Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1351 documents in progress, 2039 done, 40 left)
Lýsing fimm klerka, að séra Steinn Þorvaldsson hafi lagt sig undir dóm tveggja tylfta klerka, sem Ólafr biskup til nefndi um kærur hans til séra Steins um óhlýðni við sig, mótblástr og fleira.
Árni Ólafsson biskup í Skálholti fær Halli Jporgrímssyni jörðina Hof i Vatnsdal og Eyfre-Tungu í Vatnsdal til fullrar eignar og kvittar hann fyrir andvirði jarðanna, en jarðirnar hafði Árni biskup feingið hjá þeim hjónum Styr Snorrasyni og Þuríði Jónsdóttur.
Oemr, bóndi Jónsson kvittar Pál Aronsson um þá reið og styrk, er hann veitti í tilför og gerningum, er (Páll) bróðir Orms var óforsynju í hel sleginn, en Ingvildr Helgadóttir gekk í borgun fyrir Pál um tuttugu hundruð.
Kristján konungr hinn fyrsti veitir Guðina Jónssyni landsvist fyrir víg Guðmundar Magnússonar, er hann hafði ófyrirsynju drepið.
Afrit fimm bréfa viðvíkjandi Helgu Aradóttur og Elínu Pálsdóttur, dóttur hennar.
Byggingarbréf Hans Chr. Raufns handa Oddi Svarthöfðasyni fyrir hálfum Gjábakka í Vestmannaeyjum. „Ex Chorenhaul Schanze“ 8. febrúar 1696.
Jón Sigurðsson selur Jóni Björnssyni hálfan Orrahól í Staðarfellskirkjusókn fyrir lausafé.
Guðni Jónsson gefr Páli Aronssyni frið og félegan dag fyrir sér og öllum sínum eptirkomendum og hefir gert við hann fulla sátt fyrir atvist að vígi Páls Jónssonar bróður Guðna, þegar Páll var ófyrirsynju í hel sleginn á Öndverðareyri(1496), og kveðst fésekt og „nægilse" hafa uppborið sín vegna og Orms bróður síns.
Magnús Björnsson selur Sigríði Árnadóttur og manni hennar Benedikt Þórðarsyni jörðina Bakka í Borgarfirði og fær í staðinn Bitru í Kræklingahlíð.
Teitur Eiríksson og kona hans Katrín Pétursdóttir selja Ólafi Jónssyni jarðirnar Hornstaði í Laxárdal og Steinadal í Kollafirði.
Kaupmálabréf Kristínar Oddsdóttur og Lofts Skaftasonar. Í Skálholti, 14. júní 1607, bréfið skrifað á sama stað 28. mars 1613.
Vitnisburður um torfskurð frá Hofi í Vatnsdal í Brúsastaða jörðu.
Þóra Jónsdóttir selur Finni Jónssyni tíu hundruð í Skógum í Þorskafirði en fær í staðinn sex hundruð í Brekku í Gunnarsholtskirkjusókn og lausafé. Einnig gefa þau hvort annað kvitt um þau skipti og peningareikning sem Finnur og fráfallinn eiginmaður Þóru, séra Snæbjörn Torfason, höfðu gert sín á milli. Í Flatey á Breiðafirði, 29. ágúst 1607; bréfið skrifað á sama stað 29. apríl 1608.
Séra Teitur Helgason veitir vitnisburð um erfðaskrá Jóns heitins Ólafssonar. Reynivöllum í Kjós, 13. október 1582.
Vitnisburður átta manna um skyldur formanna í „compagnisins“ skipum, í sjö liðum.
Dómur um arf eftir Jón Guðmundsson. Skrifað í Hjarðardal í Dýrafirði 17. febrúar 1582.
Gísli Björnsson selur Gísla Árnasyni tíu hundraða part með fjórum kúgildum er hann átti að gjalda séra Árna Gíslasyni. Á sama tíma fær séra Árni Gísla Árnasyni tíu hundruð í Hallgerðsey með fjórum kúgildum. Gísli Björnsson gefur séra Árna kvittan um alla peninga sem Árni hafði lofað að gjalda fyrir Gunnarsholt. Á Holti undir Eyjafjöllum, 8. desember 1602.
Kaupbréf fyrir 4 hundr. i Látrum i Aðalvík.
Kaupmálabréf Andrésar Björnssonar og Guðlaugar Jónsdóttur.
Vitnisburður séra Þorsteins Illugasonar og Sigríðar Árnadóttur um að Guðmundur Illugason heitinn, bróðir Þorsteins, hefði lýst því skriflega fyrir þeim að hann hefði gefið syni sínum Illuga jörðina Sveinungsvík á Sléttu í Svalbarðskirkjusókn. Á Múla í Aðalreykjadal, 30. apríl 1628.
Dómur á Gaulverjabæ í Flóa um ákæru vegna Grímslækjar í Hjallakirkjusókn.
Sex prestar Skálholtsbiskupsdæmis lofa að halda rétta trú og siðu, „eptir guðs lögum og páfanna setningum, sem gamall vani er til“, og að halda Jón biskup fyrir réttan yfirmann og Skálholtskirkju formann.
Vottaleiðsla Eiríks Þorleifssonar um að Marðarnúpur eigi selför, hrísrif og grasalestur fyrir Öxlum, og um landamerki Marðarnúps, og hafði hann lagt Kolbeini Benediktssyni fimtarstefnu þar um.
Örstutt samantekt Árna Magnússonar um brúðkaup Þorbergs Hrólfssonar og Halldóra Sigurðardóttur sem fram fór á Reynistað haustið 1603. Guðný Jónsdóttir, móðir Halldóru, og Jón bróðir hennar gifta hana, en faðir hennar, Sigurður Jónsson, var þá látinn. Með uppteiknuðu litlu ættartré brúðhjónanna.
Vitnisburður um reka og ítök Skálár í Sléttahlíð.
Eggert Hannesson fær bróðursyni sínum Hannesi Björnssyni jarðirnar Stóra-Fjall í Borgarfirði og Álftárbakka á Mýrum í staðinn fyrir Ballará er Eggert hafði áður selt Hannesi en gekk af honum með dómi.
Helgi Sigurðsson selr Brynjólfi Magnússyni jörðina Hallgilsstaði í Fnjóskadal fyrir 37 hundruð í lausafé, og tilgreinir landamerki.
Claus van der Marvisen, hiröstjóri og höfuðsmann yfir alt Island, gefr sinum góðum vin Didrek van Minnen umboð það, er hann hafði af konungi yfir íslandi, „bífalar“ honum klaustrið i Viðey með öllum tekjum, svo og garðinn á Bessastöðum, og veitir honum „kongsins sýslu Gullbringuna".
Tylftardómur,kvaddr af Gíimi bónda Þorleifssyni, kongs umboðsmanni í Vaðlaþingi, dæmir Þorleifi bónda Grímssyni og jafnbornum systkinum hans jarðirnar Kalmanstjörn, Kírkjuhöfn, Engey og Laugarnes að löglegri eign og erfð.
Skýrsla Jóns Ólafssonar um samtal síra Jóns Filippussonar og Þorgerðar Jónsdóttur um Vetrliðastaði.
Alþingisdómur vegna Hrauns í Unadal, 1. júlí 1607. Bréfið skrifað 17. apríl 1610.
Kvittun andvirðis fyrir 20 hundr. i Guðrúnarstöðum
Kvittun Bjarnar Eyjólfssonar til Árna Gíslasonar fyrir andvirði 10 hundr. í Barkarstöðum í Miðfirði.
Björn og Jón Konráðssynir klaga að Torfi heitinn Jónsson hafi án samþykkis hans móður, Guðrúnar heitinnar Björnsdóttur, gefið konu sinni, Margréti Jónsdóttur, of mikla tilgjöf. Á Hvestu í Arnarfirði 1589. Útdráttur.
Jón Arnfinnsson selur Þorvarði Björnssyni tíu hundruð í Gilsárvelli í Borgarfirði. Útdráttur.
Séra Þorleifur Jónsson gerir kaup við Brynjólf Sveinsson biskup um Neðra-Skarð og hálft Steinsholt fyrir 20 hundruð í Álftárósi og 10 hundruð í Skáney. Bréfið var skemmt þannig að ekki var ljóst hvor aðilinn keypti hvort jarðapar en Árni Magnússon taldi að Brynjólfur biskup hefði keypt Neðra-Skarð og hálft Steinsholt. Kaupin áttu sér stað 1651 eða fyrr. Útdráttur.
Vitnisburðarbréf.
Alþingisdómur um Hofstaði á Mýrum.
Guðbrandur Oddson gefur herra Odd Einarsson kvittun og ákærulausan fyrir andvirði Böðvarsdals. Á Refsstöðum í Vopnafirði, 1. ágúst 1607.