Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1351 documents in progress, 2039 done, 40 left)
Afrit af umboðsbréfi þar sem Christofer Heidemann felur Jóni Sigurðssyni, sýslumanni í Borgarfjarðarsýslu, að
rannsaka kæru Eyjólfs Jónssonar. Við Öxará 9. júlí 1685.
Alþingisdómur um dóm Benedikts Halldórssonar á Spjaldhaga um jörðina Fagrabæ í Laufásskirkjusókn. Á Öxarárþingi 3. júlí 1594.
Dómr sex presta, útnefndr at Jóni biskupi á Hólum, um ákæru síra Ólafs GuSmundssonar til síra Björns Jónssonar, að
síra Björn héldi fyrir sér jörðunni hálfum Reykjum í Miðfirði.
Gunnlaugur prestur Arngrímsson selur síra Birni Jónssyni tíu hundruð í jörðunni Forsæludal í Vatnsdal fyrir tiu hundruð i lausafé.
Steinunn Jónsdóttir fær Magnúsi Björnssyni, syni sínum, 40 hundruð í Ljósavatni.
Ísleifur Þorbergsson yngri selur Jóni Björnssyni Mýrarkot á Tjörnesi í Húsavíkursókn lausafé.
Kaupbréf þeirra síra Bjarnar Jónssonar og Haldórs Brandssonar um jarðirnar Lund í Þverárhlíð og Uppsali í Miðfirði.
Magnús Indriðason selur Páli Jónssyni 16 hundruð í jörðinni Kálfanesi.
Vitnisburður séra Jóns Þórðarsonar um að Guðmundur Illugason heitinn hefði lýst fyrir sér árið 1617 að hann hefði gefið syni sínum Illuga jörðina Sveinungsvík á Sléttu í Svalbarðskirkjusókn. Í Miklagarði í Eyjafirði, 26. september 1628.
Afrit af vitnisburðarbréfi um eignarrétt kirkjunnar í Snóksdal á eyðikotinu Þorgeirsstaðahlíð. Hvalgrafir á Skarðsströnd, 13. desember 1599.
Kaupbréf þeirra síra Bjarnar Jónssonar og Bergþórs bónda
Grímssonar um jarðirnar Sámsstaði í Hvítársiðu, Leikskála
i Haukadal, Syðrivelli og Bakka í Miðfirði og Syðstahvamm
á Vatnsnesi.
Framburður og umkvörtun Einars Guðbrandssonar í Brattahúsi yfir Pétri Vibe og Hans Chr. Ravn út af hrakníngum af einni jörð á aðra.
Fjórir menn votta að hafa heyrt vitnisburð Einars Guðbrandssonar, sem borinn var fram fyrir Árna Magnússyni. Þrír menn votta enn fremur að Einar segi satt frá.
Björn Benediktsson selur Þorsteini Bjarnasyni aftur það veð er Björn átti á jörðinni Steindyrum í Höfðahverfi. Á Munkaþverá, 29. febrúar 1604; bréfið skrifað á Stóra-Hamri í Eyjafirði, 17. apríl 1604.
Sáttargerð Magnúsar biskups í Skálholti og Einars Björnssonar, bæði um víg Bjarna Þórarinssonar vegna Einars sjálfs og svo vegna Þorleifs bróður hans.
Skiptabréf eftir Þorleif Grímsson.
Vottorð Jóns Eyjólfssonar yngra um dýrleika jarðarinnar Hólmakots og að Sigríður kona hans hafi erft jörðina eftir föður sinn, séra Jón Ólafsson árið 1694.
Afrit af jarðakaupabréfi þar sem Ólafur Jónsson Klow, í umboði Henriks Bielke, selur Eyjólfi Jónssyni nokkrar jarðir í Borgarfjarðarsýslu, dags. 21. júlí 1675.
Magnús Bjarnason selur föður sínum Bjarna Sigurðssyni fimm hundruð í Syðri-Hömrum í Holtamannahrepp. Á Stokkseyri, 17. september 1647. Útdráttur.
Virðing á peningi frá Hvoli, gerð að bæn Helgu Þorláksdóttur vegna Erlendar Jónssonar sonar hennar af þremur prestum og þremur leikmönnum um þá muni sem ganga áttu til Björns Jónssonar Staðarfellskirkjuhaldara upp í reikning kirkjunnar. Gert á
alþingi 7. júlí 1691 og afskrift staðfest af 2 mönnum á Þingvelli 8. júlí sama ár.
Afrit af kaupmála milli Ásbjarnar Guðmundssonar og Orms Vigfússonar, sem gefur Ásbirni dóttur sína Guðrúnu. Eyjar í Kjós, 2. júní 1649.
Afrit tveggja afhendingarbréfa á dönsku.
Bárður prestr Pétrsson, prófastr millum Langaness og Hvitaness, afleysir Jón Narfason og
Settceliu Bassadóttur af 5. barneign.
Vitnisburður Egils Grímssonar um viðureign Jóns Sigmundssonar og hans manna af einni hálfu en þeirra Filippussona
af annarri, í kirkjugarðinum í Víðidalstungu árið 1483.
Eiríkur Jónsson skjalfestir að hafa meðtekið greiðslu fyrir jörðina Hól í Svartárdal af bræðrunum sr. Guðmundi heitnum Gíslasyni og sr. Bjarna Gíslasyni.
Jón Vigfússon selur Eyjólfi Eiríkssyni 70 hundruð í Lögmannshlíð og Kollugerði í Kræklingahlíð en Eiríkur lætur á móti Næfurholt í Árverjahreppi sem samþykki konu sinnar, Þórdísar Eyjólfsdóttur. Báðir lofa að svara portio kirknanna á jörðunum sem þeir kaupa.
Vitnisburður Hallgeirs Sigurðssonar um Dálksstaði á Svalbarðsströnd.
Dómur um stefnu séra Páls Jónssonar að kona hans, Þorgerður Þormóðsdóttir, sé löglegur erfingi foreldra sinna og að séra Gísli Þormóðsson hafi ranglega tekið og haldið jörðinni Litlu-Gröf, réttmætri eign Þorgerðar.
Landamerki Hjarðardals ens stærra í Dýrafirði.
Oddur Snjólfsson vitnar um landamerki Guðlugstaða í Blönduhlíð. - Þar með fylgjandi vitnisburður Þórarins Ottarssonar, Eiríks Magnússonar og Gríms Magnússonar, að Oddur Snjólfsson hafi gefið svolátan vitnisburð.
Þorlákur Skúlason meðkennir að hann hafi fengið Magnúsi Björnssyni lögmanni jörðina Hóla í Laxárdal í réttum jarðaskiptum. Á Hólum í Hjaltadal, 10. september 1652.
Lýsing Einars Brynjólfssonar á ummælum Narfa Ingimundarsonar, að hann hefði fargað ólöglega og að nauðsynjalausu
jörðum barna Helga Vigfússonnr og ekkert lukt þeim fyrir.
Bréf og lýsing Eggerts Hannessonar að hann gæfi sinni dóttur, Ragnheiði, eiginmanni hennar Magnúsi Jónssyni og börnum þeirra allt það fastagóss og lausa peninga sem hann ætti á Íslandi, að tilteknum skilyrðum.
Bréf Kristjans konungs fimmta um að Magnús Jónsson lögmaður hafi látið af hendi jarðirnar Arnarhól og Húsanes í Snæfellsnessýslu fyrir Mávahlíð og hálfa Tungu í sömu sýslu. Kaupmannahöfn, 3. maí 1694.
Á eftir bréfinu fylgir vitnisburður Árna Geirssonar um að bréfið hafi verið lesið upp í lögréttu 30. júní 1694.
Vitnisburður um að rétt sé skrifað eftir frumbréfi undirritaður af Gísla Jónssyni og Steindóri Helgasyni á Reykhólum 9. október 1703.
Page 31 of 149