Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1621 documents in progress, 3394 done, 40 left)
Gunnar Þorláksson og Þorlákur Skúlason biskup endurnýja próventugjörning sinn en Gunnar færir biskupinum Valadal sér til ævarandi framfærslu. Á Hólum í Hjaltadal, 28. janúar 1634.
Gísli Þórðarson selur Jóni Brynjólfssyni tólf hundruð í Hvammi í Kjós og fær í staðinn hálfan Bjargshól í Miðfirði. Í Neðri-Vífilsdal, 18. janúar 1658. Útdráttur.
Dómur Jóns lögmanns Jónssonar á Sveinsstöðum í Vatnsdal um rekstra á Dalsheiði og Kúluheiði en sr. Eiríkur Magnússon á Auðkúlu og Ólafur Ljótsson á Forsæludal töldu sig hlunnfarna um lambatoll.
Erfðaskrá Valgerðar Hákonardóttur.
Brandur Oddsson seldur séra Bjarna Högnasyni jörðina alla Svínabakka í Refstaðarkirkjusókn, 28. maí 1583.
Guðrún Ólafsdóttir gefur manni sínum Helga Brynjólfssyni umboð til að selja Háafell í Hvítársíðu. Á Býjaskerjum, 7. júní 1611.
Jón prestur Ólafsson selr Jóni biskupi á Hólum jörðina Meðaldal í Dýrafirði fyrir Tjörn í Aðaldal með 10 kúgildum og tíu hundruð í parflegum peningum, og er hálfkirkju skyld á Tjörn og bænhúss skyld í Meðaldal.
Guðbrandur Oddson selur herra Oddi Einarssyni sex hundruð í Böðvarsdal í Refsstaðakirkjusókn. Á Refsstöðum, 1. ágúst 1607.
Margrét Jónsdóttir selur Þormóði Ásmundssyni jörðina Grafarbakka í Ytrahrepp í Hrunakirkjusókn.
Kaupmáli Jóns Jónssonar og Solveigar Pétursdóttur.
Þorleifur Björnsson lýsir Þormóð Ásmundsson kvittan vegna kaupa þess síðarnefnda á jörðinni Kjóastöðum.
Dómur á Mosvöllum í Önundarfirði vegna klögunarmáls vegna jarðarinnar Kirkjubóls í Önundarfirði; jörðin dæmd fullkomin eign Magnúsar Jónssonar.
Dómur á Sandatorfu í Borgarfirði um klögun og ákæru Vigfúsar Jónssonar vegna nautareksturs á jörðunum Vatnshorni og Kalastöðum.
Vitnisburður um að Stefán Snorrason hafi lofað Eiríki Árnasyni að vinna eið um orð Sigurðar Jónssonar sýslumanns. Skrifað á Eyvindará 10. ágúst 1583.
Jón Sigurðsson selur Jóni Björnssyni hálfan Orrahól í Staðarfellskirkjusókn fyrir lausafé.
Solveig Torfadóttir selur Erlendi Magnússyni þann part af Stóru-Völlum á Landi er hún hafði erft eftir föður sinn.
Kaupmáli Ísleifs Þorbergssonar og Ingibjargar Gunnarsdóttur.
Vitnisburður Sigmundar Þorleifssonar að faðir hans, Þorleifur heitinn Pálsson, hafi léð séra Ólafi heitnum Magnússyni og síðar Magnús heitnum Hrómundssyni tiltekið skarfasker, en að skarfasker út hjá Sviðnum hafi hann aldrei léð þeim sem á Stað hafa verið.
Kaupmálabréf Torfa Sigfússonar og Vigdísar Halldórsdóttur.
Skoðun og virðing á húsum og bæ í Tungu í Skutulsfirði.
Gjafabréf og vitnisburður um jörðina Snotrunes sem Ingibjörg Sigurðardóttir gefur syni sínum Bjarna Jónssyni.
Eiríkur Árnason selur séra Bjarna Jónssyni fjögur hundruð í Fremri-Kleif í Eydalastaðarkirkjusókn. Á Stöðvarstað í Stöðvarfirði, 21. janúar 1645. Útdráttur.