Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1361 documents in progress, 2041 done, 40 left)
Jón Jónsson prófastur á millum Geirhólms og Hrútafjarðarár kvittar Þorbjörn Jónsson af öllum brotum við heilaga kirkju, þeim er hann má, og leyfir, að hann láti þann prest leysa sig, er hann vill, ef hann verður brotlegur í nokkru.
Afrit af samþykkt Ólafs sýslumanns Einarssonar og tólf annarra um skipaútgerð í Vestur-Skaftafellssýslu, gerð á Heiði í Mýrdal 2. júní 1694 eftir skriflegri áskorun Sigurðar Björnssonar lögmanns. Þessir svonefndu skipapóstar eru svo samþykktir af lögmönnum 19. júní 1695 og lesnir upp í lögréttu 17. júlí 1703. Eftirritið er staðfest af Ólafi sýslumanni sjálfum.
Samtök og áskorun Vestflrðinga til Finnboga lögmanns Jónssonar, að hann haldi gömul lög og íslenzkan rétt, einkum í erfðamálinu eptir Þorleif Björnsson.
Kvittun Bjarnar Eyjólfssonar til Árna Gíslasonar fyrir andvirði 10 hundr. í Barkarstöðum í Miðfirði.
Tylftardómur útnefndur af Jóni Þorgeirssyni, kongs umboðsmanni í Hegranessþingi, um kæru Jóns til Sigurðar Magnússonar, að hann hafi verið í styrk og aðför til Hóls áSkaga með Þorsteini Bessasyni, þá er Þórálfur heitinn Guðmundsson var í hel sleginn.
Séra Þorleifur Jónsson gerir kaup við Brynjólf Sveinsson biskup um Neðra-Skarð og hálft Steinsholt fyrir 20 hundruð í Álftárósi og 10 hundruð í Skáney. Bréfið var skemmt þannig að ekki var ljóst hvor aðilinn keypti hvort jarðapar en Árni Magnússon taldi að Brynjólfur biskup hefði keypt Neðra-Skarð og hálft Steinsholt. Kaupin áttu sér stað 1651 eða fyrr. Útdráttur.
Álits og skoðunargerð átta manna útnefndra af síra Jóni Haldórssyni officialis milli Geirhólms og Hrútafjaiðará um áskilnað milli Staðarkirkju í Steingrímsfirði og Guðmundar Loptssonar út af Selárdal.
Vottun um forkaupsrétt á jörðinni Heiðarbæ í Steingrímsfirði.
Kaupmáli Hallgríms Guðmundssonar og Halldóru Pétursdóttur, gerður í Sigluvík á Svalbarðsströnd 1. september 1616. Útdráttur.
Jón biskup á Hólum, er þá var kongs umboðsmaðr bæði í Vöðluþingi og Þingeyjarþingi, selr Bessa Þorlákssyni jarðirnar Sigurðarstaði, Sandvík, Haldórustaði, Jarlslaði, Minni Völlu og Kálfborgará í Bárðardal, Skarð í Fnjóskadal og Björk í Eyjafirði, fyrir hálfa Anastaði, hálft Skarð og fimm hundruð í Kárastöðum á Vatnsnesi og hálfa jörðina Samtýni í Kræklingahlíð, með fleirum greinum, er bréfið hermir.
Afrit af pósti úr vísitasíu Brynjólfs Sveinssonar um máldaga og reikning kirkjunnar að Mýrum í Dýrafirði, frá 1650.
Landvistarbréf út gefið af Kristjáni konungi öðrum til handa Ólafi Ormssyni er orðið hafði að skaða (vegið hafði) Skúla Þormóðsson.
Skipti eftir Þorleif Grímsson.
Vitnisburður Bjarna Jónssonar um Landeign og landamerki Guðlaugstaða í Blönduhlíð.
Alþingisdómur um jörðina Brúnastaði í Skagafirði, 1. júlí 1613.
Haldór prestr Tyrfingsson vottar, að hann viti ekki til, að Sigurðr bóndi Narfason og Ívar heitinn bróðir hans hafi gert neinn gjörning um landamerki Tungu og ytra Fagradals (á Skarðsströnd) leingr en þeir lifði báðir.
Kaupmáli og gifting séra Jóns Runólfssonar og Sigríðar Einarsdóttur. Á Hafrafellstungu í Öxarfirði, 31. júlí og 6. september 1618. Útdráttur.
Kaupbréf Ásgríms ábóta á Þingeyrum og Jóns bónda Sigmundssonar um jarðirnar Efranúp í Núpsdal, Melrakkadal í Víðidal og Hrís með tilgreindum ítökum og landamerkjum.
Lýsing Einars Brynjólfssonar á ummælum Narfa Ingimundarsonar, að hann hefði fargað ólöglega og að nauðsynjalausu jörðum barna Helga Vigfússonnr og ekkert lukt þeim fyrir.
Frumtransskript og transskript prentað á tveimur stöðum í DI en bæði eftir sama apografinu, þ.e. nr. 413.
Veitingarbréf séra Jóns Loftssonar fyrir Útskálum.
Sigurður Sigurðsson selur bróður sínum Jóni Arnórssyni hálfa jörðina Óspakseyri í Bitrufirði og hálfa jörðina Gröf í Krossárdal en fær í staðinn 16 hundruð í jörðinni Gillastöðum í Laxárdal.
Lýsing á kaupi á þremur hundruðum í jörðinni Hesteyri í Aðalvíkurkirkjusókn.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur séra Guðmundi Ketilssyni og konu hans Önnu Skúladóttur jörðina alla Svínabakka í Vopnafirði og fær í staðinn Ljósaland í Vopnafirði. Að Refstöðum í Vopnafirði, 20. ágúst 1663. Transskriftarbréfið var gert í Skálholti 15. nóvember sama ár. Útdráttur.
Testamentisbréf síra Þorleifs Björnssonar.
Kaupmálabréf síra Björns Jónssonar og Steinunar Jónsdóttur.
Vitnisburður, að Björn Guðnason hafi um langa tíma átt jörðina Ásgarð í Hvammssveit og hafi keypt hana af Þórólfi Ögmundssyni, með fleirum greinum, er bréfið hermir.
Vitnisburbr fimm manna um það, að þeir hafi séð og yfir lesið kvittunarbréf þau, er þeir biskuparnir Magnús Eyjólfsson, Stephán Jónsson og Ögmundr Pálsson hafi út gefið til handa þeim frændum Þorleifi Björnssyni, Einari Björnssyni og Birni Þorleifssyni um sektir og fjárgreiðslur, og er tilfært efni bréfanna.
Dómar og skilríki um arf þann sem Einari Ólafssyni hafði fallið eftir Solveigu Björnsdóttur móðurmóður sína, afrituð „úr kópíubók frá Hólum í Hjaltadal“. D 1–9. Afrit af transskriftarbréfi frá Hólum í Hjaltadal, 6. maí 1517.
Björn Magnússon veitir Finni Jónssyni umboð yfir Eyjaþingi (Svefneyjaþingi).
Sigríður Bárðardóttir selur Margrétu Bárðardóttur fimm hundruð upp í jörðina Finnsstaði í Eiðaþinghá fyrir sjö hundruð í fullvirðis peningum.
Meðkenning Brynjólfs Jónssonar um skuld sína við sira Halldór Benediktsson.
Illugi Illugason selur Páli Guðbrandssyni fimm hundruð í jörðinni Neðri-Mýrum á Skagaströnd. Á Þingeyrum, 7. janúar 1613.
Tveir útdrættir um gjörninga sem Þorleifur Bjarnason gerði við Torfa Ólafsson og konu hans (og barnsmóður sína) Ingiríði Jónsdóttur. Á Hallsstöðum á Meðalfellsströnd, 26. janúar 1613.
Sveinn Þorleifsson selr síra Ólafi Hjaltasyni sjálfdæmi og gefr sig og alt það, sem hann á, í hans vald, fyrir „það svik", er Sveinn hafði gert síra Ólafi í sambúð við Hallfríði Ólafsdóttur, með þeim fleirum greinum, er bréfið hermir.
Afrit af uppskrift sem lá á Höfða af transskriftarbréfi frá 1565 af máldaga Höfðakirkju frá 1461.
Úrskurður konungs og ríkisráðs, að arfur eftir Þorleif Grímsson skiptist í tvennt, og falli annar helmingr til barna hans með fyrri konu, en hinn til barna með síð- ari konu.
Helga Guðnadóttir og Eiríkr Torfason, sonr hennar, gefa hvort annað kvitt um öll þeirra skipti.
Úrskurður Finnboga lögmanns Jónssonar um arf eptir Pál Brandsson, þar sem hann samkvæmt dómum, er áður hafa þar um gengið, úrskurðar þeim Þorleifl og Benedikt Grímssonum, sonarsonum Páls, allan arflnn.
Sæmundur Árnason selur Bjarna Jónssyni sex hundruð í Tannanesi í Önundarnesi en fær í staðinn sex hundruð í Hrauni á Ingjaldssandi. Á Hóli í Bolungarvík, 7. nóvember 1614; bréfið skrifað á sama stað, 24. desember sama ár. Útdráttur.
Vitnisburður Þorsteins Jónssonar að Björn heitinn Jónsson, Guðrún Jónsdóttir kona hans og synir þeirra Gunnsteinn og Þórður hafi selt Jóni biskupi jörðina alla Neðra-Hvarf fyrir jarðirnar Rauðalæk og Garðshorn á Þelamörk.
Jón Jónsson og Oddný Bjarnadóttir selja Ara Magnússyni jörðina Æðey og fá í staðinn jörðina Tungu og lausafé. Í Vigur, 7. apríl 1608; bréfið skrifað í sama stað degi síðar.