Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1351 documents in progress, 2039 done, 40 left)
Herra Oddur Einarsson, í umboði Jóns Björnssonar, selur Þorsteini Magnússyni jarðirnar Steina og Hlíð undir Eyjafjöllum. Einnig fær Þorsteinn Jóni jarðirnar Víkingavatn og Grásíðu fyrir Ytri-Djúpadal í Eyjafirði. Á Holti undir Eyjafjöllum, 24. október 1604. Bréfið er skrifað í Skálholti 2. nóvember sama ár en transskriftarbréfið gert í Skálholti 19. janúar 1619.
Afrit af vitnisburðarbréfi um eignarrétt kirkjunnar í Snóksdal á eyðikotinu Þorgeirsstaðahlíð. Hvalgrafir á Skarðsströnd, 13. desember 1599.
parchment
Festíngar og kaupmálabréf Guðmundar Skúlasonar og Guðnýjar Brandsdóttur.
Klögun Jóns Ólafssonar í Kirkjubæ um eignarhald hans á hjalli sem hann segir að Hans Christiansson umboðsmaður hafi án dóms og laga látið brjóta niður. Sigurður Sölmundsson og Magnús Erlingsson staðfesta frásögn Jóns.
Útdráttur úr kaupbréfi þar sem Jón Vigfússon selur Hákoni Árnasyni jörðina Stóra-Dal undir Eyjafjöllum og fær í staðinn Dyrhóla í Mýrdal, Galtalæk á Landi og hálfa Miðey í Eystri-Landeyjum. Landamerkjum lýst.
Vitnisburðarbréf um viðureign Jóns Solveigarsonar, sem kallaður er Sigmundsson, og þeirra Filippussona, Gísla, Hermanns og Ólafs, í Víðidalstungu (1483).
Vitnisburður ellefu búenda í Fljótsdal um skikkan og athæfi Jakobs Hildibrandssonar. Gert á Skriðuklaustri 18. ágúst 1599.
Vitnisburðarbréf um lofan Björns Þorleifssonar við þá mága sína Eyjólf Gíslason, Grím Jónsson og Guðmund Andrésson, er heimtu að honum föðurarf kvenna sinna, svo og við Kristínu systur sína, er og heimti föðurarf sinn.
Tvö bréf frá Þorvaldi Jónssyni til Brynjólfs biskups Sveinssonar um landamerki og jarðir á Norðausturlandi.
Bjarni Pálsson selur Benedikt Halldórssyni, í umboði Jóns Jónssonar lögmanns, hálfa jörðina Syðri-Bægisá.
Vitnisburður um að Helgi Steinmóðsson gefi Steinmóði Jörundssyni, syni Jörundar Steinmóðssonar, hálfa jörðina Steinanes í Arnarfirði.
Þorvaldur Torfason samþykkir próventugjöf síns bróðurs Halldórs Torfasonar til Sæmundar Árnasonar. Á Hóli í Bolungarvík, 3. maí 1604; bréfið skrifað á Eyri í Skutulsfirði 9. maí sama ár. Útdráttur.
Séra Teitur Helgason veitir vitnisburð um erfðaskrá Jóns heitins Ólafssonar. Reynivöllum í Kjós, 13. október 1582.
Dómur á Mýrum í Dýrafirði 22. september 1614 um stefnu Magnúsar og Jóns Gissurarsona til Jóns Þorlákssonar um það félag sem gert skyldi hafa verið milli Þorláks heitins Einarssonar og konu hans Guðrúnar heitinnar Hannesdóttur. Málinu er skotið til alþingis. Bréfið er skrifað að Ögri í Ísafirði 17. nóvember 1614.
Síra Jón officialis Þorleifsson kvittar Jón Björnsson og Guðrúnu Þorleiksdóttur um þá fjórðu barneign, sem þau hafa opinber að orðið sín í milli.
Vitnisburður um jarðabruðlan Narfa Ingimundarsonar.
Virðing á peningi frá Hvoli, gerð að bæn Helgu Þorláksdóttur vegna Erlendar Jónssonar sonar hennar af þremur prestum og þremur leikmönnum um þá muni sem ganga áttu til Björns Jónssonar Staðarfellskirkjuhaldara upp í reikning kirkjunnar. Gert á alþingi 7. júlí 1691 og afskrift staðfest af 2 mönnum á Þingvelli 8. júlí sama ár.
Vitnisburður að Sigmundur Brandsson heitinn hefði lýst því yfir í sinni dauðstíð, að synir Jóns Sigmundssonar heitins, Sturli og Grímur, væri sínir löglegir erfingjar og eignarmenn eftir sinn dag að jörðinni Bæ í Súgandafirði, með öðru fleira, er bréfið hermir.
Kristín Guðmundardóttir selur Sæmundi Árnasyni sex hundruð í Látrum í Aðalvík.
Kvittan Eggerts lögmanns Hannessonar til Guðmundar Helgasonar um misferli.
Afrit fimm bréfa viðvíkjandi Helgu Aradóttur og Elínu Pálsdóttur, dóttur hennar.
Eggert Hannesson gefur Ragnheiði dóttur sinni og manni hennar, Magnúsi Jónssyni, allar jarðir og lausafé sem hann átti 1578 á Íslandi og upp eru taldar, og tiltekur að sonur hans Jón skyldi ekkert af því hafa þar eð hann fengi allar eignir hans utantands. Auk þess gefur Eggert sérstaklega Birni Magnússyni, dóttursyni sínum, Bæ á Rauðasandi fyrir Sæból á Ingjaldssandi, sem hann hafði gefið honum áður. Gjafabréfið er gert á Bæ á Rauðasandi 30. júlí 1578 en vitnisburðurinn skrifaður í Vigur á Ísafirði mánuði síðar.
SÍRA Þorleifr Björnsson lýsir því, að liann viti ekki, að jörðin Dynjandi í Jökulfjörðum liafi nokkurn tíma komið í eign föður síns.
Árni Oddsson lögmaður og Bjarni Sigurðsson endurnýja og staðfesta kaup sem þeir höfðu gert sín á millum við Tjörfastaði í Landmannahrepp 3. september 1639 um að Bjarni keypti 13 hundruð í Rauðabergi í Hornafirði. Á Leirá í Leirársveit, 25. febrúar 1640. Útdráttur.
Dómur um það mál sem sira Björn Thómasson beiddist dóms á, hvort hann mætti halda níu kúgildum, sem Þorsteinn bóndi Guðmundsson hefði goldið sér í þá peninga sem hann gaf Ólöfu dóttur sinni til giftingar, en þeir Björnsynir, Jón og Magnús töldu kúgildin fé Þórunnar Jónsdóttur en ekki Þorsteins og eru dómsmenn því samþykkir og dæma þeim kúgildin.
Afrit af skiptabréfi Ólafar Loftsdóttur og hennar barna eftir Björn Þorleifsson hinn ríka.
Transskript af dómi sex manna útnefndum af vel bornum manni jungkæra Erlendi Þorvarðssyni lögmanni sunnan og austan á Íslandi um ákæru Péturs Loptssonar til Eyjólfs Einarssonar vegna Sigríðar Þorsteinsdóltur konu sinnar um þann arf, er fallið hafði eptir Ragnlieiði heitna Eiríksdóttur.
Ólafur byskup Hjaltason fær Halldóri Sigurðssyni i þjónustulaun sín Neslönd tvenn við Mývatn, Refsstaði í Laxárdal og Hringver á Tjörnesi.
Dómur á Mýrum í Dýrafirði um Stærri-Garð í Dýrafirði.
Vitnisburður Bessa Hrólfssonar og Benedikts Ísleifssonar að þeir hafi verið viðstaddir þá Þórður heitinn Halldórsson seldi séra Jóni Gottskálkssyni Brúnastaði í kirkjunni í Hvammi í Laxárdal „um árið“. Vitnisburðurinn var skrifaður með eigin hendi séra Jóns 16. apríl 1614.
Vitnisburður um konungsbréf um skírgetning barna Þorleifs Grímssonar og Solveigar Hallsdóttur.
Jón Jónsson selur Eggerti Hannessyni jarðarpartinn Ormsbæ á Hellisvöllum sex hundruð upp í jörðina Smyrlahól í Haukadal og fær í staðinn Lækjarskóg í Laxárdal en Eggert lýsir um leið lögmála í Lækjarskóg. Á Vætuökrum á Hellisvöllum, 12. október 1614; bréfið skrifað í Snóksdal í Breiðafjarðardölum 25. mars 1615.
Dómr sex manna, utnefndr af .Tóni Jónssyni, kongs umboðsmanni milli Geirhólms og Hrútaf]arSarár, um gjafir Ara heitins Andréssonar og Þórdísar heitinnar Gisladóttur til Orms Guðmundssonar.
Handsal og gjörningur á Þingvöllum um að Steindór Gíslason selji Ara Magnússyni þau fimmtíu hundruð í fastaeign sem undir honum stóðu af Óslands andvirði.
Stephán bisknp í Skálholti afleysir Jón Helgason af því misferli, sem hann í féll, þá er hann í hel sló Þorleif Þórólfsson.
Festingarbréf síra Þorláks Hallgrímssonar og Helgu Jónsdóttur.
Dómur sex manna útnefndur af Jóni Hallssyni konungs umboðsmanni í Rangárþingi um ákærur síra Jóns Einarssonar til Eiríks Torfasonar og bræðra hans í umboði Þórunnar Einarsdóttur systur sinnar um þá peninga, er átt hafði Jón Torfason heitinn og honum voru til erfða fallnir eftir barn sitt skilgetið.