Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1621 documents in progress, 3394 done, 40 left)
Vitnisburður Jóns Þorsteinssonar og þriggja annarra manna um að aldrei hafi verið goldinn tollur til Vatnsfjarðar nema af Meiri-Hlíð. Afrit af bréfi sem dagsett er 2. september 1470.
Transskript af Suðreyrarbréfum.
DI V, nr. 591 gerir góða grein fyrir samsetningu tveggja transskriptabréfa um sama efni:
AM. Fasc. XIX, 22—23 og XIX, 24, sem eru samhljóða transskript á skinni.
Innihald AM fasc. XIX, 22-23 er eftirfarandi:
1) Transskriptabréfið sjálft: DI V, nr. 591.
2) Bréf frá 24. nóv. 1471, Nr. 579.
3) Bréf frá 11. Október 1471, Nr. 576.
4. Niðurlag transskriptabréfsins (DI V, nr. 591).
Dómur tólf manna útnefndur af Hrafni Guðmundssyni lögmanni og genginn við Vallalaug 20. apríl um kæru Einars Hallssonar í umboði barna sinna til Jóns Ásgeirssonar í umboði Ingibjargar Sæmundardóttur konu sinnar út af erfðamáli þeirra í milli um 40 hundruð í Silfrastöðum í Blönduhlíð.
Fjórir menn votta, að þeir hafi verið í Brautarholti 16. júlí 1434 og heyrt á viðræður þeirra hústrú Guðríðar (Ingimundardóttur) og Guðrúnar Sæmundardóttur um Brautarholt og Hof á Kjalarnesi, er Vigfús Ívarsson bóndi Guðríðar hafði haldið leigulausum en Guðrún hafði erft í plágunni miklu.
Sigurður Jónsson príor á Möðruvöllum ættleiðir Jón son sinn með samþykki Jóns föður síns.
Fimm prestar transskríbera transskript frá 18. Febrúar 1443 af
tveim bréfum frá 14. öld og einu frá 15. öld.
Þrjú samfest skinnbréf um loforð Orms Sturlusonar um forkaupsrétt Árna Gíslasonar í Kjarlaksstöðum og Ormsstöðum.
Staðfesting tveggja manna um að textar tveggja meðfestra bréfa, AM Dipl. Isl. Fasc. LXVIII, 11 og 12, séu rétt uppskrifaðir.
Vidisse á pappír.
Í LXVIIl, 11 eru:
1. Vitnisburðr Jóns Halldórssonar frá 22. febr. 1567 um manndauða á Auðkúlu i plágunni 1495 (= frumrit i Fasc. LXXll, 18).
2. Vitnisburðr Ingibjargar Salamonsdóttur frá 13. apr. 1567 um sama efni (= frumrit í Fasc. LXXIII, 17).
Prófentdsamninse Þorvalds (bálands) Jónssonar við Ásgrím ábóta á Þingeyrum fyrir Gottskálk Þorvaldsson, son sinn.
Ísleifur Þorbergsdóttir gefur dóttur sinni Guðfinnu 40 hundruð í jörðinni Mannskapshóli (Mannskaðahóli) á Höfðaströnd með skilorði um framfærslu stúlkunnar Helgu Ísleifsdóttur. Ísleifur tilskilur einnig að hann skyldi búa á Djúpadal svo lengi sem hann vildi. Á Þorleiksstöðum (Þorleifsstöðum) í Blönduhlíð, 5. júlí 1621.
Sigurður Daðason kongs umboðsmaður í Húnavatnsþingi gefur
Egli bónda Grímssyni fult umboð til að halda þing um
mannslag Jóns Sigurðssonar, að leiða megi víglýsing hans.
Falsbréf
Umboð til viðtöku afgjalds af Hafralæk.
[Ekkert apógraf með þessum númeri.]
Transskript af fjórum dómum, merkt með alfa, beta, gamma og delta.
Lýsing á einingum, itemum, bréfsins tekin úr yfirliti ÁM í apogr. 2938.
Þar segir Árni:
Þessir 4 dómar standa á einu bókfelle hver epter annan, og sýnest sem þeir mune hafa átt að verða vidimus, en alldrei af orðið. Höndin á þessu stóra bréfi er so sem de anno 1540 vel circiter. Alla þessa dóma hefi eg heðan accurate uppskrifaða með hendi Magnúss Einarssonar.
Ingibjörg Guðmundsdóttir selur föður sínum Guðmundi Illugasyni jörðina Sveinungsvík í Þistilfirði en sálugur Nikulás nokkur hafði gefið henni jörðina. Séra Þorsteinn Illugason bróðir Guðmundar er umboðsmaður hans í þessum kaupum og fær hann Ingibjörgu ofan á kaupverðið kross og kápu. Á Múla í Aðalreykjadal 3. apríl 1596.
Halldór Þorvaldsson selur Ara Magnússyni Tröð í Holtskirkjusókn en fær í staðinn hálfa Sveinseyri í Hraunskirkjusókn. Í Vigur, 11. desember 1604; bréfið skrifað í Þernuvík 28. desember sama ár. Útdráttur.
Vitnisburður um landamerki á milli Skálavíkur og Jökulkeldu í Mjóafirði. Á Skálavík, 24. desember 1605.
Elín Pálsdóttir endurnýjar gjöf sína til tveggja dóttursona sinna, Björn og Páls Pálssona, um tíu hundraða jörð til handa hvorum þeirra og eykur við skilmála um hvað verði um gjöfina ef annar þeirra eða báðir falla frá. Á Hlíðarenda í Fljótshlíð, 17. maí 1629.
Guðrún Einarsdóttir greiðir Ara Magnússyni 60 hundruð í jörðinni Óslandi í Miklabæjarkirkjusókn í sín þjónustulaun. Á Laugarbrekku, 15. september 1607; bréfið skrifað á sama stað nokkrum dögum síðar.
Vitnisburður um atför Jóns Sigmundssonar og hans fylgjara
í Grenivík á heimili Magnúsar Þorkelssonar, er þeir brutu
þar bæjarhús og særðu Kristinu Eyjólfsdóttur, konu Magnúsar,
svo að hún var blóðug.
Loforð og skilmáli á milli hjónanna Þorleifs Bjarnasonar og Elínar Benediktsdóttur um jörðina Ánabrekku í Borgarfirði, er Þorleifur hafði Elínu gefið í tilgjöf á þeirra giftingardegi. Á Munkaþverá 15. febrúar 1608; bréfið skrifað á Hrafnagili 23. maí 1609.
Guðbrandur Oddsson selur herra Oddi Einarssyni hálfa jörðina Böðvarsdal í Vopnafirði. Á Eyvindarstöðum í Vopnafirði, 3. ágúst 1604.
Ari Jónsson selur Sæmundi Árnasyni tíu hundruð upp í Eyri í Önundarfirði. Á Hóli í Bolungarvík 31. mars 1597; skrifað á sama stað 5. apríl sama ár.
Helga Aradóttir lýsir sig lögarfa eftir föðursystur sína Þórunni heitna Jónsdóttur og gefur dóttur sinni Elínu Pálsdóttur fjórðung þar af með meiru. Á Munkaþverá 20. ágúst 1598.
Sex menn lýsa því hvert ástand kirkjunnar á Holti undir Eyjafjöllum var þegar séra Árni Gíslason meðtók staðinn árið 1572. Skrifað á Holti 21. apríl 1598.
Þorkell Gamlason og Sæunn Jónsdóttir endurnýja hjónabandsgjörning sinn á Hólum í Hjaltadal, 2. janúar 1608. Bréfið skrifað á Ökrum í Blönduhlíð 22. janúar sama ár.
Page 3 of 149








































