Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1351 documents in progress, 2039 done, 40 left)
Tvö bréf á einu transskriftarbréfi um Bolungarvíkurtolla. Texti bréfanna er ekki afritaður hér, eingöngu vitnisburðurinn um transskriftina sem gerð var í Skálholti 19. apríl 1605.
Guðfinna Jónsdóttir gefur Sturlu Þórðarsyni syni sínum áttatigi hundraða, og kvittar hann af peningameðferð, en
bæði saman ánafna þau Valgerði Þórðardóttur tuttugu hundruð.
Kaupmálabréf Kristínar Oddsdóttur og Lofts Skaftasonar. Í Skálholti, 14. júní 1607, bréfið skrifað á sama stað 28. mars 1613.
Vitnisburður Þórðar Ögmundssonar og Jóns Pálssonar um að Efri-Hvítidalur ætti engjar innan tiltekinna landamerkja og að Guðmundur heitinn Jónsson hefði aldrei gert tilkall til þeirra. Líklega falsbréf.
Björn Sveinsson vitnar að hann hafi fengið alla peninga frá Magnúsi Sæmundssyni vegna Heiðarbæjar. Að Meira-Fagradal, 21. febrúar 1623.
Transskript á vitnisburðarbréfi þar sem segir að Björn Þorleifsson hafi afhent mágum sínum Eyjólfi Gíslasyni og Grími Jónssyni, í arf kvenna sinna, jörðina Stærriakra í Blönduhlíð, Eyvindarstaði, Hvallátur og Skáleyjar og skyldi Björn kvittur um arfskiptið.
Jón Bjarnason og kona hans Ólöf Jónsdóttir lofa að selja Halldóri Ólafssyni lögmanni fyrstum Neðstaland í Öxnadal. Á Lýtingsstöðum í Tungusveit, 10. maí 1623.
Guðrún Þorleiksdóttir arfleiðir með samþykki föður síns dætur sínar tvær, er hún átti með Jóni Björnssyni
Þóra Jónsdóttir selur Finni Jónssyni tíu hundruð í Skógum í Þorskafirði en fær í staðinn sex hundruð í Brekku í Gunnarsholtskirkjusókn og lausafé. Einnig gefa þau hvort annað kvitt um þau skipti og peningareikning sem Finnur og fráfallinn eiginmaður Þóru, séra Snæbjörn Torfason, höfðu gert sín á milli. Í Flatey á Breiðafirði, 29. ágúst 1607; bréfið skrifað á sama stað 29. apríl 1608.
Árni Björnsson gefur syni sínum Jóni 20 hundruð í jörðinni Ystu-Vík á Svalbarðsströnd á hans giftingardegi. Á Reykjum í Tungusveit, 31. ágúst 1623; bréfið skrifað á sama stað 3. desember sama ár.
Jón Magnússon selur Pétri Pálssyni tólf hundruð í Gróustöðum í Króksfirði fyrir átta hundruð í Drápuhlíð í Helgafellssveit. Á Alþingi 1608. Útdráttur.
Ragnhildur Einarsdóttir selur séra Bjarna Jónssyni, dótturmanni sínum, jörðina Skálanes í Dvergasteinskirkjusókn. Á Hallormsstöðum í Skógum, 11. maí 1637. Útdráttur.
Afrit tveggja afhendingarbréfa á dönsku.
Gunnlaugur prestur Arngrímsson selur síra Birni Jónssyni tíu hundruð í jörðunni Forsæludal í Vatnsdal fyrir tiu hundruð i lausafé.
Vitnisburður um landamerki á milli Skálavíkur og Jökulkeldu í Mjóafirði. Á Skálavík, 24. desember 1605.
Jón Loftsson selur Jóni bónda Björnssyni Þyrisvelli (Þyrilsvelli) í Steingrímsfirði fyrir Laugar í Hvammssveit.
Magnús Björnsson selur Sigríði Árnadóttur og manni hennar Benedikt Þórðarsyni jörðina Bakka í Borgarfirði og fær í staðinn Bitru í Kræklingahlíð.
Ólafur Sigfússon selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi hálfa jörðina Áslaugarstaði í Selárdal í Vopnafirði fyrir lausafé og loforð um að biskup taki son Ólafs í skóla. Að Saurbæ á Ströndum í Múlaþingi, 8. ágúst 1672. Samþykki Guðrúnar Jónsdóttur, konu Ólafs, fyrir þessum kaupum var ritað á Langanesi sama dag. Transskriftarbréfið var án staðar og dagsetningar en var líklega ritað um haustið 1672. Útdráttur.
Brynjólfur Bjarnason byggir Guðmundi Jónssyni eignarjörð sína Kaldrananes í Strandasýslu með nánar til teknum skilmálum frá fardögum 1787, og framvegis, meðan þeim um semur.
Landvistarbréf, útgefið af Hans konungi, handa Guðmundi Andréssyni, er varð Einari Hallssyni óforsynju að skaða.
Vitnisburður, að Vigdís Jónsdóttir hafi unnið að því bókareið, að hún hafi af eingum manni líkamlega syndgazt, utan sínum bónda Ólafi Filippussyni.
Máldagi kirkju í Vesturhópshólum.
Vitnisburður Egils Grímssonar um viðureign Jóns Sigmundssonar og hans manna af einni hálfu en þeirra Filippussona
af annarri, í kirkjugarðinum í Víðidalstungu árið 1483.
Björn Þorleifsson selr Jóni presti Eirikssyni jarðirnar Heydal og Skálavík í Mjóafirði og kvittar hann um andvirðið.
Séra Árni Ólafsson og kona hans Hólmfríður Bjarnardóttir selja herra Oddi Einarssyni jörðina Litla-Bakka í Kirkjubæjarþinghá. Á Stöðvarstað í Stöðvarfirði, 25. maí 1605; bréfið skrifað í Eydölum í Breiðdal einni nóttu síðar. Útdráttur.
Endurnýjuð og staðfest kaup Bjarna Sigurðssonar á Hólmlátri á Skógaströnd af séra Halldóra Daðasyni fyrir Hörgsholt í Hrunamannahrepp. Á Hruna, 14. desember 1625.
Gísli byskup Jónssson kvittar síra Þorleif Björnsson um
misferli sitt og veitir honum aftr prestskap
Sendibréf Sigurðar Jónssonar til sonar síns Jóns. Sigurður tjáir sig um hrakandi heilsu sína og erfðaskrá og það að hann hafi óskað þess af yfirvaldinu að Jóni verði veitt umboð Reynistaðarklausturs og sýslunnar, og gefur hann Jóni leiðbeiningar um hvernig haga eigi því starfi. Á Stað, 27. ágúst 1602.
Kaupmálabréf Benedikts Halldórssonar og Valgerðar Björnsdóttur.
Vitnisburður Bárðar Hemingssonar um að Jón Árnason hafi, á Skriðuklaustri í Fljótsdal, 3. nóvember 1624, gefið konu sinni Guðrúnu Jónsdóttur allar sínar löggjafir, fyrir bón Arnfríðar Einarsdóttur.
Kolbeinn Oddsson selur herra Oddi Einarssyni hálfa jörðina Böðvarsdal í Refsstaðakirkjusókn en fær í staðinn Skálanes í Hofskirkjusókn, með meiru. Í Breiðdal (á Eydölum) 27. nóvember 1602.
Björn jungkæri Þorleifsson gefur og aptur leggur Andrési bónda Guðmundssyni og sonum hans, Guðmundi, Ara og Bjarna, garðinn Saurbæ á Rauðasandi með þeim jörðum, er þar fylgja, Núp í Dýrafirði, Hest í Önundarfirði og aðrar fleiri jarðir, er átt hafði Guðmundur Arason og Helga Þorleifsdóttir, en Andrés gefr og uppleggr í mót Reykhóla og aðrar fleiri jarðir.
Meðkenning séra Halls Hallvarðssonar að hann hafi selt herra Oddi Einarssyni jörðina Ljósaland í Vopnafirði árið 1603 og staðfest kaupgjörninginn um sumarið 1604.
Kaupmáli vegna brúpkaups Koðráns Ólafssonar og Guðnýjar Brandsdóttur í Holti í Fljótum.
Vottar að kaupmálanum voru Jón Arason biskup, séra Þorsteinn Jónsson, séra Þormóður Snorrason, séra Jón Brandsson, séra Grímur Jónsson, Þorsteinn Guðmundsson og Thómas Brandsson.
Skiptabréf.
Stephán biskup í Skálholti gefr Sturlu Þórðarson frjálsan og liðugan að gera hjúskaparband við Guðlaugu Finnbogadóttur.
Finnbogi Pétursson gefur Guðbrand Þorláksson biskup og hans arfa kvitta fyrir jarðarpartsverð í Skálá. Á Hólum í Hjaltadal, 24. september 1625.
Hannes Bjarnarson selur Sæmundi Árnasyni jörðina á Múla á Langadalsströnd en fær í staðinn Marðareyri og hálfa Steinólfstaði í Veiðileysufirði. Á Hóli í Bolungarvík, 20. febrúar 1605; bréfið skrifað sex dögum síðar.
Erfðaskrá Sigurðar Jónssonar, gerð á Stað í Reyninesi 12. ágúst 1602. Transskriftarbréf frá 20. maí 1648, sem aftur var afrit af annarri transskrift, ódagsettri.
Örstutt samantekt Árna Magnússonar um brúðkaup Þorbergs Hrólfssonar og Halldóra Sigurðardóttur sem fram fór á Reynistað haustið 1603. Guðný Jónsdóttir, móðir Halldóru, og Jón bróðir hennar gifta hana, en faðir hennar, Sigurður Jónsson, var þá látinn. Með uppteiknuðu litlu ættartré brúðhjónanna.
Page 37 of 149