Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1351 documents in progress, 2039 done, 40 left)
Áreiðarbréf um landamerki á milli Gegnishóla og Seljatungu og á millum Gegnishólanna.
Dómur á Öxarárþingi um ákæru Jóns Björnssonar fyrir hönd móður sinnar Steinunnar Jónsdóttur um jörðina Hrakstaði á Barðaströnd. Jörðin dæmd eign Steinunnar.
Ari Guðmundsson selur, með samþykki föður síns, Jóni Magnússyni eldra jörðina Gautastaði í Hörðudalshrepp. Í Snóksdal, 19. maí 1605. Útdráttur.
Afrit tveggja bréfa um tíundamál.
Einar Þórðarson selur Erlendi Þorvarðssyni tíu hundruð í Ási í Melasveit. Á Belgsholti í Melasveit, 22. september 1630.
Torfufellsmál.
San Juan de Ansoa frá Elantxobe á Spáni neitar því að hafa viljað liggja með Þórunni Jónsdóttur nauðugri og segist ekkert vilja með hana hafa.
Þorkell Jónsson eldri selur Hákoni Björnssyni Götu í Selvogi fyrir lausafé en hluti fésins skal greiðast Borstrup Giedde til Tommerup höfuðsmanni, svo fremi sem höfuðsmaðurinn útvegi Þorkeli landsvist af konunginum.
Gjafabréf Ásbjarnar Guðmundssonar, gert í Ólafsvík 10. nóvember 1663, er hann gefur Friðriki konungi þriðja eftir sinn dag eignir sínar, sem voru 80 hundruð í föstu og 20 hundruð í kvígildum. Eftirrit með hendi Jóns Steinþórssonar.
Einar Nikulásson og kona hans Kristrún Jónsdóttir selja Guðmundi Illugasyni jörðina Rúgstaði í Eyjafirði.
Transskript af fjórum bréfum. (Útdráttur) Transskriftarbréf Stígs prests Björnssonar og þriggja leikmanna af fjórum bréfum viðvíkjandi kröfum Guðbrands biskups Þorlákssonar til eigna Jóns lögmanns Sigmundssonar og Einars Jónssonar. 1, af Friðreks konungs staðfestíngarbréfi, dat. Fredsichsb. 14 Apr. 1571 (No. 647) 2, af Bessastaðadómi tólf manna, miðvikud. eftir visitatio Mariæ 1569 (No. 644) 3, af Akradómi tólf manna, miðvikud. eftir Geisladag 1570 (No. 645) 4, af Alþingisdóm tólf manna 1570 (nr. 646) Afskriftin er gjörð á Hólum í Hjaltadal 22. janúar 1580.
Sex menn votta, að Jón bóndi Jónsson hafi handlagt Einari Hjörnssyni jörðina Dynjanda í Grunnavík með tilgreindum landamerkjum. (Falsbréf).
Þorleifur Sigurðsson selur Jóni Björnssyni jörðina Kotá í Eyjafirði fyrir Litla-Eyrarland í Eyjafirði.
Ingibjörg Guðmundsdóttir selur föður sínum Guðmundi Illugasyni jörðina Sveinungsvík í Þistilfirði en sálugur Nikulás nokkur hafði gefið henni jörðina. Séra Þorsteinn Illugason bróðir Guðmundar er umboðsmaður hans í þessum kaupum og fær hann Ingibjörgu ofan á kaupverðið kross og kápu. Á Múla í Aðalreykjadal 3. apríl 1596.
Framburður og umkvörtun Einars Guðbrandssonar í Brattahúsi yfir Pétri Vibe og Hans Chr. Ravn út af hrakníngum af einni jörð á aðra. Fjórir menn votta að hafa heyrt vitnisburð Einars Guðbrandssonar, sem borinn var fram fyrir Árna Magnússyni. Þrír menn votta enn fremur að Einar segi satt frá.
Tvö kaupbréf fyrir Guðlaugsvík við Hrútafjörð, á einu blaði.
Þorgautur Ólafsson lofar að Sæmundur Árnason skyldi fyrstur eiga kost á að kaupa þær tvær jarðir sem Sæmundur hafði lofað Þorgauti fyrir 24 hundruð í Álfadal. Á Sæbóli á Ingjaldssandi, 27. maí 1601; skrifað á Eyri í Skutulsfirði 12. maí sama ár.
Skuldauppgjör vegna jarðarinnar Brjánsness við Mývatn sem Þorkell Jónsson og Valgerður Einarsdóttir höfðu selt Önnu Eyjólfsdóttur og Vigfúsi Þorsteinssyni. Á Haganesi við Mývatn 21. maí 1596; bréfið skrifað degi síðar.
Samningur á milli Ara Magnússonar og Þorvalds Torfasonar um að Sæmundur Árnason megi taka próventu Halldórs Torfasonar, bróður Þorvalds, með þeim hluta sem Halldór á til móts við sín systkin í garðinum Hrauni. Á Hóli í Bolungarvík, 22. apríl 1601; bréfið skrifað á Eyri í Skutulsfirði 12. maí sama ár.
Jón Vigfússon selur Eyjólfi Eiríkssyni 70 hundruð í Lögmannshlíð og Kollugerði í Kræklingahlíð en Eiríkur lætur á móti Næfurholt í Árverjahreppi sem samþykki konu sinnar, Þórdísar Eyjólfsdóttur. Báðir lofa að svara portio kirknanna á jörðunum sem þeir kaupa.
Vitnisburðr, að Björn Guðnason hafi svarið þann eið á Alþingi 30. Júní fyrir Finnboga lögmanni, að Björn hafi þá eigi vitað annað sannara, er hann lýsti sig lögarfa eptir Solveigu Björnsdóttur, en að hann væri hennar lögarfi.
Árni Gíslason fær Arnfinni bónda Guðmundssyni i umboð kongsumbod það, er hann hafi haft á Ströndum um nokkur ár, og tvær jarðir i Hrútafirði.
Magnús Gissurarson gerir erfðaskipti við bróður sinn Jón Gissuarson. Í Álftamýri, 8. september 1621.
Pétur Þorsteinsson gefur dóttur sína Sigríði kvitta og sátta við sig upp á það misferli sem henni hafði á orðið og gerir hana aftur arftæka eftir sig til jafns við önnur börn sín, sem samþykkja gjörninginn. Á Skálá í Sléttuhlíð, 21. febrúar 1601.
Afrit af tylftardómi klerka útnefndum af Gottskálk biskupi á Hólum um hjónaband Ingilbrikts Jónssonar og Höllu Vilhjálmsdóttur, dags. 12. maí 1517.
Vitnisburður Ingveldar Jónsdóttur um jörðina Áslaugsstaði. Skrifað á Hofi í Vopnafirði 17. apríl 1596.
Vitnisburður Jóns Guðmundssonar um landamerki á milli Eyrar og Arnarnúps í Dýrafirði. Ritað í Hjarðar[dal] í Dýrafirði 1. maí 1596.
Indriði Jónsson og kona hans Ólöf Jónsdóttir selja Ólafi Jónssyni tvö hundruð í jörðinni Eyri í Önundarfirði. Skrifað í Hjarðardal 6. mars 1597.
Skrá Holtastaðakirkju um Spákonuarf.
Kyittunarbréf til handa Gizuri biskupi fyrir tíu hundruðum vaðmála greiddum dómkirkjnnni fyrir tíu hundruð í Vatnsleysu.
Árni Oddsson gefur syni sínum Daða Árnasyni jarðirnar Hól og Geitastekka í Hörðudal, Einholt í Krossholtskirkjusókn og hálfan Keiksbakka á Skógarströnd.
Álit um landgæði jarðanna Ásgeirsár í Víðidal og Hvamms í Fljótum.
Bréf Gísla Jónssonar þar sem hann segir að Daði Guðmundsson hafi oft lýst því fyrir sér að hann hafi ekki haft líkamlegt samræði við Ingveldi Árnadóttur áður en honum fæddist Þórunn Daðadóttir með sinni dándikvinnu Guðrúnu Einarsdóttur. Hvammi í Hvammssveit 24. ágúst 1583.