Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1628 documents in progress, 3411 done, 40 left)
Seðill með minnispunktum Árna Magnússonar þar sem hann segir frá transskriftarbréfi sem hann hafi átt sem innihélt sjö skjöl um Arndísarstaði í Bárðardal frá árunum 1571–1578. Transskriftarbréfið var ritað 1595.
Séra Gísli Oddsson og Jón Þorsteinsson endurnýja þann kaupgjörning að Gísli seldi Aldísi dóttir Jóns fimmtán hundruð í Hlíð í Grafningi. Gísli setur þann skilmála að verði jörðin föl aftur eigi hann eða erfingjar hans fyrstu kaup þar á, á sama verði og hann seldi hana. Á Holti undir Eyjafjöllum, 30. mars 1627. Útdráttur.
Sjöttardómur um skuldir landsmanna við Hannes Reck og Hannes Elmenhorst.
Magnús Ólafsson selur herra Oddi Einarssyni fimm hundraða part í Laugarvatni í Árnessýslu er Magnús átti með bróður sínum, Alexíusi Ólafssyni. Í Skálholti, 24. maí 1627.
Samantekt Árna Magnússonar upp úr þremur skinnbréfum um kaup Sæmundar Árnasonar á jörðunum Botni í Mjóafirði, Hólum í Dýrafirði og Haukabergi á Barðaströnd af hjónunum Sigfúsi Torfasyni og Jófríði Ormsdóttur.
Vitnisburður Jóns Guðmundssonar um landamerki á milli Eyrar og Arnarnúps í Dýrafirði. Ritað í Hjarðar[dal] í Dýrafirði 1. maí 1596.
Dómur tólf manna útnefndr af Egli Grímssyni um vígsmál eptir
Haldór Snorrason og Arvið Mattheusson.
Vitnisburður Guðmundar Oddssonar um landamerki á milli Eyrar og Arnarnúps í Dýrafirði. Ritað á Hrauni í Dýrafirði 20. september 1596.
Þorgautur Ólafsson og hans kona Marsibil Jónsdóttir selja Sæmundi Árnasyni jörðina Hraun á Ingjaldssandi og sex hundruð í Stærri-Hattardal í Álftafirði. Þorgautur og Marsibil gefa síðan Sæmundi allt andvirðið sér til ævinlegs framfæris. Í kirkjunni á Sæbóli á Ingjaldssandi, 6. júní 1618. Í lok bréfsins hefur Ari Magnússon ritað með eigin hendi að Sæmundur Árnason hafi lesið bréfið upp á Eyrarþingi 1619.
Brynjólfur Þórðarson leggur í vald Ara Magnússonar tólf hundruð í jörðinni Meðaldal. Á Þingeyri, 12. ágúst 1629.
Séra Þorleifur Bjarnason og kona hans Herdís Bjarnadóttir selja Magnúsi Arasyni Fossá á Hjarðarnesi og fá í staðinn Brekku í Dýrafirði. Herdís og Þorleifur lofa einnig að selja Magnúsi fyrstum jörðina Hamar á Hjarðarnesi. Að Kirkjubotni í Önundarfirði, 16. september 1630.
Halldór Marteinsson samþykkir gjöf Kristínar Markúsdóttur á jörðinni Seljalandi til eiginmanns síns, Nikulásar Björnssonar.
Séra Gottskálk Jónsson selur Magnúsi Þorvarðssyni jörðina Brún í Svartárdal og fær í staðinn hálfa jörðina Blöndubakka. Í Glaumbæ 5. júlí 1584. Útdráttur.
Jörðin Skerðingsstaðir dæmd eign Bjarna Björnssonar á Berufjarðarþingi 27. ágúst 1591.
Sigurður Hákonarson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi skipstöðu á jörðinni Strönd í Selvogi fyrir fimm hundruð.
Page 26 of 149















































