Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1621 documents in progress, 3394 done, 40 left)
Hannes Björnsson gefur Birni Þorleifssyni jörðina Eyri í Bitru.
Transkript skiptabréfs á eignum Þorleifs Grímssonar og Gríms sonar hans.
Magnús Jónsson sýslumaður meðkennir að Skarfasker hafi fylgt með í sölu hans á Sviðnum til Björns Bjarnasonar. Að Miðhlíð á Barðaströnd, 24. mars 1663.
Pétur Pálsson lýsir fyrir grönnum sínum landsmála (lögmála) á Garpsdal í Gilsfirði, er Jón Halldórsson og kona hans Guðný Eyjólfsdóttir hafa honum lofað að selja fyrstum manna.
Pétur Þorsteinsson kvittar herra Guðbrand Þorláksson um jarðaviðskipti þeirra.
Þorvarður Magnússon, með samþykki konu sinnar Guðrúnar Jónsdóttur, selur Jóni Björnssyni hálfa jörðina Hlíð í Miðfirði fyrir lausafé. Útdráttur.
Séra Gunnlaugur Bjarnason selur Þorleifi Bjarnasyni jörðina Gníp í Saurbæjarhrepp og fær í staðinn Þyrilsvelli í Steingrímsfirði. Á Búðardal á Skarðsströnd, 16. desember 1611; bréfið skrifað á Skarði á Skarðsströnd 7. apríl 1612. Útdráttur.
Pétur Þorsteinsson og synir hans Finnbogi og Magnús selja herra Guðbrandi Þorlákssyni jarðinar Bjarnargil og Stafnshóll og fá í staðinn Skálá og Hraun í Sléttahlíð.
Testamentisbréf Þorláks Einarssonar, gert að Núpi við Dýrafjörð 29. apríl 1595.
Björn Sæbjörnsson vitnar um að hafa fengið greiðslu frá Brynjólfi Sveinssyni biskupi vegna Fremri-Hlíðar í Vopnafirði og gefur hann biskup kvittan. Í Leiðarhöfn í Vopnafirði, 6. september 1656. Transskriftarbréfið gert í Skálholti 16. október sama ár.
Einar Þórðarson selur Erlendi Þorvarðssyni tíu hundruð í Ási í Melasveit. Á Belgsholti í Melasveit, 22. september 1630.
Þóroddur Björnsson selur Bjarna Sigurðssyni Sauðholt í Holtum en fær í staðinn Skálmholtshraun í Ólafsvallakirkjusókn. Á Stokkseyri á Eyrarbakka, 19. nóvember 1615. Útdráttur.
Vitnisburður granna Sæmundar Árnasonar að hann hafi lýst fyrir þeim lögmálum er hann hefur lagt í fimm jarðir á Vestfjörðum: Hvilftar í Önundarfirði, Hrauns í Dýrafirði, Steinólfstaða og Mærðareyri í Veiðileysufirði og Bjarnarstaða í Ísafirði. Gert og skrifað á Hóli í Bolungarvík 17. júní 1597.
Jón Bjarnason gefur Halldór Ólafsson kvittan um peninga vegna jarðarinnar Neðstalands í Öxnadal. Á Möðruvöllum í Hörgárdal, 20. apríl 1629.
Ættleiðingarbréf Helgu og Þórunnar (ríku) Jónsdætra gert á Skútustöðum við Mývatn 6. júní 1596.
Brynjólfur Sveinsson biskup kaupir sex og hálft hundrað í Rauðabergi í Hornafirði fyrir lausafé 1656. Útdráttur.
Kaupmálabréf og gifting séra Jóns Einarssonar og Guðrúnar Árnadóttur. Kaupmálinn staðfestur á Grund í Eyjafirði 21. júní 1612, hjónavígsla gerð í Skálholti 5. júlí sama ár; bréfið skrifað í Eydölum 1. ágúst sama ár.