Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1351 documents in progress, 2039 done, 40 left)
Torfi Einarsson selur Gísla Hákonarsyni lögmanni jörðina Meðalfell í Kjós og fær í staðinn Kirkjuból í Stöðvarfirði, Hreimsstaði í Útmannasveit og ótilgreinda þriðju jörð í Austfjörðum sem Gísli mun útvega síðar. Á Klofa í Landi, 23. júní 1617.
Skoðun á lögmæti próventugjafar Þórðar Jónssonar til Sigurðar Jónssonar bróður síns. Í Eskjuholti 13. maí 1595.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII, 15: Jón Arason biskup á Hólum veitir Magnúsi djákna Jónssyni (syni sínum) prófastsdæmi milli Hrauns á Skaga og Hofs í Dölum, en Gísli prestur Sigurðsson fari með prófastsdæmið, dags. 26. ágúst 1528.
Dómur útnefndur af Finnboga lögmanni Jónssyni um afl og gildi útlúkningarbréfa Narfa Sigurðssonar og Sigurðar Narfasonar um Ásgeirsár, Lækjamót, og fjórar jarðir á Ströndum til Finnboga lögmanns og Teits Þorleifssonar.
Eggert Hannesson gefur Ragnheiði dóttur sinni og manni hennar, Magnúsi Jónssyni, allar jarðir og lausafé sem hann átti 1578 á Íslandi og upp eru taldar, og tiltekur að sonur hans Jón skyldi ekkert af því hafa þar eð hann fengi allar eignir hans utantands. Auk þess gefur Eggert sérstaklega Birni Magnússyni, dóttursyni sínum, Bæ á Rauðasandi fyrir Sæból á Ingjaldssandi, sem hann hafði gefið honum áður. Gjafabréfið er gert á Bæ á Rauðasandi 30. júlí 1578 en vitnisburðurinn skrifaður í Vigur á Ísafirði mánuði síðar.
Einar ábóti á Munkaþverá selur Guðmundi Þorleifssyni jörðina Ásgeirsvelli í Skagafirði fyrir jörðina Vestri-Tjarnir í Ljósavatnsskarði.
Pétur Jónsson selur síra Birni Jónssyni jörðina Saurbæ í Vatns- dal fyrir lausafé.
Sendibréf frá Sigurði Sölmundssyni til Árna Magnússonar þar sem Sigurður færir Árna ýmis tíðindi úr Vestmannaeyjum.
Erlendur lögmaður Þorvarðsson fær sira Birni Jónssyni til fullrar eignar jörðina Ás í Vatnsdal, og hafði þeim komið saman um andvirðið.
Afhendingarbréf fyrir Eyrarlandi.
Transskript af fjórum bréfum. (Útdráttur) Transskriftarbréf Stígs prests Björnssonar og þriggja leikmanna af fjórum bréfum viðvíkjandi kröfum Guðbrands biskups Þorlákssonar til eigna Jóns lögmanns Sigmundssonar og Einars Jónssonar. 1, af Friðreks konungs staðfestíngarbréfi, dat. Fredsichsb. 14 Apr. 1571 (No. 647) 2, af Bessastaðadómi tólf manna, miðvikud. eftir visitatio Mariæ 1569 (No. 644) 3, af Akradómi tólf manna, miðvikud. eftir Geisladag 1570 (No. 645) 4, af Alþingisdóm tólf manna 1570 (nr. 646) Afskriftin er gjörð á Hólum í Hjaltadal 22. janúar 1580.
Tómas Brandsson selur Magnúsi Björnssyni átta hundruð og fjörutíu álnir í Þorkelsgerði í Selvogi og fær í staðinn tíu hundruð í Hafgrímsstöðum í Tungusveit. Á Reykjum í Tungusveit, 28. júlí 1633. Útdráttur.
Ásmundur Sturluson handsalar Magnúsi Jónssyni hálfa jörðina Skóga í Reykjahverfi til fullrar eignar og gefur hann kvittan. Á Ærlæk í Öxarfirði, 13. ágúst 1628. Útdráttur.
Kaupbréf þeirra síra Bjarnar Jónssonar og Haldórs Brandssonar um jarðirnar Lund í Þverárhlíð og Uppsali í Miðfirði.
Páll Jónsson fær Steinunni Jónsdóttur, systur sinni, Ljótsstaði fyrir Saurhól.
Vitnisburður Oddgeirs Folkvatssonar og Þorleifs Clemenssonar um landamerki millum Geststaða og Grafar í MIðdal í Steingrímsfirði og Tungukikjusókn.
Bréf Ögmundar biskups í Skálholti til allrar alþýðu manna í Skálholtsbiskupsdæmi móti þeim hinum nýja sið, og hótar hann þeim, er honum fram halda, forboði undir banns áfelli, en býðr hinum aflausn, er snúast vilja til betrunar.
Gísli Björnsson og kona hans Þórunn Hannesdóttir leggja Hannesi Björnssyni aftur garðinn Snóksdal sem Hannes hafði gefið Þórunni dóttur sinni til réttra arfaskipta; einnig fengu þau honum Hamraenda og Skörð í Sauðafellskirkjusókn. Á móti fékk Hannes þeim Hrafnabjörg, Hamar, Fremri-Vífilsdal og Gunnarsstaði í Snóksdalskirkjusókn, auk Krossness á Ströndum.
Hjúskaparleyfi síra Þorleifs Björnssonar og Ragnhildar Jónsdóttur.
Veitingarbréf séra Jóns Loftssonar fyrir Útskálum.
Jón Magnússon eldri lýsir lögmála á jörðunum Haukabergi og Litlu-Hlíð á Barðaströnd.
Erfðaskrá Halldórs Jakobssonar þar sem hann ánafnar bróðurdóttur sinni, Margréti Jónsdóttur Stephensen, og sonum hennar, Ólafi og Jóni, höfuðbólið Kolbeinsstaði.
Steinn Jónsson synjar fyrir að hafa verið kvaddur til vitnis um samning þeirra Ara lögmanns Jónssonar og Þorleifs Grímssonar um heimanfylgju Halldóru, dóttur Þorleifs og konu Ara.
Vitnisburður um heitorð Arngríms Kolbeinssonar um að selja Magnúsi Jónssyni fyrstum manna jörðina Grænavatn ef hann mætti nokkuru um ráða.
Þorleifur lögmaðr Pálsson staðfestir dóm Orms Guðmundssonar um löggjafir Ara Andréssonar og Þórdísar Gísladóttur til Orms.
Þórkatla Árnadóttir geldur og fær Jóni Dagstyggssyni, syni sínum, í sín þjónustulaun allan þann part í jörðinni Hlíð í Kollafirði, er Árna syni hennar bar til erfða eftir Dagstygg Jónsson föður sin, en hún hafði haft fyrir Árna þar til hann lést og Jón unnið hjá henni kauplaust í níu ár, frá því að faðir hans lést.
Vitnisburður um ágreining vegna landamerkja á milli Býjaskers og Sandgerðis. Sandgerði, 15. september 1590.
Eggert Jónsson vitnar að hann hafi selt bróður sínum Magnúsi Jónssyni tvö hundruð í jörðinni Höllustöðum á Reykjanesi og fengið fyrir fulla greiðslu. Að Haga á Barðströnd, 9. apríl 1642; bréfið skrifað á sama stað 23. janúar 1648.
Eiríkur Erlendsson selur Bjarna Sigurðssyni fimm hundruð í jörðu sem Bjarni átti að gjalda Eiríki vegna lögmannsins Árna Oddssonar, fyrir fimm hundruð í Húsagarði, skv. kaupbréfi þeirra Bjarna og Árna. Á Hlíðarenda í Fljótshlíð, 23. október 1643. Útdráttur.
Tylftardómur útnefndur af Ögmundi biksupi í Skálholti og Erlendi Þorvarðssyni lögmanni sunnan og austan á Íslandi um ágreining milli Hannesar Eggertssonar og Týls Péturssonar um hirðstjórn yfir landinu og dæma þeir hirðstjórabréf það, er Hannes hafði af konungi haft, myndugt.
Vitnisburður Þorsteins Helgasonar um að Árni Þorsteinsson hafi selt jörðina Þverá sér og sínum til hjálpræðis.
Oddur Marteinsson selur Magnúsi Guðmundarsyni hálft land á Harastöðum í Vesturhópi með tilgreindum landamerkjum.
Mat á kúgildum er gjaldast áttu Páli bónda Jónssyni vegna Björns bónda Benediktssonar. Gert á Stað í Hrútafirði 31. maí 1590.
Dómur um misþyrming Gísla Árnasonar af hendi Eyjólfs Jónssonar og Margrétar konu hans (ágrip).
Dómur um ágreining herra Guðbrands Þorlákssonar og Péturs Þorsteinssonar um hálfa jörðina Ósland, gerður á Ökrum í Blönduhlíð 18. júní 1591.
Vitnisburður Bjarna Þorsteinssonar að hann var heimilisfastur hjá Guðmundi Hákonarsyni á Þingeyrum og hafi hann þar séð og lesið gjafabréf Guðmundar þar sem hann gaf fátækum jörðina Hamar á Ásum.
Skoðun og virðing á peningum eftir Jón Ormsson heitinn. Gert á Einarstöðum í Reykjadal 1. júní 1581.
Indriði Jónsson og kona hans Ólöf Jónsdóttir selja Ólafi Jónssyni tvö hundruð í jörðinni Eyri í Önundarfirði. Skrifað í Hjarðardal 6. mars 1597.
Ragnhildur Einarsdóttir selur séra Bjarna Jónssyni, dótturmanni sínum, jörðina Skálanes í Dvergasteinskirkjusókn. Á Hallormsstöðum í Skógum, 11. maí 1637. Útdráttur.
Framburður og umkvörtun Einars Guðbrandssonar í Brattahúsi yfir Pétri Vibe og Hans Chr. Ravn út af hrakníngum af einni jörð á aðra. Fjórir menn votta að hafa heyrt vitnisburð Einars Guðbrandssonar, sem borinn var fram fyrir Árna Magnússyni. Þrír menn votta enn fremur að Einar segi satt frá.