Holti í Önundarfirði, 6. janúar 1623; bréfið skrifað á Hvilft, 14. janúar sama ár.
Kaupamálabréf séra Eiríks Bjarnasonar og Þórdísar Hjörleifsdóttur. Á Hallormsstöðum í Skógum, 3. október 1624.
Einar Nikulásson og kona hans Kristrún Jónsdóttir selja Guðmundi Illugasyni jörðina Rúgstaði í Eyjafirði.
Dómur tólf manna útnefndr af Egli Grímssyni um vígsmál eptir Haldór Snorrason og Arvið Mattheusson.
Séra Jón Vigfússon og kona hans Anika Björnsdóttir lofa að selja Hannesi Björnssyni fyrstum manna jarðir sínar Höfn í Hvammssveit og Neðri- og Fremri-Brekku í Hvolskirkjusókn árið 1610. Grannar Hannesar votta að hann hafi auglýst fyrir þeim þennan lögmála við kirkjuna á Sauðafelli 1610. Bréfið var skrifað í Snóksdal, 4. maí 1617. Útdráttur.
Afrit af bréfi þar sem tólf klerkar nyrðra samþykkja séra Jón Arason ráðsmann og umboðsmann heilagrar Hólakirkju í öllum efnum milli Ábæjar og Úlfsdalsfjalla.
Alþingisdómur vegna Hrauns í Unadal, 1. júlí 1607. Bréfið skrifað 17. apríl 1610.
Arnór Jónsson selur herra Oddi Einarssyni all jörðina Hraunkot í Grímsnesi. Í Skálholti, 24. desember 1624. Útdráttur.
Dómur á Miðgörðum í Staðarsveit um arf eftir Orm Þorleifsson, 7. maí 1610.
Transskriftarbréf tveggja bréfa um lambseldi Vatnsfjarðarkirkju, frá 1366 og 1597. Hér eru aðeins útdrættir bréfanna en vitnisburður transskriftarmanna, gerður í Skálholti 22. apríl 1605, er skrifaður upp í heild.