Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1351 documents in progress, 2039 done, 40 left)
Bjarni Sveinsson gefur sonum sínum Sumarliða og Bergþóri hvorum 15 hundruð í jörðinni Jörfa í Haukadal. Að Kvennabrekku í Miðdölum, 25. maí 1620; bréfið skrifað á sama stað 17. maí 1621.
Blað úr reikningsbók um skip og útgerð.
Einar Bjöbnsson fær Solveigu Björnsdóttur systur sinni jörðina Dyn(j)anda í Grunnavík til fullrar eignar, og kvittar Solveigu um andvirðið. (Falsbréf).
Björn Guðmundsson, í umboði bræðranna Bergþórs og Sumarliða Bjarnasona, lýsir fyrir lögmönnunum á Öxarárþingi lögmála sem bræðurnir hafa lýst í hlut hvor annars í jörðinni Jörfa í Haukadal.
Dómur á Mýrum í Dýrafirði 22. september 1614 um stefnu Magnúsar og Jóns Gissurarsona til Jóns Þorlákssonar um það félag sem gert skyldi hafa verið milli Þorláks heitins Einarssonar og konu hans Guðrúnar heitinnar Hannesdóttur. Málinu er skotið til alþingis. Bréfið er skrifað að Ögri í Ísafirði 17. nóvember 1614.
Kaupmálabréf Páls Vítussonar og Helgu Jónsdóttur.
Björn Sveinsson selur bróður sínum, séra Jóni Sveinssyni, hálfan Botn í Súgandafirði og fær í staðinn hálfan Hafnarhólm á Selströnd. Á Holti í Önundarfirði, 23. febrúar 1620. Útdráttur.
Narfi Jónsson kærir fyrir Jóni lögmanni Sigmundssyni, að sira Jón Eiríksson hafi gripið og tekið fyrir sér með fullu ofríki jörðina Dynjandi í Grunnavík, og biður lögmann ásjár.
Dómur um Núpsdalstungu.
Samningur og sáttargerð þeirra Árna Skálholtsbiskups, Lofts bónda Guttormssonar og Halls Ólafssonar, og kvittaði Loftur Hall um meðferð á peningum Ingibjargar Pálsdóttur konu sinnar, er hann hafði haft umboð á þeim, en Árni biskup lauk fyrir Hall hundrað hundraða, og var þar í jörðin Staðarhóll.
Guðbrandur Þorláksson biskup gefur dóttur sinni Halldóru ellefu hundruð í jörðinni Skálá í Sléttahlíð í staðinn fyrir jörðina Miðmó í Fljótum, sem Guðbrandur hefur í burt selt. Á Hólum í Hjaltadal, 9. nóvember 1621.
Gjafabréf Jóns Oddssonar til handa Þorgilsi presti syni sinum um tíu hundruð upp í jörðina ytra Hvarf í Svarfaðardal.
Lýsing Þorsteins Finnbogasonar, að hann hafi gefið síra Birni Gíslasyni brennistein í Fremri-Námum í sína lífsdaga.
Tylftardómr klerka norðan og sunnan, útnefndr af Jóni biskupi á Hólum, er þá var administrator Skálholtsbiskupsdæmis, um ákærur biskups til Daða Guðmundssonar.
Jón Finnbogason og kona hans Arnbjörg Kolbeinsdóttir lýsa skuldum í garð erfingja Jóns Vigfússonar vegna jarðarinnar Baldursheims í Skútustaðakirkjusókn. Komist er að samkomulagi og gefa Jón og Arnbjörg erfingja Jóns Vigfússonar kvitta og ákærulausa. Þá er landamerkjum Baldursheims lýst. Á Garði við Mývatn, 2. ágúst 1614; bréfið skrifað í Skálholti 7. desember sama ár.
Afrit af skiptabréfi Ólafar Loftsdóttur og hennar barna eftir Björn Þorleifsson hinn ríka.
Vitnisburður um að Halldór Þorvaldsson hafi selt Sæmundi Árnasyni jörð og peninga er móðir hans átti í garð fyrrnefnds Sæmundar.
Jón prestr Filippusson, prófastr í Eyjafirði, kvittar Björn Þorvaldsson af tveimur barneignum með Guðrúnu Sigfúsdóttur.
Dómur um það mál sem sira Björn Thómasson beiddist dóms á, hvort hann mætti halda níu kúgildum, sem Þorsteinn bóndi Guðmundsson hefði goldið sér í þá peninga sem hann gaf Ólöfu dóttur sinni til giftingar, en þeir Björnsynir, Jón og Magnús töldu kúgildin fé Þórunnar Jónsdóttur en ekki Þorsteins og eru dómsmenn því samþykkir og dæma þeim kúgildin.
Jón Ólafsson fær Jóni Jónssyni lögmanni það andvirði sem faðir hans, Ólafur Brandsson, hafði gefið við parti í Innra-Botni, sem Jón Ólafsson hafði fengið Gísla Þórðarsyni en nú var klögun á komin. Á Arnarstapa, 2. janúar 1603; bréfið skrifað á sama stað degi síðar.
Meðkenning Brynjólfs Jónssonar um skuld sína við sira Halldór Benediktsson.
Dómur vegna Arndísarstaða í Bárðardal. Í Kópavogi, 5. júlí 1578.
Afrit af skikkunarbréfi Ólafs biskups Rögnvaldssonar um sálumessur á Hólum í Hjaltadal. Uppskrift af bréfi Ólafs Rögnvaldssonar Hólabiskups, dagsettu 30. júlí 1479, um sálumessur á Hólum í Hjaltadal.
Jón Árnason selur Gísla Eiríkssyni part í Hrafnabjörgum í Hörðudal og fær í staðinn jörðina alla Laugarvatn í Grímsnesi. Við Öxará, 3. júlí 1667.
Björn Magnússon, kóngsins umboðsmaður yfir Barðastrandarsýslu, gefur Ara Magnússyni bróður sínum umboð yfir syðra parti Barðastrandarsýslu í þrjú ár, frá 1608–1610, með skilmálum sem nánar eru teknir fram.
Vitnisburður Páls Þórðarsonar um ítök Hróarsholts í Bár. Í Gaulverjabæ í Flóa, 5. október 1622.
Eiríkur og Hallur Einarssyni samþykkja gjörning sem Brynjólfur Sveinsson biskup og Bergur Einarsson, bróðir þeirra, gerðu um Eyrarteig og Strandhöfn í Vopnafirði. Í Valþjófsstað, 29. maí 1658. Transskriftarbréfið skrifað í Skálholti 11. apríl 1659. Útdráttur.
Páll Jónsson fær Steinunni Jónsdóttur, systur sinni, Ljótsstaði fyrir Saurhól.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur séra Guðmundi Ketilssyni og konu hans Önnu Skúladóttur jörðina alla Svínabakka í Vopnafirði og fær í staðinn Ljósaland í Vopnafirði. Að Refstöðum í Vopnafirði, 20. ágúst 1663. Transskriftarbréfið var gert í Skálholti 15. nóvember sama ár. Útdráttur.
Jón Jónsson og Oddný Bjarnadóttir selja Ara Magnússyni jörðina Æðey og fá í staðinn jörðina Tungu og lausafé. Í Vigur, 7. apríl 1608; bréfið skrifað í sama stað degi síðar.
Transskriftarbréf með tveimur vitnisburðum um landamerki Stóra-Dals. Skrifað í Skálholti 15. febrúar 1614.
Vitnisburður um prófentu þá, er Þorbjörn Gunnarsson gaf Ivari Brandssyni.
Handsal og gjörningur á Þingvöllum um að Steindór Gíslason selji Ara Magnússyni þau fimmtíu hundruð í fastaeign sem undir honum stóðu af Óslands andvirði.
Magnús Gissurson festir sér Þórkötlu Snæbjarnardóttur með samþykki móður hennar Þóru Jónsdóttur og bróður hennar séra Torfa Snæbjarnarsonar. Á Kirkjubóli í Langadal, 19. september 1621. Útdráttur.
Þórður Pétrsson kvittar Sigríði Einarsdóttur um alla þa peninga, sem hann hefir átt eða mátt eiga eptir Hallgrím heit- inn Pétrsson bróður sinn, svo og þá peninga, er Pétr ábóti faðir hans hafði feingið honum. alt með því fororði, er bréfið hermir.
Útdráttur úr kaupbréfi þar sem Jón Vigfússon selur Hákoni Árnasyni jörðina Stóra-Dal undir Eyjafjöllum og fær í staðinn Dyrhóla í Mýrdal, Galtalæk á Landi og hálfa Miðey í Eystri-Landeyjum. Landamerkjum lýst.