Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1339 documents in progress, 2036 done, 40 left)
Jón Ólafsson kaupir af Árna Sæmundssyni hálfa jörðina Stokkseyri og alla Ásgautsstaði á Eyrarbakka fyrir Belgsstaði og tuttugu hundruð í Drambholtsstöðum í Biskupstungum, en Jón skyldi kaupa tíu hundruð í Drambholtsstöðum og fá Árna, en brygðist það, skyldi Árni fá tíu hundruð í annarri jörð og þar til þrjú hundruð og ævilangt fjörufar á Stokkseyri með fleira skilorð, er bréfið greinir.
Veitingabréf handa sira Halldóri Benediktssyni fyrir Munkaþverárklaustri.
Síra Þorleifur Björnsson arfleiðir fjögur börn sín með samþykki Jóns Björnssonar, bróður síns.
Vitnisburður um reka og ítök Skálár í Sléttahlíð.
Gunnar Gíslason gefur dóttur sinni Ingibjörgu jarðirnar Mannskapshól, Hraun og Hólakot, allar á Höfðaströnd.
Dómr sjö manna, útnefndr af Ólafi bónda Guðmundssyni, er þá hafði míns herra kongsins sýslu og umboð milli Geirhólms og Langaness, um gjöf Örnólfs Einarssonar til Þorleifs sonar síns, meðal annars á jörðunni Breiðadal hinumfremra í Önundarfirði, en bréfið báru fram þeir bræðr Jón og Ólafr Þorgautssynir.
Dómur útnefndur af Torfa bónda Jónssyni, kongs umboðsmanni milli Gilsfjarðar og Skraumu, um tilkall Björns Guðnasonar til arfs eptir Solveigu Björnsdóttur.
Ari Jónsson gefur Sæmund Árnason kvittan og ákærlausan um þá peninga er Sæmundur átti Ara að gjalda fyrir part í Eyri. Á Hóli í Bolungarvík, 23. maí 1599.
Björn Þorleifsson selr Jóni presti Eirikssyni jarðirnar Heydal og Skálavík í Mjóafirði og kvittar hann um andvirðið.
Guðrún Þorleiksdóttir arfleiðir með samþykki föður síns dætur sínar tvær, er hún átti með Jóni Björnssyni
Vitnisburður tveggja klerka um að þeir hafi heyrt erkibiskupinn í Niðarósi lýsa því að bréf það sem hann, ásamt ráði Þrándheimsdómkirkju, hefði út gefið og sent Ögmundi biskupi til lögsagnar yfir Hólabiskupsdæmi, skyldi vera fullmektugt og hann þar með fullmektugar biskup og eigi fullt fyrir sitt ómak.
Pétur Magnússon selur séra Birni Gíslasyni Jarlsstaði í Bárðardal fyrir Skóga í Fnjóskadal.
Vitnisburður um að Jón Arason biskup hafi gefið Helgu Sigurðardóttur jörðina Hallland með tíu málnytukúgildum fyrir fimm tigi hundraða en Helga gefur jafnharðan Hólakirkju til próventu.
Sæmundur Árnason og Vigdís Hallsdóttir endurnýja kaupgjörning sín á milli og gefa hvort annað kvitt og ákærulaust. Á Hrauni í Keldudal, 13. febrúar 1599; bréfið skrifað á Hóli í Bolungarvík 6. mars sama ár.
Tylftardómur,kvaddr af Gíimi bónda Þorleifssyni, kongs umboðsmanni í Vaðlaþingi, dæmir Þorleifi bónda Grímssyni og jafnbornum systkinum hans jarðirnar Kalmanstjörn, Kírkjuhöfn, Engey og Laugarnes að löglegri eign og erfð.
Kaupmáli Jóns Þórðarsonar og Ingveldar Jónsdóttur.
Dómur tólf manna útnefndur á alþingi af Finnboga lögmanni Jónssyni um stefnu þá, er Brúmmann Thomasson í umboði Jóns bónda Björnssonar, vegna Kristínar Sumarliðadóttur, konu Jóns, stefndi Ara Andréssyni um hald á þeim peningum, sem Guðmundr Arason, föðurfaðir Ara, tók fyrir Þorgerði Ólafsdóttur.
Vigdís Halldórsdóttir selur dóttur sinni Agnesi Torfadóttur jörðina Brekku í Dýrafirði. Í kirkjunni í Hrauni í Dýrafirði 8. janúar 1598; bréfið skrifað á Kirkjubóli í Önundarfirði 25. febrúar 1600.
parchment
Festingar og kaupmálabréf síra Þorleifs Björnssonar og Ragnhildar Jónsdóttur.
Vitnisburður Jóns Björnssonar um peninga Helgu konu Ólafs heitins Þorsteinssonar. Skrifað á Grund í Eyjafirði 14. júlí 1598.
Ákæra Einars Nikulássonar til Sigurðar Jónssonar og Katrínar Nikulásdóttur vegna sölu á jörðunum Hóli og Garðshorni í Kinn tekin fyrir dóm á Helgastöðum í Reykjadal 30. maí 1599. Málinu er vísað aftur til dóms á Ljósavatni þann 7. júní næstkomandi.
Transskript á dómsbréfi um kærur Hannesar Eggertssonar til Ögmundar biskups í Skálholti að biskup héldi fyrir sér og Guðrúnu Björnsdóttur konu sinni fjórum jörðum, Vatnsfirði, Aðalvík, Hvammi og Ásgarði og dæma þeir meðal annars Vatnsfjörð fullkomna eign Skálholtskirkju. Frumbréfið er Bisk. Skalh. Fasc. XIV, 4 en transskr í Skalh. fasc XIV, 5 og 8 auk AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII, 28.
Kaupmáli á brúðkaupsdegi Sveins Jónssonar og Halldóru Einarsdóttur. Innsigli fyrir setja Helgi ábóti á Þingeyrum, Þormóður Arason, Skúli Guðmundsson, Hallur Styrkárson og Jón Guðmundsson.
Þorgrímur Jónsson selur Jóni Ásgrímssyni til fullrar eignar hálfa jörðina Fagrabæ á Svalbarðsströnd fyrir fimtán hundruð í lausafé
Transskiptabréf um ættleiðingu Stefáns Loptssonar. Einstakir hlutar þess eru prentaðir á nokkrum stöðum í DI.
Skiptabréf eptir Þórð Helgason á Staðarfelli.
Kaupbréf þeirra Kolbeins Oddasonar og Snorra Arnasonar um jarðirnar Syðrivík og Skjallteinsstaði i Vopnafirði og Hallgeirsstaði og Fremribrekkur á Langanesi.
Afrit af tylftardómi klerka útnefndum af Gottskálk biskupi á Hólum um hjónaband Ingilbrikts Jónssonar og Höllu Vilhjálmsdóttur, dags. 12. maí 1517.
Transskript á dómsbréfi um kærur Hannesar Eggertssonar til Ögmundar biskups í Skálholti að biskup héldi fyrir sér og Guðrúnu Björnsdóttur konu sinni fjórum jörðum, Vatnsfirði, Aðalvík, Hvammi og Ásgarði og dæma þeir meðal annars Vatnsfjörð fullkomna eign Skálholtskirkju. Frumbréfið er Bisk. Skalh. Fasc. XIV, 4 en transskr í Skalh. fasc XIV, 5 og 8 auk AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII, 27. Fullnaðarfærslur á nöfnum sem tengjast bréfinu, önnur en transskiptavotta, er að finna í færslunni við AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII, 27.
Samningr Þoriáks Þorsteinssonar og Sigríðar húsfreyju Þorsteinsdóttur um jörðina Dal í Eyjafirði og annan arf eptir Árna heitinn Einarsson, bónda Sigríðar.
Helgi ábóti á Þingeyrum staðfestir dóm frá 29. apríl, þ.e. AM Dipl. Isl. Fasc. XLV,3 (DI VIII, nr. 589).
Afrit tveggja bréfa um tíundamál.
Vitnisburður um atför Jóns Sigmundssonar og hans fylgjara í Grenivík á heimili Magnúsar Þorkelssonar, er þeir brutu þar bæjarhús og særðu Kristinu Eyjólfsdóttur, konu Magnúsar, svo að hún var blóðug.
Dómur á Gaulverjabæ í Flóa um ákæru vegna Grímslækjar í Hjallakirkjusókn.
Claus van der Marvisen, hiröstjóri og höfuðsmann yfir alt Island, gefr sinum góðum vin Didrek van Minnen umboð það, er hann hafði af konungi yfir íslandi, „bífalar“ honum klaustrið i Viðey með öllum tekjum, svo og garðinn á Bessastöðum, og veitir honum „kongsins sýslu Gullbringuna".
Kaupmálabréf Björns Þorvaldssonar og Herdísar Gísladóttur.
Dómur á Spjaldhaga í Eyjafirði 2. maí 1600 um peninga Solveigar Þorsteinsdóttur er hún hafði gefið í próventu til Hallgríms heitins Nikulássonar. Á viðfestu blaði var upptalning Einar Ólafssonar á peningum þeim sem Hallgrímur hafði fengið afhent vegna Solveigar og eiður Einars.