Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1351 documents in progress, 2039 done, 40 left)
Kaupmálabréf Þorsteins Guðmundssonar og Þórunnar Jónsdóttur á Grund.
Fyrri hluti skjalsins er efni kaupmálans.
Seinni hluti þess er vitnisburður um hann.
Afskrift af stóru, átta bréfa, transkriptabréfi um jörðina Dynjanda í Staðarkirkjusókn í Grunnavík.
Kæra Páls Jónssonar til Orms Sturlusonar og Þorbjargar Þorleifsdóttur um hald á Möðruvöllum og á kúgildum.
Vitnisburður um lýsing Guðrúnar Helgadóttur, að Gautastaðir væri hennar eign.
Testamentisbréf síra Þorleifs Björnssonar.
Afrit af uppskrift sem lá á Höfða af transskriftarbréfi frá 1565 af máldaga Höfðakirkju frá 1461.
Þuríður Einarsdóttir fær í framfærslu sína síra Birni Jóns-
syni til eignar jörðina Bergstaði í Miðfirði, með þeim grein-
um, er bréfið hermir.
Ari Magnússon fær hjónunum Guðrúnu Jónsdóttur og Bjarna Jónssyni jörðina Efstaból í Holtskirkjusókn en fær í staðinn hálfa jörðina Kamb í Króksfirði. Að Ögri í Ísafirði, 2. desember 1600.
Ögmundur biskup gerir jarðaskipti við Hólmfríði Erlendsdóttur þannig að hún fær til fullrar eignar
jörðina Eyvindarmúla í Fljótshlíð en í móti fær hann jörðina alla Sandgerði er liggur á Rosthvalanesi [svo].
Vottar að bréfinu voru séra Snorri Hjálmsson og Freysteinn Grímsson.
Gottskálk biskup á Hólum gefur Jóni Þorvaldssyni ábóta á
Þingeyrum umboð til að leysa Jón Sigmundsson af því mannslagi, er hann í féll, þá er hann varð Ásgrími Sigmundssyni,
bróður sínum, að bana í kirkjugarðinum í Víðidalstungu, og
Jón hefði meðkenzt (Falsbréf, eitt af morðbréfunum).
Örnólfur Ólafsson og kona hans Margrét Torfadóttir selja Ara Magnússyni sex hundraða part í jörðinni Kirkjubóli í Dýrafirði.
Vitnisburður um eignarétt til jarðarinnar Haga i Hvömmum.
Gunnlaugur Ormsson lofar Daða Árnasyni að selja honum jörðina Ytra-Villingadal svo fremi sem Pétur Gunnarsson leysi ekki kotið til sín fyrir sama verð næstkomandi vor. Með fylgir vitnisburður sex granna Daða um að Daði hafi lýst fyrir þeim kaupgjörningi þeirra Gunnlaugs, sem átt hafi sér stað 6. mars 1600, og lesið upp bréf Gunnlaugs fyrir þá að Æsustöðum í Eyjafirði, 25. maí 1600.
Vitnisburður um land Fljótsbakka.
Eggert lögmaðr Hannesson festir Sesselju Jónsdóttur.
Tveir prestar og tveir leikmenn vitna að þeir hafa lesið, transkriberað og vottað máldaga
Miklagarðskirkju í Eyjafirði eftir máldagabók Ólafs biskups Rögnvaldssonar.
Staðarbréf, út gefið af Ögmundi biskupi í Skálholti, handa
sira Þorleifi Björnssyni fyrir Staðarstað í Steingrímsfirði, er
Hallr prestr Ögmundsson hafði nú sagt lausum.
Torfi Jónsson selr Eiríki Böðvarssyni jörðina Hillur á Galmaströnd fyrir lausafé og kvittar um andvirðið, en Agnes
Jónsdóttir kona Torfa samþykkir söluna.
ORMR lögmaðr Slurluson úrskurðar gildan gerning
Ólafs byskups Hjaltasonar 18. ágúst 1555 (DI XII, nr. 53.)
Jón Þorsteinsson selur Birni Benediktssyni jörðina Tunguhaga í Fljótsdal. Á Munkaþverá í Eyjafirði, 24. ágúst 1615; bréfið skrifað á Hrafnagil 28. nóvember sama ár. Útdráttur.
Kvittun andvirðis Svanga í Skorradal.
Kaupmáli Hallgríms Guðmundssonar og Halldóru Pétursdóttur, gerður í Sigluvík á Svalbarðsströnd 1. september 1616. Útdráttur.
Pétur Þorsteinsson kvittar herra Guðbrand Þorláksson um jarðaviðskipti þeirra.
Vitnisburður tveggja manna um lýsing Narfa Ingimundarsonar á bruðli sjálfs sín á eignum stjúpbarna sinna.
Útdrættir úr stóru transskriftarbréfi um Veturliðastaði.
Skiptabréf eftir Ásgrím Þórðarson á Marðarnúpi.
Árni Jónsson selur Jóni Vigfússyni þrjú hundruð og 40 álnir í Ölvaldsstöðum í Borgarkirkjusókn. Í Borgarhrepp, 24. september 1616; bréfið skrifað á Kalastöðum fáum dögum síðar. Útdráttur.
Dómur sex manna, út nefndr af Ólafi bónda Guðmundssyni
kongs umboðsmanni milli Geirhólms og Langaness, um kæru
Guðrúnar Björnsdóttur til Fúsa Brúmannssonar um hvaltöku og uppskurð fyrir Selvogum.
Vitnisburður tveggja manna um Hvassafellskaup.
Reikningskapur nokkurra eigna kirkjunnar í Bólstaðahlíð “in prima visitatione (Guðbrands biskups) ecclesiarum occidentalium.
Finnbogi Einarsson prestur fær Gísla syni sínum til fullrar eignar jörðina Fjósatungu
í Fnjóskadal og áskilur sér fyrstum kaup á henni vilji Gísli selja hana.
Sigurður Oddsson yngri og kona hans Þórunn Jónsdóttir afgreiða og handsala Árna Oddsyni jarðirnar Máná og Valadal á Tjörnesi og allt andvirði Galtalækjar í þá löggjöf sem sáluga Helga Jónsdóttir, kona Árna og systir Þórunnar, hafði Árna gefið úr sinni fastaeign. Sigurður og Þórunn tilskilja að Árni gjaldi þá peninga sem honum ber að svara af þeim arfi er Þórunn átti eftir sínar sálugu systur Helgu og Hólmfríði. Á Hróarsholti í Flóa, 24. desember 1616; bréfið skrifað í Skálholti 16. janúar 1617.
Vitnisburður Styrkárs prests Hallsonar, að hann hafi skipt viðum á Gnýstöðum milli Þingeyrarklausturs og Ásgeirsárkirkju
og hafi klaustrinu þá ekki verið eignaður nema hálfur viðteki á Gnýstöðum. Tungu í Víðudal laugardaginn fyrir hvítasunnu ár MDLXXXIII.
Þórunn Jónsdóttir gerir Ásmund Þorsteinsson og konu hans Þuríði Þorbergsdóttur kvitt og ákærulaus um alla sína peninga sem þau hafa haft eða munu hafa héðan af.
Vitnisburðir um að Jóhanna Einarsdóttir hafi lofað að selja Árna Oddsyni fyrstum þá fastaeign er Einar heitinn Þormóðsson hafði henni gefið í sína löggjöf.
Ólafur Jónsson vitnar um að Grímur Aronsson hafði legið Höllu Þorsteinsdóttur löngu áður en þeirra eiginorð
skyldi fullgjörast. Því gerðu foreldrar hennar, Þorsteinn Sveinsson heitinn og Bergljót Halldórssdóttir, ónýtan
þann skilmála um fégjafir til hennar, sér í lagi um jörðina Grafargil í Valþjófsdal sem Þorsteinn hafði selt Halldóri Hákonarsyni.
Sjá einnig AM Dipl. Isl. Fasc. XLV,10
Vitnisburður um að Pétur Pálsson hafi spurt Ólöfu Eiríksdóttur um kvittun til Rauðanessbræðra vegna hennar tilgjafar. Ólöf segist láta sér líka alla gjörninga sem Gísli Þórðarson hefði þar um gjört og hefur handsöl við Pétur. Á Ásgarði í Hvammssveit, 8. október 1616.
Kaupmálabréf Jóns Árnasonar og Þuríðar Finnsdóttur. Í Flatey á Breiðafirði, júlí 1616. Útdráttur.
Vitnisburður tveggja manna um það, að Finnbogi Jónsson lýsti því, að Björn Snæbjarnarson hefði handsalað sér fyrstum kaup á hálfri jörðunni Héðinshöfða fyrir það andvirði er hann mætti kjósa og bréfið greinir.
Page 29 of 149