Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1351 documents in progress, 2039 done, 40 left)
Árni Gíslason fær Arnfinni bónda Guðmundssyni i umboð
kongsumbod það, er hann hafi haft á Ströndum um nokkur
ár, og tvær jarðir i Hrútafirði.
Thumas Oddsson selr Þorleifi Pálssyni, með samþykki Helgu
Ketilsdóttur konu sinnar, átján hundruð í Kleifum í Gilsfirði, og kvittar um andvirðið.
Björn Þorleifsson fær Páli Aronssyni til fullrar eignar
jörðina Látr á Ströndum í Aðalvíkrkirkjusókn.
Bjarni Vigfússon fær Ögmundi biskupi í Skálholti til fullrar
eignar alla jörðina Hamar í Borgarhrepp og lofar að
Selja biskupi fyrstum aðrar jarðir sínar og týi, en Bjarni
skal í mót kvittr um sakferli sín og fornan reikningskap
Borgarkirkju, er honum bar til að svara; er síra Freysteinn
Grímsson við kaupið fyrir hönd biskups.
Þorgils prestr Nikulásson, prófastr i milli Hvítaness og
Langaness, afleysir Jón murta Narfason og Sesseliu Bersadóttur af 4 barneignum.
Um málefni Kirkjubólskirkju í Skutulsfirði.
Séra Björn Gíslason selur Jóni Björnssyni jörðina Garðshorn á Höfðaströnd og fær í staðinn Syðra-Villingaholt. Gert á Spjaldhaga í Eyjafirði á krossmessu (í maí eða september) 1595; bréfið skrifað degi síðar á Grund. Útdráttur.
Erfðaskrá Valgerðar Hákonardóttur.
Eiríkur Magnússon selur séra Ólafi Einarssyni, vegna herra Odds Einarssonar, jörðina Skála í Berufjarðarkirkjusókn. Á Kirkjubæ í Tungu, 26. desember 1618. Útdráttur.
Helgi ábóti á Þingeyrum selr síra Birni Jónssyni jarðir
klaustursins Refsteinsstaði og Titlingastaði í Víðidal fyrir
jarðirnar Orrastaði og Neðstagil i Langadal, með þeim atriðisorðum, er bréfið hermir.
Pétur Pálsson lýsir fyrir grönnum sínum landsmála (lögmála) á Garpsdal í Gilsfirði, er Jón Halldórsson og kona hans Guðný Eyjólfsdóttir hafa honum lofað að selja fyrstum manna.
Einar Ólafsson ber vitnisburð um að Þorgerður Torfadóttur hafi verið heimilisfastur ómagi hjá Nikulási Þorsteinssyni á Munkaþverá. Skrifað á Stóra-Hamri í Eyjafirði, 30. janúar 1601.
Vitnisburður Þorsteins Jónssonar að Björn heitinn Jónsson, Guðrún Jónsdóttir kona hans og synir þeirra Gunnsteinn og Þórður hafi selt Jóni biskupi jörðina alla Neðra-Hvarf fyrir jarðirnar Rauðalæk og Garðshorn á Þelamörk.
Kvittun Bjarnar Eyjólfssonar til Árna Gíslasonar fyrir andvirði 10 hundr. í Barkarstöðum í Miðfirði.
Kvittun andvirðis fyrir 20 hundr. i Guðrúnarstöðum
Halldór Þorvaldsson selur Ara Magnússyni Tröð í Holtskirkjusókn en fær í staðinn hálfa Sveinseyri í Hraunskirkjusókn. Í Vigur, 11. desember 1604; bréfið skrifað í Þernuvík 28. desember sama ár. Útdráttur.
Vitnisburður þriggja manna, að þeir hafi verið við staddir,
þá er Jón ábóti Þorvaldsson tók umboð af Gottskalk bisk-
upi að leysa Jón Sigmundsson af mannslági því, er hann
féll í, þá er hann varð ófyrirsynju Ásgrími Sigmundssyni að
bana í kirkjugarðinum í Víðidalstungu, og Jón meðgekk fyr
ir biskupi og mörgum góðum mönnum (Falsbréf, eitt af
morðbréfunum ).
Björn og Jón Konráðssynir klaga að Torfi heitinn Jónsson hafi án samþykkis hans móður, Guðrúnar heitinnar Björnsdóttur, gefið konu sinni, Margréti Jónsdóttur, of mikla tilgjöf. Á Hvestu í Arnarfirði 1589. Útdráttur.
Seðill með minnispunktum Árna Magnússonar þar sem hann segir frá transskriftarbréfi sem hann hafi átt sem innihélt sjö skjöl um Arndísarstaði í Bárðardal frá árunum 1571–1578. Transskriftarbréfið var ritað 1595.
Þóroddur Björnsson selur Bjarna Sigurðssyni Sauðholt í Holtum en fær í staðinn Skálmholtshraun í Ólafsvallakirkjusókn.
Á Stokkseyri á Eyrarbakka, 19. nóvember 1615. Útdráttur.
Bræðurnir Tómas, Grímur og Ari Ólafssynir selja Bjarna Sigurðssyni hálft áttunda hundrað í jörðinni Saurum á Skagaströnd. Á Hafgrímsstöðum í Tungusveit 5. júní 1596. Útdráttur.
Gunnar Bjarnarson fær Þorbirni syni sínum 40 hundraða í Harastöðum, en það er öll jörðin, fyrir kostnað, sem Þorbjörn heflr haft fyrir honum og ómögum hans og til framfæris honum og þeim framvegis.
Álit um landgæði jarðanna Ásgeirsár í Víðidal og Hvamms í Fljótum.
Jarðaskiptabréf.
Þorgautur Ólafsson og hans kona Marsibil Jónsdóttir selja Sæmundi Árnasyni jörðina Hraun á Ingjaldssandi og sex hundruð í Stærri-Hattardal í Álftafirði. Þorgautur og Marsibil gefa síðan Sæmundi allt andvirðið sér til ævinlegs framfæris. Í kirkjunni á Sæbóli á Ingjaldssandi, 6. júní 1618. Í lok bréfsins hefur Ari Magnússon ritað með eigin hendi að Sæmundur Árnason hafi lesið bréfið upp á Eyrarþingi 1619.
Sólrún Sigurðardóttir selur Ólafi Sigurðssyni fjögur og hálft hundrað í Hróaldsstöðum í Vopnafirði og gefur honum eitt og hálft hundrað í sömu jörð. Á Krossi í Mjóafirði, 4. júlí 1661. Transskriftarbréfið er gert í Skálholti 15. nóvember 1663. Útdráttur.
Framburður og umkvörtun Einars Guðbrandssonar í Brattahúsi yfir Pétri Vibe og Hans Chr. Ravn út af hrakníngum af einni jörð á aðra.
Fjórir menn votta að hafa heyrt vitnisburð Einars Guðbrandssonar, sem borinn var fram fyrir Árna Magnússyni. Þrír menn votta enn fremur að Einar segi satt frá.
Vitnisburðarbréf.
Sendibréf frá Sigurði Jónssyni til Björns bónda Benediktssonar um morðbréfamál Guðbrands Þorlákssonar biskups.
Jón Vigfússon selur Eyjólfi Eiríkssyni 70 hundruð í Lögmannshlíð og Kollugerði í Kræklingahlíð en Eiríkur lætur á móti Næfurholt í Árverjahreppi sem samþykki konu sinnar, Þórdísar Eyjólfsdóttur. Báðir lofa að svara portio kirknanna á jörðunum sem þeir kaupa.
Kaupmáli og gifting séra Jóns Runólfssonar og Sigríðar Einarsdóttur. Á Hafrafellstungu í Öxarfirði, 31. júlí og 6. september 1618. Útdráttur.
Sáttargerð á milli Bjarna Björnssonar og séra Teits Halldórssonar. Bjarni staðfestir að séra Teitur skuli halda þriðjungi í Brjánslæk. Á Vaðli á Barðaströnd, 28. apríl 1617.
Rafn Jónsson selur Þorsteini Jónssyni jarðirnar Efra-Núp í Núpsdal með tilgreindum ítökum og landamerkjum, Þverá, Njálstaði, Daðastaði og Barðastaði, en Þorsteinn gefur í móti tuttugu hundraða jörð i Húnavatnsþingi, tíu kúgildi og tíu hundruð í fullum aurum.
Hallgrímur Nikulásson selur Jóni Vigfússyni jörðina Hamar í Laxárdal.
Kaupmálabréf Orms Loptssonar og Solveigar Þorleifsdóttur.
Bjarni Einarsson selur Bjarna Jónssyni alla Veðrará hina ytri í Önundarfirði, með samþykki konu sinnar Guðrúnar Þorláksdóttur fyrir Bassastaði og Bólstað á Selströnd.
Bréf Þórðar Auðunarsonar og tveggja annara manna, um
lögmannskaup það, er Björn Þorleifsson hirðstjóri galt
Brandi lögmanni Jónssyni.
Afrit af transskriftarbréfi með staðfestingu Kristjáns konungs fimmta, gert í Kaupmannahöfn 14. júní 1671, upp á kaupbréf gert í Hamborg 4. febrúar sama ár, þar sem Gabriel Marcellis konungs vegna selur séra Einari Þorsteinssyni í Múla til fullrar eignar jörðina Saltvík í Húsavíkursókn. Transskrifarbréfið er gert í Múla 14. október 1685 og er það eftirrit staðfest í Berufirði 19. júní 1703.
Afrit af bónarbréfi Arngríms prests Jónssonar lærða til Kristjáns IV. Danakonungs um að ekkja sín megi, þegar hans missi
við, njóta teknanna af Melstað og búa þar meðan hún lifi. Dagsett í ágúst 1638.
Vitnisburður um torfskurð frá Hofi í Vatnsdal í Brúsastaða jörðu.
Page 33 of 149