Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1351 documents in progress, 2039 done, 40 left)
Sex menn lýsa því hvert ástand kirkjunnar á Holti undir Eyjafjöllum var þegar séra Árni Gíslason meðtók staðinn árið 1572. Skrifað á Holti 21. apríl 1598.
Séra Gamli (Gamalíel) Hallgrímsson gefur vitnisburð og útskýringu vegna hórdómsbrots er sonur hans Þorkell var getinn utan hjónabands, en með vitnisburði sínum vill Gamli þagga niður vondar tungur sem leggja hneykingu til Þorkels vegna framferðis foreldra hans. Á Grenjaðarstöðum 20. febrúar 1601.
Helga Aradóttir lýsir sig lögarfa eftir föðursystur sína Þórunni heitna Jónsdóttur og gefur dóttur sinni Elínu Pálsdóttur fjórðung þar af með meiru. Á Munkaþverá 20. ágúst 1598.
Tylftardómur og lögmannsúrskurðr, er lýsir friðhelgi yfir
Þorsteini Guðmundssyni á Grund, mönnum hans og fé hans
öllu.
Transkriptabréf Ögmundar ábóta í Viðey á úrskurði Jóns erkibiskups í Niðarósi þar sem hann dæmir
Odda og Vatnsfjörð undir forræði Skálholtsbiskups.
Eyjólfur Magnússon yngri gerir kunnugt að hann hafi selt Eggert Hannessyni 25 hundruð í jörðinni Hreggstöðum (sem Eyjólfur hafði áður fengið í skiptum við Eggert fyrir jörðina Haga) og fengið í staðinn jörðina Hrísdal í Arnarfirði.
Péte Loptsson fær Árna Pétrssyni, syni sínum, til eignar
jörðina Akreyjar á Breiðafirði fyrir fjörutíu hundruð, en Árni
skal í móti svara kirkjunni í Dal í Eyjafirði fjörutíu hundruðum
i reikningskap, og Pétr hafa Akreyjar svo leingi er hann lifir.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur Ólöfu Sigurðardóttur jörðina alla Fossgerði í Eiðamannaþinghá og fær í staðinn fimm hundruð í Búastöðum í Vopnafirði. Að Vindfelli í Vopnafirði, 11. ágúst 1657. Útdráttur.
Jón Jónsson lögmaður greiðir Jón Jónssyni skuld fyrir málajarðir konu sinnar, Helgu heitinnar Gísladóttur, sem hún hafði selt Jóni Jónssyni, en það eru þrjár jarðir í Norðurárdal. Á Þingeyrum, 17. apríl 1601.
Ormur Sturluson lögmaður staðfestir í öllum greinum Staðarhólsdóm Þorleifs Björnssonar frá 26. maí 1479, um arf og gjafir Solveigar Þorleifsdóttir. Afrit af dóminum fylgir staðfestingu Orms.
Jón Grímsson kvittar síra Björn Jónsson fyrir andvirði jarðanna Reykjavíkur og Bakka í Bjarnarfirði, er hann hafði selt honum.
Guðrún Einarsdóttir samþykkir og staðfestir jarðarsölu sem eiginmaður hennar, Steinþór Gíslason, hafði gert við Ara Magnússon á Alþingi nokkrum árum fyrr. Á Knerri í Breiðuvík, 9. febrúar 1617.
Stephán Ólafsson selur Jóni Jónssyni jörðina Sámsstaði í Hvítársíðu, er legið hefir i eyði, fyrir fimtán hundruð í lausafé.
Viðurkenning Christophers Jensens að hann hafi látið Gísla Ólafsson fá torfhús í Stakkagerði til fullrar eignar móti því að hann þóknist dálitlu eftirmönnum Jensens þegar hann hafi látið gera við húsið. Kornhólsskansi, 10. maí 1703.
Hákon Hannesson og Þórður Þórðarson votta að rétt sé eftir frumbréfi skrifað, Hlíðarenda, 15. júní 1704.
Þórður eldri og Þórður yngri Ámundasynir selja séra Sveini Símonarsyni og Bjarna Jónssyni jörðina alla Hraun á Ingjaldssandi og lofa að selja þeim Innri-Hjarðardal í Önundarfirði og Botn í Dýrafirði. Gert í Innri-Hjarðardal 17. maí 1597 en bréfið skrifað 10. apríl 1600.
Kaupmáli á brúðkaupsdegi Sveins Jónssonar og Halldóru Einarsdóttur. Innsigli fyrir setja Helgi ábóti á Þingeyrum,
Þormóður Arason, Skúli Guðmundsson, Hallur Styrkárson og Jón Guðmundsson.
Tumi Sveinsson lofar herra Guðbrandi Þorlákssyni að selja honum fyrstum jörðina Bakka í Barðskirkjusókn.
Transskript af DI VII, nr. 421 (Dipl. Isl. fasc. XXXIII, 23).
Guðmundur Vigfússon selur herra Oddi Einarssyni jörðina Hæl í Flókadal og fær í staðinn fimm hundruð í Möðruvöllum í Kjós og tíu hundruð í Syðri-Fossum í Andakíl. Á Mósestöðum (Mófellsstöðum) í Skorradal, 7. maí 1621.
Vitnisburðr um úrskurð Finnboga lögmanns um arf (Einars Ólafssonar) dóttursonar Solveigar Björnsdóttur.
Kaupmáli Torfa Helgasonar og Sigríðar Styrsdóttur. Á Borg í Borgarhrepp, 6. október 1605.
Áður en gengið er frá kaupum Björns Benediktssonar á Reykhólum af Ara Magnússyni, lofar Ari að ábyrgjast sjálfur þrennar klaganir sem upp á jörðina kynnu að koma; 1) af höndum erfingja eða niðja Björns Guðnasonar, 2) af höndum erfingja séra Greips heitins Þorleifssonar, eða 3) af höndum Ragnheiðar Pálsdóttur eða hennar örfum.
Kjörbréf af Alþingi til handa Halldóri Ólafssyni að vera lögmaður norðan og vestan, útgefið á Öxarárþingi 30. júní 1619 af Gísla
lögmanni Hákonarsyni.
Vitnisburður Bjarna Þorsteinssonar að hann var heimilisfastur hjá Guðmundi Hákonarsyni á Þingeyrum og hafi hann þar séð og lesið gjafabréf Guðmundar þar sem hann gaf fátækum jörðina Hamar á Ásum.
Vitnisburður séra Jóns Þórðarsonar um að Guðmundur Illugason heitinn hefði lýst fyrir sér árið 1617 að hann hefði gefið syni sínum Illuga jörðina Sveinungsvík á Sléttu í Svalbarðskirkjusókn. Í Miklagarði í Eyjafirði, 26. september 1628.
Kaupbréf þeirra síra Bjarnar Jónssonar og Haldórs Brandssonar um jarðirnar Lund í Þverárhlíð og Uppsali í Miðfirði.
Magnús biskup í Skálholti kvittar Þorleif Björnsson og Ingveldi Helgadóttur af 8., 9., 10., 11., 12. og 13. barneign
þeirra á milli.
Bjarni Oddson sýslumaður selur séra Sigurði Bjarnasyni fimm hundruð í Búastöðum í Vopnafirði fyrir fimm hundruð í Viðborði í Hornafirði. Hestgerði í Hornafirði, 16. júlí 1646. Útdráttur.
Vitnisburður Egils Grímssonar um viðureign Jóns Sigmundssonar og hans manna af einni hálfu en þeirra Filippussona
af annarri, í kirkjugarðinum í Víðidalstungu árið 1483.
Magnús Þórarinsson selur Magnúsi Björnssyni fjögur hundruð í jörðinni Söndum í Kjós. Á Munkaþverá, 1. september 1622; bréfið skrifað á sama stað 13. janúar 1623. Útdráttur.
Transskript á dómsbréfi um kærur Hannesar Eggertssonar til Ögmundar biskups í Skálholti að biskup héldi fyrir sér og Guðrúnu Björnsdóttur konu sinni fjórum jörðum, Vatnsfirði, Aðalvík, Hvammi og Ásgarði og dæma þeir meðal annars Vatnsfjörð fullkomna eign Skálholtskirkju.
Frumbréfið er Bisk. Skalh. Fasc. XIV, 4 en transskr í Skalh. fasc XIV, 5 og 8 auk AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII, 28.
Bréf Gísla Jónssonar þar sem hann segir að Daði Guðmundsson hafi oft lýst því fyrir sér að hann hafi ekki haft líkamlegt samræði við Ingveldi Árnadóttur áður en honum fæddist Þórunn Daðadóttir með sinni dándikvinnu Guðrúnu Einarsdóttur. Hvammi í Hvammssveit 24. ágúst 1583.
Bjarni Sigurðsson selur séra Guðmundi Gíslasyni Moldartungu í Holtamannahrepp en fær í staðinn Galtafell og Hörgsholt. Á Gaulverjabæ í Flóa, 10. apríl 1605.
Kaupmálabréf Kristínar Oddsdóttur og Lofts Skaftasonar. Í Skálholti, 14. júní 1607, bréfið skrifað á sama stað 28. mars 1613.
Page 36 of 149